Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 13. desember 2010 „Þetta er bara skelfilegur atburð- ur,“ segir Magnús Árni Skúlason, einn stofnenda InDefence-hóps- ins, en fjórtán ára gamall sonur hans varð fyrir hrottafenginni árás sunnudagskvöldið 5. desember þar sem hann var sleginn í andlit- ið með golfkylfu. Að sögn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu átti árásin sér stað við styttuna af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli. Drengurinn hafði ver- ið boðaður þangað klukkan hálf tíu um kvöldið af hópi unglings- pilta sem voru eldri en hann. Þeg- ar þangað var komið réðst einn drengjanna á hann og lamdi hann í andlitið með golfkylfu. Drengur- inn var færður á slysadeild Land- spítalans eftir atburðinn með áverka á andliti. Magnús Árni seg- ir að það hafi séð mjög mikið á andliti sonar síns en hann fór sjálf- ur á staðinn er hann fékk tilkynn- ingu um árásina. Ætlar að kæra Aðspurður hvort hann og barns- móðir hans hafi kært atburðinn segir Magnús Árni: „Já, að sjálf- sögðu, þetta er náttúrulega ekk- ert annað en manndrápstilraun.“ Magnús Árni á drenginn með Gíslínu Hrefnu Magnúsardóttur en ekki náðist í hana. Hann segir líðan sonar síns vera frekar góða sem betur fer en hann hefur þó ekki sótt skóla eft- ir árásina að sögn Magnúsar. Að öðru leyti vildi Magnús ekki tjá sig um atburðinn á meðan hann væri til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Snýst um deilur veggjalistamanna Að sögn lögreglu snerist mál- ið um deilur veggjalistamanna en hafði hún ekki nánari upplýs- ingar um hvað þær deilur snér- ust um. Lögregla segir dreng- ina úr hópnum hafa verið eldri en fórnarlambið. Ekki liggur fyr- ir hversu gamlir árásarmenn- irnir eru, en sakhæfisaldur hér á landi er 15 ár. Ekki er heldur vitað hvort árásarmennirnir hafi áður komið við sögu lögreglu. Fari svo að árásarmennirnir verð ákærð- ir fyrir tilraun til manndráps og síðar fundnir sekir, gætu þeir átt yfir höfði sér fangelsisdóm, enda þung viðurlög við slíku broti. Magnús Árni hefur verið mik- ið í fjölmiðlum síðustu misseri, en hann er einn af stofnendum InDefence hópsins og var í far- arbroddi hópsins þegar forseta Íslands, Ólafi Ragnari Gríms- syni, var afhentur undirskriftalisti gegn Icesave-samkomulaginu 2. janúar síðastliðinn. Magnús sat í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins en var áður dósent við viðskipta- deild Háskólans á Bifröst. „Ekkert annað en manndrápstilraun“ n Hrottafengin árás n Sleginn með golfkylfu í andlitið n Manndrápstilraun að mati föður fórnarlambsins Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is Skelfilegur atburður Sonur Magnúsar Árna Skúlasonar varð fyrir hrottafenginni árás í miðbæ Reykjavíkur. Mynd kriStinn MagnúSSon Hrottafengin árás Ráðist var á drenginn og hann barinn með golfkylfu í andlitið við styttu Ingólfs Arnarsonar. SviðSett Mynd róbert Umsækjendur rísa gegn stjórn Íbúðalánasjóðs Úr skýrslu um endurskoðun laga um Stjórnararáðið: n „Tryggja þarf að hafið sé yfir allan vafa að fastir starfsmenn stjórnsýslunn- ar séu ráðnir á faglegum, gagnsæjum, sanngjörnum og samræmdum forsendum. Óvissa um ráðningu og framgang fagfólks og sérfræðinga vegna pólitískra inngripa dregur úr trúverðugleika Stjórnarráðsins, trausti milli starfsmanna og aðdráttarafli þess sem starfsvettvangs.“ Faglegar ráðningar öllu framangreindu auk mjög já- kvæðra meðmæla sem Hagvangur upplýsti að Sigurði hefðu verið veitt, var það niðurstaða stjórnar Íbúða- lánasjóðs að Sigurður Erlingsson væri best fallinn til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs af þeim umsækjendum sem sóttu um starfið og drógu ekki umsókn sína til baka ... Að mati stjórnar hefði hann borið af öðrum umsækjend- um með vísan til þeirra menntunar- og hæfniskrafna sem gerðar voru til framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs í auglýsingu um stöðu framkvæmda- stjóra.“ Í þeim gögnum sem Vilhjálmur, Yngvi Örn og Elín Sigrún fengu með rökstuðningnum er að finna með- mæli með Sigurði frá Nicholas Dib ley sem vann árið 2008 fyrir Deutsche Bank í London. Þau eru dagsett 8. október síðastliðinn. „Ég hika ekki við að mæla með Sigurði í embætti forstjóra Íbúðalánasjóðs,“ segir í meðmælabréfi Dibleys. „kennir manni að þegja“ Elín Sigrún kveðst hafa tilgreint fjóra meðmælendur sem unnt var að hafa samband við til að meta umsókn hennar til hlítar. „Það var aldrei haft sambandi við neinn þessara með- mælenda,“ segir Elín Sigrún í samtali við DV. Hið sama segir Vilhjálmur. „Ég veit ekki til þess að haft hafi verið samband við mína meðmælendur þótt ég hafi verið talinn í hópi fjög- urra hæfustu. Ég kannast við þetta orðfæri um að sá hæfasti hafi verið valinn til embættis. Það orðalag var líka notað fyrir 12 árum þegar Guð- mundur Bjarnason var skipaður for- stjóri Íbúðalánasjóðs degi áður en umsóknir um embættið voru opn- aðar.“ Af þessu einu má draga þá álykt- un að annað hvort hafi geðþótti ráð- ið því hvaða meðmæli voru höfð til hliðsjónar eða þá að jafnræði hafi ekki ríkt við meðferð umsóknanna. Stjórnsýslulög kveða skýrt á um að við úrlausn mála skuli stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í laga- legu tilliti. Þess má geta að Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, var landbún- aðar- og umhverfisráðherra 1995 til 1999 er hann tók við embætti for- stjóra Íbúðalánasjóðs. „Það er mjög sérkennilegt að stjórn sjóðsins hafi án rökstuðn- ings ýtt til hliðar þeim sem voru í hópi fjögurra hæfustu að mati Capa- cent og Hagvangs. Ég hef fjallað um starfsemi Íbúðalánasjóðs á gagn- rýninn hátt undanfarin ár og mann grunar að það spilli fyrir þótt svo að hæfni og verðleikar ættu að vera eini mælikvarðinn. Þetta kennir manni kannski að þegja. Venjulegir borgar- ar eru látnir gjalda fyrir að taka þátt í opinberri umræðu en þegar stjórn- málamenn tjá sig opinberlega er það talið þeim til tekna. Þetta ber ein- kenni þöggunar,“ segir Vilhjálmur. Sigurður erlingsson Var ráðinn forstjóri Íbúðalánasjóðs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.