Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 23
Aldarafmæli | 23Mánudagur 13. desember 2010 Hundrað ára afmæli DV Á laugardaginn fagnaði DV hundrað ára afmæli með því að bjóða til fjölskyldu-skemmtunar á Ingólfs- torgi. Dagskráin var vegleg, því tón- listarmennirnir Bubbi Morthens og Bjartmar og Bergrisarnir tróðu upp fyrir gesti og gangandi. Leikhópur- inn Lotta steig svo á svið og sýndi leikrit fyrir börnin. Í lokin tók hinn magnaði karlakór Fjallabræður lagið fyrir viðstadda á Ingólfstorgi. Jóla- sveinarnir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í miðborginni, enda styttist í sjálf jólin. Fjallabræður Slógu í gegn á Ingólfstorgi á laugardaginn með kraftmikilli frammistöðu. Mynd róbert reynisson dr. Gunni Starfaði áður sem blaðamaður hjá DV og tók að sér hlutverk kynnis á afmælishátíðinni á laugardag. Mynd róbert reynisson Léttur Það sést ekki á myndinni hvaða jólasveinn þetta er, en hann var greinilega hress og kátur á laugardaginn. Eins og sjá má brá hann á leik fyrir ljósmyndara DV. Mynd róbert reynisson Jólalegt Gestir og gangandi létu fara vel um sig á Ingólfstorgi þrátt fyrri kuldann og rökkrið. Mynd róbert reynisson Jólasveinar Börnin fengu að hitta nokkra jólasveina og fengu teknar myndir af sér með þeim. Mynd róbert reynisson rokkguð Bjartmar Guðlaugsson var rosalegur á sviðinu með hljómsveit sinni Bergrisunum. Mynd róbert reynisson bubbi Morthens Tróð upp á Ingólfstorgi á afmælishátíð DV. Mynd róbert reynisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.