Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 16
16 | Erlent 13. desember 2010 Mánudagur Á föstudag lauk loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Cancún í Mexíkó. Umhverfisverndarsinn- ar höfðu bundið miklar vonir við að árangur næðist í samningavið- ræðum þjóðanna sem tóku þátt, ekki síst vegna hinnar misheppn- uðu loftslagsráðstefnu sem fram fór í Kaupmannahöfn í fyrra. Ráð- stefnan í Cancún fór fram í skugga upplýsinga sem fram komu í skjöl- um bandaríska utanríkisráðuneyt- isins sem Wikileaks hefur birt, um að Kínverjar og Bandaríkjamenn hafi lagt á ráðin fyrir Kaupmanna- hafnarráðstefnuna um að koma í veg fyrir frekari skuldbindingar á takmörkun losunar gróðurhúsa- lofttegunda. Í ár talaði hins vegar orkumálaráðherra Bandaríkjanna fyrir sjálfbærri orkunýtingu í ná- inni framtíð en á sama tíma skutu upp kollinum nýir „óþekktarorm- ar.“ Japanir og Rússar erfiðir Lengi vel leit út fyrir að viðræðurn- ar í Cancún færu út um þúfur. Jap- anir og Rússar lýstu því yfir strax í upphafi ráðstefnunar að þeir hygð- ust ekki skrifa undir lagalega bind- andi samkomulag um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda og endurnýja þar með Kýótó-bókun- ina, en hún rennur út árið 2012. Bæði Japönum og Rússum finnst ósanngjarnt að Kínverjar fái meira rými til að losa gróðurhúsaloftteg- undir, þar sem Kína sé skilgreint sem þriðja heims ríki í Kýótó-bók- uninni. Einnig voru þeir ósáttir með að Bandaríkin hafa ekki verið aðilar að Kýótó-bókuninni og því ekki skuldbundin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við- ræðurnar í Cancún gengu því erfið- lega til að byrja með, en þrátt fyrir allt náðist nýtt samkomulag. Nýja samkomulagið Helsta atriðið í Cancún-sam- komulaginu er stóraukin áhersla á stuðning og fjárframlög til þró- unarríkja. Þau á að aðstoða við að takast á við afleiðingar loftslags- breytinga og draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda. Á tímabilinu 2010–2012 verða þróunarríki styrkt um 30 milljarða Bandaríkjadala á hverju ári og stefnt er að því að framlög þróaðra ríkja verði orð- ið 100 milljarðar Bandaríkjadala árið 2020. Þá verður stofnaður nýr sjóður, Græni loftslagssjóðurinn, en í hann munu ríki geta sótt um fjármögnun til verkefna sem miða að því að koma í veg fyrir lofts- lagsbreytingar. Annað meginatriði Cancún-samkomlagsins er að þró- uð ríki reyni í meira mæli að þróa og dreifa loftslagsvænni tækni. Ísland lagði áherslu á kynja- jafnrétti Íslendingar tóku þátt í viðræð- unum í Cancún og voru íslensku fulltrúarnir ánægðir með árang- ur ráðstefnunnar. Í fréttatilkynn- ingu frá umhverfisráðuneytinu, sem birtist á laugardag, er full- yrt að áherslumál Íslands hafi náð í gegn. „Á ráðstefnunni í Canc- ún  lagði Ísland  áherslu á  kynja- jafnrétti og á þátttöku kvenna við ákvarðanatöku. Texti þess efnis, sem Ísland lagði til, er víða í Canc- ún-samkomulaginu, þar á með- al í inngangi þar sem fjallað er um sameiginlega sýn á lausn loftslags- vandans. Ísland lagði einnig fram tillögu um að vernd og endurheimt votlendis verði viðurkennd leið til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Gengið var frá tæknilegri skilgreiningu á framkvæmd tillögu Íslands í Cancún, en endanlegt samþykkt hennar bíður samkomu- lags um framhald Kýótó-bókunar- innar. Fréttaritari breska blaðsins Guardian hrósaði Íslandi sérstak- lega fyrir votlendistillöguna og þann árangur sem náðist á þessu sviði í Cancún.“ Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is n Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk um helgina n Leit lengi vel út fyrir að viðræður sigldu í strand n Ekki náðist að framlengja Kýótó-bókunina en framlög til þróunarríkja verða stóraukin n Ísland leggur áherslu á kynjajafnrétti í loftslagsmálum Umhverfisráðuneytið tók saman helstu atriði Cancún-samkomulagsins n Skilgreind er sameiginleg sýn um að reyna eigi að halda hnattrænni hlýnun undir 2 °C með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en einnig á að skoða möguleika á því að styrkja þetta markmið og skoða möguleika á að halda hlýnun undir 1,5 °C. Ekki náðist samkomulag um að setja hnattrænt markmið um minnkun losunar til 2050, en reyna á að ná slíku samkomulagi á næsta ári. n Ítarleg verkáætlun var samþykkt til að styrkja starf varðandi aðlögun að loftslags- breytingum og sérstök nefnd sett á laggir til að stýra henni. n Öllum ríkjum er boðið að tilkynna markmið um minnkun losunar til skrifstofu Loftslagssamningsins og þróuðum ríkjum einnig til skrifstofu Kýótó-bókunarinnar. Þróuð ríki eru hvött til þess að setja sér metnaðarfyllri markmið en þau hafa gert til þessa. Þróunarríki eiga að grípa til aðgerða til að draga úr losun með aðstoð þróaðra ríkja í formi fjármögnunar og tækniaðstoðar. n Þróunarríki eru hvött til þess að gera áætlanir til að draga úr skógareyðingu, sem er stór uppspretta losunar koldíoxíðs í andrúmsloftið. Þetta á að vera skref í átt til hnatt- ræns verkefnis til að draga úr losun frá skógareyðingu í þróunarríkj- unum, sem á að útfæra frekar hvað varðar fjármögnun, eftirlit með árangri og fleira. n Veita á 30 milljörðum á tímabilinu 2010–2012 til þróunar- ríkja til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stefnt er að því að framlög þróaðra ríkja til þróunarríkja í því skyni verði árlega um 100 milljarðar Bandaríkjadala árið 2020. Stofnaður verður nýr sjóður, Græni loftslagssjóðurinn. Verulegur hluti stóraukinnar fjárhagsaðstoðar í loftslagsmálum á að renna í gegnum sjóðinn, sérstaklega á sviði aðlögunar að loftslagsbreytingum. Alþjóðabankinn á að vista sjóðinn a.m.k. fyrstu þrjú árin. n Sett verður á fót kerfi til að greiða fyrir rannsóknum á loftslagsvænni tækni og tilfærslu slíkrar tækni og þekkingar til þróunarríkja. Sérstök miðstöð verður sett á fót í þessu skyni, sem á m.a. að koma á neti þekking- arstöðva, svæðisbundinna eða á sviði ákveðinna tæknilausna. Nýtt samkomulag um loftslagsmál Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Legg- ur áherslu á kynjajafnrétti. Von eftir allt saman Aðgerðarsinnar sýndu frumkvæði á ströndinni í Cancún. Gestgjafar ræða saman Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, og Felipe Calderon, forseti Mexíkó. Næsta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Suður-Afríku. „Á ráðstefnunni í Cancún lagði Ísland áherslu á kynja- jafnrétti og á þátttöku kvenna við ákvarðana- töku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.