Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 14
Góð þjónusta
n Hundaeigandi vill benda á dýra-
verslun sem veitir frábæra þjón-
ustu. Sú verslun heitir Bender og
er í Hlíðarsmára í Kópavogi. Hann
segir starfsmennina vera einstak-
lega hjálpsama og fróða og leggja sig
fram við að veita góða þjón-
ustu með þarfir ferfætlings-
ins í huga. „Ekki skemmir
fyrir að þegar maður kaupir
stóran poka af hunda-
mat er hann borinn
út í bíl fyrir mann. Svo
er mjög gott verð á
matnum, sem annars er
virkilega dýr.“
Partý Alias
Framleiðandi: Myndform
Verð: 5.600 kr. í Bónus
Einfalt og stór-
skemmtilegt
Borðspil sem gengur út á að leikmenn
reyna að lýsa orðum fyrir samherjum
sínum. Ákaflega einfaldar reglur og
fyrir vikið gengur spilið bæði hratt
og er stórskemmtilegt. Bæði fullorð-
ins- og barnaútgáfan af Alias slógu
í gegn í fyrra og í ár kemur út nýtt
spil með lítillega breyttum reglum.
Í grunninn er þetta gamla góða Al-
ias-spilið, en í sérstakri partí-útgáfu.
Nýjar reglur eru meðal annars partí-
spjöld, sem leikmenn þurfa að draga.
Þeir gætu lent í því að lýsa orðunum
á spjaldinu eins og þeir væru hágrát-
andi. Þeir gætu líka þurft að standa
á einum fæti og halla sér fram með
báðar hendur úti og lýsa orðunum
þannig. Þessar breytingar mæltust
vel fyrir og spilararnir lágu í hlátur-
skati. Einnig er kominn nýr bunki í
spilið sem gengur út á að lýsa frægu
fólki. Enginn vafi er á að þetta er ekta
partí-spil. Leiðbeiningarnar eru ein-
faldar og skýrar svo enginn á að þurfa
að klóra sér lengi í hausnum yfir nýju
viðbótinni. Þar sem þeir sem próf-
uðu spilið eru miklir vísindamenn
í sér var gerð tímamæling á stunda-
glasinu. Í ljós kom gríðarleg skekkja,
upp á 2,5 sekúndur, eftir því hvernig
glasið snýr. Það þýðir að annað liðið
fær mikið forskot. Tvær sekúndur í
svona spili geta skipt sköpum. Þetta
er galli sem verður að vara sig á.
Baldur: „Það er ekki ofsögum sagt
að spilið sé bráðskemmtilegt. Það var
óborganlegt að heyra Einar lýsa orð-
unum grátandi. Gott partíspil.“
Einar: „Mjög skemmtilegt.“
Mikael: „Gott í glasi.“
Valgeir: „Eins og Karl Berndsen seg-
ir: Brilljant!“
Fimbulfamb
Framleiðandi: Veröld
Verð: 7.000 – 8.000 kr.
Frábær skemmt-
un fyrir alla
Fimbulfamb er nú loksins fáanlegt
aftur en spilið kom síðast út árið
1993. Samkvæmt tilkynningu hef-
ur spilið gengið kaupum og sölum á
svörtum markaði síðan þá, slík hefur
eftirspurnin verið.
Í stuttu máli snýst Fimbulfamb
um að sýna klókindi og blekkja móth-
erjana. Einn les upp orð af spjaldi á
meðan hinir spilendurnir skrifa á þar
til gerð spjöld það sem þeim finnst
vera líkleg skýring á orðinu. Sá sem
les skrifar líka rétta útskýringu niður.
Orðin sem um ræðir eru öll á íslensku
og eiga það sameiginlegt að vera
sjaldgæf í íslensku máli. Loks er öll-
um útskýringunum safnað saman og
þær lesnar upp. Spilendur giska svo á
þá útskýringu sem þeir telja vera rétta.
Giski einhver á þá skýringu sem þú
skrifaðir færðu stig og giskir þú á rétta
útskýringu færðu stig. Viljirðu reyna
að blekkja mótherja þína giskarðu á
þína útskýringu og vonar að þeir geri
það sama. Þannig geturðu vænst þess
að fá fleiri stig.
Fimbulfamb er frábær skemmtun
fyrir alla aldurshópa þótt það höfði ef
til vill frekar til fullorðinna. Spilið er
spennandi, fræðandi en umfram allt
skemmtilegt og öðruvísi. Það kostar
sitt en ætti að endast fólki um ókom-
in ár.
Baldur: „Stórskemmtilegt og vand-
að spil en slær Heilaspuna, frá því í
fyrra, ekki við.
Einar: „Búinn að bíða lengi eftir
þessu. Vandað, skemmtilegt og mjög
fræðandi spil.“
Mikael: „Biðarinnar virði. Næstu 17
ár verða epísk.“
Valgeir: „Mjög skemmtilegt spil, en
getur verið einhæft.“
Enn meiri Popppunktur
Höfundur: Dr. Gunni
Verð: 5.890 á spilavinir.is
Fyrir lengra
komna
Áhorfendur Ríkissjónvarpsins og
áður Skjás eins ættu að þekkja Popp-
punkt út og inn. Um er að ræða spil
þar sem spurt er um tónlist, íslenska
og útlenda. Ýmist keppa menn í lið-
um eða sem einstaklingar og í spilinu
eru hraðaspurningar, vísbendinga-
spurningar og bjölluspurningar auk
popphjólsins þar sem þátttakendur
geta þurft að semja lag eða leika ein-
hvern poppara, svo dæmi séu tekin.
Spilið er nákvæmlega byggt á sjón-
varpsþáttunum og er mjög vandað.
Spurningarnar eru fjölmargar og öll
hönnun og umgjörð spilsins er flott.
Þess má geta að á leikborðinu eru
auglýsingar frá Orkunni og Eimskip
svo dæmi séu tekin. Það er ekki al-
gengt að sjá.
Enn meiri Popppunktur er tilval-
in gjöf handa þeim sem hafa mikinn
áhuga og þekkingu á tónlist. Spurn-
ingarnar eru ákaflega krefjandi og
ekki á allra færi að svara. Spilið hent-
ar því ekki „amatörum“ í tónlist.
Raunar þótti það tíðindum sæta þeg-
ar óreyndari leikmenn sem prófuðu
spilið gátu svarað einni spurningu.
Baldur: „Þú þarft að vita virkilega
mikið um tónlist til að hafa gaman
af spilinu. Þetta er samt mjög flott
spil og flottur pakki.“
Vextirnir lækka
Ingólfur H. Ingólfsson, ráðgjafi hjá
Sparnaði ehf., spáir því að lækkun
stýrivaxta muni leiða til lækkunar á
vöxtum í bönkunum. Í síðustu viku
var tilkynnt að peningastefnunefnd
Seðlabankans hefði ákveðið að
lækka stýrivextina niður í 4,5 pró-
sent. Ingólfur segir viðbúið að vextir
muni lækka en býst ekki við að vext-
ir verði undir verðbólgu til lengri
tíma. Því sé ekki ráðlegt að ana að
neinu. Eins og er býður netbankinn
S 24 hæstu innlánsvextina á debet-
reikningum en einungis einn banki,
Landsbanki Íslands, er búinn að
birta nýja vaxtatöflu þegar þetta er
skrifað. Ingólfur ráðleggur fólki að
kynna sér vaxtakjör bankanna áður
en það hefur sparnað. Það geti borg-
að sig til lengri tíma.
Þúsundkall í
þjónustuver
n Lastið fær Vodafone fyrir að anna
ekki eftirspurn í þjónustuveri. Net-
og sjónvarpslaus viðskiptavinur náði
ekki inn í þjónustuverið fyrr en hann
hafði beðið í hálftíma á línunni. Þegar
hann hafði svo náði í gegn var hann
sendur áfram á sjónvarpsaðstoð þar
sem hann beið í tuttugu mínútur í
viðbót. Þaðan var hann
svo aftur sendur í þjón-
ustuver. Þetta kostaði
hann hátt í þúsund
krónur, eða 942, vegna
þess að hann er ekki
með farsímaviðskipti við fyrir-
tækið. Hann fékk ekki lausn á
málum sínum.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Hættuleg leikföng Neytendastofa hvetur neytendur og inn-
flytjendur til að senda ábendingar til stofnunarinnar um hættulegar vörur
telji þeir að þær sé að finna á markaði hér á landi, nafnlausar ábendingar eða
undir nafni með skráningu notenda í þjónustugátt stofnunarinnar. Þetta
kemur fram á heimasíðu Neytendastofu. Þar er að finna langan lista yfir
leikföng sem hafa verið innkölluð í Evrópu undanfarið. Þó vörurnar séu ekki
markaðssettar á Íslandi sé vert að vara við þeim, enda geti þær hafa verið
til hér án vitundar Neytendastofu. Leikföngin eru frá Bretlandi, Finnlandi,
Danmörku, Póllandi og Þýskalandi, svo einhver dæmi séu tekin.
n DV prófaði sjö borðspil sem komu á mark-
að fyrir jólin. Samdóma álit blaðamanna
var að Partý Alias, Fimbulfamb og Enn
meiri Popppunktur væru flottustu spilin af
þeim sem prófuð voru.
Partý Alias Fimbulfamb Enn meiri Popppunktur Jóla jóla spilið Þú veist! Activity original Fuglaspilið
Partý Alias besta spilið
14 | Neytendur Umsjón: Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 13. desember 2010 Mánudagur
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 203,7 kr. Verð á lítra 206,7 kr.
Bensín Dísel
Verð á lítra 206,5 kr. Verð á lítra 206,3 kr.
Verð á lítra 206,7 kr. Verð á lítra 206,5 kr.
Verð á lítra 206,4 kr. Verð á lítra 206,2 kr.
Verð á lítra 206,5 kr. Verð á lítra 206,3 kr.
Verð á lítra 203,7 kr. Verð á lítra 203,7 kr.
Algengt verð
Almennt verð
Algengt verð
Akureyri
Melabraut
Algengt verð