Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Page 26
26 | Fréttir 13. desember 2010 Mánudagur Stefán Karl Stefánsson gerir það enn gott í Bandaríkjunum: Kunni ekki ensku Jón Stóri: Komin á fast Leikkonan glæsilega Halla Vilhjálms- dóttir er kominn á fast með breskum leikara að nafni Duncan Mais. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Séð og heyrt. Halla býr með Duncan í London þar sem hún hefur verið búsett meira og minna undanfarin ár. Duncan er að gera fína hluti í leiklistinni og er hann til dæmis með hlutverk í næstu X-Men-kvikmynd. Með leiklistinni starfar Halla í líkams- ræktarstöð sem þjálfari og danskennari. Stigahæsta stjarnan Stjörnuhátíð Körfuknattleikssambands Íslands fór fram um helgina. Líkt og í fyrra var einn af hápunktum hátíðar- innar leikur fyrrverandi landsliðsmanna og hins svokallaða „celeb“-liðs sem er skipað þjóðþekktum einstaklingum. Einn af nýliðum liðsins, Auðunn Blöndal, skaraði fram úr og var stigahæstur með sjö stig. Leikurinn endaði með öruggum sigri landsliðsmannanna fyrrverandi, 34–26. Liðsfélagar Auðuns voru á meðal annarra Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason, Jogvan Hansen, Egill Einarsson og Sverrir Bergmann. Stefán Karl Stefánsson er ennþá að slá í gegn í hlutverki sínu sem The Grinch, Trölli, í Bandaríkjunum. Stef- án Karl hefur ferðast með sýninguna víða um Bandaríkin og sýndi fyrir skemmstu í Dallas í Texas-fylki. Í til- efni af því var Stefán í viðtali í morg- unþættinum Good Morning Texas þar sem hann sagði meðal annars frá því að hann hafi ekki kunnað ensku áður en honum var boðið hlutverk Glanna glæps eða Robbie Rotten í Latabæ. „Á þeim tíma talaði ég ekki neina ensku,“ segir Stefán Karl um það þeg- ar honum var boðið að taka að sér hlutverkið sem kom honum á kort- ið. Stefán útskýrði í þættinum að Latibær hefði byrjað sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu en hann og Magn- ús Scheving hafi svo farið að tala um þann möguleika að gera sjónvarps- þátt. „Og hann var nógu klikkaður til að kýla á það.“ Stefán segir að hann hafi fengið vin sinn sem var enskukennari heima á Íslandi til þess að kenna sér ensku. „Þú verður að kenna mér ensku núna!“ sagði ég við hann,“ bætir Stef- án Karl við. „Þar sem við höfðum engan tíma til að sökkva okkur í bæk- ur þá fórum við bara á kaffihús og ég sagði honum frá lífi mínu á ensku og hann leiðrétti mig bara jafnóðum. Síðan flutti ég hingað til Bandaríkj- anna árið 2005.“ Stefán notaði einnig tækifærið og las úr sögunni Þegar Trölli stal jólun- um á barnaspítala í borginni. Stefán verður á Íslandi fram í miðja viku en þá fer hann til Kanada þar sem hann sýnir næstu þrjár vikurnar. tomas@dv.is „Eins og samfarir við górillu“ A ð vera í neyslu er, eins og þeir segja, alveg eins og að stunda samfarir við górillu,“ segir Jón Hilm- ar Hallgrímsson, betur þekktur sem Jón Stóri, í bók Helga Jeans Claessen, Jóns saga Stóra. „... og þeim er ekki lokið, fyrr en górillan hefur lokið sér af,“ bætir Jón við en í lok bókarinn- ar, sem er skáldsaga byggð á persónu hans, er að finna ítarlegt viðtal við Jón sem hefur helst unnið sér það til frægðar að vera tengdur hinum svo kölluðu undirheimum. Á meðal þess sem Jón ræðir í bók- inni er uppeldi hans. „Mitt uppeldi var mjög gott og eðlilegt í alla staði – enginn alkóhólismi eða annað hjá foreldrum mínum [...] Ég man eftir að mamma ákvað að ég yrði læknir eða hetja eins og skíðakappinn Ing- emar Stenmark,“ en Jón segir þó að uppeldi hans hafi breyst mikið með tilkomu stjúpföður um átta ára ald- urinn. Það var ekki fyrr en á mennta- skólaaldrinum sem Jón fór að koma sér í vandræði samkvæmt því sem kemur fram í bókinni en þá fíkni- efnaneysla hans. Jón lýsir því að með árunum hafi hann þróað með sér sterka sjálfs- eyðingarhvöt og að neysla e-taflna hafi haft skelfileg áhrif á hann. Svo skelfileg að árið 2007 sýndu rann- sóknir að hann væri kominn með of stórt hjarta vegna mikillar neyslu stera og kókaíns. Þetta var ekki nóg til að halda aftur af Jóni sem þurfti að skrifa undir skjöl með vottum til að fá að yfirgefa sjúkrahúsið sem hann var skoðaður á og þær hættur sem fylgdu því. „Ég finn að neyslan hefur tekið svo margt frá mér. Ég er ekki sami maður- inn og ég var áður – og verð það aldrei; hvorki andlega né líkamlega. Það eru afleiðingar af því vali sem ég hef tekið. Og ég hef svo sem enga eftir sjá endi- lega – svona hefur bara mitt líf verið – en menn geta metið sjálfir hversu sniðugt þetta er. Ég óska engum að ganga í gegnum þetta.“ Jón segir frá ótrúlegustu hlut- um í viðtalinu í heild. Meðal annars mörgum af glæpum sínum frá fyrri tíð, því að hann hafi verið búinn að missa fimm vini sína um tvítugt og að hann hafi verið „tekinn óumbeðinn“ á þjóðhátíð. Í lok viðtalsins segir hann svo: „Ég vona að þetta viðtal sýni um- fram vafa – að það ætti enginn að fikta með fíkniefni.“ Í nýútkominni bók Helga Jeans Claessen, Jóns saga Stóra, er að finna ítarlegt viðtal við Jón Hilmar Hallgrímsson. Hann segir meðal annars frá uppeldi sínu og hvernig sé að vera í eiturlyfjaneyslu sem hann líkir við samfarir við górillu. Jón talar einnig um þau ótrúlegu áhrif sem neyslan hefur haft á hann líkam- lega og andlega. Jón óskar engum að enda í neyslu og vonar að frásögn hans sé öðrum víti til varnaðar. Næstum því dáinn Jón segir frá því að neysla kókaíns og stera hafi orðið til þess að hjarta hans varð of stórt. MyNd FaCebooK Jón Stóri „Ég vona að þetta viðtal sýni umfram vafa – að það ætti enginn að fikta með fíkniefni.“ Vinsæll Sýningin hefur átt vinsældum að fagna um öll Bandaríkin. Stefán Karl Lærði ensku fyrir hlutverk sitt í Latabæ og sér eflaust ekki eftir því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.