Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 18
18 | Umræða 13. desember 2010 Mánudagur Ég lít á mig sem Evrópumann. Mér er engin er- lend menning kærari en sú evr- ópska. Mér hef- ur fundist gam- an að sjá mig um sem víðast í heiminum en hvergi hefur mér þótt eins nota- legt utan Íslands og í Mið-Evrópu enda átti ég þar samtals heima í fimm ár og líkaði vel. Í þeim skiln- ingi er ég Evrópusinni. Samt vil ég síður ganga í ESB. Fyrir mér er Evrópa og Evrópu- sambandið nefnilega ekki eitt og hið sama. Evrópa er margslung- in menningarheild, ESB er framar öðru efnahagsbandalag. Tilgangur þess er að viðhalda markaðskerfi án þess að af því hljótist styrjöld. Það er í sjálfu sér ekki slæmt mark- mið. Auk þess er norræna og síð- ar evrópska velferðarkerfið án vafa hið skásta sem mannkynið hefur búið við til þessa frá því að mað- urinn át af skilningstrénu. Samt er það enn reist á því hlægilega órétt- læti að svo lítilfjörleg gáfa sem klókindi í peningamálum getur haft þúsundfalt forskot á alla aðra hæfileika mannsins. Ég hef séð ýmis rök með og móti því hvort við hefðum efna- hagslegan ávinning eða skaða af því að ganga í ESB. Ég treysti mér ekki til að meta þau til fullnustu, enda skiptir mig engu höfuðmáli hvort lífskjaravísitalan hækkar eða lækkar um nokkur stig. Aðalatriðið er að það er skemmtilegri tilhugs- un að vera utan ríkjabandalags og vera ábyrg fyrir eigin höppum og glöpum og spila við allan heim- inn í stað þess að vera í gjörgæslu annarra. Þetta er vissulega áhætta einsog nýleg ódæmi sanna en jafn- framt ögrun. Meginmálið er að láta braskaralýð og flokka þeirra ekki komast aftur til valda. Einu marktæku rökin fyrir því að ganga í ESB væru þau að þar yrði betur hlúð að íslenskri tungu og annarri menningu heldur en í þeirri hnattvæddu ærustu sem einkennt hefur íslenskt þjóðlíf síð- ustu fjóra áratugi, því við séum ekki menn til að standa á eigin fótum. En þá væri aftur komið að gjör- gæslu líkt og á safnastofnun í stað þess að ávaxta sitt menningarlega pund af eigin rammleik og einurð. Ég segist „síður“ vilja ganga í ESB og tjái mig talsvert í miðstigi. Það er af því ég tel enga frágangs- sök að ganga í ESB þótt mér leið- ist sú tilhugsun, finnist hún vera til vitnis um uppgjöf og vissa einangr- unarhyggju, og sjái ekki hina brýnu nauðsyn til þess. Ég tel hinsvegar sjálfsagt að ljúka þeim aðildarvið- ræðum sem nú þegar eru hafnar og bera samningsdrög undir þjóðar- atkvæði, en án þess að þær snúist strax upp í aðlögunarferli með fjár- styrk frá ESB. Oft er haft á orði að leggja beri kalt mat á hlutina sem þýðir einatt í reynd að mæla skuli þá í peningum. Ég vil ekki mæla þessa spurningu í köldum peningum, tollum eða við- skiptahagsmunum. Af því helgast fyrirsögn þessa pistils. „Um 82 prósent frétta eru nei- kvæð og við verðum ekkert greindari þótt við kunnum þær allar utan að.“ n Sigríður Klingenberg um að fólk megi ekki láta sér líða vel í neikvæðninni. Sjálf sleit hún fyrir löngu sjónvarpsloftnetið úr sambandi svo hún gæti ekki séð fréttir. – DV „Því meira sem reynt er að þagga niður í okkur – þeim mun meiri verður stuðningur almennings.“ n Kristinn Hrafnsson fréttamaður sem er opinber talsmaður samtakanna Wikileaks og er nú orðinn annað andlit þeirra eftir að Julian Assange var handtekinn. – DV „Sem betur fer átti hann ekkert í Icesave.“ n Sveinn Waage um Liverpool-goðsögnina Kenny Dalglish en Sveinn hitti hann á flugvellinum í Manchester og sagðist vera hans mesti aðdáandi frá Íslandi. – DV „Ég er alltaf tekinn úr umferð.“ n Heiðmar Felixsson um það hvernig sé að spila handbolta í fjórðu deildinni í Þýskalandi. „...einblínt er á skerðingu þeirra og takmarkaða möguleika til þátttöku í samfélaginu.“ n Freyja Haraldsdóttir um skilaboð samfélagsins til fatlaðs fólks. -DV Siðleysi á æðstu stöðum Eins og viðbúið var hafa hrannast upp fjölmörg dæmi um siðleysi í efstu lögum samfélagsins allt frá hruni. Þetta þarf ekki að þýða að siðleysi hafi aukist tilfinnanlega, heldur er bet- ur fylgst með því en áður. Ástæðan er að reynslan hefur kennt okkur að siðferði verður metið til fjár. Eitt það athyglisverðasta við allsnakið siðferðið á Íslandi er hversu margir, sem staðnir voru að því, eru ófærir um að skilja það. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, sem fundaði um alvarlega stöðu Lands- bankans og seldi svo 192 milljóna króna hlutabréf sín í bankanum, var svo ófær um að skilja lög og sið- ferði að hann fullyrti að rannsókn- in á honum væri pólitísk. Baldur lét engan vita af þess- um gríðarlegu hagsmunum sín- um. Þegar hann sat fundi með ís- lenska bankamálaráðherranum og breska fjármálaráðherranum um bága stöðu Landsbankans þagði hann um hagsmuni sína. Hver veit hvernig hann barðist fyrir bankann inni í ráðuneytinu? Þetta eitt og sér ætti að nægja til dómsmáls gegn honum, en í ofanálag hafði hann 192 milljónir upp úr krafsinu. Nú er hann svo ósvífinn að hann fer fram á frávísun málsins. Auðvit- að er það réttur hans að reyna, en andstaða hans byggir á skorti og skilningsleysi á því að hann gerði eitthvað rangt. Fjölmargir starfsmenn íslensku bankanna hafa stigið fram og heimtað allt að hundruð milljóna króna ofurlaun. Ekki það að þeir hafi átt launin skilið, enda leiddu þeir bankann í glötun, heldur vegna þess að þeim þykir eðlilegt að reyna fyrst þeir geta það. Ef þeir fengju þessi ofurlaun út úr gjald- þrota bönkunum yrði niðurstað- an alltaf ósiðleg og röng, en þegar kemur að þeirra eigin hagsmunum víkja þeir siðferði til hliðar. Sigurjón Árnason, banka- stjóri Landsbankans, greindi frá því á fundi með endurskoðend- um bankans árið 2007 að eigend- ur bankans þrýstu á hann að sam- þykkja lán til þeirra. Á endanum tókst þeim að misnota aðstöðu sína. Fram kom í helgarblað DV að Katrín Pétursdóttir, kennd við Lýsi, gerði alvarlega tilraun til að mis- nota aðstöðu sína sem stjórnar- maður í Glitni árið 2007, þegar hún barðist fyrir tugmilljóna króna láni fyrir mág sinn. Steingrímur J. Sigfússon réð flokksbróður sinn, Svavar Gests- son, til að stýra samninganefnd um Icesave. Það kostaði þjóðina allt frá tugum til hundraða millj- arða króna að Steingrímur hafði ekki siðferði til að velja óháðan samningamann, sem hann sjálfur væri ekki vanhæfur til að taka af- stöðu til. Klíkusamfélagið kostar. En það sem bjargaði okkur var að við höfðum ekki sterkan leiðtoga til að berja málið í gegn athuga- semdalaust og að það opnaðist leið til þess að hleypa almenningi að ákvarðanatökunni. Lýðræðið er hagkvæmt, alveg eins og siðferðið. Margir í efstu lögum samfélags- ins skilja ekki að siðferði skiptir máli. Enda þvælist það bara fyrir þeim. En fyrir almenning snýst sið- ferði um beina, fjárhagslega hags- muni. Ólga á Seltjarnarnesi n Lengi hefur því verið haldið fram að bæjarfélagið Seltjarnarnes væri eitt hið best rekna á Íslandi. Þar hafa sjálfstæð- ismenn verið við völd lengur en margir vilja muna. Það var því mörgum áfall þegar Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri barði í gegn útsvars- hækkun vegna báginda í rekstrin- um. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks- ins kom saman í vikunni vegna málsins. Hermt er að yfirgnæfandi andstaða hafi verið við hækkun á útsvari og vilji menn að horfið verði frá ákvörðuninni. Ásgerður bæjar- stjóri er sögð vera í klandri. Bingi stofnar hlutafélög n Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi Pressunnar, er með talsvert umleik- is þessa dagana þrátt fyrir þung- an rekstur. Hann opnaði nýverið vefinn bleikt.is sem er vefur fyrir konur. Athygli vekur að nafnið er ekki í eigu Vef- pressunnar sem á og rekur Press- una. Nýtt félag í eigu Björns Inga á hið nýja bleikt. is. Kappinn hefur að undanförnu stofnað fleiri einkahlutafélög en hann á fyrir hið fræga Caramba sem fékk tugmilljóna fyrirgreiðslu hjá Kaupþingi. Ást á leynikletti n Gunnar Þorsteinsson í Krossinum og eiginkona hans, Jónína Bene- diktsdóttir, eru á leynilegum stað í útlöndum til að jafna sig eftir meinta aðför hóps kvenna. Jónínu var svo brugðið að hún- lýsti því yfir að hún væri hætt að nota Facebook. Það breyttist fljótt. Í nýlegri færslu segist hún vera klettur. „Áðan gengum við Gunn- ar minn á klettinum hér þar sem að við erum. Gunnar hélt utan um mig og sagði...Þú ert kletturinn minn. Er hægt að vera rómantískari þegar allt virðist í hatri gert ? Nei varla. Ég er kletturinn hans og ég sendi út flöskuskeyti ...“, segir Jónína. Tilgangurinn helgar meðalið n Árbótarmálið hefur hvorki verið ráðherrunum Steingrími J. Sigfússyni né Árna Páli Árnasyni til vegsauka. Þykir ýmsum stjórnarliðum mikill fnykur vera af málinu og hefðu helst viljað setja uppgjör af skattfé lands- manna við Árbótarhjónin í bið með- an ríkisendurskoðandi fer yfir málið. Athygli vakti innan þingsins þegar nánir stuðningsmenn Steingríms gengu svo langt að dreifa blaða- greinum til þingmanna til þess að gera Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, tortryggilegan. Sandkorn tryggvAgötu 11, 101 reyKJAvÍK Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Leiðari Aðsent Heitt at Hafið þið aldrei sokkið dýpra? „Ef Guðmundi finnst það þá hlýtur það að vera svo,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, leikari og Spaugstofu- maður, en guðmundur gunnarsson, formaður rafiðnaðarsam- bands Íslands, sagði á bloggi sínu lágkúruna í umræðu um lífeyrissjóði hafa náð nýjum lægðum í þætti Spaugstofunnar síðastliðið laugar- dagskvöld. Spurningin Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar„Lýðræðið er hag- kvæmt, alveg eins og siðferðið. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.