Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 13. desember 2010 Mánudagur
Sex Kólumbíumenn fá dvalarleyfi:
Flóttamenn komnir
Á föstudaginn komu til landsins sex
kólumbískir flóttamenn í boði stjórn-
valda. Fólkið mun hljóta stuðnings-
þjónustu frá Reykjavíkurborg og
Rauða krossinum, en fjölskyldurnar
munu setjast að í Reykjavík.
Í fréttatilkynningu frá félags- og
tryggingamálaráðuneytinu segir að
ráðuneytið muni fara með heildar-
umsjón yfir verkefninu. Um er að
ræða tvær fjölskyldur, konu á fimm-
tugsaldri og ungan son hennar, og
aðra konu um þrítugt með þrjú börn,
þar af nokkurra mánaða gamla dótt-
ur.
Flóttafólkið kemur hingað til
lands frá Ekvador, og hefur flúið of-
beldi, stríðsátök og ofsóknir í heima-
landi sínu. Vegna sérstakra aðstæðna
fólksins í Ekvador fór Flóttamanna-
stofnun Sameinuðu þjóðanna fram
á það við íslensk stjórnvöld að fólk-
inu yrði veitt hér hæli, að því er fram
kemur í fréttatilkynningunni. Fjöl-
skyldurnar tvær setjast að í Reykja-
vík og sjá Reykjavíkurborg og Rauði
krossinn um móttöku þess.
simon@dv.is
Bolt
inn
í be
inni
Hamraborg 11 w 200 Kópavogur w Sími: 554 2166 w www.catalina.is
Glæsilegur veislusalur til útleigu
Árviss útgáfuhátíð Vestfirskaforlagsins verður á Cafe Catal-
ina þriðjudaginn 14. desember og hefst kl.20:00
Höfundarnir sem lesa úr verkum sínum eru :
Hafliði Magnússon, Jóhann Diego Arnórsson, Jón Pétursson, Finnbogi
Hermannsson, Rúnar Kristjánsson og Jón Hjartarson.
Tónlistaratriði verður í boði Lýðs Árnasonar og félaga, og Ólafur Sæmunds-
son frá Patreksfirði flytur gamanmál.
Allir hjartanlega velkomnir.
n Réttur dagsins alla virka daga
n Hamborgarar, steikar-
samlokur og salöt
n Hópamatseðlar
„Ég er mikið jólabarn,“ segir Ein-
ar Ingi Marteinsson, forseti mót-
orhjólasamtakanna MC Iceland,
sem eru komin með annan fót-
inn inn í Hells Angels, eða Vít-
isengalana. Jólahlaðborð sam-
takanna var haldið síðastliðið
laugardagskvöld og ríkti þar mik-
il jólagleði. „Við erum öll mik-
il jólabörn,“ segir Einar, sem er
þekktur sem Einar „Boom“, þeg-
ar hann er spurður út í jólin.
„Heyrðu, friðarkertin kláruðust.
Þú verður að stökkva og kaupa
fleiri,“ segir Einar við einn fé-
lagsmann en mikið gekk á þegar
DV fékk að kíkja á jólahlaðborð-
ið. Einar var allt í öllu þegar fé-
lagsmenn gerðu jólahlaðborðið
klárt. „Eigum við ekki að slökkva
ljósin hérna,“ spyr Einar og tóku
menn almennt vel í það svo það
huggulegri stemning myndaðist.
Á jólahlaðborðinu voru saman-
komnir félagar samtakanna og
fjölskyldur þeirra.
Dýrindis jólamatur
Á boðstólum var dýrindis jóla-
matur sem samanstóð meðal
annars af glæsilegri purusteik
og svo var að sjálfsögðu grjóna-
grautur í eftirrétt. Hlaðborðið
hreinlega svignaði undan öll-
um kræsingunum sem stóðu til
boða. Aðspurður hvernig jóla-
hlaðborð MC Iceland færi fram
segir Einar „Boom“ einfaldlega:
„Bara eins og öll önnur íslensk
jólahlaðborð.“
Veislan fór fram í lyftingasal
samtakanna sem er í klúbbhúsi
þeirra í Hafnarfirði. Öll lóð og
lyftingagræjur höfðu verið fjar-
lægð og búið að dekka salinn
og fegra hann með jólaskrauti.
„Þetta er stórfjölskyldan sem er
hér saman komin,“ sagði einn fé-
lagsmanna en mikill fjöldi hafði
boðað komu sína á hlaðborðið.
Þegar talið berst að því hvað sé
efst á jólagjafalista félagsmanna
nefnir einhver ný dekk á hjólið.
„Þetta er svo sem góð spurning,“
segir Einar „Boom“. „Ætli maður
vilji ekki bara fá frið á jörð.“
Hlaðborðið ógn við
þjóðaröryggi
Mikið hefur verið rætt um inn-
göngu MC Iceland í mótorhjóla-
samtökin Vítisengla, eða „Hells
Angels“. Einar segir að það sé
ekki langt í að MC Iceland fái inn-
göngu í samtökin. Klúbburinn
náði því skrefi að verða „Pros-
pect-klúbbur“ í fyrra og er því
ekki langt þar til að hann verð-
ur fullgildur meðlimur í Vítis-
englunum að sögn Einars. Hann
sagði lögregluna fylgjast grannt
með félagsmönnum. „Lögreglu-
stjóri telur örugglega að þetta
jólahlaðborð varði við þjóðarör-
yggi Íslendinga. Ætli móðir mín
sé þá ekki ógn við þjóðaröryggið
fyrst að hún er hérna,“ segir hann
á meðan félagsmennirnir hjálp-
uðu kokkunum við að bera inn
kræsingarnar.
Boðuð hefur verið löggjöf
hér á landi gegn starfsemi Vítis-
engla. Ragna Árnadóttir, þáver-
andi dóms- og mannréttinda-
ráðherra, flokkaði Vítisengla sem
glæpasamtök fyrr á árinu en Ein-
ar „Boom“ hefur áður sagt í sam-
tali við DV að MC Iceland séu
fjölskyldusamtök en ekki glæpa-
samtök. Það var ekki annað að
sjá á svip félagsmanna en að þeir
gætu ekki beðið eftir að gæða
sér á veitingunum og má með
sanni segja að mikill jólaandi ríki
í klúbbhúsi MC Iceland þessa
dagana.
Birgir Olgeirsson
blaðamaður skrifar birgir@dv.is
„Lögreglustjóri
telur örugglega
að þetta jólahlaðborð
varði við þjóðaröryggi
Íslendinga.
„Við erum öll
mikil jólabörn“
n Jólahlaðborð Vítisenglanna í MC Iceland haldið síðasta laugardagskvöld
n Móðir forseta klúbbsins mætti n Þeir segjast vilja frið á jörð í jólagjöf
Kræsingar Meðlimir MC Iceland héldu veglegt jólahlaðborð í klúbbhúsi sínu í Hafnarfirði.
Jólabarn „Við erum öll mikil jólabörn,“
segir Einar Ingi Marteinsson, forseti MC
Iceland.
Flóttamenn Sex flóttamenn komu
hingað til lands á föstudag.