Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 24
Könnun Forbes-tímaritsins: LeBron fékk of lítið borgað Þrátt fyrir að hafa fengið 15,8 milljónir dollara í laun hjá Cleveland Cavaliers í fyrra fékk enginn minna greitt fyrir framlag sitt til liðsins í NBA-deildinni en LeBron James. Þetta kemur fram í könnun sem Forbes-tímaritið gerði. Könnunin var þannig upp sett að laun leikmanna voru miðuð við hversu marga sigra ákveðnir leikmenn höfðu borið ábyrgð á. Það var íþróttahagfræðingurinn David Berri sem sá um rannsókn- ina en samkvæmt hans formúlu bar LeBron James ábyrgð á 27,2 sigrum Cleveland Cavaliers á síðasta tímabili, meira en nokkur annar leikmaður í NBA-deildinni. Samkvæmt rannsókn Forbes borga liðin í NBA leikmönn- um sínum að meðallagi 1,7 milljónir dollara samanlagt í laun fyrir hvern sigur. Það þýðir að þessir 27,2 sigrar sem LeBron átti heiðurinn af skiluðu liðinu og liðsfélögum LeBrons 46,6 milljónum dollara í laun, 30,7 millj- ónum meira en liðið borgaði honum. Kevin Durant, aðalstjarna Okla- homa City Thunder, var annar á listanum yfir þá sem fengu minnst borgað fyrir framlag sitt. Hann átti heiðurinn af 19,7 sigrum Oklahoma á síðasta tímabili en fékk „aðeins“ 4,8 milljónir dollara í laun fyrir árið. Næstu menn á eftir voru Rajon Rondo hjá Boston Celtics sem skilaði 17 sigrum fyrir 2,1 milljónir í laun, Ja- son Kidd hjá Dallas Mavericks sem átti heiðurinn af 19,6 sigrum og fær 8 milljónir í laun og í fimmta sætinu er Gerald Wallace, leikmaður Charl- otte Bobcats sem skilaði 19,4 sigrum en hirti launatékka upp á 9,1 milljónir dollara. tomas@dv.is Mættur til Miami LeBron varð ekki vinsæll í Cleveland þegar hann yfirgaf liðið fyrir Miami Heat. Mynd ReuteRs 24 | Sport Umsjón: tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 13. desember 2010 Mánudagur Khan hélt titlinum n Breski hnefaleikakappinn Amir Khan hélt WBA-veltivigtartitli sínum með naumindum á laugardags- kvöldið þeg- ar hann vann Marcos Maidana á stigum. Maidana hafði meitt Khan illilega í tíundu lotu, kýlt hann svo svakalega að Khan náði varla að standa í fæt- urna. Með því að standa það högg af sér afsannaði Khan ýmislegt sem hefur verið sagt um getu hans í að taka á móti þungum höggum. Sig- urinn var alls ekki eins sannfærandi og margir höfðu búist við en Khan er ein af skærustu stjörnum hnefa- leikanna í dag. Styttist í Mayweather n Þjálfari Amirs Khans, Freddy Roach, sem einnig þjálfar Manny Pacquiao, vill nú að Khan taki einn bardaga til viðbótar í veltivigtinni og reyni svo við Floyd Maywe- ather sem er af flestum talinn besti hnefaleika- kappi allra tíma enda hefur hann aldrei tapað. Voru orð Roach frekar stór þar sem Khan sýndi með frammistöðunni gegn Maidana að hann er ekki nálægt Mayweather í getu. Roach dreymir um að þjálfa kappa upp á móti Mayweather en hinn ósigraði Bandaríkjamaður hefur ávallt neit- að að berjast gegn Pacquiao. Vettel vill verða betri n sebastian Vettel, heimsmeistari í Formúlu 1, tók á móti heimsmeist- aratitlinum formlega á galakvöldi Formúlunnar í Mónakó um helgina. Hann sagðist þar von- ast til að erf- iðleikar þessa tímabils myndu hjálpa honum í framtíðinni. „Ég vona að ég eigi miklu meira inni og geti sýnt fólk- inu meira af mér. Ég vil verða betri ökumaður og einnig betri maður. Þetta ár var mér virkilega erfitt en útkoman var sætari en ég hefði get- að ímyndað mér,“ segir heimsmeist- arinn Sebastian Vettel. Tevez fær ekki að fara n Carlos tevez, framherja Manchest- er City, líður eitthvað illa þessa dag- ana og vill hann yfirgefa City strax í janúar og flytjast heim til Argent- ínu. Hann lagði inn beiðni um félagaskipti um helgina en henni var góðfúslega synjað af yfir- mönnum City. „Þessi beiðni er óþægileg fyrir liðið og kemur á óheppilegum tíma. Félagið mun nú hugsa um leikina sem framundan eru og vonast eftir góðu tímabili. Tevez mun áfram verða valinn í lið- ið vilji hann það,“ segir í yfirlýsingu frá Manchester City. Molar Jón Arnór stigahæstur í óvæntum sigri Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson fór á kostum fyrir sitt lið, CG Granada, þegar það vann óvæntan sigur á DKV Joventut sem er eitt af toppliðum spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Jón Arnór skoraði nítján stig á þeim 25 mínútum sem hann spilaði auk þess sem hann tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hann setti niður þrjá þrista og hitti úr öllum vítunum sínum. Hann skoraði meðal annars sjö síðustu stigin í þriðja leikhluta þegar Joventut var farið að sækja vel að Granada. eygló tvöfaldur meistari Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, vann um helgina tvo Norðurlandameistaratitla unglinga í sundi. Hún hafði gull í 800 metra skriðsundi á laugardaginn og bætti svo öðru gulli í sarpinn í gær þegar hún kom fyrst í mark í 200 metra baksundi. Hún vann einnig silfur í 100 metra baksundi. Anton Sveinn McKee, einnig úr Ægi, vann til tvennra silfurverðlauna á sama móti, í 400 og 1.500 metra skriði, en Kolbeinn Hrafnkelsson landaði bronsverðlaun- um í 200 metra baksundi. „Markmiðin okkar voru vissulega há- leit, að komast í milliriðla, en þau náð- ust ekki. Ég held samt að stelpurnar komi út úr þessu sem sigurvegarar,“ segir Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta. Stelpurnar okkar töpuðu síðasta leik sínum í riðlinum gegn heimsmeisturum Rússa á laugar- daginn en það var þriðja tapið í þrem- ur leikjum. Ísland er því úr leik og end- aði samanlagt í fimmtándi sæti á sínu fyrsta stórmóti. „Þetta var þeirra fyrsta mót og það er mikill lærdómur sem þær geta dregið af því. Það var margt sem þessi hópur fór í gegnum á einni viku, bæði innan vallar og utan,“ seg- ir Júlíus. tæknimistök eilíft vandamál Ekki verður sagt að landsliðið hafi átt mikla möguleika á að vinna nokkurn af leikjunum þremur enda við ofurefli að etja í öll skiptin. Júlíus og stelpurn- ar munu samt án efa hugsa um leikina fram að jólum og spá hvernig útkoman hefði getað orðið án tæknimistakanna. Mistökin sem íslenska liðið gerði í sókninni í gegnum allt mótið voru ótrúlega mörg og gerði liðið andstæð- ingum sínum oft auðvelt fyrir. „Þetta er vandamál sem við höfum átt við að etja í mörg ár. Við höfum séð það þegar við náum að fækka tækni- feilunum náum við betri úrslitum. Það eru samt ekki bara þeir sem gera út af við okkur á þessu móti. Við vorum líka að fara rosalega illa með dauðafærin. Það var eitt af því sem hefði mátt vera betra því betri nýting úr þeim hefði hjálpað okkur,“ segir Júlíus. Gáfust aldrei upp Ef það á að hrósa stelpunum fyrir eitthvað verður það að vera óþreyt- andi baráttuandi og gleðin sem skein af andlitum leikmanna liðsins sama hvernig staðan var. „Við settum þetta upp þannig að leikmenn áttu að skemmta sér og virkilega njóta tím- ans hérna og það gerðu þær. Stelpurn- ar gáfust aldrei upp þó oft hafi verið á brattann að sækja. Þær sýndu mikinn karakter og mikla liðsheild. Við vorum að sjá mörg stór töp í þessu móti hjá liðum sem hafa í gegnum tíðina verið miklu sterkari en við. Það er uppgjöf sem sást aldrei hjá okkur.“ segir Júlíus. „Stelpurnar lærðu líka mikið. Í svona móti er margt nýtt fyrir framan þig. Fyrir utan auðvitað þessa gríðar- lega sterku andstæðinga þá er nátt- úrulega umgjörðin miklu meiri, fleiri blaðamenn og umfjöllun sem þær eru kannski ekki vanar.“ ungu leikmennirnir stóðu sig Í íslenska liðinu vakti hin átján ára Þor- gerður Anna Atladóttir mikla athygli en hún var fjórði yngsti leikmaðurinn á mótinu. Hún kom vart inn á völlinn án þess að láta að sér kveða. „Þorgerð- ur nýtti sínar mínútur mjög vel,“ segir Júlíus stuttorður um Þorgerði. „Mótið gaf öllu liðinu mikla reynslu en þá sér- staklega þessum ungu. Það eru fleiri ungir leikmenn í liðinu sem eru með stórt hlutverk eins og Karen Knúts og Rut Jónsdóttir. Svo í síðasta leiknum var Rebekka að koma sterk inn sem og Sunna Jóns. Það var margt jákvætt í því,“ segir Júlíus. Dregið verður í undanriðla fyr- ir næstu heimsmeistarakeppni í vik- unni og segir Júlíus sig nú geta krafist meira af stelpunum. „Nú vita þær hvað það er að fara á svona mót. Því get ég krafist meira af þeim í næstu verkefn- um. Þær vita hvað þarf til að komast á svona mót og vita nú hvað það er að vera á stórmóti. Það er því eitthvað til að sækjast eftir,“ segir Júlíus, en hvað er hann ánægðastur með eftir þessa viku í Árósum? „Hvernig stelpurnar skemmtu sér og héldu gleðinni. Reynsluna sem þær söfnuðu og að þær gáfust aldrei upp.“ Þær gáfust aldrei upp n stelpurnar úr leik á eM n unnu ekki leik n Gáfust aldrei upp og eru reynslunni ríkari Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Fyrsta mótinu lokið Stelpurnar okkar koma heim án sigurs en með mikla reynslu í farteskinu. Mynd siGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.