Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 17
Suðurafrískur ræðari er talinn af eftir að krókódíll réðst á hann: Étinn af krókódíl Talið er líklegt að krókódíll hafi orðið kajakræðara að bana í afríska ríkinu Kongó síðastliðinn þriðjudag. Ræð- arinn, Hendrik Coetzee frá Suður- Afríku, var í leiðangri á ánni Lukuga ásamt tveimur Bandaríkjamönn- um. Coetzee leiddi leiðangurinn, en hann var þaulreyndur útivistar- maður og kajakræðari. Bandaríkja- mennirnir, Ben Stookesberry og Chris Korbulic, sáu Coetzee róa í róleg heitunum þegar krókódíll birt- ist skyndilega og náði taki á honum og hrifsaði hann með sér ofan í vatn- ið. Skelfingu lostnir náðu þeir að róa að árbakkanum en Coetzee sáu þeir ekki aftur og gárurnar hurfu af vatns- yfirborðinu á augabragði. Fastlega er gert ráð fyrir að krókódíllinn hafi étið Coetzee. Leiðangur þessi var farinn til að kanna Lukuga-ána í Kongó áður en hún hverfur í sinni upprunalegu mynd vegna stíflubyggingar. Coetzee hélt úti bloggsíðu um leiðangurinn, sem var kallaður „Síðasti hvíti land- könnuðurinn“. Í síðustu færslu sinni á bloggsíðunni, sem er frá 26. nóv- ember, skrifaði Coetzee: „Á sama tíma og á okkur dundu stórir, volgir dropar árvatnsins, áttuðum við okk- ur á að við vorum staddir á óþekktu landsvæði djúpt í innviðum Afríku. Loksins gátu hjarta mitt og höfuð verið sammála, ég mun aldrei upp- lifa betri dag en þennan.“ Coetzee var þekktur fyrir uppá- tæki sín á sviði útivistaríþrótta. Hann var til að mynda fyrsti ræðar- inn til að fara frá upptökum Nílar- fljóts alla leið út á haf, en það afrek vann hann árið 2004. Samkvæmt fjölskyldu Coetzees var hann ein- staklega andlega sinnaður og þótti eiga í sérstöku sambandi við náttúr- una og móður jörð. Erlent | 17Mánudagur 13. desember 2010 Krókódílar Geta verið varasamir. Mikill óhugur er í Svíþjóð eft- ir sjálfsmorðsárás sem gerð var í miðbæ Stokkhólms síðdegis á laugardag. Árásarmaðurinn not- aði heimatilbúnar rörasprengj- ur við verknaðinn, en hann féll fyrir eigin hendi þegar ein þeirra sprakk upp við kvið hans – tveir særðust í árásinni. Skömmu áður en árásarmaðurinn sprengdi sjálfan sig hafði hann sprengt aðra sprengju í bifreið með til- heyrandi látum. Hann hafði einnig meðferðis fimm aðrar rörasprengjur sem honum tókst ekki að sprengja, auk þess að vera með bakpoka fullan af nöglum. Fyrri sprengjan sprakk við hina fjölförnu verslunargötu Drottn- inggatan, en sú síðari, þar sem árásarmaðurinn lést, sprakk við Bryggargatan. Sendi hótunarbréf Árásarmaðurinn sendi bréf til sænskra fjölmiðla, sem og sænsku öryggislögreglunnar SAPO, skömmu áður en hann lét til skarar skríða. Í bréfinu, sem hefst á orðunum „Til Svíþjóð- ar og sænsku þjóðarinnar,“ tek- ur hann til ástæður sem lágu að baki árásinni. Þar ber helst að nefna teiknimyndir sænska teiknarans Lars Vilks af Múham- eð spámanni, sem fóru mjög fyr- ir brjóstið á árásarmanninum en í bréfinu kallar hann Vilks svín. Hann var einnig ósáttur með við- veru sænska hersins í Afganist- an, en þar eru nú um 500 sænsk- ir hermenn. Í bréfinu sagði hann: „nú munu börn ykkar, dætur og systur deyja,“ í hefndarskyni fyrir fórnarlömb stríðsins í Afganistan. Í bréfinu hvatti hann alla heilaga stríðsmenn islams í Svíþjóð og í Evrópu til að sameinast og grípa til vopna. „Óttist engan, óttist ekki fangelsisvist og óttist ekki dauð- ann,“ sagði hinn 28 ára árásar- maður í bréfinu. Skelfing greip um sig Aðeins nokkrum mínútum eft- ir að bréfið hafði verið sent sprengdi árásarmaðurinn fyrstu sprengjuna. Mikil skelfing greip um sig í miðborg Stokkhólms, enda fjölmargir á ferðinni í jóla- innkaupum. Í samtali við Dagens nyheter lýsti eitt vitnanna, Gabr- iel Gabiro, því þegar hún sá árás- armanninn sprengja sig. „Það leit út fyrir að hann bæri eitthvað sem sprakk svo við kvið hans. Hann virtist ómeiddur í andliti en það var mikið blóð sem rann frá maga hans. Við fundum allt nötra í búð- inni sem ég var í, og síðan fylltist allt af reyk og púðurlykt.“ Lögreglan vildi ekki staðfesta að um sjálfsmorðsárás hefði ver- ið að ræða, en viðurkenndi þó að „það væri mögulegt.“ Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, skrifaði á Twitter-síðu sína „hryðjuverka- árás sem olli miklum áhyggjum í miðborg Stokkhólms mistókst. En hún hefði getað endað með hörmungum.“ „Á Við fundum allt nötra í búð- inni sem ég var í, og síð- an fylltist allt af reyk og púðurlykt. slegnir óhug eftir sjálfsmorðsárás n Árásarmaður sprengdi sjálfan sig í miðbæ Stokkhólms á laugardaginn, tveir aðrir slösuðust n Sendi fjölmiðlum bréf fyrir verknaðinn n Sagði árásina vera hefnd fyrir skopmyndir af Múhameð og viðveru sænskra hermanna í Afganistan Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Judi Dench berst gegn reykingum Breska leikkonan Judi Dench fer fyr- ir baráttusamtökum gegn reyking- um í Bretlandi. Hún er varaforseti samtakanna British Lung Found- ation, en nú beita samtökin sér fyrir því að banna reykingar í bílum þar sem börn eru farþegar. Dench hef- ur þegar tekist að safna 12 þúsund undirskriftum til styrktar málefn- inu en markmið hennar er að safna 50 þúsund pundum. Eiginmaður Dench lést árið 2001 en hann var með lungnakrabbamein. „Börn eru enn óvarin gegn óbeinum reyking- um, sem eru mjög hættulegar þegar lungun eru enn að þroskast,“ sagði Dench. Sonur svindlara fremur sjálfsmorð Mark Madoff, sonur fjármálasvindl- arans Bernies Madoffs, fannst látinn í íbúð sinni á Manhattan í New York um helgina. Hann hafði ákveðið að hengja sig, réttum tveimur árum eft- ir að komst upp um fjármálasvindl föður síns. Hinn yngri Madoff hafði starfað í fyrirtæki föður síns allt frá því að hann útskrifaðist úr háskóla, eða allt þangað til að hann, ásamt bróður sínum, benti stjórnvöldum á glæpi föður síns. Bernie Maddoff hafði alls um 50 milljarða dollara af trúgjörnum fjárfestum og fyrir það situr hann nú í fangelsi en hann fékk 150 ára dóm fyrir fjármálaglæpi. Sarah Palin heimsækir Haítí Sarah Palin, ríkisstjóri í Alaska í Bandaríkjunum, er nú á ferð á Haítí. Hún þekktist boð prestsins Frankl- ins Grahams, sem taldi að kraftur og jákvæðni Palin gæti gert Haít- um gott en þeir hafa þurft að glíma við miklar hörmungar að undan- förnu. Fyrir rúmlega ári fórust um 220 þúsund manns á Haítí í kjölfar öflugs jarðskjálfta og nú geisar þar alvarlegur kólerufaraldur sem þegar hefur skilið eftir tvö þúsund manns í valnum. Palin heimsótti meðal ann- ars flóttamannabúðir, en þúsundir Haíta þurfa að gera sér slíkar vistar- verur að góðu. „Þau eru öll svo full af gleði,“ sagði Palin þegar hún var spurð álits á búðunum. Fyrri sprengjan sprakk í bíl Bíllinn varð alelda á augabragði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.