Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 13. desember 2010 Mánudagur Verulegar breytingar verða á starfs- háttum ríkisstjórnarinnar og sam- skiptum hennar við Alþingi verði farið að tillögum nefndar á vegum forsætisráðherra sem fengist hefur við að endurskoða margvísleg lög og lagabálka sem snúa að stjórnarráð- inu. Skýrsla nefndarinnar er tilbúin og var fjallað um hana á fundi ríkis- stjórnarinnar síðastliðinn föstudag. Niðurstöður skýrslunnar og tillögur nefndarinnar verða kynntar fjölmiðl- um í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði í ræðu á miðstjórar- fundi Samfylkingarinnar fyrir 10 dög- um að tillögur nefndarinnar fælu í sér róttækar breytingar á starfsháttum innan ríkisstjórnarinnar og á sam- skiptum hennar við Alþingi. Búast má við aukinni samvinnu og meiri sveigjanleika í samskiptum ríkis- stjórnar og þings nái tillögurnar fram að ganga og verði lögfestar. Ráðherrar segir þinginu satt Í áfangaskýrslu, sem út kom í júní síðastliðnum, taldi nefndin þörf á að skýra betur og afmarka hlutverk, valdmörk og ábyrgð ráðherra, ráðu- neytisstjóra og sérstakra ráðgjafa ráðherranna. „Nefndin tekur und- ir það með starfshópi forsætisráð- herra um viðbrögð stjórnsýslunnar við rannsóknarskýrslu Alþingis að rétt sé að lögfesta með skýrari hætti frumkvæðisskyldu ráðherra gagn- vart málaflokkum og stofnunum sem undir hann heyra og aðrar skyld- ur, svo sem upplýsingaskyldu og sannleiksskyldu. Hvað síðastnefndu skyldur hans varðar er þar eink- um um að ræða samskipti við þing- ið enda er upplýsingaskyldan gagn- vart almenningi þegar lögfest með upplýsingalögum,“ segir í skýrslunni. Nefndin telur að ákvæði um frum- kvæðisskyldu ráðherra eigi heima í lögum um Stjórnarráð Íslands en upplýsingaskylda og sannleiksskylda í ráðherraábyrgðarlögum. Formlítil stjórnsýsla Nefndin telur einnig æskilegt að samskipti ráðherra og embættis- manna verði fengið tiltekið form. Þetta á meðal annars við ef ráðherr- ar leita faglegs mats embættismanna áður en ákvarðanir eru teknar. Talið er mikilvægt að ráðherrar virði sjálf- stæði embættismanna og pólitískt hlutleysi og feli þeim ekki verkefni sem tengjast pólitísku starfi ráðherr- ans. Mörg dæmi eru um óljós vald- mörk og ruglingslega verkferla inn- an stjórnsýslunnar. Svokallað Ár- bótarmál, sem verið hefur í fréttum að undanförnu, hefur mörg einkenni þessa. Þar var uppgjör við hjónin á meðferðarheimillinu Árbót tekið úr formlegu ferli á vegum Barnavernd- arstofu og leyst með 30 milljóna króna uppgjöri með beinni aðild fjár- mála- og félagsmálaráðherra, sem tóku málið í sínar hendur. Þingið af- greiddi síðan 18 milljóna króna end- anlegt uppgjör við hjónin með sam- þykkt fjáraukalaga í síðustu viku þótt svo að málið hefði þá fáeinum dög- um áður verið tekið til rannsóknar hjá Ríkisendurskoðun, en hún er eft- irlitsstofnun á vegum Alþingis. Samábyrgur ráðherrahópur? Nefndin benti þegar í áfangaskýrslu sinni í júní síðastliðnum, á að rétt væri að festa í lög verkstjórnarhlutverk og verkstjórnarábyrgð forsætisráðherra. Í því sambandi yrði einnig hagað að sameiginlegri ábyrgð oddvita stjórn- málaflokka í ríkisstjórn hverju sinni. Fjallað er um verkstjórnarhlutverk forsætisráðherra í lögum og reglu- gerð um Stjórnarráð Íslands og telur nefndin rétt að útfæra þau lög nán- ar. „Til dæmis mætti kveða skýrt á um frumkvæðisskyldu forsætisráðherra til að fylgjast með því að málefni dagi ekki uppi vegna þess að óljóst sé und- ir hvaða ráðherra þau heyri.“ Uppljóstrarar Samkvæmt heimildum DV leggur nefndin til að íslensk stjórnvöld lög- festi og fullgildi alþjóðlegan samning sem kveður á um vitnavernd þeirra sem ljóstra upp um mál sem varða almannahagsmuni. Svo vill til að samningur þessa efnis var undirrit- aður þegar árið 1999 án þess að hafa nokkru sinni verið fullgiltur og inn- leiddur hér á landi. GRECO, stofnun ríkja Evrópuráðsins sem fylgist með spillingu í aðildarlöndunum, hefur þrýst á að slík vitnavernd verði leidd í lög hér á landi. Um vitnavernd uppljóstrara eða þeirra sem þeyta viðvörunarflautur (whistleblowers) þarf að lúta sérstök- um reglum eins og fjallað er sérstak- lega um í áfangaskýrslu nefndar- innar. „Nefndin bendir á nauðsyn þess að tryggja starfsmönnum ríkis- ins sem í góðri trú koma upplýsing- um um spillingu, ólögmæta eða ótil- hlýðilega háttsemi á framfæri með réttmætum hætti til réttra aðila þá vernd í íslenskum lögum sem kveðið er á um í samningi Evrópuráðsins frá árinu 1999 um vernd starfsmanna. Í því sambandi vekur nefndin athygli á alþjóðlegri umræðu um ábyrgð, gagnsæi, upplýsingaleka og spillingu sem fram hefur farið í tengslum við stjórnmála- og viðskiptalíf á undan- förnum árum.“ Þótt nefnt sé í lögum að uppljóstr- arar eigi ekki að gjalda þess að koma upp um mál sem varða almanna- heill, er það mat nefndarinnar að ekki sé að finna næga vernd í anda þess sem gert er ráð fyrir í samningi Evrópuráðsins fyrir starfsmenn sem í góðri trú koma á framfæri upplýsing- um um ólögmæta eða ótilhlýðilega háttsemi. Sannleiksskylda ráðherra áréttuð n Samskipti ríkisstjórnar og Alþingis taka miklum breytingum samkvæmt nýjum tillögum n Lagt til að fest verði í lög að ráðherrar segir Alþingi satt n Efla á verkstjórnarhlutverk forsætisráðherra n Lagt er til að sveigj- anleiki verði meiri í samskiptum innan ríkisstjórnar og í samskiptum hennar við þingið. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is „Til dæmis mætti kveða skýrt á um frumkvæðisskyldu for- sætisráðherra til að fylgj- ast með því að málefni dagi ekki uppi vegna þess að óljóst sé undir hvaða ráðherra þau heyri. Uppljóstrarar í þágu almannahagsmuna „Á undanförnum 10 til 20 árum hefur hvert stórmálið rekið annað þar sem uppljóstrun í þágu almannahagsmuna hefur komið við sögu eða vakið upp umræður um nauðsyn þess að koma á skipulögðu verklagi með stoð í lögum sem veitt geta starfsmönnum sem koma á framfæri upplýsingum um alvarleg misferli, misgjörðir eða vanrækslu ákveðna vernd. Eitt frægasta dæmið er ef til vill uppljóstrun Sharon Watkins, starfsmanns Enron-samsteypunnar, í Bandaríkjunum sem síðan leiddi til setningu Sarbanes-Oxley laganna árið 2002. Í kjölfar Tamílamálsins í Danmörku kom til tals að setja sérstaka löggjöf um uppljóstrun í þágu almannahagsmuna í Danmörku en ekki varð af því. Í aðdraganda Íraksstríðsins 2002–2003 reyndi verulega á framkvæmd slíkra laga innan bresku stjórnsýslunnar eins og fram kom í rannsókn Lord Huttons (2004) á aðstæðunum við dauða David Kelly og síðar meðal annars í skýrslu breskrar þingnefndar um leka og uppljóstranir innan bresku stjórnsýslunnar í júlí 2009.“ „Uppljóstrun í þágu almannahagsmuna er mikilvæg en getur skaðað bæði þann sem uppljóstrar og starfsemi vinnustaðarins. Um er að ræða áhættu fyrir starfsemina hvort sem upp kemst eða ekki, þ.e. uppljóstrun sem ekki er skipulega tekið á getur valdið skaða á sama hátt og mál sem ekki er upplýst fyrr en skaðinn er skeður. Þess vegna er mikilvægt að búa svo um hnútana að „flautuþeyting“ verði opinbert úrræði á hverjum vinnustað og þannig frá því gengið að sá starfsmaður sem gerir viðvart njóti tiltekinnar verndar. Á móti verndinni kemur að starfsmaðurinn verður að fara að settum reglum um það hvert hann snýr sér og hvernig hann ljóstrar upp málum. Hann þarf t.d. að: n snúa sér til réttra aðila sem í krafti starfs síns geta og eiga að gera eitthvað í málinu, n geta sýnt fram á að hann vekur athygli á málinu í góðri trú og gangi ekkert annað til en góður vilji, n vera nokkuð viss um að hann sé með réttar upplýsingar, n vera viss um að hann sé að bera málið upp við réttan aðila. Starfsmaður sem gerir viðvart þarf að geta treyst því að sá sem hann leitar til taki málið alvarlega, fari að settum reglum um frekari rannsókn málsins, haldi starfsmanninum upplýstum um gang málsins og tryggi að gripið verði til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir eða draga úr skaða.“ Úr áfangaskýrslu nefndar sem endurskoðar lög um Stjórnarráðið Vill breytingar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill róttækar breytingar á stjórnkerfinu, jafnvel á vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Skýrsla kynnt í dag Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor á sæti í nefnd forsætisráðherra sem kynnir niðurstöður sínar í dag. Upplýsingaskortur Krafan um upplýs- ingar og afnám leyndarhyggju hefur aukist í kjölfar bankahrunsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.