Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2010, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 13. desember 2010 Mánudagur Listsýningu Hannesar Lárussonar aflýst með SMS-skilaboðum: Kirkjan hætti við listsýningu Hætt var við sýningu á verkum Hannesar Lárussonar myndlistar- manns sem opna átti í anddyri Hall- grímskirkju á sunnudag. Yfirskrift sýningarinnar er „Líkamspartar í trúarbrögðum“. Hannes segir að sýningin hafi verið tilbúin síðastliðinn föstudag. Um helgina fékk hann hins vegar símboð um að búið væri að aflýsa sýningunni. Eftir því sem næst verð- ur komist var það að undirlagi séra Jóns Dalbú og Harðar Áskelssonar organista í Hallgrímskirkju, en list- ræn notkun kirkjunnar heyrir meðal annars undir hann. „Það voru í sjálfu sér aldrei nein- ar sérstakar eða skýrar ástæður gefnar upp fyrir þessari ákvörðun eða þá að þeir vildu ekki láta neitt slíkt eftir sér hafa,“ segir Hannes í samtali við DV. „Þarna var um að ræða boðskort með líkamspörtum sem sennilega fór fyrir brjóstið á þeim og þeir tilkynntu að sýningunni hefði verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta er stór sýning, einar 70 ljósmyndir og skúlptúr með til- vísanir í listasögu og trú. Þarna er alt- aristafla í formi víd- eóverks og fleira mætti telja. Í þessu liggur mikil vinna og hundruð þús- unda sem ég hef lagt út í kostnað. Ég trúi því að Hallgrímskirkja greiði hann að einhverju leyti. Vel má vera að þetta hafi valdið hneykslun, en ég upplifði þetta sem hroka, yfir- gang og skort á mannasiðum,“ segir Hannes, sem sér ekki fram á neina sölu á verkunum að sinni. Nokkrir listunnendur voru mætt- ir þegar til stóð að opna sýninguna en gripu í tómt. Þess í stað fengu þeir upp- lýsingar forsvarsmanna Hallgríms- kirkju um að sýningunni hefði verið frestað eða aflýst. johannh@dv.is Móðir niðurhalara: Engin leitarheimild „Lögreglan hringdi í mig úr síma sonar míns og sagði mér að þeir væru komnir heim til að handtaka son minn,“ segir Sigrún Steinarsdóttir sem er móðir eins þeirra drengja sem voru handteknir á Akureyri vegna ólöglegrar dreifingar á höfundarétt- arvörðu efni. Sonur hennar er sextán ára gamall og var einn á heimili Sig- rúnar þegar lögreglan lét sjá sig. Lögreglan var ekki með leitar- heimild þegar hún tók tölvu og síma sonar hennar og leitaði á heimilinu áður en Sigrún kom heim. „Ég var úti í búð að versla. Lögreglan spurði hvort ég væri ekki að koma heim, og auðvitað fór ég bara heim,“ segir Sigrún. Hún á erfitt með að lýsa því hvernig henni varð um þegar hún heyrði þetta. „Ég fór bara að gráta.“ Þegar hún hafði farið heim var mæðginunum fylgt niður á lögreglu- stöð þar sem þau þurftu að bíða í átta klukkustundir þar til drengurinn var yfirheyrður. Þegar Sigrún spurðist fyrir um leitarheimildina sagðist lög- reglan vera með heimild en gat ekki sýnt henni hana. Þegar yfirheyrslum yfir syni hennar lauk fékk hún loks að sjá leitarheimildina, en þá kom í ljós að hún náði aðeins yfir heimili föð- ur drengsins, en drengurinn er með lögheimili hjá föður sínum. Sigrún segist vera búin að kæra þetta athæfi lögreglunnar. Handtakan átti sér stað 1. desember síðastliðinn en hún var liður í aðgerðum lögreglu þar sem framkvæmdar voru níu húsleitir, sjö á Akureyri og í nágrenni og tvær á höf- uðborgarsvæðinu, í þágu rannsókn- ar á stórfelldu, ólöglegu niðurhali. Rannsókn málsins hefur staðið yfir um nokkurt skeið en upphaf þess má rekja til kæru sem Samtök myndrétt- hafa lögðu fram og sneri að ólöglegu niðurhali efnis af netinu og dreifingu þess, það er ólögleg dreifing á höf- undarréttarvörðu efni. Sigrún segir það koma sér á óvart hversu ófor- skammaðir lögreglumennirnir voru. Um var að ræða þrjá rannsóknar- lögreglumenn, einn frá Reykjavík og tvo frá Akureyri. „Þeir banka á hurð- ina og segjast vera með handtöku- heimild á son þinn. Þetta er það sem við fengum að vita foreldrarnir,“ segir Sigrún. birgir@dv.is Hannes Lárusson „Það voru í sjálfu sér aldrei neinar sérstakar eða skýrar ástæður gefnar upp fyrir þessari ákvörðun.“ „Það er fínt að vera hérna, en það fer auðvitað eftir því hvað maður er að gera,“ segir maður á fertugsaldri sem setið hefur inni á Litla-Hrauni í átta mánuði af þriggja ára fangelsisdómi. Þetta er í fyrsta skipti sem hann sit- ur inni og hann er ákveðinn í að nýta dvölina til að vinna í sínum málum og koma sér á beinu brautina. Semur tónlist „Ég hætti öllu þegar ég kom hingað inn. Maður hefur þetta val og ég held að flestir sjái að það borgi sig ekki að vera í neyslu hérna. Maður miss- ir öll leyfi og fríðindi og það er bara ekki þess virði. Hérna hefur mað- ur líka öll tækifæri til að koma sér út úr neyslunni ef maður er opinn fyrir því.“ Með því að standa sig vel og vinna í sínum málum fær hann að hafa tölv- ur og tæki inni hjá sér og er búinn að breyta fangaklefanum sínum í lítinn tónlistarklefa eins og hann kallar það. Hann vinnur nú í að semja tónlist og ætlar síðan að nýta dagsleyfin sem hann fær til að fullvinna tónlistina í hljóðveri. Dæmdur í sambúð Það er líklega aldrei auðvelt að vera í fangelsi en jólin hljóta að vera sá tími sem erfiðastur er í því tilliti. Að vera lokaður inni, fjarri fjölskyldu, vinum og allri stemningunni sem fylgir því að undirbúa jólahátíðina. „Það er ferlega skrýtið að vera hérna yfir jól- in,“ segir hann. „Maður er dæmdur í sambúð með ókunnugu fólki en svo verður þetta bara fjölskyldan þín. Það reyna allir að gera bara gott úr þessu, elda góðan mat og baka piparkökur eða eitthvað til að fá smávegis jóla- fíling.“ Erfiðara fyrir fjölskylduna Hann segir að það sé oft erfiðara fyr- ir fjölskyldur fanganna en þá sjálfa að eiga fjölskyldumeðlim lokaðan inni í fangelsi um jólin, en segir að sér líði bara vel inni á Hrauninu. „Fjölskyld- an veit ekkert hvernig þetta er hérna inni. Þetta er stundum erfitt en mað- ur verður bara að gera það besta úr sínum aðstæðum.“ DV ræddi við annan fanga á Litla- Hrauni sem vill njóta nafnleyndar. Hann er búinn að sitja inni í tvö ár og „á svolítið eftir“, eins og hann kemst að orði. Hann segir jólin alltaf vera erfiðust og ekki síst fyrir þá fanga sem eiga börn. „Það er ekki þannig að þeir sem hafa verið hér lengst eigi erfið- ast með jólin. Það er eiginlega öfugt. Þeir sem eru hérna í stuttan tíma, kannski nokkra mánuði, þeim finnst þetta mun erfiðara heldur en hinum. Sjálfsagt vegna þess að þeir eru teknir út úr sínu venjulega umhverfi en við hinir erum orðnir vanir þessu.“ Heimilisleg stemning Aðspurður hvernig stemningin sé á Litla-Hrauni yfir jólahátíðina segir hann að Margrét Frímannsdóttir, for- stöðumaður fangelsisins, sjái til þess að hún sé sem heimilislegust. „Það eru settir jóladúkar á borðin og við fáum að skreyta. Í ár fáum við líka lítil jólatré og sumir fangarnir gefa hver öðrum gjafir.“ Hann segir það líka létta and- rúmsloftið á svæðinu þegar lista- menn koma og flytja tónlist eða lesa upp úr verkum sínum. Það geri mik- ið fyrir vistmennina og brjóti upp rút- ínuna sem oft vill verða ansi einhæf. „Við fengum hann Víking Heiðar Ól- afsson píanóleika til okkar um dag- inn, hann er víst einn sá besti í Evr- ópu. Hann byrjaði á að spila Chopin og einhverja klassíska tónlist fyr- ir okkur en sá að það var ekki alveg að falla í kramið hjá mannskapnum. Hann skipti þá bara yfir í Nínu og lög í þeim dúr og sá að það var miklu meiri stemning fyrir því. Menn verða bara að improvisera þegar þeir koma hingað.“ Töff að spila á Hrauninu Fleiri listamenn hafa vanið kom- ur sína á Litla-Hraun og um dag- inn komu strákarnir í Mið-Íslandi og skemmtu með uppistandi. Hann seg- ir að það sé alltaf að færast í aukana að tónlistarmenn og aðrir komi þarna fram og það þyki jafnvel spennandi og eilítið svalt að hafa spilað á Litla- Hrauni. Hann kveður síðan með þeim orð- um að það sé ekkert erfiðara að vera í fangelsi en hver og einn vill: „Menn geta verið meira í fangelsi í huganum utan múranna en hérna inni.“ Litla-Hraun Jólin reynast mörgum erfiður tími inni á Litla-Hrauni. Læstir inni Mennirnir sem DV heimsótti á Litla-Hraun vildu ekki koma fram á mynd. SviðSETT MynD Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Lokaðir inni um jólin n Á hverju ári sitja menn og konur í fangelsi yfir jólahátíðina n Heimilisleg stemning á Litla-Hrauni um hátíðirnar n innréttaði klefann sem tónlistarherbergi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.