Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 17.–19. desember 2010 Helgarblað Ellert Sævarsson dæmdur fyrir morð: 16 ára fangelsi Hæstiréttur hefur staðfest sex- tán ára fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjaness yfir Ellerti Sæv- arssyni. Ellert var dæmdur fyrir að verða Hauki Sigurðssyni að bana í Reykjanesbæ aðfaranótt 8. maí á þessu ári. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar í samræmi við yfirlýs- ingu Ellerts um áfrýjun. Vildi hann að refsing yrði milduð og upphæð skaðabóta sem hann var dæmd- ur til að greiða, samtals rúmar 3,1 milljónir króna, yrði lækkuð. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Héraðsdóms Reykjaness. Ellert játaði að hafa orðið Hauki að bana þegar þeir mættust á förn- um vegi í Reykjanesbæ um nótt- ina. Þeir þekktust ekkert, en Ellert mun hafa verið haldinn ranghug- myndum um fórnarlamb sitt og talið að hann væri annar maður. Eftir stutt orðaskipti þeirra á milli, réðst hann á Hauk og kastaði með- al annars gangstéttarhellu í höfuð Hauks, með þeim afleiðingum að hann lést. Haukur var 53 ára þegar hann lést. Morðið á Hauki var fram- ið skammt frá heimili Ellerts, en þangað fór hann eftir að hafa fram- ið ódæðið. Hann var handtekinn á heimili sínu morguninn eftir. Í yfir- heyrslum lögreglu játaði hann á sig morðið. 101 jól hverfisgata 10 sími 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is hátíðarmatseðill undir dönskum áhrifum. gamalgrónir réttir með nýstárlegum blæ. alla daga fram að jólum. borðapantanir í síma 5800 101. Risaskuldir skildar eftir í gjaldþrota félagi n Félag Magnúsar Ármanns og Steina í Kók gjaldþrota n Nærri tveggja milljarða skuldir sitja eftir í félaginu n Áttu hluti í fjölmiðlarisanum 365 og Teymi n Eigið fé neikvætt um einn og hálfan milljarð 2008 og 2009 Eignarhaldsfélag Magnúsar Ár- manns og Þorsteins M. Jónssonar, Steina í Kók, Runnur ehf., hefur ver- ið tekið til gjaldþrotaskipta. Magn- ús og Þorsteinn voru einu stjórnar- menn félagsins en skráður eigandi þess var MogS ehf. Það félag var svo í eigu Magnúsar, og Materia In- vest, sem er í eigu Magnúsar, Þor- steins og Kevins Stanfords. Kevin Stanford hefur verið viðskiptafélagi Magnúsar og Þorsteins um árabil en hann er fyrrverandi eiginmaður Karenar Millen, og einn stofnandi tískuvörumerkisins Karen Millen. Samkvæmt ársreikningi félags- ins frá 2009 kemur meðal annars fram að eigið fé félagsins hafi ver- ið neikvætt um 1,9 milljarða króna en skuldir félagsins samkvæmt sama ársreikningi voru metnar á 1,95 milljarða króna. Skuldastaða félagsins var heldur betri árið áður, samkvæmt ársreikningi, en þá var eigið fé félagsins samt sem áður neikvætt um 1,4 milljarða króna. Tap ársins 2009 hjá félaginu er met- ið 526 milljónir króna. Teymi og 365 Runnur átti um tíu prósenta hlut í fjölmiðlarisanum 365 árið 2007 og var félagið einn af stærstu eig- endum þess. Félaginu var sama ár skipt niður í fimm mismunandi fé- lög sem skiptust niður á þáverandi eigendur félagsins. Félögin voru Runnur ehf., Runnur 2 ehf., Runn- ur 3 ehf., Runnur 4 ehf. og Runn- ur 5 ehf. Félagið Runnur átti fyrir skiptin 9,6 prósenta hlut í Teymi. Eigendur hinna Runna-félaganna voru meðal annars Hannes Smára- son, Bygg Invest (Byggingarfélags Gylfa og Gunnars) og Nóatúnsfjöl- skyldan. „Félaginu var skipt í fimm félög miðað við 1. janúar 2007, þannig að félögin Runnur 2 ehf., Runnur 3 ehf., Runnur 4 ehf. og Runnur 5 ehf. tóku yfir 75% eigna, réttinda, skulda og skuldbindinga félagsins miðað við þann dag,“ segir í árs- reikningi félagsins fyrir árið 2009. Gervimaður í útlöndum Í rannsóknarskýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um málefni tengd bankahruninu og aðdraganda þess er Runnur á lista yfir félög sem „Gervimaður í útlöndum“ átti meira en tíu prósenta hlut í. Í skýrslunni kemur fram að á árunum 2007 og 2008 hafi Gervimaðurinn verið skráður fyrir fyrst 25 prósenta hlut árið 2006 og svo 100 prósenta hlut árið 2007 í félaginu. Kennitölur Gervimanna komust í umferð í íslensku viðskiptalífi árið 2006 en höfðu þá verið til í rúm tut- tugu ár. Kennitölurnar voru stofn- aðar í þeim tilgangi að geta tengt ólögráða einstaklinga sem fóru til útlanda við kennitölu lögráða ein- staklings á þeim stað. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Skúla Guðmundsson, skrifstofu- stjóra þjóðskrár, stuttu eftir að rann- sóknarskýrslan kom út. Ekki náðist í Þorstein M. Jónsson á fimmtudaginn. „Eigið fé félagsins hafi verið neikvætt um 1,9 milljarða króna. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Magnús Ármann Félag þeirra vina átti stóran hlut í 365. Steini í Kók MogS ehf. er skráð fyrir 100 prósenta hlut í Runni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.