Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 17.–19. desember 2010 Helgarblað
„Standið á fætur,“ sagði dómvörð-
urinn þegar George Ramos dómari
gekk í réttarsal númer 238 á ann-
arri hæð dómhúss undirréttar New
York-borgar. Allir í réttarsalnum
stóðu upp á meðan dómarinn kom
sér fyrir við dómaraborðið sem
stóð á stalli innst í salnum. „Það
þurfa allir að slökkva á símunum
og það mega engir tala saman í
salnum á meðan á réttarhöldun-
um stendur,“ sagði dómvörðurinn.
Dómarinn gerði grín að þessum
orðum dómvarðarins og sagði að
auðvitað mættu lögmennirnir tala
sem flytja málið fyrir réttinum.
Flestir hlógu.
Fyrir ofan dómarann voru orðin
„In God We Trust” – Vér treystum
á Guð – meitluð í vegginn. Banda-
ríski fáninn hékk líflaus á veggn-
um aftan við dómarann. Framan
við dómaraborðið, vinstra megin
sat ritari dómsins – kona á fimm-
tugsaldri. Hún var með litla ritvél
fyrir framan sig og skrifaði hvert
einasta orð niður sem sagt var við
réttarhöldin. Hún leit aldrei á vél-
ina, en horfði stíft á þá sem töluðu
við réttarhöldin. Hægra megin stóð
dómvörðurinn sperrtur og fylgdist
grannt með áhorfendunum.
Myndatökur eru ekki leyfðar í
sölum dómhússins. Allir sem inn í
húsið koma þurfa að gangast undir
öryggisleit og allar myndavélar og
upptökutæki fara í geymslu hjá ör-
yggisvörðunum. Það má hins vegar
taka síma inn í dómhúsið og flest-
ir símar í dag eru með innbyggðar
myndavélar.
Virtir lögmenn
Dómsalurinn er ekki ólíkur því sem
fólk á Íslandi þekkir úr bíómynd-
um; þykkar viðarsúlur halda uppi
handriðinu í miðjum salnum sem
skilur að svæði lögmannanna og
áhorfenda. Fyrir miðjum salnum
og innan handriðsins er stórt borð
þar sem verjendur og sækjendur
sitja. Fyrir hönd slitastjórnar Glitn-
is voru tveir aðallögmenn; Mi-
chael C. Miller og Steve Davidson.
Með þeim voru tíu aðstoðarmenn
sem sátu á pöllum vinstra megin í
salnum. Á vegum Jóns Ásgeirs og
félaga voru sjö manns, bæði lög-
menn og aðstoðarmenn þeirra. Sá
sem talaði fyrir hönd þeirra allra
heitir Stephen P. Younger, reyndur
lögmaður og einn 55 meðeiganda
í virtri lögmannsstofu í New York,
Patterson Belknap Webb & Tyler
en á lögmannsstofunni starfa um
200 lögmenn. Einn lögmaður var
í salnum á vegum Pricewaterhou-
seCoopers.
Sá sem flutti málið fyrir slita-
stjórn Glitnis er Michael C. Miller
meðeigendi í lögmannsstofunni
Steptoe & Johnson sem hefur skrif-
stofur víða um Bandaríkin, í Evr-
ópu og opnaði nýlega skrifstofu
í Peking. Hjá stofunni starfa um
500 lögmenn. Michael C. Miller
er í hópi lögmanna stofunnar sem
verja hvítflibbaglæpamenn í stór-
um málum, en hann starfaði áður
sem saksóknari í skattamálum hjá
saksóknaraembættinu í New York.
Sagði Jón Ásgeir hvítflibba-
glæpamann
George Ramos dómari hóf réttar-
haldið með því að óska eftir munn-
legum málflutningi beggja aðila.
„Ég vil fá lifandi frásögn af því sem
tekist er á um hér fyrir réttinum,“
sagði dómarinn og bauð Michael,
lögmanni slitastjórnar Glitnis, að
hefja málflutninginn sem snerist
um lögsögu málsins, en lögmenn
Jóns Ásgeirs áfrýjuðu stefnu slita-
stjórnar Glitnis með þeim rökum
að málið ætti að taka fyrir hjá ís-
lenskum dómstólum. Lögmað-
urinn fór í púltið og hóf málflutn-
ing sinn. Hans helstu rök fyrir því
að málið ætti heima í New York
voru þau að aðalsökudólgurinn í
málinu væri Jón Ásgeir Jóhann-
esson sem hefði eignast stóran
hlut í Glitni með eignarhlutum í
fjölda fyrirtækja. Hann hefði raðað
í kringum sig fólki sem hefði verið
á hans bandi, bæði stjórnendum
og mönnum í stjórn bankans. Lög-
maður slitatjórnarinnar sagði Jón
Ásgeir vera dæmdan hvítflibbag-
læpamann á Íslandi sem hefði ver-
ið leiðtogi hópsins sem stjórnaði
bankanum og þeir hefðu nýtt sér
það til að ná í peninga fyrir fyrir-
tæki sín með vafasömum leikflétt-
um. Lögmaðurinn sagði að Lárus
Welding, fyrrverandi bankastjóri
Glitnis, hefði verið leiksoppur Jóns
Ásgeirs og hefði gert það sem hon-
um var sagt að gera.
Um hlut endurskoðunarskrif-
stofunnar PricewaterhouseCoo-
pers sagði lögmaðurinn að lagðar
hefðu verið fram falsaðar árshluta-
skýrslur í undanfara eins milljarðs
dollara skuldabréfaútboðs Glitnis
í New York haustið 2007. Eignar-
hlutur Jóns Ásgeirs í bankanum
hefði þá verið kominn yfir lög-
leg mörk en því hafi verið haldið
leyndu og ekki tekið fram í skýrsl-
unum. Ef þær upplýsingar hefðu
legið fyrir hefði bankanum ekki
tekist að selja skuldabréfin í New
York. Því væri um skjalafals að
ræða.
„Ertu að segja að Pricewater-
houseCoopers hafi falsað þessar
skýrslur?“ spurði dómarinn lög-
manninn sem svaraði stutt og lag-
gott: „Já, ég er að segja það.“
Auðveldara að ná eignum
Lögmaðurinn hélt áfram að rök-
styðja kröfuna um að málið ætti
heima fyrir dómstólum í New York
og ein meginkrafan var sú að auð-
veldara yrði að ná eignum þeirra
sem ættu hlut að máli en ef málið
yrði flutt á Íslandi. Bandarískir fjár-
festar sem keyptu skuldabréfin sem
seld voru undir fölskum forsendum
hefðu tapað háum upphæðum þeg-
ar bankinn varð gjaldþrota. Að auki
væru íslenskir dómstólar verr til
þess fallnir að taka málið fyrir vegna
anna og erfitt yrði að fá óháð sér-
fræðivitni fyrir dóminn.
„Fyrirgefðu lögmaður – ég verð
að stöðva þig því mér finnst eðlilegra
að verjendur stefndu flytji mál sitt
á undan þér,“ sagði dómarinn sem
hafði spurt lögmann slitastjórnar
Glitnis mikið út í hans málflutning.
Þegar skammt var liðið á réttarhald-
ið varð nokkuð ljóst að dómarinn
hafði þá þegar tekið ákvörðun um að
samþykkja frávísunarkröfuna. Dóm-
arinn bauð þá lögmönnum stefndu
að flytja sitt mál. Stephen P. Young-
er stóð upp og fór í púltið. Það var
greinilegt að dómarinn þekkti lög-
manninn og bar virðingu fyrir hon-
um og hló að bröndurunum sem
lögmaðurinn lét flakka.
Erfitt að bera fram íslensk
nöfn
Helstu rök lögmanns Jóns Ásgeirs
og félaga voru þau að þarna væri
um íslenska aðila að ræða, íslensk
fyrirtæki, íslensk viðskipti í landi
sem hefði íslenskt réttarkerfi. Allar
helstu ákvarðanir hefðu verið tekn-
ar á Íslandi og því ætti málið heima
í Reykjavík.
„En telur þú að stefndu séu til-
búin til að mæta fyrir dómstóla á Ís-
landi?“ spurði dómarinn lögmann-
inn. „Já, ég tel það víst,“ svaraði
lögmaðurinn.
„En hvað segir lögmaður Pric-
ewaterhouseCopopers? Er fyrir-
tækið tilbúið að mæta fyrir rétti
á Íslandi?“ spurði dómarinn lög-
mann PwC. „Já, ég tel það,“ svaraði
lögmaðurinn.
„Hvert er þá vandamálið?“
spurði dómarinn og lögmaður
Jóns Ásgeirs og félaga spurði þá
dómarann hvernig honum litist á
að málið yrði flutt fyrir dómstól-
um í New York og benti á skýrsl-
ur málsins. „Það yrði mikil vinna
að láta þýða öll málsskjölin og
hvernig heldurðu að það gangi að
bera fram nöfn Íslendinganna og
íslensku fyrirtækjanna ?“ spurði
lögmaðurinn og fór að bera fram
ýmis íslensk nöfn á bjagaðri ensku.
Dómarinn og lögmannahópur Ís-
lendinganna hló dátt að þessari at-
hugasemd.
„Ég ber mikla virðingu fyrir
Íslandi“
Dómvörðurinn fór til dómarans
og hvíslaði í eyra hans. Dómar-
inn kinkaði kolli og dómvörður-
inn kallaði á mann sem sat á áhorf-
endabekkjunum og bað hann að
koma að dómaraborðinu. Dómar-
inn rétti manninum umslag. „Þú
hefur þrjátíu daga til að ganga frá
þessu,“ sagði dómarinn við mann-
inn sem þakkaði fyrir og gekk út úr
réttarsalnum. Þetta þótti ekkert til-
tökumál og réttarhald Íslending-
anna hélt áfram.
Lögmaður Jóns Ásgeirs og fé-
laga sagði að íslenskir dómar-
ar hefðu fengið 13 ný mál síðustu
6 mánuði. Dómaranum fannst
þessi staðhæfing greinilega fynd-
in því hann sagði að hann þyrfti
ekki á aukavinnu að halda þar
sem hann væri með um 350 mál
á sinni könnu og fengi 13 ný mál
í hverri viku. „Og hvernig hald-
ið þið að þetta verði árin 2012 og
2013? Þá eiga húsnæðismálin eftir
að hrynja inn til dómstóla,“ sagði
dómarinn og var greinilega mjög
harður á því að málið ætti heima
fyrir íslenskum dómstólum. „Ég
ber mikla virðingu fyrir Íslandi þar
sem nýlega hafa orðið tvö eldgos
og þar er elsta alþingi heims. En
ég tel að þetta mál eigi ekki heima
fyrir dómstólum í New York,“ sagði
dómarinn en bauð Michael C.
Miller aftur að koma í púltið til að
flytja mál slitastjórnarinnar. Hann
hélt áfram að koma fram með rök
fyrir því að málið ætti heima í New
York. Dómarinn spurði hann mik-
ið út í málflutninginn og sagðist
ekki skilja þá ákvörðun slitastjórn-
arinnar að leggja málið fyrir í New
York.
„Slitastjórn bankans er að vinna
fyrir kröfuhafa bankans, en ef um
væri að ræða bandaríska fjárfesta
sem hefðu tapað á skuldabréfa-
útgáfu bankans í New York árið
2007, og þeir væru að fara í mál,
þá myndi málið horfa allt öðruvísi
við hvað varðar lögsöguna,“ sagði
George Ramos dómari. Út úr þess-
um orðum dómarans má lesa að
ef einstaklingur eða fjármálafyr-
irtæki í New York sem hefði tapað
á skuldabréfaútgáfu Glitnis árið
2007 færi í mál við stærstu eigend-
ur bankans fyrir hrun yrði það mál
tekið fyrir hjá dómstólum í New
York.
Setti skilyrði
Dómarinn úrskurðaði fljótt og
beindi orðum sínum til lögmanns
slitastjórnarinnar: „Fyrirgefðu að
ég stöðvi þig en ég má til. Ég er nú
þegar búinn að ákveða úrskurðinn
og hann er sá að ég samþykki kröf-
una um að málinu verði vísað frá
dómstól í New York. Hvernig get ég
réttlætt það að mál gegn íslensk-
um aðilum og íslensku fyrirtæki sé
flutt fyrir dómstólum hér. Hvern-
ig get ég réttlætt það fyrir banda-
rískum skattborgurum sem greiða
mér laun?“ sagði dómarinn og að
þessu sögðu leit hann á lögmann
slitastjórnar Glitnis og sagði: „Ég
verð að segja að þú hefur flutt mál
þitt mjög vel en málinu er lokið af
minni hálfu,“ sagði dómarinn og
setti tvö skilyrði.
Hann vildi að þeir skrifuðu
upp á skjal þess efnis að allir
myndu mæta í réttarsal á Íslandi
og myndu ekki mótmæla lögsögu
íslenskra dómstóla í málinu. Í
öðru lagi setti hann það skilyrði
að stefndu myndu lýsa því yfir að
þau myndu ekki mótmæla því að
dómur sem félli á Íslandi væri að-
fararhæfur. Á mannamáli þýðir
þetta að ef dómar íslenskra dóm-
stóla kveða á um upptöku eigna í
New York hjá einhverjum þeirra
sem slitastjórnin stefndi þá dugi
þeir dómar fyrir slitastjórnina til
að geta selt eignirnar þótt þær séu
í New York. Dómarinn fór úr saln-
um strax eftir uppkvaðningu úr-
skurðarins. Eftir stóðu lögmenn
og aðstoðarmenn beggja fylk-
inga; annarrar ánægðrar – hinnar
óánægðrar.
Jóhannes Kr. Kristjánsson
skrifar frá New York johanneskr@dv.is
n Rætt um hversu erfitt væri að bera fram nöfn íslenskra fyrirtækja í dómsal n Jón Ásgeir
kallaður hvítflibbaglæpamaður n Ég ber mikla virðingu fyrir Íslandi, sagði dómarinn
Í New York Steinunn Guðbjartsdóttir úr
slitastjórn Glitnis fyrir framan dómhúsið í
New York eftir úrskurð dómara.
Í dómsal í New York