Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 20
20 | Neytendur 17.–19. desember 2010 Helgarblað Hamborgarhryggur Fjarðarkaupa varð hlutskarpastur í árlegri bragð- könnun DV á hamborgarhryggjum. Hryggurinn hlaut meðaleinkunn- ina 8 af 10 mögulegum en þrír af fimm dómurum gáfu honum sína hæstu einkunn. Í öðru sæti var Nóatúns-hamborgarhryggurinn en í þriðja sæti hafnaði Bónus-hrygg- urinn, sem hafnaði í öðru sæti í fyrra. Almennt þóttu hryggirnir í ár betri en í fyrra, en tveir dómnefnd- armeðlimir tóku einnig þátt í fyrra. Reynslumikil dómnefnd Fimm valinkunnir einstaklingar skipuðu dómnefndina. Það voru matreiðslumeistarinn Sigurður Hall, landsliðskokkurinn og eig- andi Fiskmarkaðarins Hrefna Rósa Jóhannesdóttir Sætran, Hilmar B. Jónsson, matreiðslumeistari og stofnandi Gestgjafans, Brynjar Ey- mundsson, matreiðslumeistari á Höfninni, og Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Bragðkönnunin fór þannig fram að DV fór í verslanir á höfuðborg- arsvæðinu og keypti hamborgar- hryggi með beini frá öllum vöru- merkjum sem fundust. Verð og þyngd var skráð niður áður en feðg- arnir á Höfninni, þeir Brynjar og Logi, suðu kjötið. Þess var vandlega gætt að kjöt- ið væri meðhöndlað á sama hátt. Á því var ein undantekning. Forsvars- menn Hagkaupa voru afar ósáttir eftir könnunina í fyrra vegna þess að Hagkaupshryggurinn var ekki eldaður eftir leiðbeiningum. Að þessu sinni var ákveðið að sjóða hann ekki, heldur var hann eld- aður í ofni, eins og leiðbeiningar á pakkningum kveða á um. Kjötið var svo allt eldað, úrbeinað og vafið inn í plast kvöldið áður en smökkunin fór fram. SS hryggurinn fallegastur Bragðkönnunin fór fram eftir há- degið á miðvikudaginn. Kjötið var smakkað kalt og borið fram á fjórtán númeruðum en nafnlaus- um diskum, þannig að ekki var Besti hryggurinn í Fjarðarkaupum n Hamborgarhryggirnir þykja betri en í fyrra n Verð og gæði fara ekki saman n Siggi Hall saknar „alvöru“ bragðmikils svínahryggjar Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Leiðrétting Á mánudaginn urðu þau leiðu mistök, í bragðkönnun DV á hangikjöti, að hryggurinn frá Kjötkompaní bar vöruheitið Gallerý kjöt – þó fram kæmi að framleiðandinn væri réttilega Kjötkompaní. Beðist er velvirðingar á þessu en taka ber fram að verslun Kjötkompaní er til húsa þar sem Gallerý kjöt var áður, að Grensásvegi 48. Hangikjötið frá Kjötkompaní hafnaði í fimmta sæti í könnuninni og hlaut meðaleinkunnina 7. „Almennt þóttu hryggirnir í ár betri en í fyrra. Fjórtán tegundir í boði Matgæðingarnir fóru ekki svangir heim úr smökkuninni í ár. Hrefna metur hryggina Hrefna R. Sætran sagði að hryggirnir væru almennt betri heldur en í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.