Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 20
20 | Neytendur 17.–19. desember 2010 Helgarblað
Hamborgarhryggur Fjarðarkaupa
varð hlutskarpastur í árlegri bragð-
könnun DV á hamborgarhryggjum.
Hryggurinn hlaut meðaleinkunn-
ina 8 af 10 mögulegum en þrír af
fimm dómurum gáfu honum sína
hæstu einkunn. Í öðru sæti var
Nóatúns-hamborgarhryggurinn en
í þriðja sæti hafnaði Bónus-hrygg-
urinn, sem hafnaði í öðru sæti í
fyrra. Almennt þóttu hryggirnir í ár
betri en í fyrra, en tveir dómnefnd-
armeðlimir tóku einnig þátt í fyrra.
Reynslumikil dómnefnd
Fimm valinkunnir einstaklingar
skipuðu dómnefndina. Það voru
matreiðslumeistarinn Sigurður
Hall, landsliðskokkurinn og eig-
andi Fiskmarkaðarins Hrefna Rósa
Jóhannesdóttir Sætran, Hilmar B.
Jónsson, matreiðslumeistari og
stofnandi Gestgjafans, Brynjar Ey-
mundsson, matreiðslumeistari á
Höfninni, og Eygló Harðardóttir,
þingmaður Framsóknarflokksins.
Bragðkönnunin fór þannig fram
að DV fór í verslanir á höfuðborg-
arsvæðinu og keypti hamborgar-
hryggi með beini frá öllum vöru-
merkjum sem fundust. Verð og
þyngd var skráð niður áður en feðg-
arnir á Höfninni, þeir Brynjar og
Logi, suðu kjötið.
Þess var vandlega gætt að kjöt-
ið væri meðhöndlað á sama hátt. Á
því var ein undantekning. Forsvars-
menn Hagkaupa voru afar ósáttir
eftir könnunina í fyrra vegna þess
að Hagkaupshryggurinn var ekki
eldaður eftir leiðbeiningum. Að
þessu sinni var ákveðið að sjóða
hann ekki, heldur var hann eld-
aður í ofni, eins og leiðbeiningar á
pakkningum kveða á um. Kjötið var
svo allt eldað, úrbeinað og vafið inn
í plast kvöldið áður en smökkunin
fór fram.
SS hryggurinn fallegastur
Bragðkönnunin fór fram eftir há-
degið á miðvikudaginn. Kjötið
var smakkað kalt og borið fram á
fjórtán númeruðum en nafnlaus-
um diskum, þannig að ekki var
Besti hryggurinn í Fjarðarkaupum
n Hamborgarhryggirnir þykja betri en í fyrra n Verð og gæði fara
ekki saman n Siggi Hall saknar „alvöru“ bragðmikils svínahryggjar
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Leiðrétting
Á mánudaginn urðu þau leiðu mistök,
í bragðkönnun DV á hangikjöti, að
hryggurinn frá Kjötkompaní bar
vöruheitið Gallerý kjöt – þó fram kæmi
að framleiðandinn væri réttilega
Kjötkompaní. Beðist er velvirðingar
á þessu en taka ber fram að verslun
Kjötkompaní er til húsa þar sem Gallerý
kjöt var áður, að Grensásvegi 48.
Hangikjötið frá Kjötkompaní hafnaði
í fimmta sæti í könnuninni og hlaut
meðaleinkunnina 7.
„Almennt þóttu
hryggirnir í ár betri
en í fyrra.
Fjórtán tegundir í boði Matgæðingarnir
fóru ekki svangir heim úr smökkuninni í ár.
Hrefna metur hryggina Hrefna
R. Sætran sagði að hryggirnir væru
almennt betri heldur en í fyrra.