Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 42
42 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kgk@dv.is 17.–19. desember 2010 Helgarblað
Matthías Björnsson
Loftskeytamaður, vélstjóri og kennari
Fæddur. 9.12. 1921, dáinn 8.12. 2010
MERKIR ÍSLENDINGAR
Þórarinn fæddist að Víkinga-
vatni í Kelduhverfi, sonur
Björns Þórarinssonar,
bónda þar, og Guð-
rúnar Hallgríms-
dóttur húsfreyju.
Björn var bróðir
Jónínu, móður
Björns, alþm. á
Víkingavatni, afa
Björns Þórhalls-
sonar, viðskipta-
fræðings og vara-
forseta ASÍ, föður
Karls Björnssonar,
fyrrv. bæjarstjóra
Árborgar. Föðurafi
Þórarins var Þórarinn
á Víkingavatni, bróðir
Ólafar, ömmu Benedikts
Sveinssonar alþm., föður
Bjarna forsætisráðherra, og Sveins,
afa Bjarna Benediktssonar, alþm.
og núverandi formanns Sjálfstæðis-
flokksins. Þórarinn var sonur Björns
á Víkingavatni, bróður Þórarins, afa
Nonna.
Þórarinn stundaði nám við
Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk
þar stúdentsnámi en varð að taka
prófið í Reykjavík 1927 því enn hafði
Menntaskólinn á Akureyri ekki verið
stofnaður. Þórarinn stundaði
síðan nám við Sorbonne-
háskólann í París sam-
kvæmt tillögu Sigurð-
ar Guðmundssonar
skólameistara og
lauk prófi í frönsk-
um bókmenntum,
latínu og uppeldis-
fræði.
Þórarinn var
kennari í latínu
og frönsku við
Menntaskólann á
Akureyri frá 1933.
Hann varð snemma
Sigurði skólameistara
til aðstoðar og var sjálf-
ur skólameistari frá 1948.
Þórarinn var röggsam-
ur stjórnandi, skapríkur og
gat verið þungorður ef svo bar undir,
en tilfinningaríkur og hjartahlýr.
Hann bar mjög hag nemenda sinna
fyrir brjósti, var góður kennari, virtur
skólameistari, skynsamur og mælsk-
ur. Til er fjöldi góðra tilvitnana í Þór-
arinn, eins og t.d. eftirfarandi: „Þekk-
ing verður að menntun, þegar hún
breytist úr minnisraun í skilnings-
raun.“ Hann sagði einnig: „Það er
enginn vandi að vera öfgamaður.“
Þórarinn Björnsson
Skólameistari Menntaskólans á Akureyri
f. 21.11. 1823, d. 29.10. 1904
Merkir Íslendingar
Merkir Íslendingar
Snæbjörn fæddist á Akur-
eyri. Foreldrar hans voru
Jónas Jón Snæbjörnsson,
menntaskólakenn-
ari og brúarsmiður
á Akureyri og síðar
í Reykjavík, og k.h.,
Herdís Símonar-
dóttir húsmóðir.
Snæbjörn og
Kristján Hafliðason
póstrekstrarstjóri
voru bræðrasynir.
Föðurafi Snæbjörns,
Snæbjörn, hreppstjóri
í Hergilsey, var bróðir
Stefáns, langafa Gunn-
laugs Sigmundssonar,
fyrrv. alþm., föður Sigmund-
ar Davíðs, formanns Framsóknar-
flokksins. Í föðurætt var Snæbjörn
af Ormsætt og komin af Eyjólfi eyja-
jarli, alþm. í Svefneyjum. Snæbjörn
og Jóhannes Zoëga hitaveitustjóri
voru hins vegar systrasynir.
Snæbjörn lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
1941, prófi í byggingaverkfræði
frá Háskóla Íslands 1946, stund-
aði framhaldsnám við Eidgenöss-
ische Technische Hochschule í
Zürich í Sviss 1947–48 og við hinn
fræga verkfræðiháskóla MIT,
Massachusetts Institute of
Technology í Cambridge
í Bandaríkjunum 1951.
Snæbjörn varð
verkfræðingur hjá
Vegagerð ríkisins
1948, deildarverk-
fræðingur 1963–64,
yfirverkfræðingur
1964–74, forstjóri
tæknideildar 1974–
76 og vegamálastjóri
1976–92 er hann
hætti fyrir aldurs
sakir.
Snæbjörn sat í
stjórn Verkfræðingafé-
lags Íslands, í stjórn Stétt-
arfélags verkfræðinga, var ritari
Íslandsdeildar Norræna vegtækn-
isambandsins, sat í stjórn skipu-
lagsnefndar Efnahags- og framfara-
stofnunar Evrópu um rannsóknir
aðildarríkja í vegagerð, í skipulags-
stjórn og Almannavarnaráði og var
formaður um skeið. Þá var hann
formaður skipulagsstjórnar og sam-
vinnunefndar um skipulag Reykja-
víkur og nágrennis og um skipulag
Akureyrar og nágrannasveitarfélaga
frá 1978.
Snæbjörn Jónasson
Vegamálastjóri
f. 18.12. 1921, d. 16.7. 1999
Matthías fæddist á Akureyri og ólst
þar upp. Hann lauk prófi frá Gagn-
fræðaskóla Akureyrar 1942, prófi
frá Loftskeytaskóla Íslands 1943,
lauk vélstjóranámskeiði á Akureyri
1952, kennaraprófi frá handavinnu-
deild Kennaraskóla Íslands 1959, og
stundaði síðan frekara réttindanám
við Kennaraháskóla Íslands.
Matthías var á íslenskum togur-
um sem sigldu með fisk til Bretlands
á stríðsárunum, og síðan á banda-
rískum kaupskipum til 1946. Hann
lenti í miklum loftárásum Þjóðverja á
Hull og Grimsby, var oft hætt kominn
og varð vitni að mörgum hildarleikj-
um stríðsins á Atlants- og Miðjarðar-
hafinu. Hann varð t.d. vitni að því er
Dettifossi var sökkt.
Matthías var síðan loftskeytamað-
ur til sjós og í landi, stundaði kennslu
í Reykjavík, á Húsavík, við Lauga-
gerðisskóla á Snæfellsnesi og var síð-
ast skólastjóri við Grunnskóla Mýra-
hrepps í Austur-Skaftafellssýslu.
Matthías og kona hans, Fjóla
Guðjónsdóttir, keyptu jörðina Gísla-
bæ á Hellnum í Breiðuvíkurhreppi
og voru meðal brautryðjenda í að
stofna ferðaþjónustu á sunnanverðu
Snæfellsnesi. Þar bjuggu þau í fjór-
tán ár, kenndu á vetrum en voru með
trilluútgerð og ferðaþjónustuna á
sumrin.
Matthías sat í hreppsnefnd
Breiðuvíkurhrepps í sjö ár og var
varaoddviti Mýrahrepps í tvö ár. Þau
hjónin bjuggu síðan í Varmahlíð í
Skagafirði í fjögur ár, en fluttu þá til
Akureyrar þar sem þau voru búsett til
2007. Þá fluttu þau í Mosfellsbæ.
Matthías var mikill áhugamað-
ur um morssendingar um langt ára-
bil og radíóamatör fram í andlátið.
Hann tileinkaði sér helstu kosti ver-
aldarvefsins og notaði tölvutækn-
ina til að vera í sambandi við vini og
vandamenn víða um heim.
Matthías var alla tíð mikil áhuga-
maður um þjóðmál, var félagi í Al-
þýðubandalaginu og síðar Vinstri
hreyfingunni grænu framboði. Þá var
hann félagi í Heimssýn, hreyfingu
sjálfstæðissinna í Evrópumálum, og
ritaði hann nokkrar greinar gegn að-
ild Íslands að Evrópusambandinu.
Fjölskylda
Matthías kvæntist 6.5. 1951 Fjólu
Guðjónsdóttur, f. 3.5. 1933, húsmóð-
ur og kennara. Hún er dóttir Guðjóns
Guðjónssonar, trésmíðameistara í
Völundi í Reykjavík, og Guðlaugar
Brynjólfsdóttur húsmóður.
Börn Matthíasar og Fjólu eru
Steingrímur, f. 27.8. 1951, kvæntur
Maríu Sally Jónsdóttur, og eiga þau
þrjú börn; Karl Valgarður, f. 12.8.
1952, vímuvarnarprestur Þjóðkirkj-
unnar, búsettur í Reykjavík, kvænt-
ur Sesselju Guðmundsdóttur leik-
skólakennara og eiga þau þrjú börn;
Oddný Soffía, f. 6.7. 1954, hjúkrun-
arfræðingur í Kópavogi, gift Stef-
áni Evertssyni tölvumanni og eiga
þau þrjú börn; Einar Pálmi, f. 27.12.
1955, húsasmíðameistari í Mosfells-
bæ, kvæntur Önnu Maríu Jónsdótt-
ur geðlækni og eiga þau fjögur börn;
Guðjón, f. 26.9. 1961, d. af slysförum
2.1. 1969; Inga Nína, f. 15.7. 1968,
fatahönnuður og heildsali í Reykja-
vík, gift Leifi Erni Leifssyni, við-
skiptafræðingi og framkvæmdastjóra
og eiga þau tvo syni; Stefán Heimir,
f. 15.7. 1968, húsasmiður í Noregi,
kvæntur Selmu Pálsdóttur ferða-
málafulltrúa og eiga þau þrjú börn.
Matthías og Fjóla eiga átján
barnabörn og sex barnabarnabörn.
Systkini Matthíasar: Ásta, f. 4.9.
1918, hjúkrunarfræðingur í Reykja-
vík; Þóra, f. 17.10. 1919, dó í frum-
bernsku; Gerður, f. 22.10. 1920, d.
4.5. 1999, húsmóðir á Húsavík og síð-
ar í Reykjavík; Harpa María, f. 29.11.
1922, d. 21.10. 1987, húsmóðir á Ak-
ureyri og síðar í Kópavogi; Grím-
ur Mikael, f. 7.3. 1924, tannlæknir í
Kópavogi; Jakobína Elísabet, f. 15.9.
1927, húsmóðir í Hafnarfirði; Karl
Hans, f. 16.7. 1929, d. 28.10. 1991,
kennari í Kópavogi.
Foreldrar Matthíasar voru Björn
Grímsson, f. 15.5. 1891, d. 26.3. 1986,
verslunarmaður og einn stofnenda
Pöntunarfélags verkalýðsins og
framkvæmdastjóri þess, og Vilborg
Soffía Lilliendahl, f. 15.1. 1888, d.
13.9. 1974, húsmóðir.
Ætt
Björn var bróðir Gríms, skólastjóra í
Ólafsfirði. Björn var sonur Gríms, b. á
Helgustöðum í Fljótum og á Möðru-
völlum í Héðinsfirði Björnssonar,
b. á Stórholti í Fljótum Þorleifsson-
ar. Móðir Gríms var Sigurlaug Soff-
ía, systir Ingiríðar, langömmu Árna
Garðars Kristinssonar sem var aug-
lýsingastjóri Morgunblaðsins. Bróð-
ir Sigurlaugar Soffíu var Jósef, lang-
afi Knúts Otterstedt, verkfræðings
og svæðisstjóra Landsvirkjunar. Sig-
urlaug Soffía var dóttir Gríms, pr. á
Barði Grímssonar, græðara á Espi-
hóli Magnússonar. Móðir Gríms, pr.
á Barði, var Sigurlaug, systir Kristj-
áns, langafa Jóhanns Sigurjónsson-
ar skálds og Jóhannesar, afa Bene-
dikts Árnasonar leikara, föður Einars
borgarfulltrúa. Systir Jóhanns var
Snjólaug, móðir Sigurjóns, fyrrv. lög-
reglustjóra, föður Jóhanns, forstjóra
Hafró. Systir Sigurjóns lögreglu-
stjóra var Ingibjörg, móðir Magnúsar
Magnússonar, þáttagerðarmanns hjá
BBC, föður Sallýjar og Önnu Snjó-
laugar hjá BBC. Sigurlaug var dótt-
ir Jósefs, b. í Ytra-Tjarnarkoti, bróð-
ur Jónasar á Hvassafelli, afa Jónasar
Hallgrímssonar skálds. Annar bróð-
ir Jósefs var Davíð, langafi Páls Árdal
skálds, afa Páls Árdal heimspekings
og Steingríms Thorsteinssonar próf-
essors. Davíð var einnig langafi Jóns
Magnússonar forsætisráðherra. Þá
var Davíð langafi Sigríðar, langömmu
þeirra Inga Hrafns og Hannesar Pét-
urssonar skálds. Jósef var sonur
Tómasar, ættföður Hvassafellsætt-
ar Tómassonar. Móðir Sigurlaugar
á Espihóli var Ingibjörg Hallgríms-
dóttir, systir Gunnars, pr. á Upsum
í Fnjóska dal, afa Tryggva Gunn-
arssonar bankastjóra og Kristjönu,
móður Hannesar Hafstein. Móðir
Sigurlaugar Soffíu var Ingibjörg, syst-
ir Rannveigar, langömmu Etilríðar,
móður Steins Steinars skálds. Ingi-
björg var dóttir Jósefs, b. í Hvammi,
bróður Sigurlaugar á Espihóli.
Móðir Björns verslunarmanns var
Ásta Gísladóttir.
Soffía Lilliendahl var dóttir Carls
Péturs Lilliendahls, hafnsögumanns
á Vopnafirði, föðurbróður Karls Ís-
felds. Carl Pétur var sonur Jakobs
Christian Lorentzson Lilliendahl,
verslunarstjóra á Akureyri, og Odd-
nýjar Þorvaldsdóttur, b. á Stóra-Eyr-
arlandi Jónssonar, afa Jóhanns Lár-
usar á Lýtingsstöðum, afa Brodda
Jóhannessonar skólastjóra, föður
Þorbjörns prófessors og Brodda,
varafréttastjóra RÚV.
Móðir Soffíu var Þóra Jakobína
Lilliendahl Beck, systir Hans, föður
Richards Beck, prófessors í Grand
Forks í Norður-Dakota. Þóra var
dóttir Niels Richards Beck, beykis
og verslunarmanns á Eskifirði, son-
ar Christens Nielsens Beck, assis-
tants á Eskifirði, og Elísabetar, syst-
ur Maríu, langömmu Eiríks, föður
Þórólfs Beck knattspyrnukappa.
María var einnig langamma Ey-
steins Jónssonar, fjármálaráðherra
og formanns Framsóknarflokksins,
og dr. Jakobs Jónssonar, sóknar-
prests í Hallgrímskirkju, föður Þórs
hafísfræðings, Guðrúnar Írakfræð-
ings, Svövu rithöfundar og Jökuls
leikritaskálds, föður rithöfundanna
Illuga, Hrafns og Elísabetar. Bróð-
ir Elísabetar á Eskifirði var Þórar-
inn, afi Finns listmálara og Ríkarðs
myndskera. Elísabet var dóttir Ri-
chards Long, ættföður Longættar.
Móðir Þóru Jakobínu var Soffía Þor-
valdsdóttir, systir Oddnýjar á Akur-
eyri.
Matthías verður jarðsunginn frá
Guðríðarkirkju, föstudaginn 17.12.
kl. 13.00.