Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 17.–19. desember 2010 Helgarblað n Tillögur Jóns Bjarnasonar um útleigu á kvóta fást ekki afgreiddar úr ríkisstjórn n Sex þingmenn VG vildu nota tekjurnar til að milda niðurskurð í velferðarkerfinu n Afsláttur frá sjávarútvegs- stefnunni er skiptimynt fyrir stuðning við Icesave, fullyrða heimildarmenn Ríkisstjórnin hefur í þrjár vikur setið á tillögum Jóns Bjarnasonar sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra um að auka fiskveiðikvóta nú þegar og afla ríkissjóði tekna með kvótaleigu. Tillögurnar hafa því ekki komið fyrir sjónir þingflokka stjórnarflokkanna. Að minnsta kosti sex þingmenn VG og nokkrir þingmenn Samfylk- ingarinnar styðja hugmyndir Jóns Bjarnasonar um aukinn kvóta á yf- irstandandi fiskveiðiári og útleigu á umtalsverðum hluta viðbótarkvót- ans af hálfu ríkisins. Samkvæmt heimildum DV njóta tillögur Jóns ekki stuðnings formanna stjórnar- flokkanna og fleiri ráðherra. Þá mæta tillögur Jóns einnig hatrammri and- stöðu Landssambands íslenskra út- vegsmanna sem hafa hótað honum málssókn fyrir að hafa ekki kvóta- sett úthafsrækju á yfirstandandi fisk- veiðiári. Andstaðan er einnig mikil meðal annarra atvinnurekenda og innan Sjálfstæðisflokksins. Áfram átök innan VG Andstöðu þriggja þingmanna VG við fjárlagafrumvarp Steingríms J. Sigfús- sonar fyrir helgina má meðal annars rekja til þess að formenn stjórnar- flokkanna og fleiri ráðherrar hafi tafið afgreiðslu tillagna Jóns í sjávarútvegs- málum úr ríkisstjórn en þær þykja ganga lengra en meirihluti ráðherr- anna telur óhætt. Í yfirlýsingu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlagafrumvarps- ins, þeirra Lilju Mósesdóttur, Ás- mundar Einars Daðasonar og Atla Gíslasonar, var forsjárhyggja og for- ingjaræði innan ríkisstjórnarinn- ar harðlega gagnrýnt. Í yfirlýsingu þeirra sagði orðrétt: „Fjölmargar til- lögur okkar varðandi forgangsröðun, tekjuöflun, millifærslur og útgjöld í núverandi fjárlagafrumvarpi hafa ekki fengið málefnalega umræðu. Til- lögur okkar hafa verið í samræmi við grunnstefnu VG og ályktanir flokks- ráðsfunda. Við höfum meðal annars lagt fram tillögur um tekjuöflun fyr- ir ríkissjóð samhliða róttækri endur- skoðun á niðurskurði innan velferð- arkerfisins.“ Í yfirlýsingunni kemur berlega fram að tillögum þremenninganna um fjáröflun ríkissjóðs til að milda niðurskurðinn í velferðarkerfinu hafi í engu verið sinnt. Samkvæmt traustum heimildum DV er fyrst og fremst um að ræða til- lögur Jóns Bjarnasonar um að heim- ildar verði aflað á Alþingi til þess að auka fiskveiðikvótann á yfirstandandi fiskveiðiári og að ríkinu verði heimilt að leigja út umtalsverðan hluta við- bótarkvótans í tekjuöflunarskyni fyrir ríkissjóð. Tillögur Jóns sitja hins vegar fastar í ríkisstjórninni og eru þar enn til umfjöllunar eins og áður segir. Hefði gefið nærri 3 milljarða Að minnsta kosti 6 þingmenn VG eru fylgjandi þeirri leið til tekjuöfl- unar ríkissjóðs að auka aflaheimildir á þorski og öðrum bolfisktegundum á yfirstandandi fiskveiðiári. Stuðn- ing við slíkar hugmyndir er einnig að finna innan þingflokks Samfylk- ingarinnar. Þá er enn ríkari stuðn- ingur við róttækar breytingar. Innan ríkisstjórnarinnar styðja Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason róttækar breytingar í sjávarútvegi ásamt aukn- ingu kvóta. Í þingflokki VG njóta hugmyndirnar einnig stuðnings Atla Gíslasonar, Lilju Mósesdóttur, Ás- mundar Einars Daðasonar og Guð- fríðar Lilju Grétarsdóttur. Samkvæmt heimildum DV legg- ur Jón Bjarnason til – þvert gegn ríkjandi kvótakerfi – að ríkinu verði heimilað að leigja út aflaheimildir fyrir allt að 2,8 milljarða króna. Und- ir slíkri tekjuöflun stæði útleiga á allt að 10 þúsund tonnum af þorski, 5 þúsund tonnum af ýsu en minna af öðrum bolfisktegundum eins og löngu og keilu. Þær tegundir eru al- gengar sem meðafli en eru ófáan- legar á leigumarkaði og hefur það skapað umtalsverðan vanda margra útgerða. Afgangur viðbótarkvótans gengi til núverandi kvótahafa í sam- ræmi við ríkjandi hlutdeildarkerfi. Vilja róttækar breytingar Ögmundur Jónasson er mjög áfram um róttækar breytingar á kvótakerf- inu. Í samtali við DV 23. nóvember vísaði hann til tveggja greina stjórn- arskrárinnar máli sínu til stuðnings: „Önnur þeirra fjallar um að öllum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorð- ur með lögum, enda krefjist almanna- hagsmunir þess. Ég tel að það verði að skoða það í alvöru hvort almanna- hagsmunir kerfjist þess ekki að um- deildu kvótakerfinu verði breytt frá grunni.“ Fimm vikum áður, um miðjan október, hafði Jón Bjarnason kynnt grundvallarhugmyndir sínar á að- alfundi Landssambands smábáta- eigenda. Í ræðunni sagði Jón meðal annars orðrétt: „Ég tel því mikilvægt og mun kanna til hlítar þá möguleika sem eru á að rýmka heimildir til veiða og veiðistýringar og þá jafnframt að skapa þjóðinni auknar beinar tekjur af þessari auðlind, enda mun ekki af veita sé þess kostur að afla fjár sem geti unnið á móti þeim mikla nið- urskurði sem boðaður hefur verið á grunnþjónustu eins og til dæmis heil- brigðisþjónustu á landsbyggðinni. Í framhaldi af þeirri vinnu og út frá þeim niðurstöðum sem hún gefur kemur til greina að leggja til breytingar á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breyting- um, sem hafa það markmið að auka möguleika útgerðaraðila til kaupa á aflamarki undir sérstökum reglum.“ Margir þingmenn VG töldu ein- boðið að nýta þetta færi til að draga úr niðurskurði í heilbrigðismálum, menntamálum og löggæslu. Enda væru tillögur um útleigu á kvóta af hálfu ríkisins í góðu samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Steingrímur leggst gegn Jóni Samkvæmt heimildum DV leggjast Steingrímur J. Sigfússon, Björn Val- ur Gíslason og fleiri þingmenn í for- ystu VG gegn tillögum Jóns Bjarna- sonar. Það mun einnig eiga við um nokkra ráðherra Samfylkingarinnar. Andstæðingar Jóns í þessu efni telja pólitískt mjög erfitt að bjóða Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna og Samtökum atvinnulífsins byrg- inn sem vilja óbreytt kvótakerfi. Þá er fullyrt við blaðamann DV að forystu- menn stjórnarflokkanna séu reiðu- búnir að slá af stefnu ríkisstjórnar- innar í fiskveiðistjórnunarmálum gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn og atvinnurekendur styðji Icesave- samninginn sem nú er til umræðu á Alþingi. Þannig sé sá þáttur stefnu- yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem snýr að sjávarútvegi orðinn að skipt- imynt í langdreginni deilu um Ice- save. Þessi orðrómur var fyrir hendi áður en starfshópur Jóns Bjarnason- ar um endurskoðun kvótakerfisins lauk störfum. Finnbogi Vikar, sem sæti átti í hópnum, lét færa til bók- ar áður en nefndin lauk störfum að ólíðandi væri að gera sjávarútvegs- stefnuna að skiptimynt fyrir stuðn- ing stjórnarandstöðunnar við Ice- save með framangreindum hætti. Að öllu samanlögðu er að sjá sem forystumenn ríkisstjórnarinnar telji pólitískt hættuspil að fylgja tillögum Jóns Bjarnasonar í einu og öllu jafn- vel þótt þær falli vel að stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. „Undir slíkri tekjuöfl- un stæði útleiga á allt að 10 þúsund tonnum af þorski, 5 þúsund tonn- um af ýsu en minna af öðr- um bolfisktegundum eins og löngu og keilu. TILLÖGUR JÓNS UM KVÓTALEIGU FRYSTAR Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Tengjast Icesave og sjávarútvegur? Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra og ríkisstjórninni er mjög í mun að tryggja stuðning stjórnarandstöðunnar við Icesave-samninginn. Verður einhverju fórnað fyrir slíka samstöðu? Með Steingrími á myndinni er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðum um Icesave-samninginn. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Heldur sig við stefnuyfirlýsinguna Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra liggur undir stöðugum hótunum frá LÍÚ um málshöfðun og fleira vegna hugmynda um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.