Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 30
„Mér finnst ég vera ósýnileg því ég er búin að vera lengi í burtu,“ seg- ir Ólöf og hlær. Hún er nýkomin heim úr löngu tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Bretland sem hefur verið hreinasta sigurför. Inn- undir skinni er önnur plata Ólafar Arnalds. Á henni er meðal ann- ars titillagið Innundir skinni, Cra- zy Car, sem er dúett með Ragnari Kjartanssyni, og Surrender, sem er dúett með Björk Guðmundsdótt- ur. Platan var hljóðrituð og unnin í samvinnu við Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og Davíð Þór Jónsson. Fyrri sólóplata Ólafar, Við og við, vakti líka góð viðbrögð og hlaut eins og margir muna verðlaun sem plata ársins í flokknum Ýmis tónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum. Innundir skinni þykir jafnvel betri og eru gagnrýnendur í Bandaríkj- unum og Bretlandi sammála um að Ólöfu hafi tekist að þróa sig áfram sem listamann og lagasmið og sé komin í hóp þeirra bestu í heimin- um. Gott að fá klapp á bakið Í tímaritinu Mojo fékk Ólöf fullt hús stjarna og hún sögð svar Reykjavíkur við Kate Bush. Í Metro var rýnir plöt- unnar hreinlega dolfallinn og sagði tónlist hennar skilja eftir sig ljóm- andi og djúp hughrif. Auk þessa rign- ir yfir Ólöfu lofsyrðum og góðri um- fjöllun í öllum helstu miðlum bresku og bandarísku pressunnar. Ólöf segir gott að fá klapp á bakið en henni finnist umtalið oft óraun- verulegt. „Þetta er bara gangurinn, maður fer og spilar og svo tekur við atburðarás sem ég hef ekki stjórn á. Mér finnst eins og allt umstangið sé eins og fyrir einhverja aðra en mig. Mér finnst uppörvandi að fá klapp á bakið en á sama tíma er ég að reyna að halda jarðsambandinu vegna þess að þetta er allt saman hverfult.“ Tónleikahaldið krefjandi Ferðalögin hafa henni þótt krefjandi en tónleikahaldið hefur verið stíft. Hún telur að tónleikar séu dýrmæt- ari upplifun en áður og það stafi að hluta til af því hversu auðveldlega megi annars kaupa og hlaða niður tónlist. „Tónleikar verða að eftirsóttri upp- lifun sem gefur tónleikagestum nánd sem þeir kannski sakna því það er svo mikið af tónlist alls staðar. Tón- leikahaldið gefur mér líka mjög mik- ið þó að ferðalögin geti verið afar krefjandi. Ég er á þeim tímapunkti á ferlinum núna að það er enginn lúx- us í aðbúnaðinum. Ég gisti oft heima hjá fólki og svo er þetta svona alls konar sem er auðvitað allt í lagi. Auðvitað koma tímapunktar þar sem ég hugsa með mér að ég óski þess að fá smá andrými. En síðan get ég það ekki af því ég get ekki verið neitt annað en það sem ég er og það er að semja tónlist og vera tónlistar- maður.“ Björk eins og páfugl á grein Aðspurð um samstarfið við Björk segir Ólöf: „Þetta kom til á frekar spontant máta, þegar ég var að spila mixin af plötunni minni fyrir Björk fékk hún hugmynd að mótröddum sem hún bauðst til að taka upp. Svo gerði hún það og sendi mér og sagði Tónlistarkonan Ólöf Arnalds hefur slegið í gegn hjá heims- pressunni og hún hefur ferðast heimshorna á milli síðasta árið á tónleikaferðalögum sínum og hitað meðal annars upp fyrir Blonde Redhead, Air og Jonathan Richman. Ólöf er núna heima á Íslandi og spilar á nokkrum tónleikum fyrir jól, hún segist ganga með ara- grúa laga í kollinum einmitt núna sem hún þyrfti að fara að finna farveg. Kristjana Guðbrandsdóttir settist niður með Ólöfu og ræddi við hana um tónlistina, ferðalögin og frægðina. 30 | Fókus 17.–19. desember 2010 Helgarblað Jólakötturinn passar upp á fötluð börn Jólakött- urinn, óvættur í íslenskum þjóðsögum og húsdýr Grýlu og Leppalúða, hefur löngum verið Íslendingum hugleikinn, enda þekktur fyrir að éta börn sem fá ekki nýja flík fyrir jólin. Nú ætlar jólakötturinn aftur á móti að sýna á sér nýjar og betri hliðar fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Það voru þau Þórarinn Eldjárn, Snæfríður og Hildigunnur sem gerðu óróann. Þær stöllur fengust við stálið á meðan Þórarinn lék sér að orðum. Allur ágóðinn rennur í þágu fatlaðra barna og unglinga eða í þróun og eflingu æfingarstöðvar Styrktarfélagsins. Árlega nýta um 850 börn æfingastöðina og mörg þeirra oft í viku. Markaður, jólatré og varðeldur í skóginum Í fimmtán mín- útna fjarlægð frá ys og þys borgarinnar er að finna ansi notalega stemningu á jólamarkaði við Elliðavatn. Í gamla salnum í húsi Einars Benediktssonar er úrval af handverki og hönnun til sölu auk þess sem boðið er upp á ilmandi nýbakaðar vöfflur og kakó. Úti er kveikt upp í eldstæðinu og harmonikkusveitir leika nokkur lög og nýhöggvin jólatré eru til sölu. Þeir sem vilja frekar höggva eigið jólatré geta líka gert það í Heiðmörk um helgina, á milli kl. 11 og 16. Í Rjóðrinu, litlum trjálundi við vatnið, er hægt að setjast á bekki í kringum logandi varðeld. Klukkan 14 hefst svo barnastund í Rjóðrinu þar sem barnabókahöfundur les upp fyrir börnin, farið verður í náttúruleiki og tekið á móti jólasveinunum. mælir með... KVIKMYND Agora Það er þessi blóðrauða saga sem hefur sjaldan sést jafn skýrt á hvítu tjaldi. Því trúarbragða- sagan er alls enginn Vatnaskógur. TÓNLIST Allt er eitthvað Jónas Sigurðsson Í hverju einasta lagi skín í gegn metn- aðurinn til að búa til vandaða tónlist. Hann þarf örugglega að berja frá sér auglýsingastofur og kvikmyndagerðarmenn sem standa í röðum til að fá að nota tónlistina hans. TÓNLIST Sögur af ást, landi og þjóð 1980–2010 Bubbi Morthens Ef til er sá Íslendingur sem þekkir ekki feril Bubba sérstaklega vel, þá er þetta platan fyrir hann. LEIKVERK Gilitrutt Leikbrúðan er elsti leikarinn, segja sumir. Vel má vera að svo sé, þó að uppruni þessarar undarlegu listar sé að vísu myrkri og móðu hulinn. Brúðuleiklistin er eflaust sá þáttur leiklistarinnar sem okkur hættir hvað mest til að vanmeta, gleyma jafnvel alveg. Jólaævintýri fyrir börnin Jólasveinarnir þramma til byggða og gera það að vana sínum að koma við í Þjóðminjasafninu. Alla daga kemur einn þeirra stundvíslega klukkan 11, klæddur í þjóðlegu fötin og reynir að krækja sér í það sem þeir girnast helst. Þar sem þessir hrekkjóttu pörupilt- ar eiga dálítið erfitt með að átta sig í tæknivæddri nútímaveröld þykir þeim gott að koma í Þjóðminjasafnið því þar er svo mikið af gömlum munum. Í Tjarnarbíói er verið að sýna Æv- intýrið um Augastein, klassíska jóla- sögu með óvæntri fléttu. Steinn gamli í minjagripabúðinni fær krumma í heimsókn og segir honum uppá- haldsjólasöguna þeirra. Sögu af litlum dreng sem lenti í höndum jólasvein- anna þegar þeir voru enn þjófóttir og stríðnir og vita ekkert hvað þeir eiga að gera við saklausan krakkann. Steinn sem leikinn er af Felix Bergs- syni syngur, bregður sér í hlutverk sveinanna – og hvað er nú á seyði? Skyldi Grýla vera komin á stjá? Í Þjóðleikhúsinu stendur Leitin að jólunum yfir. Þetta er sjötta leikárið sem tveir skrýtnir og skemmtilegir ná- ungar ásamt hljóðfæraleikurum taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyr- inu, leiða þá syngjandi af stað í æv- intýraför og sýna þeim leikþætti um jólin þá og nú. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is fullan Með kollinn af lögum Þarf að tappa af „Ég er með 20 lög í kollinum núna,“ segir Ólöf. „Belgurinn er orðinn fullur og ég þarf að fara að tappa af honum.“ Það er alltaf hættulegt þegar menn ætla sér að græða á arfleifð einhvers sem margir muna eftir að hafi ver- ið skemmtilegt í gamla daga. Fyrsta sem mér dettur í hug er nýjasta mynd- in um Indiana Jones. EA Sports ákvað þó að reyna að gefa út nýja útgáfu af hinum sögufræga körfuboltaleik, NBA Jam, sem snýst, eins og nafnið gefur til kynna, um að troða. Fyrir greyið börnin sem upplifðu ekki tíunda áratuginn kemur þetta þeim eflaust fyrir sjónir sem ljómandi skemmtilegur troðsluleikur með öll- um helstu stjörnunum úr NBA. Sem 90´s barn hafði ég þó áhyggjur þar sem þessi leikur var stór hluti af mínu lífi sem unglingur. Ég verð þó að segja að ég hafi ekki verið svikinn. Leikurinn er svo yndis- lega einfaldur að það er ótrúlegt. Það sést best þegar maður fer í stillingar leiksins. Þar geturðu hækkað og lækkað hljóðið og skipt um erfiðleikastig. Ekk- ert meira. Enda þarftu ekkert meira. Maður getur auðvitað spilað ein- staka leiki og svo farið í „Campa- ign“ þar sem þú spilar við öll liðin í deildinni og opnar þannig ýmsa nýja möguleika. Það verður að viðurkenn- ast að það getur orðið soldið þreytt að spila leikinn einn á móti tölvunni þar þetta eru bara troðslur á troðslur ofan. Ef maður vill „alvöru“ körfuboltaleiki þarf maður meira að hugsa í áttina að NBA Live eða 2K-leikjunum. Það er þó í fjölspilun sem leikur- inn fer virkilega að rokka. Tveir til fjór- ir félagar geta spilað saman virkilega skemmtilega leiki og finnst mér þar virkilega flott hvernig þrír geta spilað saman því hingað til hafa oddatölur verið bannorð í kringum tölvuleiki. NBA Jam fer líka út fyrir það að vera bara íþróttaleikur þannig þótt þú eigir vini sem myndu frekar lesa bók en horfa á körfuboltaleik geturðu allt- af platað þá í einn stuttan 21 eða farið í keppni um hvor er fljótari að brjóta glerið hjá hinum. Það er sama hvort þú ert forfallinn íþróttaáhugamaður eða ekki. Það eru allir til í að troða! Tómas Þór Þórðarson Engin þörf á að troða þessu upp í sig Tölvuleikir NBA Jam Playstation 3 Tegund: Íþróttaleikur Dúndrandi skemmtun Þó maður geti orðið fljótt þreyttur á að spila NBA Jam einn er hann frábær í fjölspilun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.