Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 37
Viðtal | 37Helgarblað 17.–19. desember 2010
E
gill Einarsson, betur þekkt-
ur sem Gillzenegger (einn-
ig nefndur Störe, Gillz og
Þykki), er íslenskur vaxtar-
ræktargarpur, tónlistarmaður, rit-
höfundur, leikari og grínisti. Egill
hefur gert allt mögulegt og ómögu-
legt á sínum fullorðinsárum, hann
hóf feril sinn í fjölmiðlum og skrifaði
þá pistla fyrst í DV og síðar í erótíska
blaðið Bleikt og blátt. Þá varð hann
fyrst þekktur fyrir líflegan sjónvarps-
þátt sinn á sjónvarpsstöðinni sálugu
Sirkus og fyrstu bók sína, Biblíu fal-
lega fólksins. Hann var einnig í hljóm-
sveitinni Merzedes Club sem gaf út
smelli eins og Meira frelsi og Ho ho ho
we say hey hey hey sem hljómsveitin
batt miklar vonir við að kæmist áfram
í Eurovision. Egill lék þar á hljómborð
á sviðinu, ljósabrúnn og stæltur.
Egill hefur verið afkastamikill í
útgáfu, fyrir ári gaf hann út Manna-
siði Gillz og nýjasta verk hans er Lífs-
leikni Gillz sem kom út fyrir jólin. All-
ar þessar bækur skrifar Egill í léttum
dúr, þær eiga að skemmta og fræða
um leið. Í vetur hefur hann svo stað-
ið í ströngu en á nýju ári verða sýnd-
ir sjónvarpsþættir byggðir á bók hans
Mannasiðum.
Allir gegn Agli
Það er varla hægt að segja að nokkuð
af því sem Egill tekur sér fyrir hendur
veki ekki úlfúð og deilur, þá sérstak-
lega hjá þeim sem þykir hann sýna
konum kvenfyrirlitningu og þá hjá
þeim sem finnst áhersla hans á útlitið
yfirborðskennd. Hann gerir enda ekk-
ert til að róa þá sem hæst hafa í gagn-
rýninni og á það til að skvetta frekar
olíu á eldinn. Hann á í sífelldu arga-
þrasi við menningarvita og femínista
sem virðast ekki hafa nokkurt um-
burðarlyndi gagnvart honum. Í vet-
ur urðu deilurnar svo heldur illvígar
og fóru fram á síðum dagblaðanna.
Ástæðan var sú að hann hafði feng-
ið tækifæri til þess að ritstýra auka-
efni í símaskrána. Eldri karlmaður
vildi láta fjarlægja nafn sitt úr síma-
skránni vegna þeirra gilda sem hann
taldi Egil standa fyrir. Þá voru grafn-
ar upp gamlar færslur af heimasíðu
Egils þar sem hann hafði skrifað gróf
ummæli um ákveðnar konur í þjóðfé-
laginu. Ummælin þóttu svo meiðandi
á sínum tíma að ein kvennanna íhug-
aði að kæra þau til lögreglu. Egill fjar-
lægði færsluna og sagðist aðspurður
í viðtölum við fjölmiðla hafa gert það
fyrir móður sína sem hefði þótt hann
ganga fulllangt í þetta skiptið.
Hundruð manna skrifuðu und-
ir mótmælaskjöl og kröfðust þess að
símaskrárverkefnið yrði tekið af Agli.
Hann væri ungu fólki handónýt fyrir-
mynd. Egill fékk meira að segja lista-
menn og hönnuði upp á móti sér sem
töldu að verið væri að ráða óhæfan
mann í stöðu sem þeim væri ætluð.
Drengir landsins –
leikið þetta ekki eftir
„Það kom mér á óvart að þessar færsl-
ur sem ég setti eitt sinn á netið hefðu
verið grafnar upp og efni þeirra mark-
visst notað til að ná sér niðri á mér.
Ég tók færsluna út strax daginn eftir
en þarna ákváðu einhverjir óvandað-
ir einstaklingar að særa þessar konur
enn á ný með því að rifja þetta upp og
draga fram í dagsljósið. Það þykir mér
leitt.“
Egill segist vera nógu mikill mað-
ur til þess að biðja þær konur sem
færslurnar voru skrifaðar gegn fyrir-
gefningar. „Ég ætlaði mér ekki að særa
þær. Það er freistandi að segja frá því
að þegar þessi færsla var sett á net-
ið þá vorum við félagarnir saman í
spaugi sem fór yfir mörk. Á sama tíma
vissi ég allan tímann að slíkar afsakan-
ir eru einskis virði og tók þetta því allt
á mig. Ég ætla hér með að biðja þær
opinberlega fyrirgefningar. Þetta var
misheppnað grín – mistök. Ég frábið
mér að drengir landsins leiki þetta eft-
ir. Rándýr maður eins og ég er lætur
ekki hafa þetta eftir sér í dag. Ég skora
líka á þá sem rifjuðu upp þessi meið-
andi ummæli að biðja þær konur sem
færslurnar voru eignaðar afsökunar.
Það var ótækt að rifja þetta rugl upp
og engum sæmandi.“
Er þessu fólki alvara?
Egill segist alls ekki haldinn kvenfyr-
irlitningu og segist þreyttur á slíkum
fullyrðingum. „Ég ber mikla virðingu
fyrir konum, þær eru félagar mínir. Ég
á fjöldann allan af vinkonum sem ég
get rætt við og ég lít á sem jafningja
mína. Ég er hins vegar rithöfund-
ur og húmoristi. Það er eitthvað sem
ég bæði er og það sem ég geri og hef
í vissum skilningi að starfi. Rétt eins
og Hugleikur sem teiknar hárbeitt
ádeilugrín. Þetta kemur úr pennanum
hjá honum Hugleiki en af lyklaborð-
inu frá mér. Er einhver munur þar á?
Konur í kvennabaráttu mega ekki
gleyma því að hafa húmor og það
má alveg gagnrýna aðferðir þeirra. Af
hverju má ég ekki vera svolítið beittur
í mínum húmor þegar kemur að viss-
um femínistum? Mér finnst einfald-
lega fyndið hvað þær eru geðstirðar og
hátíðlegar í fasi, þær bjóða upp á að ég
geri að þeim grín. Ég hef enga stjórn á
því. En ég geri ekki bara grín að þeim,
ég ræð heldur ekki við mig þegar kem-
ur að menningarvitunum sem taka sig
ekki síður alvarlega með sína vömb og
tjúguskegg. Er þessu fólk svona mik-
il alvara? Ég skelli bara upp úr við til-
hugsunina.
Húmor er margs konar og hann er
mér eðlislægur. Ég beiti honum í lífinu
og finnst hann vera af því góða. Þetta
er stutt líf og það er mér mikilvægt að
því sé lifað án þess við veltum okkur
upp úr öllu veseninu bókstaflega. Það
er miklu skemmtilegra að hlæja og fá
aðra til að hlæja og slaka á. Ég er líka
aldeilis ófeiminn við það að láta gera
grín að mér. Þau hin sömu og rang-
hvolfa augunum yfir smekklausum
húmor mínum leyfa sér að hæðast
að mér eins og þeim væri borgað fyrir
það. Þau fá hins vegar ekki krónu fyr-
ir og mér er alveg sama um slíkt grín.
Það er stóri munurinn.“
„Símaskráin er eina
hlussan sem ég vil sjá“
Ástríða Egils er líkams- og vaxtar-
rækt. Hann lauk BS-prófi í íþrótta-
fræðum frá Háskólanum í Reykjavík
í fyrra og er með aðstöðu í Sporthús-
inu í Kópavogi. Hann er einnig einn
þeirra sem rekur fyrstu íslensku um-
boðsskrifstofuna fyrir íþróttafólk. Eg-
ill segist dvelja í Sporthúsinu nærri
alla daga við þjálfun og kennslu og
segir starfið vera drifkraft sinn í lífinu.
„Allt of mikið af fólki, sérstaklega
börnum, fær ekki næga hreyfingu
eða hvatningu til að borða hollt og
láta sér líða vel í eigin kroppi. Mín
köllun er sú að hjálpa fólki að breyta
lífi sínu til hins betra. Huga að því
sem við látum ofan í okkur og að við
hreyfum okkur nóg. Ég var afskap-
lega þakklátur fyrir að fá það tækifæri
að ritstýra símaskránni því þar get
ég sinnt þessu starfi mínu af heilum
hug. Símaskráin er í raun fjölmið-
ill sem nýtist til þess að koma mikil-
vægum skilaboðum til þjóðarinnar.
Það er enda hrikalegt að heyra að Ís-
lendingar eru með feitustu þjóðum
í heimi. Þetta gengur ekki lengur og
ég lít á það sem persónulegt verkefni
mitt að gera eitthvað í þessu. Síma-
skráin er hlussa en það er líka eina
hlussan sem ég vil sjá.
Snarbrjálaður krakki
Það er alveg ónýtt að börn séu al-
veg kringlótt í dag þegar við eigum
að vita allt betur um hvernig við eig-
um að annast þau. Ég fæ oft til mín
ungmenni sem eru að farast úr lé-
legu sjálfstrausti vegna vaxtarlags-
ins. Þetta eru kringlótt ungmenni
sem þora ekki að sækjast eftir því
sem þau dreymir um. Offitan verð-
ur miklu meira en líkamleg hindrun,
hún verður andleg hindrun. Það er
auðvelt að kippa þessu í lag. Það þarf
aðeins nokkrar vikur í átaki til þess
að breyta þeim kringlóttu í rennilega
og kjarkaða einstaklinga sem eru til í
allt.
Ég tek á móti þessu unga fólki full-
ur skilnings, ég var ekki alltaf svona
rándýr og glæsilegur. Þegar ég var
ungur var ég hrikalega grannur, svo
grannur að eftir var tekið. Sem betur
fer var ég sniðugur krakki, eiginlega
alveg snarbrjálaður og komst þannig
hjá því að verða fyrir stríðni eða þá
að mér hefur tekist að leiða hana hjá
mér. Það geta ekki allir krakkar gert
og foreldrar verða að taka sig saman
í andlitinu og hugsa um þessa orma.
Hvort sem þeir eru kringlóttir eða
eins og strik.“
„Ég er ekki yfirborðskenndur“
Egill segist líka halda að hreyfing og
jákvætt hugarfar séu tveir óaðskilj-
anlegir hlutir. „Líf margra er fullt af
streitu og hún getur eitrað líf okkar.
Bæði í því að vera fullfljót í reiðinni og
því að hugsa illa um okkur sjálf og lifa
lífi sem er hvorki farsælt sé hollt. Ég
fæ oft að heyra að það að hugsa um
líkamann sé yfirborðskennt. Ég held
að það gæti ekki verið fjær lagi. Til að
lifa góðu lífi þarftu að vera heilbrigð-
ur. Er það yfirborðskennt að miða
að góðu lífi? Ég hugsa ávallt á þeim
nótum. Næsta verkefni mitt verður
líklega að halda áfram að skrifa um
líkamsæfingar og mataræði líkt og í
bók minni Biblíu fallega fólksins. En
ég mun líklega bæta við heilmiklu af
þekkingu sem ég hef öðlast síðan þá.“
Gefur skít í lélega dóma
Nýjasta verk Egils, Lífsleikni, fékk
heldur slakan dóm hjá blaðamanni á
DV. Egill lætur það ekki á sig fá.
„Ég hef alltaf þurft að glíma við
fordóma menningarvitanna. Eru það
einhver sérstök inntökuskilyrði í klík-
una að vera með vömb, tjúguskegg
og í slitnum flauelsjakka? Þeir höndla
ekki fallegt goð eins og mig. Það er á
hreinu, en það gera hins vegar fjöl-
margir aðrir með heilbrigt sjálfstraust
og sem betur fer er það liðin tíð að
vambirnar séu einráðar þegar kemur
að því að dæma bækur. Björn Hlynur
Haraldsson og Gísli Örn Garðarsson
gefa bókinni fullt hús, það gerir líka
eðalfólk eins og vinkona mín Sigga
Kling, Einar Bárðarson, Simmi og Jói
og vinur minn Hannes Þór Halldórs-
son fótboltakappi sem segir að þarna
mæti Shakespeare Schwarzenegger.
Það má ekki minna vera fyrir rándýr-
an mann eins og mig. Við þetta get
ég svo bætt að þeir dómar sem ég tek
mest mark á eru ummæli þeirra sem
hafa lesið bókina og koma að máli
við mig. Undantekningalaust er bók-
inni hrósað í hástert. Það er auðvitað
það sem skiptir máli.“
Loksins, loksins
Hann er enda stoltur maður í dag
því í vikunni var honum tilkynnt að
umsókn hans um inngöngu í Rithöf-
undasamband Íslands hefði verið
samþykkt.
„Það er mér mikill heiður að vera
tekinn inn í svona virðulega sam-
kundu eins og Rithöfundasamband-
ið. Ég ætla mér stóra hluti í þess-
um samtökum en tíminn einn mun
skera úr um hvort mér verði káp-
an úr því klæðinu. Ég er með mark-
mið og það er að rífa félagsstarf-
ið upp. Fyrsta Burn-partíið er um
helgina á Austri og þau munu vera
reglulega. Einnig stefni ég að því að
halda uppskeruhátíðir og árshátíð-
ir. Ég vil líka bæta líkamlegt atgervi
félagsmanna, ég vil koma fitupró-
sentunni niður í 25% sem eru offitu-
mörk. Þarna eru menn sem halda að
það sé ennþá töff að vera vöðvalítill,
með hár úti um allt á líkamanum,
mikinn hárlubba og síða barta. Karl-
mennska í dag er að vera 6 prósent
fita, strípaður og vel snyrtur. Þessir
menn þurfa að setjast í ruggustólinn
meðan ég segi þeim fréttirnar svo
þeir falli ekki í yfirlið.“
kristjana@dv.is
„Ég ætla hér með
að biðja þær opin-
berlega fyrirgefningar.
Þetta var misheppnað
grín – mistök.
„Konur eru félagar mínir“
Egill segist heldur ekki haldinn
kvenfyrirlitningu og segist þreyttur
á að því sé stöðugt haldið fram. „Ég
ber fulla virðingu fyrir konum, þær
eru félagar mínir. Ég á kærustu sem
ég elska og dái og móður sem ég
ber virðingu fyrir.“
Köllun Egils „Allt of mikið
af fólki, sérstaklega börnum,
fær ekki næga hreyfingu eða
hvatningu til að borða hollt og
láta sér líða vel í eigin kroppi. Mín
köllun er sú að hjálpa fólki að
breyta lífi sínu til hins betra.“