Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 46
46 | Hin hliðin 17.–19. desember 2010 Helgarblað Nafn og aldur? „Þórður Grímsson, 25 ára.“ Atvinna? „Myndlistarmaður. Ég starfa líka við framleiðslu á auglýsingum og sjónvarpsþáttum.“ Hjúskaparstaða? „Ég er í sambúð með kærustunni minni sem svo heppilega vill til að er hinn helmingur dúósins Two Step Horror.“ Fjöldi barna? „Eitt á leiðinni og kærastan mín á tvö börn fyrir, ég er „aukapabbi“ þeirra.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já, nokkra hunda í gegnum árin. Núna á ég óþolandi Abyssínukött sem heldur fyrir mér vöku með væli og eltir mig í Bónus.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Á Third Sound-tónleikana á miðvikudaginn á Sódómu sem voru gífurlega hressandi.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei, faðir minn er lögreglumaður og synir lögreglumanna komast ekki í kast við lögin.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „April77-jakki sem ég fann á eBay og Chelsea „cuban heel“-stígvélin mín af því að ekkert segir rokk eins og leðurskór og svartur jakki.“ Hefur þú farið í megrun? „Já, stundum um helgar.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Nei, mér leiðast mótmælendur.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Ég trúi á ýmislegt, framhaldslíf er eitt af því.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „„Soundtrackið“ við West Side Story eins og það leggur sig. Ég neyddi einu sinni heilt barnaafmæli til að horfa á söngleikinn á spólu þegar ég var sjö ára. Pabbi slökkti þegar hún var hálfnuð og setti Turtles á.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Ég veit ekki með „kveikir í mér“ en Hallogallo með Neu! kemur mér alltaf í gott skap.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Opnunar myndlistarsýningarinnar minnar Óráð / Delirium sem er í kvöld (17.des) klukkan 20.00 í Kaolin Gallerí í Ingólfsstræti.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? (afhverju?) „Ég get eiginlega ekki gert upp á milli The Invasion of Thunderbolt Pagoda eftir Ira Cohen og Holy Mountain eftir Alejandro Jodorowsky, þær tvær leiddu mig að myndlistinni. Svo finnst mér líka mjög gaman að horfa á froska í rómverskum stríðsbúningum springa.“ Afrek vikunnar? „Að semja „kraut“-skotið þemalag sýningarinnar sem mun óma í bakgrunninum við opnunina.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei, en það gekk einu sinni kona að mér á bar og sagði mér að ég væri með slæma áru.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Ég spila á gítar. Og skemmtara þegar ég er hress.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Já, það væri örugglega ekki vitlaus hugmynd.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Myndlistin og ástin, ég veit ekki hvort kemur fyrst.“ Hvaða íslenska ráðamann myndir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Hann er kannski ekki ráðamaður, en ég myndi velja Gauk Úlfarson í 26. sæti Besta flokksins. Ég myndi spyrja hann hvort hann hafi verið í fötum þegar hann vaknaði í Brussel.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ég vil hitta hljómsveitina Die Antwoord, meðlimir hennar virðast hafa svarið.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, en þau eru öll í formi lagatexta.“ Nýlegt prakkarastrik? „Það sem kemst næst því er júlludagatalið sem ég held úti í desember í þeim tilgangi að vera rekinn af Facebook sem er að yfirtaka allan minn tíma. Facebook er satan.“ Hvaða fræga einstakling líkist þú mest? „Russel Brand eða Syd Barrett, en hann er dauður.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Ég er rosalega góður í að leggja flísar.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Já, bara leyfa allt, forræðishyggja er af hinu illa.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Berlín er mjög skemmtilegur staður. Vinnustofan mín er líka skemmtilegur staður.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Það er einkamál.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Það er engin leið út úr kreppunni.“ Á óþolandi kött sem eltir hann í Bónus Í kvöld, föstudag, opnar myndlistarmaðurinn Þórður Grímsson sýninguna Óráð / Delirium í Kaolin Gallerí í Ingólfsstræti. Í verkum sínum tekst hann á við drauma og draumfarir og mörk þess raunverulega og óraunverulega. Vinnur hann með blekteikningar og prentun en áður hefur hann unnið mikið í tengslum við tónlist og gert tónlistarmyndbönd. M Y N D IR S IG TR Y G G U R A R I www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.