Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2010, Blaðsíða 33
Viðtal | 33Helgarblað 17.–19. desember 2010 bara hluti af því að vera í framlínunni og ég verð að taka því. Ég er að þjóna áhorfendum sem greiða sig inn og halda batteríinu gangandi. Til þess er leikurinn gerður. Ég er ekki að gera þetta að gamni mínu. Líkt og allir aðrir er ég að reyna að sópa að mér áhorfendum, hvort sem það er á sviði eða í sjónvarpi. Ég vinn við það að búa til afþreyingu og afþreying er iðnaður.“ Gerði sér upp veikindi Örn er alinn upp í leikhúsinu og allt frá því að hann man eftir sér hefur hann ætlað sér að verða skemmtikraftur. „Ég á skemmtiefni heima sem ég skrifaði tólf ára gamall. Klippti út brandara, límdi þá á blað og skrifaði inn- gang fyrir hvern brandara. Án þess að ég vissi það þá var ég að undirbúa mig. Í skólanum var ég aftur á móti mjög feiminn og alls ekki til í að leika í leikritum. Það gekk svo langt að ég þótt- ist vera veikur heima þegar það kom að því að stíga á svið fyrir framan áhorfendur. Þá greip mig skyndileg hitasótt eða hin skæðasta maga- kveisa. En ég kann engar skýringar á því. Varla var þetta feimni í mér því ég hef alla tíð verið frekar opinn. Kannski var þetta ótti. Ég veit það ekki. Þetta var allavega einhver tregða.“ Á heimaslóðum í leikhúsinu Árni Tryggvason, faðir Arnar, er líka leikari og hann lék Lilla klifurmús, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. „Hann var mjög þekktur sem slíkur. Ég fékk oft að heyra það. Mér var ekki beint strítt á því en ég fékk alveg að heyra það; Pabbi þinn er Árni Tryggvason. Pabbi þinn er Lilli klifurmús. Já, og? Þegar ég komst á ungl- ingsár bað ég vini mína um að vera ekkert að flíka því hver pabbi var.“ Örn fór oft með föður sínum í leikhúsið og fylgdist þar með lífi hans og starfi. „Ég var leik- húsrotta. Í leikhúsinu var ég á heimavelli. Einu sinni var ég tuktaður til fyrir að fikta í ljósunum á meðan æfing stóð yfir. Fyrir ofan gömlu for- setastúkurnar voru stúkur þar sem ég gat setið og fylgst með öllu. Svo var ég eitthvað að fikta í ljósunum og var ekkert að pæla í því hvað ég var að gera þegar Óskar Gissurarson ljósa- meistari kom til mín og bað mig vinsamlegast um að láta ljósin í friði. Leikhúsið var eins og mitt annað heimili. Þar sat ég og fylgdist með pabba og áhorfendunum.“ Einfaldur maður Þjónninn kemur og spyr hvort hægt sé að bjóða okkur eitthvað. Ég þakka fyrir og bið um kakó. „Kakó?“ spyr Örn hissa. „Ég ætla líka að fá kakó,“ segir hann svo. Allajafna drekkur hann kaffi þótt hann sé í raun ekki mikill kaffimaður. „Ég finn engan mun á því hvort ég er að drekka uppáhellingu eða brasilískt gæðakaffi. Ég fer í pumpuna og finnst það fínt. Eini munurinn sem ég finn á kaffi er hvort það er of þunnt eða of sterkt. Ég er fyrir einfalda hluti. Ég er einfaldur maður með einfaldar hugsanir. Ég er ekki flók- in manngerð. Ég er vinnumaður og þegar ég fæ verkefni vinn ég þau. Ég hef aldrei náð að líta á sjálfan mig sem listamann. Ég er skemmtikraft- ur og kannski ögn klárari í því en margur ann- ar en mér hefur alltaf fundist óþægilegt að kalla mig listamann. Enda er ég mjög kröfuharður á sjálfan mig. Ef mér tekst ekki vel upp kem ég fúll heim og fer yfir það með sjálfum mér hvað klikkaði. Ég verð að kunna þá list að fara fram hjá því ef ég er ekki í stuði. Þeim sem er að horfa á mig kemur ekkert við hvað er að gerast í mínu heilabúi eða inni á mínu heimili. Ef fólk borgar sig inn verð ég að skarta því besta og finna leið til að skilja lífið eftir baksviðs. Þannig að þegar tjöldin eru dregin frá er ég kominn í banastuð,“ segir hann og hlær dátt. Kúnstin við að segja brandara Hann segist sem betur fer vera lukkulegur með konu og börn. „Auðvitað næðir stundum í kringum mig en það er sjaldan rok. Þreyta, efnahagsaðstæður og þrengingar í vinnunni geta skapað álag sem gerir það að verkum að ég er ekki upplagður í að skemmta fólki. Og ekki get ég ýtt á takka til að slökkva á þessum tilfinn- ingum. Ég þarf að trekkja mig inn í aðstæðurn- ar og ég er oft allan daginn að því. Ég fer aftur og aftur með hvern brandara til að finna út hvern- ig best er að segja hann og gera hann að mín- um. Afi sagði brandara og allir hlógu en þegar ég segi sama brandara hlær enginn. Þá verð ég að skoða hvernig afi sagði hann sem gerði það að verkum að allir hlógu. Í hverjum brandara þarf að finna trikkið. Á sviðinu þarf ég líka að búa yfir því ör- yggi að geta staðið með mínum brandara. Ég þarf að vera þess fullviss að ég geti sagt hann miklu betur en allir aðrir í salnum. Ramma prógrammið inn þannig að ég hafi yfirhöndina. Stærsti skólinn fólst í því að koma einn fram. Áður var ég hluti af gengi og mér leið voða vel í því. En núna hef ég lært þetta. Það var ógnvekj- andi að demba sér út í þetta en það heppnað- ist.“ Gat ekki hreyft höndina Síminn hringir. „Þetta er læknirinn,“ útskýr- ir Örn áður en hann svarar. Eftir nokkur já og aha spyr hann hvort hann eigi að halda áfram að bryðja þessar töflur í rólegheitunum. Segist svo þekkja eina góða og skellir á. Lítur á mig og segir að hún sé allavega ekki í sundur, sinin. „Ég datt svona djöfulli illa. Ég var að frumsýna inni í Smáralind og átti að standa á sviðinu í Laug- ardalshöll á jólatónleikum Björgvins fjörutíu og fimm mínútum seinna. Þannig að ég var á harðahlaupum þegar ég flaug á öxlina og fékk kúluna í andlitið, ég kýldi sjálfan mig með öxl- inni og heyrði eitthvert óhugnanlegt hljóð rétt áður en ég dofnaði allur upp. Ég var allur marinn og blár eftir þetta og gat ekki hreyft höndina en fór samt á svið. Mér leið best með höndina í vasanum en fannst ég ekki geta staðið þannig á sviði fyrir framan 3.000 áhorfendur. Ég leysti það þannig að ég dró höndina upp áður en ég steig á sviðið og setti míkrófóninn í lófann. Eftir smástund skipti ég um hönd og lét hana bara hanga. Þannig að ég held að enginn hafi tekið eftir því að ég gat ekk- ert hreyft höndina. Þetta var mjög óþægilegt. Ég fór svo til læknis daginn eftir. Það var dá- lítið erfitt að sofa, dálítið vont. Ég óttaðist líka að marið væri komið til vegna þess að sinin hefði slitnað en svo var ekki. Ég þarf bara að fara til sjúkraþjálfara.“ Ekkert hjónaband er eilíf sæla Ég bið Örn um að segja mér meira frá konunni sinni. „Ég held að ég sé ástfanginn. Það segja allir að ástin þróist frá því að vera eldheit ást yfir í tryggðarást. Og ég held að við séum nokk- uð góð saman. Ég hef allavega ekki fundið þörf hjá mér fyrir að leita annað og held að ég muni ekki gera það. Ég er nokkuð sáttur við það sem ég hef. Auðvitað er ekkert hjónaband eilíf sæla. Oft gustar um en þá tek ég mið af þeim vindi sem blæs. Eitt sinn las ég viðtal við gamlan mann sem hafði verið giftur í sextíu ár og sagði þau hjón- in aldrei fara að sofa ósátt. Það var mér mikil hvatning til þess að leysa málin fyrir háttinn. Við ræðum það bara ef við erum ósátt. Flesta morgna eigum við líka góða stund saman þar sem við sitjum og ræðum saman. Ég tala við konuna mína og ég tala við börnin mín. Það er mikilvægt að gera það. Ég gef mér það líka að það séu engin vandamál, bara lausnir. Þannig er það í leikhúsinu. Hægt er að líkja hjóna- bandinu við leikhús, lífið er leikhús.“ Elti hana uppi Eiginkonunni kynntist hann fyrir 29 árum. „Mér fannst hún sæt og skemmtileg þannig að ég elti hana uppi þegar hún hvarf. Hún var á bláum Volkswagen með númeraplöt- unni 6908. Þá voru engir farsímar þannig að ég skrifaði henni miða sem ég setti undir rúðuþurrkuna: Hringdu í mig. Síðan setti ég niður númerið mitt, teiknaði mynd af Erni og skrifaði undir Ígúl.“ Fyrr um kvöldið höfðu þau hist á Óðali. Þetta var á þeim tíma sem Örn var enn í leiklistarskólanum og var að leika í leikriti um Jóhönnu af Örk, með pönnuklippingu eins og Prins Val- íant. „Það var mikill sláttur á mín- um. Það er oft mikill sláttur á leik- listarnemum. Ég segi ekki beint að ég hafi verið athyglissjúkur en áður en ég fór í leiklistarskólann gerði ég í því að draga að mér at- hygli og ég gerði það með ýms- um hætti. Eftir á að hyggja var ég að æfa mig í því að tækla svona aðstæður.“ Þóttist vera dauður „Einu sinni ákvað ég með félögum mínum að sjá hvað myndi ger- ast ef ég myndi þykjast vera dauður úti á götu. Þannig að þeir földu sig á meðan ég lagðist niður og þóttist vera dauður. Við getum kallað þetta opið leikhús. Einn bíll stoppaði, bílstjórinn sá að ég andaði og áttaði sig á því að þetta væri djók. Vinur minn ákvað að prófa líka og ég faldi mig á meðan hann lagðist á göt- una. En hann komst í helj- arinnar vandræði. Tíu bílar stoppuðu og allir héldu að hann væri látinn og urðu reið- ir þegar hann svo stóð upp og sagði: Djók.“ Enn í dag er enginn óhultur fyrir Erni. Stundum hringir hann í söngvara og þykist vera aldrað- ur maður á dánarbeðinum. „Ég spyr hvort það sé einhver séns að fá Framhald á næstu síðu „Einn sagði að það væri flokkur manna á leiðinni til að stúta mér og minni fjölskyldu. Af því að ég hefði gengið of langt í því að gera lítið úr kristinni trú. Örn Árnason „Hvað átti ég að að gera? Átti ég að ganga á dyr? Eða hugsa um eigin fjölskyldu?“ MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.