Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Síða 2
2 | Fréttir 24. janúar 2011 Mánudagur
Minningarsjóður Sonju Zorrilla
hefur á síðastliðnum árum selt í
kringum tuttugu listaverk hjá upp-
boðshöldurunum Christie's í New
York og Sotheby's fyrir tugi millj-
óna. Samkvæmt heimasíðu upp-
boðshaldarans Christie's var síð-
asta salan á verki eftir bandaríska
listamanninn Mark Tobey sem
seldist á 47.500 dollara, ríflega 6,5
milljónir króna, þann 13. nóvem-
ber 2008, rúmum mánuði eftir
bankahrunið á Íslandi. Sonja vildi
að minningarsjóðurinn yrði not-
aður til styrkveitinga í þágu mál-
efna tengdum börnum á Íslandi og
í Bandaríkjunum.
Fjárfestirinn Guðmundur Birg-
isson, sem yfirleitt er kenndur við
bæinn Núp í Ölfusi, er annar þeirra
sem var settur yfir minningarsjóð
Sonju þegar hann hún féll frá árið
2002. Guðmundur er frændi Sonju.
Hinn umsjónarmaðurinn er John
Ferguson, lögfræðingur Sonju í
Bandaríkjunum. Guðmundur var
úrskurðaður gjaldþrota í Héraðs-
dómi Suðurlands fyrir tæpum mán-
uði og skilur eftir hundruð milljóna
skuldir, ef ekki meira.
Dularfullur sjóður
Hvað varð um eignir minningar-
sjóðs Sonju Zorrilla er eitt af þess-
um málum í íslenskri þjóðfélags-
umræðu sem aldrei hefur fengist
neinn botn í þrátt fyrir fjölda til-
rauna fjölmiðlamanna til að svara
þeirri spurningu. Skrifaður hefur
verið fjöldi blaðagreina um sjóð-
inn, um hann hefur verið fjallað í
bók og gerður um hann fréttaskýr-
ingaþáttur í sjónvarpi. Hvorki Guð-
mundur né Ferguson hafa hins
vegar viljað veita upplýsingar um
bolmagn sjóðsins til styrkveitinga,
stofnfé hans eða ávöxtunarleiðir.
Svör við flestum spurningum sem
snerta sjóðinn, sem talið er að hafi
verið nokkur hundruð milljóna
virði eða jafnvel meira, eru því á
huldu enn sem komið er.
Tíðindin á heimasíðu Christie's
benda hins vegar til að minningar-
sjóðurinn hafi verið að selja eignir
og því séu fjármunir inni í honum.
Heimildarmenn DV segja að áætla
megi að Sonja hafi átt eignir upp á
um milljarð króna þegar hún lést.
Þar af var nokkur hundruð fermetra
íbúð á Park Avenue á Manhattan í
New York sem var seld eftir andlát
hennar fyrir nokkrar milljónir doll-
ara.
Eitt verk selt á rúmar
20 milljónir
Dýrasta listaverkið sem minningar-
sjóðurinn hefur selt, af þeim verk-
um sem DV hefur fundið út að hafi
verið seld, er stytta eftir venesú-
elsku skúlptúrlistakonuna Marisol
Escobar. Styttan var eitt af þekktari
listaverkum í eigu Sonju Zorrilla og
prýddi heimili hennar í New York
samkvæmt heimildum DV. Styttan
sést auk þess í sjónvarpsviðtali sem
var tekið við Sonju nokkru áður en
hún dó. Hún var því eitt af einkenn-
um Sonju ef svo má segja. Sú stytta
var seld á uppboði hjá Christie's í
New York í maí sumarið 2007 fyr-
ir 336 þúsund dollara eða nærri 22
milljónum króna. Verðmat verksins
var hins vegar á milli 80 og 120 þús-
und dollarar.
Verðið á verkunum fer allt frá
þessari upphæð og niður í kringum
100 dollara. Af heimasíðu Christie's
er ekki annað að sjá en að öll verk-
in sem boðin voru upp úr búi Sonju
hafi selst. Meðal annarra lista-
manna sem áttu verk í búi Sonju
voru Richard Anuszkiewicz, Sam
Francis og Joseph Lacasse. Verk-
in voru langflest boðin upp og seld
árið 2004, um tveimur árum eftir að
Sonja lést, en einhver þeirra síðar,
til að mynda verkið eftir Esco-
bar.
Söluhagnaðurinn til
barna
Á heimasíðu Christie's
eru listaverkin sem voru
í eigu minningarsjóðs
Sonju kynnt þannig að
upphoðshaldarinn hafi
verið mjög ánægður með
að geta boðið safn henn-
ar upp og að söluandvirði
verkanna ætti að renna
til þurfandi barna á Ís-
landi og í Bandaríkjun-
um. „Christie´s er ánægt
með að kynna safn Sonju
Zorrilla á listaverkum
frá tímabili eftir seinna
stríð. Hún var lífskúnst-
ner sem tók virkan þátt í
samkvæmislífinu og hélt
heimili á Manhattan, í
London, París sem og í
heimalandi sínu, Íslandi.
Heimili hennar voru
samkomustaðir fyrir vini
hennar, en meðal þeirra
voru Jacqueline Kenne-
dy Onassis og John Loeb.
Ást hennar á listum gerði
að verkum að hún keypti
myndir af virtum galleríum í New
York og London, auk þess sem hún
fékkst sjálf við myndlist. Ágóðinn
af sölunni mun renna inn í minn-
ingarsjóð hennar sem styrkir þurf-
andi börn í Íslandi og í Bandaríkj-
unum,“ segir í kynningunni um
safn Sonju.
Ekki er hins vegar vitað til þess
að þeim fjármunum sem fengust
fyrir umrædd verk hafi verið varið
í þetta málefni.
Stórfrétt í sjálfu sér
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing-
ur var vinur Sonju og deildu þau
ómældum áhuga á listum að sögn
Aðalsteins. Í viðtali við DV árið
2007 sagði Aðalsteinn að margir
vinir Sonju furðuðu sig á því hvað
hefði orðið um minningarsjóðinn.
Þá sagði Aðalsteinn: „Nú átti Sonja
glæsilegt safn listaverka með mörg-
um heimsþekktum listamönnum.
Samkvæmt erfðaskrá hennar átti
að selja verkin og andvirði þeirra
átti að renna í minningarsjóðinn til
styrktar börnum. Það er ekki bara
ég heldur fleiri sem velta því fyr-
ir sér hvað hafi orðið um auðæfi
hennar og sjóðinn. Það fást engar
skýringar á því.“
Eftir að þetta viðtal var tekið við
Aðalstein hefur hins vegar kom-
ið í ljós að listaverk Sonju hafi ver-
ið seld, eða að minnsta kosti hluti
þeirra. Aðalsteinn segir nú að hon-
Sjóður Sonju fékk tugi
milljóna fyrir listaverk
Vellauðugur heimsborgari
Sonja Wendel Benjamínsson de Zorrilla
varð vellauðug á lífsleið sinni og margir vina
hennar eru meðal ríkasta fólks veraldar.
Hún hafði yfirburðaþekkingu á alþjóðlegum
verðbréfamörkuðum og hagnaðist gífurlega
á slíkum viðskiptum.
Sonja átti í eldheitu ástarsambandi við
gríska skipakónginn Aristotle Onassis, sem
síðar giftist Jacqueline Kennedy, og gekk
síðar í hjónaband með Argentínumanninum
Alberto Zorrilla, myndarlegum ólympíu-
og heimsmethafa í sundi og hæfileikaríkum
tangódansara.
Sonja var sannur heimsborgari en síðustu
æviárin bjó hún á Seltjarnarnesinu þar sem
hún naut fjallasýnar. Hún lést í mars 2002
og lét eftir sig mikil auðæfi sem hún vildi að rynnu til hjálpar börnum.
Minningarsjóður hennar var stofnaður nokkru síðar með það meginhlutverk að styrkja
börn á Íslandi og í Bandaríkjunum til náms og heilsu. Með þessu móti vildi hún tryggja
að eigur hennar yrðu til góðs. Frá stofnun sjóðsins hefur verið hljótt yfir honum og fjöldi
viðmælenda DV undrast hvers vegna sjóðurinn, sem hafi það göfuga markmið að hjálpa
börnum, starfi í slíkri kyrrþey. Að minnsta kosti bólar enn ekkert á greiðslum úr honum og
litlar sem engar upplýsingar fást um úthlutanir. Nú er hins vegar ljóst að búið er að selja
listaverk sem voru í eigu Sonju og rann kaupverðið inn í sjóðinn.
n Um 20 af listaverkum Sonju Zorrilla seld hjá upp-
boðshaldara í New York n Vinur Sonju segir merki-
legt að verkin hafi verið seld n Söluverð verkanna
átti að renna til þurfandi barna samkvæmt kynningu
n Nánast ekkert vitað um minningarsjóð Sonju
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Þá hljóta menn að
spyrja sig nú: Hvar
eru peningarnir og hvern-
ig á að nota þá?
Stórfrétt Aðalsteinn segir að það sé
stórfrétt að búið sé að selja listaverk Sonju.
Hann spyr sig að því hvar peningarnir séu og
í hvað eigi að nota þá.
Tobey og Marisol Escobar Meðal þeirra verka
sem seld hafa verið frá minningarsjóðnum eru tvö
verk eftir bandaríska abstraktlistamanninn Mark
Tobey. Hér sést eitt af verkum hans. Styttan, sem var
seld út úr búinu árið 2007, er eftir listakonuna Marisol
Escobar. Rúmar 20 milljónir króna fengust fyrir verkið.