Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Page 14
Þrif eftir
eldsvoða
n Kona ein lét vita af góðri þjónustu
sem hún fékk hjá BG-þjónustunni.
Hún lenti í því að það kviknaði í hjá
henni og mikill reykur var í íbúðinni.
Tryggingafyrirtæki hennar kom og
mat skemmdirnar en sendi svo fólk
til að þrífa eftir eldsvoðann og
reykinn. „Þau komu nokkur
frá BG-þjónustunni og þrifu
allt hátt og lágt. Þau voru
ótrúlega fljót að þessu
og gerðu það sérstak-
lega vel. Ég var afar
ánægð með þessa þjón-
ustu,“ segir konan.
Jafnt súrsað
sem nýtt
Það er skemmtilegur og góður
íslenskur siður að borða súrmat á
þorranum. Margir fara á þorrablót
en á síðu Leiðbeiningarstöðvar
heimilanna segir að auðvelt sé að út-
búa sitt eigið þorrablót í heimahúsi.
Hugmynd að hráefni er til dæmis
blóðmör og lifrarpylsa, sviðasulta
og svínasulta og þetta skal vera jafnt
súrt sem nýtt. Súrsaðir hrútspungar
eru einnig vinsælir á þorrabakkann,
svo og lundabaggar og bringukollar.
Þó skal varast að láta þorramatinn
standa lengi við stofuhita eftir að
borðhaldi lýkur heldur kæla afganga
eins flótt og kostur er.
Lokar kl. 22.00
n Lastið að þessu sinni fær Skálinn
sem er bensínsjoppa og veitinga-
staður í Þorlákshöfn en bæjarbúi
segir að Skálinn hafi verið eina
sjoppan eða verslunin í Þorláks-
höfn sem var opin lengur en aðrar á
kvöldin. „Fyrir örfáum árum var þar
opið til 23.30 sem seinna var stytt í
22.30. Það var svo um áramótin síð-
ustu að ákveðið var að loka klukkan
22.00. Ég er mjög ósáttur
við þetta og vænti þess
að margir aðrir séu
það líka. Það er mjög
skrítið að geta ekki
stokkið út í sjoppu, ef
til vill eftir nauðsynjum, á
kvöldin í bæjarfélaginu.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
LOF&LAST
Glansandi hreint baðherbergi Oft getur
verið erfitt að fá vaska og baðkör eins hrein og við viljum og
líklegt er að flest okkar noti til þess ýmis hreinsiefni. Efni þessi
eru missterk og fara flest illa með náttúruna, sem við viljum
öll vernda. Heilsubankinn.is bendir á ágætisaðferð við að fá
baðherbergið glansandi hreint. Þar segir að gott ráðtil að láta
baðvaskinn glansa sé að dreifa einum desilítra af grófu salti í
vaskinn og nudda með hálfri sítrónu. Útkoman verður glansandi
hvítt postulín.
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 24. janúar 2011 Mánudagur
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 209,9 kr. Verð á lítra 212,9 kr.
Bensín Dísilolía
Verð á lítra 212,6 kr. Verð á lítra 213,1 kr.
Verð á lítra 213,6 kr. Verð á lítra 213,4 kr.
Verð á lítra 212,5 kr. Verð á lítra 213,0 kr.
Verð á lítra 212,6 kr. Verð á lítra 213,0 kr.
Verð á lítra 212,9 kr. Verð á lítra 213,4 kr.
Algengt verð
Almennt verð
Algengt verð
Akureyri
Melabraut
Algengt verð
n Þeir sem borða ekki þorramat ættu að endurskoða þá ákvörðun
n Gömul aðferð við að varðveita matvæli virðist auka næringargildi
þeirra n Súrsaður matur sogar upp næringarefni úr mysunni
Þorrinn er nú genginn í garð og margir
hugsa sér gott til glóðarinnar að gæða
sér á ljúffengum þorramatnum. Það
er hins vegar tiltölulega nýtilkomið að
litið sé á súrmat sem hátíðarmat sem
borðaður er á þorranum en hann var
hversdagsmatur til sveita nokkuð langt
fram á tuttugustu öld. Kjarni þorra-
matarins er því ekki annað en íslensk-
ur hversdagsmatur. Þetta kemur fram
á Vísindavef Háskóla Íslands en þar
segir einnig að stórveislur á þorra hafi
ekki þekkst fyrr en farið varið að leyfa
þorrablót opinberlega á veitingahús-
um, á síðasta fjórðungi tuttugustu ald-
ar. DV tekur hér saman helstu upplýs-
ingar um þorramat, vinnsluaðferðir og
hollustugildi.
Nýmeti með
Súrsun er gömul aðferð til að varðveita
matvæli og þar með auka geymsluþol
matvæla. Að sögn Ingvars Gíslason-
ar, markaðsstjóra Norðlenska, er all-
ur súrmatur lagður í súr frá tímabilinu
september til október en lengdin fer þó
eftir því hvaða vöru um er að ræða en
til súrmetis teljast hrútspungar, sviða-
sulta, lundabaggar, bringukollar, lifr-
arpylsa, blóðmör og súr hvalur. Þeir
sem treysta sér ekki í súrmetið geta
huggað sig við að ýmislegt nýmeti fæst
sem einnig telst til þorramatar. Þar má
nefna hefðbundið hangikjöt, saltkjöt,
magál ásamt nýrri sviða- og grísasultu.
Eins eru fleiri matvæli tilheyrandi svo
sem harðfiskur, hákarl, rófustappa og
brauðmeti.
Hollusta súrmatar
„Það sem er áhugavert við súrsunina er
að það koma næringarefni úr mysunni
yfir í kjötmetið,“ segir Ólafur Reykdal,
verkefnastjóri hjá MATÍS en hann og
Ólafur Þór Hilmarsson skrifuðu grein
sem birtist í Bændablaðinu fyrir rétt
tæpu ári. Þar ræddu þeir um hollustu
og næringargildi súrmatar. Ólafur segir
í samtali við DV að mysa sé lykilatriðið
þegar kemur að vinnsluaðferð súrsun-
ar. Ekki fáist gott bragð af súrmatnum
nema mysa sé notuð og ekki sé hægt að
stytta sér leið með því að nota ediksýru
því þá verði bragðið einfaldlega ekki
eins og fólk er vant af þorramat.
Næringarefni úr mysu í kjötið
Ólafur segir þrjár ástæður fyrir því að
telja megi þorramat hollan. Í fyrsta lagi
gerist það við súrsun að kalk streym-
ir úr mysunni yfir í kjötið sem er að
mestu leyti kalklaust fyrir. Í öðru lagi
er það einnig B vítamín sem fer úr
mysunni í kjötið og nefnir hann þar til
dæmis B2-vítamín sem gefur mysunni
gula litinn. Í þriðja lagi fer salt úr kjöt-
inu í mysuna. „Kjötvörur eru oft saltað-
ar og það sem gerist þegar salt kjöt er
lagt í mysu er að þá streymir natríum
úr kjötinu yfir í mysuna svo að súrmat-
urinn verður minna saltur en hann var
upphaflega,“ segir hann.
Hrútspungar lágir í fitu
Hann segir þessa þrjá þætti í rauninni
auka hollustu súrmatar en hann sé
vissulega mismunandi í samsetningu.
Það sé aðallega fitan sem getur verið
mismunandi og það sé umhugsunar-
efni fyrir þá sem þurfa á passa sig á fitu.
„Fitan í kjötinu breytist ekki við súrs-
un. Hún hvorki leysist upp né breytist
á nokkurn hátt heldur situr föst á sín-
um stað,“ bætir hann við. Aðspurður
segir Ólafur að ekki sé hægt að flokka
þorramat eftir hollustu nema kannski
eftir fitumagni og nefnir að hrútspung-
ar séu til dæmis lágir í fitu. Eins seg-
ir hann að nefna megi að blóðmör sé
ríkur af járni og lifrarpylsan sé auðug af
næringarefnum úr lambalifur.
Kæsingin er kjötinu til bóta
Þegar hákarl er verkaður er talað um
kæsingu en þá er hákarlinn geymd-
ur við góðar aðstæður og þá brotn-
ar niður ákveðið köfnunarefna-
samband. „Þegar efnasambandið
brotnar niður verður til þetta sterka
bragð og lykt. Efnin sátu fyrir í holdi
hákarlsins og niðurbrot þeirra því
til bóta,“ segir Ólafur og einnig að
kæstur hákarl sé ágætis vara. Fitu-
innihaldið sé nokkuð hátt en þar
sem fólk borði hann ekki í miklu
mæli komi það ekki að sök. Að auki
sé þetta ómettuð fita sem er gott.
Súrsun eykur
hollustu
DV fór í nokkrar búðir og tók saman verð á þorramat en tekið skal fram að um óformlega
könnun var að ræða og einungis skoðað verð á þeim vörum sem til voru hverju sinni. Auk þess
voru skoðuð verð hjá nokkrum veisluþjónustum.
Vöruflokkar Goði Bónus Kostur SS Nóatún
Hrútspungar, 1 kg 2.948 kr. 2.498 kr. 2.998 kr. - -
Lundabaggar, 1 kg 1.998 kr. - - - -
Sviðasulta, 1 kg 2.798 kr. 1.998 kr. 2.399 kr. 2.248 kr. -
Bringur, 1 kg 1.448 kr. - - - -
Lifrarpylsa, 1 kg 1.598 kr. - - - -
Blóðmör, 1 kg 1.598 kr. - - 1.278 kr. -
Grísasulta ný, 1 kg 1.414 kr. - - - -
Súrmatur í fötu, 1 kg 2.398 kr. - - 2.398 kr. -
Þorrapakki, 800 g - - - - 1.998 kr.
Þorrapakki, 500 g 1.598 kr. - - - -
Verðkönnun á þorramat
Innihald í 100 grömmum af ætum hluta
Súrsaðar afurðir Orka Prótein Fita B2-vítamín Járn
kaloríur grömm grömm milligrömm milligrömm
Bringukollar 400 14 38 - 1
Blóðmör 330 8 27 0,2 13
Hrútspungar 110 19 3 - 1
Lifrarpylsa 230 8 14 0,9 4
Lundabaggar 340 17 30 - 1
Sviðasulta 100 13 5 0,2 1
(SÚRMATUR-HOLLUSTA OG MÖGULEIKAR, BÆNDABLAÐIÐ 11. FEBRÚAR 2010)
Næringargildi súrmatarGunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
„Ekki fáist gott bragð af súr-
matnum nema mysa sé
notuð og ekki sé hægt að stytta
sér leið með því að nota ediksýru.
Sagan skemmtileg
en maturinn vondur
Mér finnst per-
sónulega ekki neitt
svakalega gaman
að borða þorramat
því mér finnst hann
bæði vondur og
ljótur matur. Sagan á
bak við hann er hins
vegar skemmtileg svo segja má að hún
sé skemmtilegri en maturinn sjálfur,“
segir Sigurður L. Hall matreiðslumeistari
aðspurður um þorramatinn.
Þorrablót
Landsmenn
flykkjast á
þorrablót til
að borða súran
mat og kæstan
hákarl.