Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Qupperneq 22
22 | Úttekt 24. janúar 2011 Mánudagur
Þ
eir eru ófáir valdamiklu
mennirnir sem hafa safnast til
feðra sinna með vofeiflegum
hætti og má með sanni segja
að völdin sem þeir kannski þráðu og
öðluðust hafi kostað þá lífið.
Forsetar og stjórnmálamenn víða
um lönd hafa gjarna verið eftirsókn-
arverð skotmörk manna sem ekki
hafa gengið heilir til skógar andlega,
öfgahópa og þeirra sem hafa verið á
öndverðum meiði við gildi og skoð-
anir þeirra.
Nýjasta dæmið um slíkt átti sér
stað 8. janúar í Arizona í Banda-
ríkjunum þegar bandarísku þing-
konunni Gabrielle Giffords var sýnt
banatilræði. Áhöld eru um hvað
það var sem rak tilræðismanninn,
Jared Lee Loughner, til verksins,
sem kostaði sex manns lífið, en at-
vikið beindi sjónum fólks að stjórn-
málaumræðunni í Bandaríkjunum
sem margir telja orðna helst til öfga-
kennda. Gab rielle Giffords lifði til-
ræðið af.
John F. myrtur
Einn frægasti valdamaður sem féll
fyrir hendi launmorðingja var án efa
John F. Kennedy, forseti Bandaríkj-
anna. Kennedy var ráðinn af dögum
í Dallas í Texas 22. nóvember 1963
en þar var hann í þeim erindagjörð-
um að lægja öldurnar í samskipt-
um tveggja andstæðra fylkinga inn-
an demókrataflokksins. Kennedy var
skotinn í bakið og höfuðið og var úr-
skurðaður látinn klukkan eitt eftir há-
degi, réttum hálftíma eftir tilræðið.
Mikil dulúð hefur ávallt umleikið
dauða Kennedys og lítill skortur er á
samsæriskenningum sem hafa ver-
ið reifaðar í bókum, kvikmyndum og
fleiru.
Lee Harvey Oswald sem var hand-
tekinn fyrir morðið og síðar ákærður
lýsti sig saklausan af því og fullyrti að
hann væri blóraböggull. Ekki gafst
tækifæri til að rétta yfir Oswald því
tveimur dögum síðar var hann liðið
lík. Hann var ráðinn af dögum af Jack
Ruby sem var ákærður fyrir morð-
ið á honum og sakfelldur. Jack Ruby
áfrýjaði dómnum og dó úr krabba-
meini á meðan hann beið nýrra rétt-
arhalda. John F. Kennedy var yngstur
þeirra Bandaríkjaforseta sem ráðnir
hafa verið af dögum.
Myrtur af
bókstafstrúarmönnum
Anwar Sadat, þriðji forseti Egypta-
lands, var myrtur af bókstafstrúar-
mönnum 6. október 1981. Anwar
Sadat hafði tilheyrt hópi sem steypti
af stóli ætt Muhammads Alis í Eg-
ypsku byltingunni árið 1952 og var
náinn Gamal Abder Nasser forseta
og tók síðar við embætti af honum.
Þannig var mál með vexti að síð-
ustu ár Sadats í forsetastóli ein-
kenndust af ólgu og háværum ásök-
unum um spillingu innan vébanda
fjölskyldu Sadats.
Einnig hafði hann bakað sér
óvild íslamista vegna samkomu-
lags sem hann hafði gert við Ísraels-
menn varðandi Sínaískagann.
Egypsk yfirvöld höfðu, í febrú-
ar 1981, fengið veður af yfirvof-
andi aðgerðum samtaka sem köll-
uðu sig El-Jihad og í september
sama ár fyrirskipaði Sadat handtöku
1.500 manna og kenndi í þeim hópi
margra grasa. En yfirvöld höfðu ekki
erindi sem erfiði því að sá sem ráð-
inn hafði verið til að ráða Sadat af
dögum slapp fyrir horn.
Um mánuði síðar var haldin sig-
urhátíð í Kaíró til að fagna afrekum
Egypta í Yom Kippur-stríðinu 1973.
Ekkert virtist skorta á öryggi Anwars
Sadats; herþotur flugu yfir mann-
fjöldanum og hertrukk hafði verið
lagt beint fyrir framan forsetastúk-
una, en allt kom fyrir ekki.
Sadat stóð í stúkunni til að með-
taka hylli fjöldans þegar tilræðis-
maðurinn, Khalid Islambouli, liðs-
foringi í egypska hernum, en einnig
meðlimur íslamskrar sellu innan
vébanda hersins, steig fram og kast-
aði þremur handsprengjum að Sad-
at. Aðeins ein sprengjan sprakk, en
félagar Islamboulis höfðu hreiðrað
um sig í hertrukknum og létu kúlun-
um rigna yfir Sadat.
Árásin stóð yfir í tvær mínútur
og þegar upp var staðið lágu ell-
efu manns í valnum, þeirra á með-
al sendiherra Kúbu. Á meðal þeirra
sem særðust var varnarmálaráð-
herra Írlands, James Tully.
Árásin kom öryggissveitum í
opna skjöldu en innan skamms
náðu þær tökum á ástandinu. Tveir
tilræðismannanna féllu og hinir
voru handteknir. Islambouli var síð-
ar ákærður og sakfelldur. Hann var
tekinn af lífi í apríl 1982.
Benazir Bhutto
Það var skammgóður vermir fyrir
Benazir Bhutto, forsætisráðherra
Pakistan, þegar hún snéri heim frá
Dúbaí, eftir hartnær tíu ára sjálf-
skipaða útlegð. Benazir Bhutto
hafði í tvígang verið skipuð forsæt-
isráðherra í Pakistan, 1988 í tuttugu
mánuði og frá 1993–1996, en í bæði
skiptin gert að víkja vegna meintrar
spillingar.
Þann 18. október 2007 snéri Ben-
azir heim eftir að hafa náð sam-
komulagi við Pervez Musharraf, for-
seta Pakistan, um að henni yrði veitt
friðhelgi og allar ákærur á hendur
henni yrðu felldar niður. Hún var
helsti frambjóðandi stjórnarand-
stöðunnar í þingkosningum 2008 og
var ráðin af dögum 27. desember,
tveimur vikum fyrir kosningarn-
ar, þegar hún yfirgaf kosningafund
PPP-flokksins í Rawalpindi, en þar
hafði hún blásið stuðningsmönnum
flokksins baráttu í brjóst með eld-
heitri ræðu.
Til að geta veifað stuðnings-
mönnum sínum ákvað Benazir að
standa í topplúgu brynvarinnar bif-
reiðar sinnar. Fyrr en varði var skot-
hríð beint að henni og í sömu andrá
voru sprengjur sprengdar með þeim
afleiðingum að um tuttugu manns
féllu. Benazir særðist alvarlega og
var drifin með hasti á sjúkrahús, en
var úrskurðuð látin klukkan rúm-
lega sex um kvöldið.
Einhver áhöld voru um dánar-
orsök Benazir Bhutto en innan-
ríkisráðherra Pakistan lýsti því yfir
að hún hefði látist vegna höfuð-
áverka sem hún hlaut þegar högg-
bylgja vegna sprenginganna varð
þess valdandi að höfuð hennar skall
harka lega í topplúgubríkina.
Áður hafði talsmaður sjúkra-
hússins lýst því yfir að Benazir hefði
fengið sprengjubrot í höfuðið og
þau hefðu dregið hana til dauða.
Háttsettur yfirmaður al-Kaída,
Mustafa Abu al-Yazid, lýsti yfir
ábyrgð á tilræðinu og sagði að Ben-
azir Bhutto hefði verið „dýrmætasta
eign Bandaríkjanna“.
„Ekki deyja, elskan“
Vafalítið hafa fá launmorð verið jafn
afdrifarík og morðið á austurríska
erkihertoganum, og krónprinsi keis-
aradæmisins Austurríkis-Ungverja-
lands, Franz Ferdinand, í júní 1914.
Franz Ferdinand var talsmaður
aukinnar sjálfstjórnar allra þjóð-
arbrota innan keisaradæmisins og
þess að unnið yrði að bættum hag
þeirra. Einnig mæltist hann til þess
að stigið yrði varlega til jarðar gagn-
vart Serbíu og varaði við því að feil-
spor í samskiptum við Serba gæti
reitt rússneska björninn til reiði sem
myndi færa ógæfu yfir keisaradæm-
ið.
Afstaða Franz olli því að oftar
en einu sinni lenti hann í átökum
við Francis Conrad von Hötzen dorf
greifa, sem var yfir starfsmanna-
haldi hers keisaradæmisins og ku
hafa mælt með stríði gegn Serbum
strax árið 1906 og nánast linnulaust
þaðan í frá til ársins 1914.
Sunnudaginn 28. júní 1914 sóttu
Franz og Sophie, kona hans, Sara-
jevo í Bosníu og Hersegóvínu heim.
Þar sem þau óku um göturnar í
grandaleysi var skyndilega kastað að
þeim handsprengju. Bílstjóra hjón-
anna tókst að forðast sprengjuna
sem sprakk drjúgan spöl fyrir aft-
an bifreið þeirra. Tilræðismaður-
inn, Gavrilo Princip 19 ára meðlim-
ur byltingarhreyfingarinnar Svarta
höndin sem samanstóð að mestu af
Serbum, varð frá að hverfa án þess
að hafa tekist ætlunarverk sitt.
Síðar um daginn átti heldur betur
eftir að hlaupa á snærið hjá Princip
því þegar hjónin voru á leið til dval-
arstaðar síns eftir að hafa farið í
heimsókn á spítala gerði bílstjórinn
þau mistök að aka inn í ranga götu.
Þar kom Princip auga á bráð sína á
ný og beið ekki boðanna. Á meðan
bílstjórinn var önnum kafinn við
að snúa bifreiðinni náði Princip að
skjóta Sophie í kviðinn og Franz í
hóstarbláæðina. Lokaorð sín sagði
Franz við konu sína: „Ekki deyja,
elskan. Lifðu barnanna vegna.“ En
Sophie varð samferða manni sínum
í dauðann.
Í kjölfar morðsins lýsti keisara-
dæmið yfir stríði á hendur Serbíu
sem leiddi til þess að þjóðir hlið-
hollar Serbum, og bandalagsþjóðir
Austurríkis-Ungverjalands lýstu yfir
stríði á hendur hver annarri og fyrri
heimsstyrjöldin varð staðreynd.
Maður friðar felldur
Þó að Mahatma Gandhi, Mohand-
as Karamchand Gandhi, hafi ver-
ið stjórnmálamaður er hans gjarna
fyrst og fremst minnst sem manns
friðar og fyrirgefningar. Hann var
einn helsti stjórnmálaleiðtogi og
hugmyndasmiður Indlands þegar
landið barðist fyrir sjálfstæði. Hann
var einlægur andstæðingur ofbeldis
og talið er að viðhorf hans og heim-
speki þar að lútandi hafi dregið
þungt hlass í frelsisbaráttu Indverja
og orðið innblástur fjölda friðar- og
mannréttindahreyfinga víðs vegar
um heiminn.
Á meðal þeirra aðferða sem
hann mælti með í baráttunni gegn
harðstjórn var friðsamleg borgara-
leg óhlýðni sem hann sjálfur beitti
í Suður-Afríku eftir að honum var
fleygt úr lest eftir að hafa neitað
að færa sig af fyrsta farrými á það
þriðja, þrátt fyrir að vera með gildan
fyrsta farrýmis miða. Eftir að hann
n Valdamiklir einstaklingar verða gjarna skotmark öfga- eða öfundar-
manna n Ófáir Bandaríkjaforsetar hafa orðið skotspónn launmorðingja
n Völd og frægð eru oft ávísun á skyndilegan og óeðlilegan dauðdaga
VÖLD OG VOVEIFLEGUR DAUÐDAGI
„Lokaorð sín sagði
Franz við konu
sína: „Ekki deyja elskan.
Lifðu barnanna vegna.“
En Sophie var samferða
manni sínum í dauðann.
Abraham Lincoln
14. apríl 1865
Banamaður
John Wilkes Booth
James A. Garfield
2. júlí 1881
Banamaður
Charles J. Guiteau
William McKinley
6. september 1901
Banamaður
Leon Czolgosz
John F. Kennedy
22. nóvember 1963
Banamaður
Lee Harvey Oswald
Myrtir Bandaríkjaforsetar Misheppnuð tilræði
Andrew Jackson
30. janúar 1835
Tilræðismaður:
Richard Lawrence
Theodore Roosevelt
13. október 1912
Tilræðismaður:
John F. Schrank
Franklin D. Roosevelt
15. febrúar 1933
Tilræðismaður:
Giuseppe Zangara
Harry S. Truman
1. nóvember 1950
Tilræðismenn: Oscar Collazo og
Griselio Torresola
Richard Nixon
22. febrúar 1974
Tilræðismaður: Samuel Byck
Gerald Ford
5. september 1975
Tilræðismaður: Lynette Fromme
22. september 1975
Tilræðismaður: Sara Jane Moore
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar
Benazir Bhutto var ráðinn bani skömmu
eftir heimkomuna til Pakistan.
Gabrielle Giffords Misheppnað bana-
tilræði við hana vakti upp harða umræðu í
Bandaríkjunum.