Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2011, Page 23
Úttekt | 23Mánudagur 24. janúar 2011
VÖLD OG VOVEIFLEGUR DAUÐDAGI
snéri heim til Indlands árið 1915
skipulagði hann mótmæli bænda
og verkamanna vegna hárra jarða-
skatta og mismununar.
Þann 30. janúar 1948 var Gandhi
skotinn til bana þegar hann gekk
að ræðupúlti þar sem hann hugð-
ist ávarpa bænasamkundu. Til-
ræðismaðurinn, Nathuram Godse,
var þjóðernissinnaður hindúi með
tengsl við Hindu Mahasabha, öfga-
kenndan stjórnmálaflokk. Godse
áleit Gandhi ábyrgan fyrir linkind
Indlands gagnvart Pakistan.
Nathuram Godse var ekki einn
að verki og réttað var yfir honum
og samverkamanni hans, Narayan
Apte, þeir sakfelldir og teknir af lífi
15. nóvember 1949.
Á minnismerki Gandhis í Nýju-
Delí getur að líta orðin He Ram, Ó
Guð, sem margir trúa að hafi verið
hinstu orð Gandhis þegar hann var
skotinn, en áhöld eru um hvort sú
trú eigi við rök að styðjast.
Ódrepandi skratti
Einn er sá þjóðarleiðtogi sem ekki
tókst að koma fyrir kattarnef þó
að fjöldi tilrauna til þess sé sagð-
ur hlaupa á hundruðum, og það er
Fidel Castro, fyrrverandi leiðtogi
Kúbu. Castro var lengi vel banda-
rískum stjórnvöldum óþægur ljár
í þúfu og að mati lífvarðar hans til
Ronald Reagan
30. mars 1981
Tilræðismaður:
John Hinckley
George H. W. Bush
13. apríl 1993
Tilræðismenn:
16 ónafngreindir menn
Bill Clinton
12. september 1994
Tilræðismaður:
Francisco Martin Duran
George W. Bush
7. febrúar 2001
Tilræðismaður:
Robert Pickett
ORÐRÓMUR UM
BANATILRÆÐI Zachary Taylor
4. júlí 1850
Warren G.
Harding
2. ágúst 1923
langs tíma, Fabians Escalante, voru
tilræði við Castro af hálfu CIA, leyni-
þjónustu Bandaríkjanna, hvorki
fleiri né færri en 638.
Margar tilraunanna voru líkt og
fengnar úr njósnareyfurum; vind-
ill hlaðinn sprengiefni, eiturroðinn
köfunarbúningur og aftaka að hætti
mafíunnar.
Marita Lorenz, fyrrverandi ást-
mey Castros, gerði eina tilraun-
anna eftir að hafa gert samkomulag
við bandarísku leyniþjónustuna og
reyndi að smygla eitri í krukku með
húðkremi inn á herbergi hans. Þegar
Castro komst að því setti hann Ma-
ritu afarkosti, rétti henni skamm-
byssu og sagði henni að bana hon-
um, en henni féllust hendur.
Fidel Castro sagði einhverju
sinni, með skírskotun til tilrauna til
að ráða hann af lífi: „Ef það að lifa
af banatilræði væri ólympíugrein,
myndi ég vinna til gullverðlauna.“
Heltekinn af Jodie Foster
Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti,
komst ekki í gegnum embættistíð
sína án þess að honum væri sýnt
banatilræði. Tilræðismaðurinn
heitir John W. Hinckley, yngri, (svo
því sé haldið til haga) og ku ekki
hafa verið neitt sérstaklega í nöp við
forsetann.
Hinckley var hins vegar heltek-
inn af bandarísku leikkonunni Jod-
ie Foster eftir að hafa horft síend-
urtekið á bíómyndina Taxi Driver.
Jodie Foster lék í myndinni tólf ára
vændiskonu og Robert De Niro lék
Travis Bickle, andlega vanheilan
mann, sem bruggaði forsetafram-
bjóðanda launráð.
Slík var árátta Hinckleys gagn-
vart Jodie Foster að hann flutti
tímabundið á slóðir hennar, sat um
hana, laumaði ljóðum undir hurð
heimilis hennar og hringdi ítrek-
að í hana. En hvorki gekk né rak í
viðleitni hans til að stofna til inni-
haldsríks sambands við hana, og
skyldi engan undra.
Hinckley sá að hér dygðu eng-
in vettlingatök og að mikið skyldi
til mikils vinna. Flugrán, hugsaði
Hinckley, myndi sannarlega vekja
athygli hennar og sjálfsmorð að
henni ásjáandi gæti ekki farið fram
hjá henni.
En að lokum ákvað hann að
morð á forseta Bandaríkjanna
myndi gera hann að jafningja Jodie í
sögulegu samhengi. Með launmorð
í huga tók Hinckley að elta Jimmy
Carter, þáverandi forseta Banda-
ríkjanna, úr fylki í fylki, en afrekaði
ekkert annað en að vera handtekinn
í Nash ville vegna ólöglegs vopna-
burðar. Í kjölfarið snéri hann heim
á leið, slyppur og snauður, og und-
irgekkst meðferð vefna þunglyndis.
En myndin af Jodie Foster hafði
ekki fölnað og árið 1981 var Hinck-
ley kominn með nýtt skotmark,
nýkjörinn forseta Bandaríkjanna,
Ronald Reagan.
Áður en Hinckley lét til skarar
skríða skrifaði hann orðsendingu til
Jodie og sagðist „…ekki getað beð-
ið lengur með að vekja hrifningu
hennar.“
Þann 30. mars 1981 skaut Hinck-
ley sex skotum að Ronald Reagan
þegar hann yfirgaf Hil ton-hótelið
í Washington D.C. Þrír urðu fyrir
skotum auk Ronalds Reagans, og
lifðu allir banatilræðið af.
„Flugrán, hugsaði
Hinckley, myndi
sannarlega vekja athygli
hennar og sjálfsmorð að
henni ásjáandi gæti ekki
farið fram hjá henni.
Ronald Reagan slapp fyrir horn Tilræðismaðurinn vildi hrífa leikkonuna Jodie
Foster með forsetamorði.
Síðustu andartök forseta
Fjöldi kenninga um morðið á
John F. Kennedy lifir góðu lífi.