Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Page 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 2. febrúar 2011 Hundruð mótmæltu niðurskurði til tónlistarskóla: Púað á Jón Gnarr Nokkur hundruð manns mót- mæltu yfirvofandi niðurskurði til tónlistarmenntunar í Reykjavíkur- borg á þriðjudag. Mótmælendurnir gengu í fylkingu frá Söngskólanum í Reykjavík við Snorrabraut og niður að Ráðhúsinu í Reykjavík. Þar bætt- ust enn fleiri mótmælendur í hóp- inn og var krafan að niðurskurður- inn yrði mildaður eða hætt við hann með öllu. Jón Gnarr borgarstjóri ávarpaði mótmælendur en mikið var baulað og púað á hann. Hann sagði að ekki stæði til að hindra það að börn gætu stundað tónlistarnám en mót- mælendur benda meðal annars á að tónlistarnám, eins og klassískt söngnám, sé til dæmis ekki hægt að stunda á barnsaldri. Niðurskurð- urinn mun taka gildi þegar núgild- andi þjónustusamningar renna út og samsvarar 30 til 40 prósenta skerð- ingu á framlagi til tónlistarskólanna. Jón sagðist vilja leysa málið eins far- sællega og hægt væri. Jón vísaði til þess að samninga- viðræður stæðu yfir við ríkið um að taka yfir niðurgreiðslu tónlistar- náms, en útgangspunktur þeirra samninga er mjög umdeildur. Náist samningar mun ríkið niðurgreiða tónlistarnám 16 til 24 ára nemenda á mið- og framhaldsstigi sem einnig stunda nám í framhaldsskólum. Jóhann Kristinsson, 22 ára söng- nemi, sagði í samtali við DV á mánu- dag að mótmælin væru gríðarlega mikilvæg. „Þessi mótmæli eru mikil- væg því það er menningarslys í upp- siglingu,“ sagði hann og margir virð- ast hafa verið sammála honum ef marka má þann fjölda sem mætti á mótmælin. Viðbúið er að kostnaður við glugga- þvott á Hörpunni verði einn og sér á bilinu 10 til 28 milljónir króna á ári. Á sama tíma og fyrirséð er að verja þurfi tugum milljóna á ári í að halda gluggum tónlistarhússins hreinum er harkalegur niðurskurður boðaður í tónlistarnámi. Alls á að skera fram- lög til tónlistarskóla niður um 140 milljónir króna á ári. Tónlistar og ráðstefnuhúsið Harpa sem nú rís við gömlu höfn- ina í Reykjavík er með stærstu gler- klæðningu nokkurrar byggingar á Íslandi. Húsið stendur við sjóinn og búast má við því að sjávarselta og annar skítur á glerklæðningu húss- ins eigi eftir að vera veita glugga- þvottamönnum næg verkefni til framtíðar. Glerhjúpurinn er hann- aður af Ólafi Elíassyni listamanni í samvinnu við arkitektastofurnar Teiknistofa Henning Larsen og Batt- eríið arkitektar. Suðurhlið hússins sem snýr frá sjónum verður sam- sett úr 823 einingum af sexhyrndum glersteinum en heildarflötur gler- hjúpsins verður 2.500 fermetrar. Ekki til áætlun Samkvæmt heimildum DV hefur kostnaður við gluggaþvott þessara 2.500 fermetra glerhjúps ekki ver- ið áætlaður. Leita á til nokkurra að- ila sem bjóða upp á gluggaþvotta- þjónustu og verða þeir beðnir að gera tilboð í þvott á húsinu. Ekki verður neitt gefið upp um áætl- aðan heildarkostnað þrifa, innan sem utan, á Hörpu fyrr en útboði fyrir þrif er lokið. Gluggaþvottur- inn er inni í þeim tölum og hefur ekki verið skilgreindur sérstaklega. Augljóst er hins vegar að kostnað- urinn muni hlaupa á milljónum króna ef á annað borð á að þrífa húsið reglulega. Samkvæmt upplýsingum DV þyrfti að þrífa húsið minnst mán- aðarlega yfir vetrartímann til að það væri nokkuð hreint. Kostnað- urinn við hvert skipti gæti hlaupið á milljónum króna, það er þó ekki staðfest tala en engin sambærileg- ir glugga– eða glerfletir eru á öðr- um íslenskum húsum. Ef húsið væri þrifið mánaðarlega níu mán- uði ársins, það er yfir vetrartímann, og einu sinni yfir sumartímann má reikna með kostnaði við þrif á gler- fleti hússins upp á 10 til 28 milljón- ir króna. Ríkisrekið fyrirbæri Rekstrarkostnaður Hörpu er að mestu greiddur af ríkinu í gegnum húsaleigu fyrir Íslensku óperuna og Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem koma til með að hafa aðsetur í hús- inu. Þess utan er rekstrarkostnað- ur hússins greiddur með tekjum af annarri útleigu í tengslum við ráð- stefnur og aðra viðburði. Harpa er í meirihlutaeigu íslenska ríkisins en Reykjavíkurborg á 46 prósenta hlut í fasteignafélaginu Portus sem á og rekur Hörpu. Engir aðrir fjárfest- ar eru á bak við tónlistarhúsið. Ef Harpa stendur ekki undir sér mun það því lenda á skattgreiðendum, þá helst Reykvíkingum, að borga brúsann. n Tugmilljóna króna kostnaður við að þvo glugga n Sjávar- selta og skítur munu veita gluggaþvottamönnum næg verk- efni n Harkalegur niðurskurður í söngnámi á sama tíma UM 28 MILLJÓNIR Í GLUGGAÞVOTT „Samkvæmt upplýsingum DV þyrfti að þrífa húsið minnst mánaðarlega yfir vetrartímann til að það væri nokkuð hreint. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Glerhýsi Milljónir munu fara árlega í þrífa 2500 fermetra glerflöt byggingarinnar. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Fjölmennt Mörg hundruð manns mótmæltu niðurskurði til tónlistarskóla í Reykjavík á þriðjudag. MYND RÓBERT REYNISSON „Verulegur annmarki“ á ákvörðun Hæstaréttar Hvar eru sannanir? Reynir telur að lesa eigi texta Hæsta- réttar um kjörseðlana sem fjórar rök- hendur: 1) „Oft“ eru færðir listar yfir nöfn kjósenda í þeirri röð sem þeir greiða atkvæði. 2) „Auðvelt“ er að færa „upplýsingar“ um kjósendur inn á þessa lista. 3) Þar af leiðandi má rekja kjörseðla til kjósenda og 4) Ef rekja má kjörseðil til kjósanda, þá er kosning ekki leynileg. Þetta seg- ir Reynir að hljóti að vera sú ályktun sem Hæstiréttur vilji draga. Reynir segir að ekkert af þessu standist. Kærendur nefni engin dæmi. „Vitneskja“ Þorgríms Þor- grímssonar kæranda virðist byggð á sögusögnum en ekki reynslu. „Við vitum ekki heldur hvaða reynsla býr að baki þeim orðum Hæstaréttar að „alkunna“ sé að slíkir listar hafi „oft“ verið færðir. En til að sýna fram á að kosningarnar til stjórnlagaþings hafi ekki verið leynilegar vegna þeirra ástæðna sem hér eru taldar nægir ekki að þekkja slíkar sögusagnir um ótilteknar kosningar; það dugar ekki heldur að hafa sönnur á að slíkir list- ar hafi einhvern tíma verið færðir í einhverjum kosningum; og það dug- ar meira að segja ekki að slíkir listar hafi verið færðir í einhverjum kjör- deildum í þessum kosningum; það verður að vita fyrir víst að listarn- ir hafi verið færðir og séu til eða hafi verið til á talningardegi eða síðar; að öðrum kosti gengur röksemdafærsl- an ekki upp. Engar sannanir um slíkt eru til, og satt að segja virðist ólíklegt að sanna megi tilvist slíkra lista, jafn- vel þótt þeir væru til, en allralíkegast er þó að það séu þeir alls ekki,“ segir Reynir. Hægt að svíkja með samsæri Um lið 2 í röksemdafærslu Hæstarétt- ar segir Reynir meðal annars að sýna yrði fram á samsæri kjörstjórnar- manna og einbeittan brotavilja þeirra til að komast að því hvernig fólk kýs í viðkomandi kjördeild með því að skrifa upp sex stafa tölu af strikamerki á bakhlið kjörseðils. Nánast ómögu- legt sé að skrá upplýsingar nema með samsæri allra innan kjördeildar. „Sá sem hefur listann og vill kom- ast að hvernig þeir sem á listanum eru greiddu atkvæði verður einn- ig að hafa aðgang að kjörseðlunum,“ segir Reynir og útilokar að hægt hafi verið að rekja kjörseðla til kjósenda í anda þriðju rökhendunnar. „Ímynd- aði rétturinn sér að einhver úr sam- særi kjörstjórnarmanna gæti komið með ólöglega listann sinn og grams- að í meira en 83 þúsund kjörseðlum meðan talning fór fram með það fyr- ir augum að finna einhverja af þeim sex stafa tölum á strikamerkjum kjör- seðlanna sem passa við tölurnar við nöfnin á listanum hans og skrá síðan hjá sér tölur frambjóðendanna sem viðkomandi kaus?“ Verulegur annmarki Hæstaréttar Ofan á allt annað telur Reynir að jafn- vel þótt rekja megi kjörseðil til kjós- anda geti kosning engu að síður verið leynileg. Sami aðili þurfi samtímis að hafa aðgang að listum með auðkenn- ismerkjunum og sjálfum kjörseðlun- um ef takast megi að rjúfa leyndina. „Þótt báðar tegundir af gögnum séu einhvers staðar til, þannig að fræðilega séð megi rekja saman kjörseðla og kjósendur, getur það verið ógerlegt í reynd, því að ómögu- legt getur verið að komast að báðum tegundum gagna samtímis. Á Bret- landi eru kjörseðlar ævinlega merkt- ir auðkennismerkjum og haldinn er listi yfir hvaða kjósendur hafa hvaða auðkennismerki. Samt eru kosn- ingarnar þar í landi venjulega tald- ar leynilegar. Það er vegna þess að listarnir og kjörseðlarnir eru hafðir undir lás og slá og engin leið er að nálgast þá nema fyrir sérstaka kosn- ingadómstóla. Það má því ljóst vera að Hæsta- rétti hefur ekki tekist að sýna fram á að strikamerkingar á bakhlið kjör- seðla hafi orðið til að sýna að kosn- ingin hafi ekki verið leynileg. Hlýtur það að teljast verulegur annmarki á ákvörðun Hæstaréttar,“ segir Reynir Axelsson. Í hátíðarsal Háskóla Íslands Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor sagði fáheyrt í lýðræðisríkjum að kosningar væru ógiltar líkt og Hæstiréttur gerði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.