Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Qupperneq 14
Einstaklega gott
andrúmsloft
n Lofið að þessu sinni fær nýr veit-
ingastaður í miðbænum sem heitir
Uno. Ánægður viðskiptavinur sagði
að þar væri einstaklega gott
andrúmsloft. „Þjónustan er
frábær, maturinn er sérstak-
lega góður og verðið er gott,“
segir hann og bætir við
að gott sé að geta valið
um skammtastærðir og
úrval for- og hliðarrétta
sé mikið og fjölbreytt.
Innköllun á
Smoothies
Ávaxtablandan Frugt til Smoothies
„Exotic Yellow“ hefur verið innkölluð
þar sem aðskotahlutur fannst í
einni pakkningu af vörunni. Aðföng
tilkynntu Heilbrigðiseftirliti um
innköllunina. Um varúðarráðstöfun
er að ræða og innköllunin einskorð-
ast við umrædda vöru í 391 gramma
pokum og með pökkunardag 14.
apríl 2010. Framleiðandi vörunnar
er Zhejiang Zhongda Newland Co.
Ltd. í Kína fyrir Dansk Supermarked
A/S í Danmörku en um dreifingu sjá
verslanir Bónuss og Hagkaups um
land allt. Neytendur sem hafa slíka
vöru undir höndum er bent á að hafa
samband við Aðföng.
Viðskipti færð
án samþykkis
n Óánægður símaeigandi vildi koma
eftirfarandi lasti á framfæri vegna
sölumanna Tals. „Ég fékk hringingu
frá sölumanni og samþykkti að skoða
tilboð hjá Tali sem ég síðan ákvað
að taka ekki. Samt var settur í gang
flutningur á allri símaþjónustu minni
frá Vodafone. Mér tókst með mörg-
um símtölum til Tals og Vodafone að
stöðva flutning á öllu nema einum
farsíma en Tal gat sagt honum upp
hjá Vodafone án þess að nein heimild
væri til þess.“ Hann segist einnig vera
vonsvikinn út af þjónustu
Vodafone fyrir að láta
þetta ganga í gegn þar
sem hann hafi látið vita
að hann hygðist ekki
færa viðskiptin frá Vod-
afone. „Nú þarf ég að fá
nýtt símakort með tilheyr-
andi veseni.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
LOF&LAST
Spelt hollara en hveiti Í heilsumola Heilsuhússins er rætt um spelt og
hvers vegna það sé talið hollara en hveiti. Þar segir að spelt sé auðugt af trefjum og
innihaldi meira prótín en venjulegt hveiti. Eins sé meira af B-vítamínum sem og flóknum
kolvetnum í spelti. Flókin kolvetni munu vera besti orkugjafinn og því sé spelt kjörinn
kostur fyrir til dæmis íþróttafólk.
Speltið er einnig góður kostur fyrir þá sem þola illa glúten en jafnel þó glúten sé í spelti
þá hefur það aðra byggingu en glúten í hveiti – er vatnsleysanlegra og því auðmeltara.
Þeir sem þurfa að sneiða hjá hveiti ættu því að kynna sér spelt. Meðal þess sem hægt er
að fá úr spelti eru brauð, kex, kökur, ýmis konar snakk, spagettí og annað pasta.
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 2. febrúar 2011 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 214.5 kr. Verð á lítra 214,5 kr.
Bensín Dísilolía
Verð á lítra 212,6 kr. Verð á lítra 212,6 kr.
Verð á lítra 216,2 kr. Verð á lítra 215,2 kr.
Verð á lítra 212,5 kr. Verð á lítra 212,5 kr.
Verð á lítra 213,5 kr. Verð á lítra 213,5 kr.
Verð á lítra 213,6 kr. Verð á lítra 213,6 kr.
Algengt verð
Almennt verð
Algengt verð
Höfuðborgarsv.
Melabraut
Algengt verð
n Mistök í merkingum á tölvumús urðu til þess að kaupandi greiddi lægri upphæð
en verðmerking kvað á um n Seljandi uppgötvaði mistökin n Neytendastofa
úrskurðaði að seljandi ætti rétt á að fá vöruna til baka gegn endurgreiðslu
Ásthildur Arnarsdóttir keypti tölvu-
mús í Tölvutek í lok nóvember en fyr-
ir mistök greiddi hún um helmingi
minna en varan átti að kosta. Mistök-
in voru þau að músin var rangt slegin
inn í tölvu verslunarinnar en í raun-
inni greiddi Ásthildur fyrir lyklaborð.
Þar af leiðandi var hún með kvittun
og ábyrgðarskírteini fyrir ranga vöru.
Stuttu síðar hefur starfsmaður versl-
unarinnar samband við hana og bið-
ur hana að koma við í búðinni til þess
að leiðrétta ábyrgðarskírteini. Henni
fannst málið ekki þess virði að hún
legði á sig ferðalag til Reykjavíkur frá
Akranesi þar sem hún býr. Símtölin
héldu áfram en á endanum leitaði
Ásthildur til Neytendastofu þar sem
henni finnst mistökin vera hjá versl-
uninni.
Mistök við kaup
„Ég fór til Reykjavíkur fyrir jól og
ákvað að kaupa mér tölvumús þar
sem mín gamla var orðin léleg. Ég
fann eina í Tölvuteki sem mér leist vel
á og keypti hana,“ segir Ásthildur Arn-
arsdóttir frá Akranesi. Fljótlega eft-
ir kaupin var haft samband við hana
frá versluninni og hún látin vita að
mistök hefðu verið gerð, músin sem
hún keypti væri dýrari, en rangt skráð
í tölvukerfið. Hún var beðin um að
koma með músina svo hægt væri að
laga ábyrgðarskírteini vegna hennar.
Ansi þreytt á símtölunum
„Mér fannst þetta ekki mikið mál og
hafði í raun ekki áhyggjur af þessu
skírteini. Auk þess bý ég á Akranesi
og vildi ekki gera mér ferð til Reykja-
víkur með tilheyrandi kostnaði, bara
vegna ábyrgðarskírteinis,“ segir hún.
Starfsmenn Tölvuteks héldu áfram að
hringja í hana og reka á eftir að hún
kæmi með músina en Ásthildur segir
að á endanum hafi hún verið orð-
in ansi þreytt á þessum símtölum og
að hún hafi beðið þá að hætta þeim.
Hún vill þó taka fram að hún hafi
aldrei upplifað dónaskap í þessum
símtölum heldur hafi starfsmennirn-
ir verið mjög almennilegir.
Vilja ekki að viðskiptin standi
Stuttu seinna fær hún sendan reikn-
ing frá tölvuversluninni upp á verð-
mismuninn á músunum tveim-
ur sem hljóðaði upp á um það bil
7.000 krónur. „Ég greiddi það verð
sem var uppgefið og fékk kvittun fyr-
ir því. Ég er með nótu frá fyrirtækinu
vegna kaupanna sem er undirrituð af
starfsmanni,“ segir Ásthildur.
Ásthildur sendi þá Neytendastofu
erindi þar sem Tölvutek vildi ekki
fallast á að viðskiptin stæðu. Neyt-
endastofa úrskurðaði á þann veg að
þar sem fyrirtækið væri tilbúið til
að taka við músinni aftur og endur-
greiða Ásthildi, myndi Neytenda-
stofa ekki aðhafast í málinu. „Ég skil
ekki af hverju viðskiptin geta ekki
bara staðið, þetta voru þeirra mistök.
Ég hef alltaf staðið í skilum og finnst
þetta mjög óþægilegt,“ segir Ásthild-
ur en aðspurð um framhaldið segir
hún að líklega muni hún skila mús-
inni og fá endurgreitt. „Ég vil bara
losna við þetta mál.“
Geta ekki krafist þess að hún
skili vörunni
„Ef konan hefði mátt sjá að músin
væri dýrari en uppsett verð þá kæmi
þetta til álita. Ef það er ekki auðséð
að um mistök er að ræða er það í hag
neytanda. Almenna reglan er sú að
það verð sem varan er boðin á, á að
standa,“ segir Sigurjón Heiðarsson,
lögfræðingur Neytendastofu.
Aðspurður hvort verslunin geti
krafist þess að hún skili músinni seg-
ir Sigurjón að Tölvutek geti í raun-
inni farið fram á hvað sem er en hann
reikni þó með að þeir þyrftu þá að
sækja það fyrir dómstólum. Ekki geti
þeir farið og sótt vöruna án þess að til
komi inngrip opinberra aðila.
Nóta merkt lyklaborði og mús
Rekstrarstjóri Tölvuteks, Halldór
Hrafn Jónsson, segist þekkja til máls-
ins en að þeir hafi aðra sögu að segja af
viðskiptunum. „Ásthildur kom í búð-
ina í lok nóvember og valdi sér leikja-
mús sem er verðmerkt á 12.900 krón-
ur. Þegar kemur að greiðslu skráist inn
annað vörunúmer og á nótu kemur
fram að keypt hafi verið lyklaborð og
mús. Upphæðin er því 5.730 krónur,
sem hún greiðir,“ útskýrir hann. Í upp-
gjöri daginn eftir hafi mistökin kom-
ið í ljós og daginn eftir hafi verið haft
samband við Ásthildi. Halldór segir að
í því símtali hafi Ásthildi verið tjáð að
mistök hefðu átt sér stað og hún beðin
að koma við í versluninni.
Ekki ber sögum þeirra saman um
innihald símtalsins en þau eru þó
sammála um að Ásthildur hafi ætlað
að mæta. Halldór segir að þegar hún
hafi ekki látið sjá sig hafi þeir reynt
að ná í hana aftur en hún ekki svar-
að símtölum. „Við hringdum í Ásthildi
daginn þar á eftir og hún var spurð
hvort hún mundi ekki vilja leysa þetta
með okkur en þá ásakar hún starfs-
manninn um einelti og segist ætla í
Neytendastofu með málið,“ segir Hall-
dór og bætir við að um það bil viku
eftir kaupin hafi svo verið ákveðið að
senda Ásthildi reikning vegna mis-
munarins.
Má skila músinni
Í lok árs fyllti Ásthildur út beiðni um
álitsgerð frá Neytendastofu og óskaði
eftir því að annað hvort stæðu við-
skiptin eða hún fengi að skila músinni.
„Við svörum málinu um miðjan jan-
úar og samþykkjum að hún skili mús-
inni og fái fulla endurgreiðslu á þeirri
upphæð sem hún greiddi en það til-
boð stóð henni alltaf til boða,“ segir
Halldór. Hann bætir við að Neytenda-
stofa hafi úrskurðað að þar sem þeir
hafi samþykkt að taka við músinni og
endurgreiða þá væri málið látið nið-
ur falla. „Þar sem ósk hennar var að
skila músinni vorum við ekki að svara
þeim rangfærslum sem komu fram
þar enda ástæðulaust þar sem við vor-
um ekki að fara fram á neitt annað
en að rétt kaupverð væri greitt eða að
vörukaupin gengju til baka með fullri
endurgreiðslu sem alltaf stóð til boða.
Neytendastofa var okkur sammála um
að skila eigi músinni en það hefur ekki
verið gert,“ segir hann í lokin.
Bréf Neytendastofu sem var sent Ásthildi
og Tölvutek:
Reykjavík 14. desember 2011
Í tölvupósti til kærunefndar lausafjár-
og þjónustukaupa frá Tölvutek ehf. 13.
janúar sl. samþykkir fyrirtækið að ganga
að þeim kröfum sem álitsbeiðandi,
Ásthildur Linda Arnarsdóttir, setti fram
á hendur fyrirtækinu í álitsbeiðni sinni
frá 6. janúar sl.
Þar sem seljandi hefur gengið að þeim
kröfum álitsbeiðanda tilkynnist aðilum
hér með að nefndin hefur fellt málið
niður.
Virðingarfyllst,
f.h. kærunefndar lausafjár- og
þjónustukaupa
Helen Hreiðarsdóttir ritari
Bréf NeytendastofuGunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
„Þetta voru
þeirra mistök“
Músin Tölvumúsin sem átti að kosta
12.900 krónur en var seld á tæpar 6.000
krónur. MYND RÓBERT REYNISSON
Ásthildur Arnarsdóttir
Segir þetta mistök Tölvuteks.
MYND RÓBERT REYNISSON