Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Síða 17
Erlent | 17Miðvikudagur 2. febrúar 2011 Eldgosið á Kyushu-eyju færðist í aukana: Eldingaský yfir Japan Þann 19. janúar hófst eldgos í Shin- moedake-fjalli á Kyushu-eyju í suð- urhluta Japan. Undir lok síðustu viku fór eldgosið að færast í aukana og náðist þá þessi magnaða ljós- mynd sem birtist síðustu helgi í stað- arblaðinu Minami Nippon Shimbun sem er gefið út Kago shima-héraði í Japan. Í þessu magnaða sjónarspili má sjá hvernig himinn og jörð kall- ast á með spúandi eldi og eldinga- skýi. Mikill kraftur var í eldgosinu og tók Shinmoedake-fjall að spúa grjóti og ösku án afláts. Allir íbúar í nágrenni fjallsins þurftu að yfir- gefa heimili sín og ekki er útséð um hvenær þeir geta snúið aftur til síns heima. Shinmoedake er hluti af Kir- ishima-fjallgarðinum en þar er mik- il eldvirkni og gætu fleiri fjöll í ná- grenninu gosið þá og þegar. björn@dv.is Dóttir Berlusconis mögulegur arftaki Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er nú farinn að undirbúa jarðveginn fyrir mögulegan starfs- feril dóttur sinnar í stjórnmálum. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá þessu um helgina. Um er að ræða elstu dóttur glaumgosans frá Sardiníu, Marinu Berlusconi. Hún stjórnar nú þegar eignarhaldsfélagi föður síns, Fininvest, auk þess sem hún er for- seti fjölmiðlaveldis fjölskyldunnar, Mondadori, sem rekur sjónvarps- og útvarpsstöðvar og gefur út dag- blöð og tímarit. Eins og kunnugt er sætir Silvio nú rannsókn vegna vændiskaupa. Saksóknaraembættið í Mílanó rann- sakar tíðar svallveislur Berlusconis í villu hans í úthverfi borgarinnar, en hann er talinn hafa greitt 17 ára vændiskonu, sem hefur verið kölluð „Ruby hjartaþjófur“, fyrir kynlíf. Síð- ar reyndi hann að hylma yfir glæp- inn og er sakaður um að hafa beitt mútum og þvingunum til að fá Ruby og lögreglumennina sem handtóku hana á sínum tíma til að breyta upp- runalegum vitnisburði sínum. Nýtur stuðnings flokksins Meðlimir Frelsisflokks Berlusconis hafa tekið vel í hugmyndina um að Marina bjóði sig fram í næstu kosn- ingum. Þær eiga hins vegar ekki að fara fram fyrr en árið 2013 en talið er næsta víst að þær verði haldnar fyrr, jafnvel innan nokkurra mán- aða. Ríkisstjórn Berlusconis hang- ir á bláþræði þrátt fyrir að hann hafi staðið af sér vantrauststillögu í desember. Munaði þá aðeins þrem- ur atkvæðum að Berlusconi þyrfti að taka poka sinn. Michaela Biancofore, þingmað- ur Frelsisflokksins, sagði í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph að Marina Berlusconi myndi verða frábær starfskraftur. „Hún er tákn- mynd þjóðarinnar og þekkt um all- an heim fyrir hæfileika sína sem stjórnandi. Ef hún ákvæði að taka þátt í stjórnmálum yrði hún skín- andi fyrirmynd allra kvenna innan Frelsisflokksins.“ Berbrjósta stjarna Hvað sem hæfileikum Marinu Berlusconi líður er ljóst að hún er stórstjarna á Ítalíu. Hún kemur reglulega fram í slúðurblöðunum og ljósmyndarar elta hana á röndum. Hún virðist þó ekki hafa mikið á móti því og baðar sig í sviðsljósinu við hvert tækifæri. Síðasta sumar birtust myndir af henni berbrjósta þar sem hún naut sólarinnar á einkaströnd fjölskyldunnar, en myndirnar voru einmitt birtar í tímariti sem er gefið út af Mondadori. Þykir það benda til þess að Marina hafi ekkert haft á móti birtingu myndanna. Reynsluleysi gæti hjálpað Stjórnmálaskýrendur á Ítalíu telja ólíklegt að reynsluleysi verði Mar- inu til trafala. Í raun hafi faðir henn- ar notað reynsluleysi sitt í stjórnmál- um sem sitt helsta vopn þegar hann ákvað að hella sér út í stjórnmál. Ítöl- um er mikið í nöp við atvinnustjórn- málamenn, sem þeir telja spillta og stunda fyrirgreiðslustjórnmál. Því líkar þeim oftar en ekki betur við frambjóðendur sem hafa litla sem enga reynslu af stjórnmálum. Marina Berlusconi er þó sann- arlega ekki blaut á bak við eyrun. Á síðasta lista bandaríska tímarits- ins Forbes yfir 100 valdamestu kon- ur í heiminum var Marina í 48. sæti. Var hún ofar á lista en til dæmis Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, og Tarja Halonen, forseti Finnlands. Til gamans má geta þess að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Ís- lands, var í 80. sæti á þeim lista. n Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, undirbýr nú frama dóttur sinnar í stjórnmálum n Marina Berlusconi stýrir nú þegar fjölmiðlaveldi Berlusconis og eignarhaldsfélagi n Hún er stjarna á Ítalíu sem hefur víðtæk tengsl Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Ef hún ákvæði að taka þátt í stjórn- málum yrði hún skínandi fyrirmynd allra kvenna innan Frelsisflokksins. Glaumgosinn frá Sardiníu Bendir ef til vill á dóttur sína. Marina Berlusconi Frumburðurinn sem stjórn- ar nú þegar viðskipta- og fjölmiðlaveldi Berlusconis. Eldingaský yfir Shin- moedake-fjalli Himinn og jörð kallast þarna á með ómældum krafti. Hvirfilbylur í aðsigi í Ástralíu Íbúar í Queensland-fylki í Ástr alíu búa sig nú undir versta hvirfil- byl í sögu fylkisins. Búist er við að hvirfilbylurinn, sem hefur fengið nafnið Yasi, lendi af fullum þunga á Queens land í dag, miðvikudag, eða seint um kvöld að áströlskum tíma. Íbúar Queensland hafa þurft að þola hreint ótrúlegar raunir á síðustu vikum. Ekki er langt síðan gífurleg flóð skildu eftir sig slóð eyðilegging- ar á svæðinu og 35 látna. Þá þurftu 30 þúsund manns að yfirgefa heimili sín. Anna Bligh, forsætisráðherra í Queensland, hefur varað íbúa við hvirfilbylnum. Búist er við að lendi á borginni Cairns, en þar búa um 120 þúsund manns. Nú þegar hafa tugir þúsunda flúið heimili sín og búist er við að sú tala hækki ört í dag. Abdullah rekur ríkisstjórnina Abdullah, konungur af Jórdaníu, hefur ákveðið að reka alla ráðherra í ríkisstjórn Jórdaníu. Er Abdullah þar með að bregðast við óskum þúsunda mótmælenda sem hafa fylkt liði á götum úti og krafist breytinga. Mót- mælin í Jórdaníu má rekja til þeirra sem hófust í Túnis í byrjun janúar og hafa farið eins og eldur í sinu um gjörvallan heim Araba. Abdullah vill freista þess að koma á umbótum áður en mótmælin fara úr böndun- um, en hann vill síst lenda í sömu stöðu og Zine al-Abidine Ben Ali, sem hrökklaðist frá völdum í Túnis, eða Hosni Mubarak, sem stendur nú höllum fæti í Egyptalandi. Chirac segist ekki vera með Alzheimer Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, þvertók fyrir það í vik- unni að hann þjáðist af Alzheimer- sjúkdómnum. Það var franska blað- ið Journal du Dimanche sem birti fréttir af því á sunnudaginn að Chir- ac hefði þjáðst af minnisleysi upp á síðkastið og að eiginkona hans, Bernadette Chirac, óttaðist að hann gæti verið með Alzheimer. Chirac sagði hins vegar við blaðamenn á mánudag að svo væri ekki. „Lít ég út fyrir að vera ekki hraustur? Ég get sagt þér það að ég er við hestaheilsu. Ég vona bara að þið séuð við jafn- góða heilsu og ég,“ sagði forsetinn fyrrverandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.