Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Page 19
Umræða | 19Miðvikudagur 2. febrúar 2011
Slysaðist á
Evróputitil
1 Guðmundur á Núpum: Gjald-þrota á Range Rover
Guðmundur færði Range Rover-jeppa
sinn yfir á kennitölu eignarhalds-
félags síns Fiskalóns ehf. eftir
bankahrunið árið 2008.
2 Björguðu lífi manns í Hreyfingu: „Ánægður með þetta dagsverk“
Tveir ungir menn björguðu lífi manns
sem fékk hjartastopp.
3 Kókaínfjall hjá Charlie Sheen: „Everest hefði skammast sín“
Fyrirsætan Michelle „bombshell“
McGee ræðir um partí sem Sheen hélt.
4 Árni fékk „fingurinn“ í tölvupósti
Árni fékk óvinsamlega kveðju frá
ónafngreindum Norðmanni.
5 Varasöm litarefni í umferðFramleiðendur mega merkja litarefni
með nöfnum efnanna.
6 Er Caroll 35 milljóna punda virði?Liverpool keypti enska ungstirnið Andy
Carroll fyrir 35 milljónir punda í gær.
7 Framleiðendur vildu fá að selja þér salmónellusýktan kjúkling
Landbúnaðarráðuneytið og
Matvælastofnun sammæltust um að
hafna beiðni framleiðenda.
Glímukappinn Jósep Valur
Guðlaugsson vann til gullverðlauna
á Evrópumótinu í brasilísku jiu jitsu
sem fram fór í Portúgal um helgina.
Jósep keppti í flokki blábeltinga 30–35
ára í mínus 82,3 kg flokki.
Hver er maðurinn?
„Jósep Valur Guðlaugsson.“
Hvar ertu uppalinn?
„Í Kópavogi.“
Hvað drífur þig áfram?
„Bara eitthvað skemmtilegt.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi?
„Ég bý núna í Frakklandi, sem er fínt. Annars
elti ég bara alltaf kærustuna.“
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?
„Mér finnst The Fountain með Hugh Jackman
alveg rosalega góð.“
Uppáhaldsmatur?
„Ætli það sé ekki íslenska lambakjötið.“
Hvað hefurðu æft BJJ lengi?
„Ég er búinn að æfa í þrjú ár og er blábelt-
ingur.“
Kom gullið þér á óvart?
„Já. Við vorum alveg þrjátíu sem fórum út
og okkur gekk misvel. Maður gat alveg eins
tapað strax í fyrstu glímu.“
Hvað var það sem þú gerðir
svona vel á mótinu?
„Það gekk bara allt upp. Það voru margir
góðir sem duttu út á undan mér sem ég
var heppinn að mæta ekki. Svo í síðasta
bardaganum var ég kominn í góða stöðu
og náði að klára hann. Það eru samt margir
félagar mínir úr Mjölni sem eru jafnvel betri
en ég en kepptu ekki á mótinu. Það er allt
morandi í hæfileikaríkum strákum í Mjölni
þar sem ég æfi.“
Hvernig kom það til að þú tókst
þátt í mótinu?
„Við kærastan ákváðum að slá tvær flugur í
einu höggi. Hún var að klára prófatörn og við
vorum ekki búin að gera neitt skemmtilegt.
Svo áttum við tveggja ára sambandsafmæli
þannig að við ákváðum að fara til Lissabon
þar sem keppt var. Ég keppti þarna í einn dag
og slysaðist á einn Evróputitil. Svo eyddum
við hinum fjórum dögunum bara í að skoða
borgina.“
Ferðu að æfa meira núna?
„Ég fæ móral ef það líður dagur á milli æfinga
hjá mér þannig að þær breytast ekkert. Ég
hef bara meira gaman af þessu fyrir vikið.“
„Já, ég spila badminton, er í gönguhóp,
stunda jóga og fer í ræktina þegar ég nenni.“
Adda Rúna Valdimarsdóttir
36 ára, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg
„Já, ég fer í World Class og svo spila ég
fótbolta.“
Már Valdimarsson
31 árs, í ræstingarbransanum
„Ég á kort í World Class og fer stundum. Er
samt aðallega styrktaraðili.“
Júlía Marie Crawford
18 ára, nemi
„Já, ég hjóla mikið og sérstaklega á sumrin.“
Jóhann Steingrímsson
62 ára, öryrki
„Nei, það geri ég ekki.“
Sigríður Roloff
47 ára, vinnur á skrifstofu
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Stundar þú líkamsrækt?
Í nógu að snúast Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur afhendir fyrstu menningarkortin í Hafnarhúsinu á
þriðjudaginn. Mynd RóBeRt ReyniSSon
Myndin
Dómstóll götunnar
Sitt sýnist hverjum um úrskurð Hæstaréttar um að ógilda kosningu til stjórnlagaþings.
Mat sexmenninganna er í margra
hugum beinlínis rangt og andstætt
almannahag. Sjálfur tel ég svo vera
og ógildingu kosninga vegna þess-
ara ágalla fráleita. Ekki síst í ljósi
þess að ekki tekst að sýna fram á
að ágallarnir hafi haft áhrif á niður-
stöðuna. Ég deili þannig á úrskurð-
inn en ekki gildi hans.
En hvert er gildi þessa úrskurðar
Hæstaréttar? Jú, hann sviptir kjörna
fulltrúa umboði sínu og kveður á
um að kosningarnar skuli endur-
teknar. En í heimi lögfræðinnar er
endurtekning ekki endilega það
sama og að gera hlutinn aftur. Ekki
frekar en í heimi læknisfræðinnar
að keisaraskurður sé skurður á keis-
ara.
Endurtekning kosninga til
stjórnlagaþings innbera ekki sam-
kvæmt þessum úrskurði Hæstarétt-
ar að haldnar skuli nýjar kosningar
með nýjum framboðum heldur aðr-
ar kosningar með sömu frambjóð-
endum. Þekkt fordæmi þessa þekkj-
ast í sveitarstjórnarkosningum. Ekki
viss um að allir geri sér grein fyr-
ir þessu en þetta þýðir einfaldlega
að almenningi er boðið upp á að
kjósa sama 522 manna hópinn með
ónúmeruðum kjörseðlum, sam-
anbrotnum atkvæðaseðlum, hærri
skilrúmum, rammgerðari kjörköss-
um með læsingu og tilsjónarfólki
skipuðu af öllum frambjóðendum
við atkvæðatalninguna.
Sagt er að ekki tjói að ganga fram
hjá úrskurði Hæstaréttar hversu
gáfulegur eða vitlaus sem hann þyk-
ir. Honum beri að hlíta og kjósa aft-
ur. Þetta hlýtur líka að eiga við um
afleiðingu úrskurðarins, þ.e. að eng-
ir séu kjörgengir til stjórnlagaþings
nema þessir sömu 522. Samantekið
er næsta skref þá einfaldlega sama
kosning með sömu skilmálum
ásamt úrbótum þeirra ágalla sem
úrskurður Hæstaréttar byggir á.
Eins og flestir vita hefur komið
til tals að sneiða fram hjá Hæstarétti
og skipa beint í stjórnarskrárnefnd.
Hefur þetta sætt mikilli gagnrýni og
af mörgum talið ótækt. Spurning
hvort algjörlega nýtt lagafrumvarp
um stjórnlagaþing með nýju sniði
og nýjum frambjóðendum stríði
ekki líka á móti úrskurði Hæstarétt-
ar sem kveður á um endurtekningu
sömu kosninganna.
Þessi bobbi allur verður við-
fangsefni þingmanna næstu daga.
Skásti kosturinn virðist sá að endur-
taka sömu kosningarnar sem fyrst
og ákveða kjördag. Varla verður
hægt að átelja þjóðina þó áhuginn
dvíni en taki þjóðskipað stjórnlaga-
þing einhverntíma til starfa hlýtur
það að beina kastljósinu að dóms-
valdinu sérstaklega, ekki til hefnda
heldur til að koma í veg fyrir að
stofnanir beri lýðræðið ofurliði og
geri að skrípaleik.
Í heimi lögfræðinnar
„Spurning hvort algjörlega nýtt lagafrumvarp um
stjórnlagaþing með nýju sniði og nýjum fram-
bjóðendum stríði ekki líka á móti úrskurði Hæstaréttar
sem kveður á um endurtekningu sömu kosninganna.
Kjallari
Lýður
Árnason