Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2011, Side 20
20 | Fókus 2. febrúar 2011 Miðvikudagur
Ber er hver að baki...
The Fighter segir sögu bandaríska
hnefaleikakappans Mickys Ward
(Mark Wahlberg) sem varð afar
óvænt heimsmeistari í léttveltivigt
árið 2000. Leið Micky að titlinum
var svo sannarlega þyrnum stráð en
lengi vel virtist hann ekki hafa það
sem til þurfti. Það hafði bróðir hans
aftur á móti, Dicky Edlund (Christ-
an Bale), sem var atvinnumaður í
hnefaleikum á sínum yngri árum.
Dicky er hetjan í hverfinu í Boston
þar sem þeir búa fyrir að hafa rotað
Shane Mosley á sínum tíma. Micky
lifir í skugga bróður síns sem er orð-
inn krakkfíkill og á heildina litið al-
gjör aumingi. Mamma Mickeys og
fjölskylda eru að gera út af við hann
en eftir leiðinlegt tap hætti hann að
leyfa bróður sínum að þjálfa sig. Á
endanum sér hann framtíð sína ekki
án bróður síns enda veit hann hversu
miklum hæfileikum hann er gæddur
þrátt fyrir fíknina.
Það er alveg ástæða fyrir því að
Christian Bale, Amy Adams sem leik-
ur kærustu Mickeys og Melissa Leo
sem leikur móður hans eru öll til-
nefnd til óskarsverðlauna. Myndin
er afburða vel leikin og hefur hvítu
hyski í úthverfi Boston sjaldan verið
gerð jafngóð skil. Mark Wahlberg er
einnig flottur í hlutverki Mickeys.
Myndinni er frábærlega leikstýrt
og þessari sönnu sögu er afburða vel
komið til skila á hvíta tjaldið. Mað-
ur finnur til ótrúlegrar samkenndar
með Micky og Charlene í baráttunni
gegn fjölskyldunni en skilur einn-
ig um leið að þó svo Micky þoli ekki
hvernig komið er fyrir bróður sínum
getur hann ekki án hans verið.
Bardagaatriðin eru afskaplega vel
tekin upp og öll myndataka til fyrir-
myndar. Þó þetta sé Disney-mynd
með ánægjulegum endi er hún alls
ekkert hallelúja-kjaftæði út í gegn.
Undirritaður er veikur fyrir myndum
sem byggðar eru á sannri sögu, hvað
þá með íþróttaívafi, en með það ryk í
augum get ég lofað hverjum sem er
frábærri mynd. Tómas Þór Þórðarson
55.700.000 til menningarmála frá Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar:
85 af 215 fengu styrk frá borginni
Menningar- og ferðamálaráð Reykja-
víkurborgar samþykkti fyrir nokkru
styrkveitingar til 85 af þeim 215 sem
sóttu um styrk að þessu sinni hjá ráð-
inu. Alls voru það 55.700.000 krónur
sem skiptust á milli umsækjendanna
85. Hæsta styrkinn, að upphæð 5
milljónir kóna, fékk Heimili kvik-
myndanna sem var sett á fót í gamla
Regnboganum síðastliðið haust og
opnaði Bíó Paradís. Þá var Caput út-
nefndur Tónlistarhópur Reykjavík-
urborgar og hlaut 2 milljóna króna
styrk. Caput-hópurinn var stofnaður
árið 1987 af ungum tónlistarmönnum
í þeim tilgangi að flytja nýja íslenska
tónlist. Stærð hópsins hefur alltaf ver-
ið sveigjanleg, frá einleikara, dúóum,
tríóum og allt upp í sinfóníettu í fullri
stærð.
Aðrir sem hlutu styrk voru meðal
annars:
n Nýlistasafnið – 4,4 m.kr.
n Norrænir músíkdagar – 2,5 m.kr.
n Möguleikhúsið – 2,2 m.kr.
n Vesturport – 2,0 m.kr.
n Jazzhátíð í Reykjavík – 1,8 m.kr.
n Nýsköpunarsjóður tónlistar – Musi-
ca Nova – 1,7 m.kr.
n Havarí, Kammersveit Reykjavíkur,
Kling og Bang gallerí, Listasafn Sigur-
jóns Ólafssonar og Stórsveit Reykjavík-
ur – 1,5 m.kr.
n Lókal leiklistarhátíð – 1,4 m.kr.
n Reykjavík Dance Festival – 1,2 m.kr
n Gallerí Ágúst, Shalala ehf – 1 m.kr.
Koma svo! Dicky er krakkfíkill en veit sitthvað um hnefaleika.
Les bureaux de Dieu
Skrifstofa Guðs
IMDb 6,4
Leikstjóri: Claire Simon
Handrit: Natalia Rodríguez, Claire Simon,
Nadège Trébal
Leikarar: Anne Alvaro, Nathalie Baye, Michel
Boujenah
Bíómynd
Erpur
EyvindarsonV
ið fylgjumst með teymi fé-
lagsfræðinga sem aðstoðar
borgarbúa á allan möguleg-
an hátt á göngudeild nokk-
urri. Myndin byggir á raunveruleg-
um sögum sem var safnað saman
frá fjölda slíkra miðstöðva félags-
fræðinga víðsvegar um borgina. Stíll-
inn er einfaldlega keyrður áfram af
kameru sem rúllar þrotlaust og við
erum því eins og fluga á vegg meðan
vandamál eru rædd og leyst.
Skrifstofa guðs er réttnefni á slíka
mynd þar sem hér eru teknar stór-
ar ákvarðanir um örlög, fæðingu og
dauða einstaklinga í miklu magni.
Hér er í raun um heimildarmynd að
ræða sem sökum trúnaðarsamtal-
anna er best unnin í svona endur-
gerð með leikurum og handriti. Við
fylgjumst með endalausum trúnað-
arsamtölum og stanslausum vanda-
málum. Það er skrifað upp á getn-
aðarvarnir fyrir unglinga í kílóavís
og lyfseðla í metratali. Ófrískar píur
meta fóstureyðingar, daginn eftir pill-
ur, smokkar slitna og pilluinntökur
gleymast. Heimilisofbeldi kemur inn
á borð hjá félagsfræðingunum og
þvinguð hjónabönd einnig.
Maður hlýtur að dást að því nauð-
synlega starfi sem hér er unnið meira
af hugsjón en skyldu eins og oftast
er í þessum geira. Nær sleitulaus
vinnan er slitin í sundur af örstutt-
um hvíldum, sígópásum, teygjum,
sprelli og lágstemmdu lúðurstefi.
Myndin byrjar frábærlega með
viðtali við unga stelpu sem er ætt-
uð frá Alsír þar sem er tekið töluvert
öðruvísi á því þegar stúlkur komast
á kynþroskaaldurinn. Ekki oft sem
slíkt sést á hvítu tjaldi í þessari dýpt.
Annað mjög gott atriði er með fók-
us á vændiskonu frá Búlgaríu. Hún
stundar mikið af kynlífi en einung-
is óvarin mök með manninum sem
hún elskar og verður ófrísk í hvert
einasta skipti. Hún er ein af fjölmörg-
um góðum týpum sem myndin hefur
upp á að bjóða. Félagsfræðingarnir
eru allir verulega þægilegir í viðmóti
en klárlega mismunandi í meðförum
sínum á vandamálunum.
Myndin er frábærlega vel leik-
in og gerð og umræðurnar eru mjög
raunsannar enda byggðar á reynslu.
En eftir ákveðinn tíma er þetta orð-
in ein allsherjarhalarófa af einhverri
eggjastokka- og leggangageðveiki
sem ótrúlegt en satt verður hund-
leiðinlegt til lengdar. Það er enginn
að biðja um springandi bíla og flug-
eðlur en mikið væri nú gott að hafa
einhvern þráð í þessu sem er nátt-
úrulega vandmeðfarið sökum forms-
ins. Þeir hörðustu endast ekki lengur
en níu mánuði í leginu og eftir einn
og hálfan í þessu er maður alveg
kominn með gott.
Erpur Eyvindarson
Eggjastokkageðveiki
Skrifstofa Guðs „Er réttnefni á slíka mynd þar
sem hér eru teknar stórar ákvarðanir um örlög,
fæðingu og dauða einstaklinga í miklu magni.“
Síðasta sýning
Möguleikhúsið sýnir síðustu sýningu
á barnaleikritinu Langafi prakkari
sem byggt er á sögum Sigrúnar Eld-
járn í Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi laugardaginn 5. febrúar klukkan
14.00. Leikritið er byggt á bókum Sig-
rúnar Langafi drullumallar og Langafi
prakkari. Með aðalhlutverk fara Pétur
Eggerz og Aino Freyja Järvelä. Miða-
verð er 1.500 krónur.
Berjast fyrir vin
Vinir og félagar Davíðs Arnar Arn-
arsonar, ungs manns sem glímir við
illvígt krabbamein á lokastigi, halda
styrktartónleika á Faktorý Bar á mið-
vikudagskvöld. Á tónleikunum spila
Johnny Stronghands, Brother Grass,
Illgresi, Johnny and the Rest og Lay
Low. Í fréttatilkynningu frá vinum og
aðstandendum Davíðs er biðlað til
allra þeirra sem þekkja hann að leggja
sitt af mörkum þar sem barátta hans
við sjúkdóminn muni standa sem
hæst á næstu vikum og mánuðum.
Allur ágóði af tónleikunum rennur til
Davíðs Arnar. Húsið er opnað klukkan
20.30 og aðgangseyrir er 1.500 krónur.
CAPUT Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2011.
Shakespeare í
Sambíóunum
Fimmtudaginn 3. febrúar verður
Lér konungur Shakespeares sýndur
í Sambíóunum Kringlunni í beinni
útsendingu frá Donmar Ware-
house-leikhúsinu í London. Það er
Derek Jacobi, einn fremsti Shake-
speare-leikari Breta, sem fer með
hlutverk Lés konungs í þessari sýn-
ingu sem var frumsýnd í desember
við afbragðs undirtektir gagnrýn-
enda. Jacobi, sem er nú sjötíu og
tveggja ára, hefur á löngum ferli
leikið fjölmörg burðarhlutverk í
leikritum Shakespeares og fleiri
skálda. Einkum var túlkun hans
á Hamlet rómuð sem og meðferð
hans á Kládíusi Danakonungi í
kvikmynd Kenneths Branagh eftir
Hamlet. Ætla má að þessi útsend-
ing veki hér sérstaka athygli þar
sem hún gefur íslenskum áhorf-
endum tækifæri til að bera túlkun
Jacobis og hinna bresku lista-
manna, sem að sýningunni koma,
saman við sýningu Þjóðleikhússins
á Lé konungi.
The Fighter
IMDb 8,2
Leikstjóri: David O. Russell
Leikarar: Mark Wahlberg, Christian Bale,
Amy Adams, Melissa Leo.
115 mínútur
Bíómynd
Tómas Þór
Þórðarson