Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Qupperneq 2
2 | Fréttir 7. febrúar 2011 Mánudagur Strandveiðimenn eru nánast úrkula vonar um að Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, aflétti aflamarki af tilteknum van- nýttum fisktegundum eins og ufsa. Þeir hafa efasemdir um að heimilt sé að kvótasetja fisktegundir sem síðan eru ekki nýttar, enda stang- ist það á við atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Jón Bjarnason jók við skötulsel- skvótann á yfirstandandi fiskveiði- ári og því næsta án þess að úthluta kvótanum svo sem ráð er fyrir gert. Þess í stað leigir ríkið út kvótann á föstu verði. Þegar kvóta var úthlut- að í fyrrasumar ákvað Jón að kvóta- setja ekki úthafsrækju vegna þess að handhafar rækjukvótans hafa ekki nýtt kvótann nema að hluta til mörg undanfarin ár. Þetta vakti mikla reiði kvótahafa og innan Landssambands íslenskra útvegsmanna. Rammi hf. á Siglufirði ákvað að stefna ríkinu fyr- ir að gefa ekki út úthafsrækjukvóta, en Hafrannsóknastofnunin hafði lagt til að kvótinn yrði 7.000 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur í lok nóvember og stóð til að það fengi flýtimeðferð. Verður Jóni stefnt aftur? Strandveiðimenn íhuga nú að stefna sjávarútvegsráðherra vegna hins gagnstæða, að hafa ufsa und- ir aflamarki, en handhafar kvótans hafa ekkert hirt um að fullnýta hann undanfarin ár frekar en veiðiheim- ildirnar í úthafsrækjunnni. „Þetta hefur verið mikið bar- áttumál okkar í vetur enda sjálf- sagt réttlætismál og töldum við okkur hafa stuðning Jóns Bjarna- sonar sjávar útvegsráðherra í mál- inu. Ef við fengjum að veiða van- nýttan ufsann utan kvóta gætum við hafið veiðar í mars, en strand- veiðarnar byrja svo í maí eins og lög gera ráð fyrir,” segir Jón Gestur Sveinbjörnsson, en hann er einn helsti baráttumaður fyrir rýmk- un atvinnuréttinda fyrir strand- veiðimann. „Þetta gefur okkur síð- an færi á að halda áfram veiðum í september og október og þá færi þetta að verða lífvænlegt.“ Málatilbúnaður strandveiði- manna gegn kvótasetningu á ufsa og öðrum vannýttum tegundum byggir í stuttu máli á því að sjáv- arútvegsráðherra verði að hafa skýra heimild til þess í lögum að kvótasetja nytjastofna, þar sem kvótasetningin takmarki atvinnu- frelsi manna.  Samkvæmt stjórn- arskránni má ekki takmarka at- vinnufrelsi nema fyrir því liggi almannahagsmunir og skal það gert með lögum sem Alþingi setur. Almannahagsmunir og sérhagsmunir Ofnýting nytjastofna hafsins getur augljóslega varðað almannahags- muni enda voru veiðar upphaflega takmarkaðar með aðferðum kvóta- kerfisins með það fyrir augum að koma í veg fyrir ofveiði og ósjálf- bærar fiskveiðar. Strandveiðimenn líta svo á að sjávarútvegsráðherra hafi af þessum sökum heimild til að kvótasetja fisktegundir en verði af framangreindum ástæðum að gæta þess að kvótasetja aldrei teg- undir nema þeim sé hætta búin sökum ofveiði. Þennan skilning sækja strand- veiðimenn í þriðju grein laga um stjórn fiskveiða, en þar stendur orð- rétt: „Sjávarútvegsráðherra skal, að fengnum tillögum Hafrannsókna- stofnunarinnar, ákveða með reglu- gerð þann heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabili eða vertíð úr þeim einstökum nytjastofnum við Ís- land sem nauðsynlegt er talið að tak- marka veiðar á.“ Með hliðsjón af auknum skötu- selskvóta, sem sjávarútvegsráðherra ákvað að leigður yrði út af ríkinu, sem og ákvörðun hans um að kvótasetja ekki vannýttan úthafsrækjustofn- inn á yfirstandandi fiskveiðiári töldu strandveiðimenn að Jón Bjarnason væri reiðubúinn að ganga lengra en hafa beðið átekta. Reyndar er nú svo komið að varla er sporð að fá leigðan á markaði, sem reynst hefur mörg- um útgerðum mjög þungbært vegna skorts á kvóta fyrir meðaflategundir eins og ufsa, löngu og keilu. Fórnarlömb harkalegra deilna Í síðustu viku fengu strandveiði- menn ótvíræð svör frá sjávarútvegs- ráðuneytinu um að varla yrði af því að kvótinn yrði afnuminn á ufsa eða öðrum tegundum. Engu yrði um þokað á yfirstandandi fiskveiðiári, enda teldu menn þar á bæ ekki laga- heimildir fyrir slíkum breytingum. Hugsanlegt væri þó að fara eins að á næsta fiskveiðiári og gert var með úthafsrækjuna á yfirstandandi fisk- veiðiári, en það nær frá september- byrjun til ágústloka ári síðar. En þetta er þó aðeins talinn fræðilegur mögu- leiki en erfiður enda málið viðkvæmt þegar hugað væri að gagngerri end- urskoðun fiskveiðistjórnunakerfis- ins. Aukin veiðiskylda, sem lögð hef- ur verið á kvótahafa, hefur dregið úr framboði á leigumarkaði. Það hefur að sínu leyti skapað vaxandi vanda meðal þeirra sem neyðast til að leigja til sín veiðiheimildir í meðaflateg- undum eins og löngu, keilu, ufsa og fleiri tegundum. Nær ekkert fram- boð er af þessum tegundum en það þrýstir upp leiguverðinu. Þetta þyk- ir kvótalausum strandveiðimönn- um og útgerðum sem búa við skort á veiðiheimildum súrt í broti á sama tíma og sumar tegundir eru augljós- lega vannýttar. Engar skjótar lausnir Í fljótu bragði virðist vandinn sá að Jón Bjarnason hafi ekki lagaheimild- ir né umboð samherja í ríkisstjórn- inni til þess að grípa til ráðstafana sem gætu valdið ófriði innan sjávar- útvegsins og aukið samskiptavand- ann við Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök atvinnu- lífsins, sem hafa hótað að gera enga kjarasamninga láti stjórnvöld verða af því að breyta kvótakerfinu í óþökk stórútgerðarinnar. Yfirlýsingar SA á dögunum í þessa veru urðu reyndar tilefni til frægra ummæla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar „ Í síðustu viku fengu strandveiði- menn ótvíræð svör frá sjávarútvegsráðuneytinu um að varla yrði af því að kvótinn yrði afnuminn á ufsa eða öðrum tegundum. KvótaKerfið í ógnarjafnvægi n Strandveiðimenn úrkula vonar um breytingar n Ógnarjafnvægi ríkir milli útvegsmanna og stjórnvalda um frekari tilslakanir í þágu strandveiða n Frumvarp Jóns Bjarnasonar um róttækar breytingar neðarlega í bunka ríkisstjórnarinnar n Hótanir ganga á víxl Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Í eldlínu hagsmunaátaka Bæði kvótahafar og hinir sem telja sig afskipta og óréttlæti beitta í kvótakerfinu sækja að Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra, einnig með málshöfð- unum. Mynd Sigtryggur Ari Launin og kvótakerfið Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og útgerðarmenn mótmæltu harðlega þegar Jóhanna Sigurðardóttir fullyrti í ræðu að atvinnurekendur hefðu tekið kjarasamninga í gíslingu í þágu útgerðarmanna. Með þeim á myndinni er Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, en hann tók undir orð Jóhönnu. Mynd rÓBErt rEyniSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.