Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Page 14
Fólki getur fundist það óyfirstígan- legt verkefni að bæta mataræði sitt og mörgum fallast líklega hendur við þá tilhugsun. Anna Sigríður Ól- afsdóttir, dósent í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir að það þurfi ekki að vera raunin. „Við þurfum í raun- inni alls ekki að kollvarpa okkar fyrri venjum til að ná hollari mat- arvenjum,“ segir hún. Það þurfi ekki að vera erfitt og oft þurfi ein- ungis pínulítil skref til að ná fram mjög miklum breytingum. „Í raun- inni þarf sjaldnast að breyta um heldur einungis að lagfæra venjur.“ Það sem við þurfum að hafa í huga er að reyna að borða fjöl- breyttari fæðu sem minnkar um leið mettaða fitu og viðbættan syk- ur. „Ef maður skoðar hvað Íslend- ingar eru almennt að borða þá erum við á ágætu róli með fituna hvað hlutfallið varðar en borð- um helst til mikið af mettaðri fitu. Við borðum heldur ekki of mikið af kolvetnum eins og stundum er haldið fram en erum þó að borða röng kolvetni,“ segir Anna Sigríður og bætir við að við innbyrðum of mikið af viðbættum sykri og okk- ur skorti trefjagjafana. Hún segir að það sé kjarninn sem við þurfum að snúa við. Við þurfum að auka neyslu okkar á ávöxtum, grænmeti og trefjum en nauðsynlegt sé að ná öllum fæðuflokkum. Það sé grund- vallaratriði sem við náum ekki allt- af. Anna Sigríður setti saman holl- an, fjölbreyttan og næringarríkan matseðil. Þjónustulund n Bílamálun Sigursveins á Hyrj- arhöfða 4 í Reykjavík fær hólið að þessu sinni. Afar ánægður viðskipta- vinur vill koma á framfæri hve góða þjónustu bíleigendur fá þar. „Ég fór þangað með bílinn minn vegna tjóns en það þurfti að laga húdd- ið að framan og stuðarann. Það var ekki nóg með að þeir gerðu við það heldur sprautuðu þeir allan stuðar- ann auk frambretta sem voru orðin ljót og mislit. Þetta gerðu þeir án þess að taka aukagjald fyrir. Eins bauð starfsmaður- inn mér að koma fljótlega og láta laga ljós án mikils kostnaðar. Hann fór miklu lengra í þjón- ustulundinni en hann þurfti,“ segir viðskipta- vinurinn. Fylgjumst með smurolíu bílsins Það er algengara að bifreiðaeig- endur trúi því að ekki sé lengur nauðsynlegt að fylgjast með stöðu smurolíunnar í vél bílsins. Félag íslenskra bifreiðaeigenda leiðréttir þann misskilning á heimasíðu sinni. Þar segir að fólk telji að vélar og olíur séu orðnar það góðar að ekki þurfi að skipta jafn oft um olíu. Eins að bílar séu hættir að brenna olíunni og óhætt sé jafnvel að keyra tíu til fimmtán þúsund kílómetra áður en farið er með bílinn í smurningu og olíuskipti. Þar segir einnig að oft megi rekja þennan misskilning til sölumanna sem segja kaupendum þessi ósannindi. Það gerist æ oftar að bílar bræði úr sér og eyðileggist vegna þess en það hefur mikil fjárút- lát í för með sér. Bílaeigendur eru því hvattir til að fylgjast með olíunni á bílnum og fara með hann reglulega í smurningu og olíuskipti. Baðst ekki afsökunar n Lastið fær Miðbæjar hársnyrtistof- an vegna uppákomu sem varð þar. Viðskiptavinur varð fyrir því óláni að sitja í stólnum þegar skammhlaup varð í hárþurrku, sem var verið að nota til að þurrka á honum hárið, með tilheyrandi hvelli. Viðskiptavin- inum – rétt eins og hárgreiðslustúlk- unni – brá við skammhlaupið og kipptist hann til. „Hárgreiðslustúlk- an fór rakleiðis að tala við samstarfs- konu sína og spurði aldrei hvort allt væri í lagi með viðskiptavin- inn sem sat í áfalli í stólnum. Það var ekki á neinum tímapunkti sem hún baðst afsökunar á þessum óþægindum fyrir viðskiptavininn.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Ekki úrskurðað í tölvumúsarmálinu Á neytendasíðum DV á miðvikudaginn síðasta kom fram að Neytendstofa hefði úrskurðað í máli neytanda sem leitaði til stofunnar. Þetta er rangt. Það var kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa sem úrskurðaði í málinu og leiðréttist það hér með. Í fréttinni var sagt frá konu sem keypti tölvumús en vegna mistaka greiddi hún um helming þeirrar upphæðar sem varan átti að kosta. Fyrirtækið vildi ekki að viðskiptin stæðu og leitað var til Neytendastofu sem sendi málið til kærunefndarinnar. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem fyrirtækið hefði samþykkt að taka við vörunni aftur og endurgreiða kaupanda yrði málið látið niður falla. 14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 7. febrúar 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 208,8 kr. Verð á lítra 208,8 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 207,8 kr. Verð á lítra 207,8 kr. Verð á lítra 210,8 kr. Verð á lítra 209,8 kr. Verð á lítra 207,5 kr. Verð á lítra 207,5 kr. Verð á lítra 208,6 kr. Verð á lítra 208,6 kr. Verð á lítra 207,8 kr. Verð á lítra 207,8 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Höfuðb. svæðið Melabraut Algengt verð Besta og versta mataræðið n Lítil breyting á mataræði getur fært þig úr óhollustu í hollustu n Hér er matseðill sem gefur frábæra næringu og hæfilega orku Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Morgunmatur Hafragrautur eða bygggrautur með mjólk út á Ferskir eða þurrkaðir ávextir og hnetur og fræ út á grautinn Barnaskeið af lýsi, skolað niður með litlu glasi af hreinum ávaxtasafa n Hafragrautur inniheldur vatnsleysanlegar trefjar sem stuðla að lækkun á kólesteróli. Þar að auki er haframjölið ódýrt og því varla hægt að velja sér hagstæðari morgunmat. n Með því skella í hann nokkrum þurrkuðum ávöxtum erum við komin með enn hollari kost og fáum sæta bragðið og næringarefnin um leið. Með fræjum og hnetum bætum við við góðri fitu, fjölómettuðum fitusýrum og aukum um leið fjölbreytni próteingjafa. Oft er þetta litli punkturinn yfir i-ið til að ná fjölbreytninni dag frá degi. n Val á mjólk út á grautinn skiptir ekki höfuðmáli þar sem um lítið magn er að ræða en yfirleitt skal velja fitulitlar mjólkurvörur til að takmarka mettuðu fituna. n Þar sem við lifum á norðurhjara veraldar er nauðsynlegt fyrir okkur að fá D-vítamín einhver staðar frá. D-vítamíngjafarnir eru fáir fyrir utan lýsið og þrátt fyrir neyslu á feitum fiski endrum og eins þá er það ekki nóg. Feitur fiskur er ekki matur sem við borðum daglega og því nauðsynlegt að lýsið eða annar D-vítamíngjafi sé hluti af daglegri neyslu. Fyrir þá sem finnst erfitt að taka lýsi má skola því niður með glasi af hreinum ávaxtasafa. Bragðmikill safi dregur úr lýsisbragðinu og C-vítamín fæst í leiðinni. Millibiti að morgni Ávextir n Neysla grænmetis og ávaxta minnkar líkurnar á mörgum langvinnum sjúkdómum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, ýmsum tegundum krabbameina, sykursýki 2 og offitu. Hollusta þessarar fæðutegundar er fólgin í miklu magni af til dæmis trefjum, fólansíni, kalíum, magnesíum, andoxunarefnum eins og C- og E-vítamínum. Þessi efni stuðla öll að verndandi áhrifum gegn sjúkdómum en áhrifin aukast eftir því sem meira er borðað af mismunandi ávöxtum og grænmeti. Efni í töfluformi virðast ekki hafa sömu áhrif. n Ef svengdin er farin að gera vart við sig og morguninn er langur er gott að bæta inn ávaxtabita. Ef hann er ekki nýttur má geyma hann til hádegis. Grundvallaratriðið hér er að millibitinn er háður því hvenær morgunmatur var borðaður og hve langt er í hádegis- matinn. Talað er um að láta líða um það bil 3 til 4 tíma á milli mála. Því er mikilvægt að finna jafnvægið og vera ekki orðinn illa svangur þegar kemur að mat. „ Við þurfum í rauninni alls ekki að kollvarpa okkar fyrri venjum til að ná hollari matarvenjum. Anna Sigríður Ólafsdóttir Er lektor í næringarfræði. MYND ODDVAR HJARTARSON Æskileg samsetning fæðunnar MYND LÝÐHEILSUSTÖÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.