Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Síða 16
16 | Erlent 7. febrúar 2011 Mánudagur Greindarskertum Breta hefur verið bannað að stunda kynlíf: Bannað að stunda kynlíf Breskir dómstólar hafa bannað 41 árs manni að stunda kynlíf vegna greindarskorts, en greindarvísitala mannsins er langt undir meðaltali – eða 48. Maðurinn, sem er aðeins nefndur Alan í dómsúrskurðinum, hefur verið í sambandi með öðrum manni um talsvert skeið og sagðist vonast til að það samband „héldi áfram“ því það gerði hann „glaðan.“ Ástæðan fyrir kynlífsbanninu ku vera sú að Alan veit ekki hvað hann er að gera. Kynhvöt hans er óeðlilega sterk og telja dómstólar það óviðeig- andi að hann stundi reglulega kynlíf án þess að gera sér grein fyrir þeim hættum sem því fylgja. Dómarinn sem úrskurðaði í mál- inu lagði einnig til að félagsmálayf- irvöld fylgdust grannt með Alan, en hann hefur verið á framfæri þeirra síðan hann fluttist frá foreldrum sínum. Þegar dómarinn kvað upp dóminn sagði hann: „Ég gef því út þá yfirlýsingu að eins og staðan er núna hafi Alan ekki andlegt atgervi til að veita samþykki til ástundunar kynlífs með öðrum aðila.“ Málið er mjög umdeilt í Bretlandi en þetta er eitt af mörgum málum sem hafa verið tekin til umfjöllunar í skjóli laga frá árinu 2005 sem veita stjórnvöldum umboð til að hafast að í málum einstaklinga sem ekki eru taldir hafa burði til að taka ákvarð- anir sjálfir. Geta stjórnvöld meðal annars skipað konum í fóstureyð- ingu, skipað fólki í ófrjósemisaðgerð eða ákveðið hvenær eigi að stefna á lífslokameðferð. Sjálfur segir Alan að hann viti að kynlíf geti leitt til þess að blettir, eða mislingar, myndist á líkamanum. bjorn@dv.is Dómur kveðinn upp Dómari úrskurðaði Alan vanhæfan til að stunda kynlíf vegna greindarskorts. Mótmælabálið á undanhaldi Bræðralag múslima, sem eru stærstu samtök stjórnarandstæð- inga í Egyptalandi, samþykkti á sunnudag að ræða við ríkisstjórn Hosni Mubaraks um hvernig megi koma á stjórnarskiptum með frið- samlegum hætti. Omar Suleiman, varaforseti Egyptalands, bauð öllum stjórnarandstöðuflokkum að ræða við stjórnvöld, en stjórnmálaskýr- endur telja að hann sé þar með að búa til brotalamir í samstarf stjórn- arandstæðinga. Nú hafa mótmæli staðið yfir í tvær vikur samfleytt og hafa millj- ónir Egypta fylkt liði á götum úti í helstu borgum Egyptalands. Þrátt fyrir það situr Hosni Mubarak, sem hefur verið forseti síðan 1981, enn- þá sem fastast í embætti sínu. Á sunnudag, sem er virkur dag- ur meðal múslima, voru bankar í Egyptalandi opnaðir í fyrsta sinn í heila viku. Þykir það benda til þess að mótmælabálið sé á undanhaldi og að fólk vilji nú láta sér nægja að skipt verði um forseta þegar kosn- ingar fara fram næsta haust. Þessu eru þó ekki allir sammála. Hætta á borgarastríði Mohamed ElBaradei, friðarverð- launahafi Nóbels sem hefur lýst yfir áhuga sínum á foretaembættinu, var spurður í viðtali við þýska frétta- tímaritið Der Spiegel hvort hann ótt- aðist borgarastyrjöld í Egyptalandi. „Það er hætta á því. Við höfum und- anfarna daga séð gífurlegt ofbeldi af hálfu útsendara ríkisstjórnarinnar, sem eru dulbúnir meðlimir leyni- þjónustunnar og lögreglunnar.“ Í síðustu viku færðist ofbeldi í aukana í mótmælunum í Egyptalandi. Hafa nú rúmlega 300 manns fallið í átök- unum en á tímabili leit út fyrir að ofbeldi stjórnarsinna í Egyptalandi væri í rénun. Sú þróun snerist alger- lega við á miðvikudag í síðustu viku þegar stjórnarsinnar réðust inn á Ta- hrir-torg í miðborg Kaíró, vopnaðir svipum og kylfum. Þykir nú ljóst að skipun Mubar- aks á Omari Suleiman í embætti varaforseta hafi verið til þess gerð að brjóta mótmælin á bak aftur. Su- leiman var áður yfirmaður egypsku leyniþjónustunar og ætti að kunna sitthvað fyrir sér þegar kemur að því að þagga niður í stjórnarandstæð- ingum. Óvíst hvort ályktun verði útgefin Á föstudag var boðaður fundur ut- anríkismálanefndar Alþingis vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs, en fundinn sátu einnig Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra og Jón Ormur Halldórsson, stjórnmála- fræðingur og einn helsti sérfræðing- ur Íslands um Mið-Austurlönd. DV hafði samband við formann utan- ríkismálanefndar, Árna Þór Sigurðs- son. Hann sagði að fundurinn hefði fyrst og fremst verið fræðslufundur þar sem verið væri að fara yfir stöðu mála. „Í framhaldinu munum við ráða ráðum okkar, um hvort nauð- synlegt þyki að senda ályktun frá Al- þingi,“ sagði Árni á sunnudag. Að- spurður hvernig utanríkismálanefnd líti á málefni Egyptalands um þessar mundir sagði Árni að allir í nefnd- inni væru í stórum atriðum sam- mála. „Við fordæmum auðvitað allt ofbeldi, eins og það sem hefur verið unnið af hendi útsendara Mubaraks. Við vonumst til þess að lýðræðisum- bætur hefjist sem fyrst og vonum að vilja fólksins verði komið fram með friðsamlegum hætti. Ég held að það séu allir sammála um það.“ n Omar Suleiman, varaforseti Egyptalands, hóf viðræður við Bræðralag múslima á sunnudag n Mohamed ElBaradei hefur lýst yfir áhyggjum af borgarastyrjöld n Utan- ríkismálanefnd Alþingis fordæmir allt ofbeldi en óvíst er hvort hún ályktar um málið Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Við höfum und- anfarna daga séð gífurlegt ofbeldi af hálfu útsendara ríkisstjórnar- innar, sem eru dulbúnir meðlimir leyniþjónust- unnar og lögreglunnar. Árni Þór Sigurðsson, formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis Segir alla sammála um að fordæma ofbeldi en ekki sé víst hvort nefndin álykti um málið. Axarmaðurinn fundinn sekur Sómalski maðurinn sem reyndi að myrða Kurt Westergaard með öxi, og þar af leiðandi kallaður „axarmaður- inn“ af dönskum fjölmiðlum, hefur verið fundinn sekur fyrir tilraun til hryðjuverks af dómstólum í Árós- um. Westergaard er sem kunnugt er teiknarinn, sem teiknaði skopmynd af Múhameð spámanni sem birtist í Jótlandspóstinum árið 2005. Axar- maðurinn, sem er 29 ára fjölskyldu- faðir, braust inn á heimili Westerg- aards á nýársdag á síðasta ári og hafði þar í hótunum á meðan hann sveiflaði öxi. Westergaard tókst að læsa sig inni á baðherbergi þar sem hann beið eftir lögreglu, en hún kom í þann mund sem axarmaðurinn hjó gat á baðherbergishurðina. Rumsfeld sér ekki eftir neinu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, segist ekki sjá eftir neinu varðandi þátt hans í stríðsrekstri Banda- ríkjanna í Írak. Þetta segir hann í sjálfsævisögu sinni sem mun koma í bókaverslanir vestanhafs á þriðju- dag næstkomandi. Rumsfeld segir að „ástandið væri mun verra en það er núna,“ ef Bandaríkin hefðu ekki steypt stjórn Saddams Husseins af stóli. Hann segir að hinn himinhái kostnaður, sem og mannfórnir, sem fylgt hafi stríðsátökunum í Írak hafi verið þess virði. Ráðist var inn í Írak til að finna gereyðingarvopn sem þar áttu að vera. Eins og frægt er orðið, fundust slík vopn aldrei í Írak. Styrjuhrogn aftur á markað Sælkerar um alla Evrópu geta tekið gleði sína á ný en Rússar hafa nú ákveðið að hefja aftur útflutning á styrjuhrognum, eða kavíar, til Evr- ópu á nýjan leik. Styrjuhrogn, eða „svartur kavíar“, þykja eitt mesta lostæti sem völ er á í heiminum. Þau hafa hins vegar verið ófáan- leg í Evrópu síðan árið 2002 vegna mikillar ofveiði á styrju. Nú hefur verið ákveðið að heimila útflutning til Evrópu á nýjan leik, en aðeins verður gefin heimild til útflutnings á 150 kílóum árlega. Það verður held- ur ekki fyrir hvern sem er að kaupa styrjuhrognin, því hvert kíló mun kosta sem samsvarar 800 þúsund krónum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.