Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Side 17
Erlent | 17Mánudagur 7. febrúar 2011 Nýtt ár er gengið í garð í Kína: Kínverjar fagna kanínunni Hundruð þúsunda söfnuðust saman við Viktoríu-höfn í Hong Kong á laug- ardag til að fagna nýju ári, en Kínverj- ar fagna nú ári kanínunnar sem hófst 3. febrúar. Flugeldar skipa veigamik- inn sess í hátíðarhöldunum, en Kín- verjar hafa verið brautryðjendur í flugeldasprengingum frá alda öðli. Flugeldarnir gegna líka veigamiklu hlutverki meðal Kínverja, en þeir eru taldir hrekja á brott illa anda og skapa þar með hreint borð fyrir nýja árið sem nú er gengið í garð. Kanínan er fjórða dýrið í röðinni af 12 sem eru í kínverska dýrahringnum. Kanínan tekur við af tígrisdýrinu og segja stjörnuspekingar það vera kær- komna tilbreytingu. Kanínan er talin boða þægindi og rólegheit auk þess sem rómantík á það til að blómstra. Gott er að hefja sambönd á ári kanín- unnar sem og að ganga í hjónaband. Tilkomumiklir flugeldar Fáir kunna betur á flugelda en Kínverjar. MYND REUTERS Húsfélag hinnar sögufrægu Dakota- byggingar í New York hefur verið sak- að um kynþáttafordóma. Íbúðabygg- ingin er sennilega þekktust fyrir að hafa verið heimili Johns Lennons á meðan hann bjó í New York á 8. áratug síðustu aldar. Hún er einnig ein eftir- sóttasta íbúðabygging borgarinnar og er það hægara sagt en gert að verða sér úti um íbúð í henni. Þegar íbúð losn- ar þurfa áhugasamir að senda inn um- sókn til húsfélags byggingarinnar sem tekur það að sér að velja hæfasta um- sækjandann. Er umsóknarferlið svo strangt að það er ekki óalgengt að hús- félagið láti íbúðir frekar standa tóm- ar, en að veita óæskilegum nágrönn- um kost á því að kaupa þær. Nú hefur Alphonse Fletcher, vellauðugur, þel- dökkur hlutabréfamiðlari, sakað hús- félagið um kynþáttafordóma. Taka hvíta fram yfir Fletcher hefur reyndar búið í Dakota- byggingunni í 20 ár en um nokkurra ára skeið hefur hann sóst eftir því að kaupa íbúðina við hlið hans eigin íbúðar. Þegar Fletcher flutti inn fyr- ir 20 árum var hann einhleypur en er nú giftur og sífellt stækkar fjölskylda hans – því vill hann einfaldlega stækka við sig. Fletcher hefur nú farið í mál við húsfélagið, sem hann segir að mis- muni öllum þeim sem eru einfaldlega ekki hvítir á hörund. Fletcher sjálfur var reyndar formaður húsfélagsins um nokkurra ára skeið, og ætti hann því að hafa reynslu af hvers kyns mismunun – hafi hún átt sér stað. Meðal þeirra sem hefur verið neitað um að fjárfesta í íbúð í Dakota eru Billy Joel, Melanie Griffith og söngkonan Cher. Robertu Flack mismunað Sem dæmi um kynþáttamismunun af hálfu húsfélagsins nefnir Fletcher dæmi þeldökku söngkonunnar Ro- bertu Flack, sem er þekktust fyrir lag- ið „Killing Me Softly“. Fletcher segir að húsfélagið hafi kerfisbundið reynt að niðurlægja Flack þegar baðkar- ið í íbúð hennar brotnaði. Hún hafi sótt um að fá baðkarið lagað en í stað- inn mætt litlu öðru en kynþáttaníði, að sögn Fletchers. Þá er Flack einn- ig hundaeigandi eins og margir aðr- ir íbúar Dakota- byggingarinnar. Flack hefur hins vegar verið meinað að taka hund sinn með í lyftu byggingarinnar, allt síðan hún flutti inn á 8. áratugn- um. Það sama gildir hins vegar ekki um aðra hundaeigendur, sem valsa um með hunda sína beint inn í lyftuna. Síðasta heimili Lennons Reynist ásakanir Fletchers á rökum reistar getur það haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér fyrir húsfélag byggingarinnar. Gætu meðlimir hús- félagsins jafnvel átt á hættu að missa íbúðir sínar. Dakota-byggingin er sem áður segir ein eftirsóttasta byggingin í New York, en hún er staðsett við hlið Central Park á besta stað á Manhatt- an. Í desember síðastliðnum voru lið- in rétt 30 ár frá því að Mark Chapman, 25 ára sturlaður maður, myrti bítilinn fyrrverandi John Lennon. Chapman skaut Lennon fjórum sinnum í bakið á meðan verðandi Íslandsvinurinn Yoko Ono gat lítið annað gert en að horfa á í skelfingu sinni. „Hún hafi sótt um að fá baðkarið lagað en í staðinn mætt litlu öðru en kynþáttaníði. n Húsfélagið í einni frægustu byggingu New York er sakað um kynþátta- fordóma n Í byggingunni bjó eitt sinn John Lennon, sem barðist lengi fyrir réttindum minnihlutahópa n Söngkonan Roberta Flack niðurlægð HÚSFÉLAG MEÐ KYNÞÁTTAFORDÓMA Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Dakota-byggingin við Central Park Var meðal annars notuð við tökur á kvikmynd Romans Polanskis, Rosemary's Baby. Myrtur við innganginn Frægasti íbúi Dakota-byggingarinnar var tvímælalaust John Lennon. Hann yrði eflaust ósáttur með ásakanir um kynþáttafordóma á hendur húsfélaginu. Flóð í Kuala Lumpur Skömmu fyrir helgi hófst úrhellis- rigning í Kuala Lumpur sem orsak- aði ein verstu flóð í manna minnum í landinu. Að minnsta kosti fimm manns hafa látist í hamförunum en óttast er að sú tala geti orðið talsvert hærri. Um 40 þúsund manns þurftu að flýja heimili sín og gista í sérstök- um neyðarskýlum sem stjórnvöld reistu víðsvegar um landið. Alvar- legust voru flóðin í héraðinu Johor Baru í suðurhluta landsins en þar rigndi svo mikið að stjórnvöld þurftu að loka neyðarskýlunum og flytja um 30 þúsund manns í norðurhluta landsins. Mansal á Super-Bowl Á sunnudaginn fór fram í Banda- ríkjunum stærsti íþróttaviðburð- ur þar í landi, þegar úrslitaleikur- inn í amerískum ruðningi fór fram í Dallas í Texas. Ýmis samtök sem hafa beitt sér gegn mansali og vændi hafa vakið athygli á því að í kring- um þennan úrslitaleik, sem gengur iðulega undir nafninu „Ofurskálin“, er mjög mikið um vændi og mansal. Leikurinn er mikil gósentíð fyrir þá sem vilja hagnast með því að gera út á vændi, og er mjög algengt að þar sé um að ræða ólögráða stúlkur sem hafa verið hnepptar í kynlífs- prísund. Í Bandaríkjunum er talið að um 300 þúsund ólögráða stúlkur sé neyddar í - eða leiðist út í - vændi á hverju ári. Arkitekt hneyksl- ast á Parísarbúum Bandaríski arkitektinn Frank Gehry, sem hefur meðal annars hannað Guggenheim-safnið í Bilbao, er gjör- samlega hneykslaður á íbúum Par- ísar, höfuðborgar Frakklands. Gehry hafði fengið það verkefni að hanna risavaxna byggingu sem gekk undir nafninu Skýið. Gehry hafði lokið við hönnun sína og allt virtist vera klárt fyrir framkvæmdir þegar hópur íbúa í vesturhluta Parísar, þar sem Skýið átti að rísa, kærði skipulagið á byggingunni. Nú hafa dómstólar úrskurðað að ekki megi byggja Skýið og er Gehry æfur af þeim sökum. „Það mætti halda að Parísarbúar vilji setja borg sína í formalín henni til verndunar. Þetta er fáránlegt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.