Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Qupperneq 19
Umræða | 19Mánudagur 7. febrúar 2011 Latté og sígó í morgunmat 1 Bjarni fyrsta alvarlega ást Katrínar Bjarni Bjarnason rithöfundur var fyrsta alvarlega ást Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráð- herra. 2 Vill vinna Sigmar Þóra Arnórs-dóttir á RÚV er tilnefnd til Edduverð- launa eins og kollegi hennar, Sigmar Guðmundsson. 3 Lottómiðinn Skopmynd Henrýs Þórs Baldurssonar af Árna Páli Árnasyni og Þorsteini Baldvinssyni. 4 Platar vin sinn í sjómann Myndband sem sýnir tvo vini taka sjómann með kostulegum afleiðingum. 5 Frægðarmenni á Flateyri Búast má við margmenni þegar Flateyr- ingar halda árlegt þorrablót sitt um næstu helgi. 6 Steinþór tók sér 30 milljónir í arð Steinþór Jónsson hótelstjóri tók sér veglegan arð í gegnum félagið JWM. 7 Unglingur tekinn 15 sinnum á bíl Sextán ára piltur í Danmörku getur ekki beðið eftir að fá bílpróf. Árni Ólafur Ásgeirsson, leikstjóri myndarinnar Brim, er tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir bestu leikstjórn. Myndin hans, Brim, er einnig sú mynd sem tilnefnd er til flestra verðlauna á hátíðinni. Hver er maðurinn? „Árni Ólafur Ásgeirsson og ég reyni að vera í góðu skapi og í kringum gott fólk.“ Hvað heldur þér gangandi? „Vinnan að stórum hluta, því mér finnst hún virkilega skemmtileg, og svo náttúrulega fjölskyldan. Ég á litla fjölskyldu en mjög stóran vinahóp.“ Hvernig er dagur í lífi þínu? „Þeir eru mjög mismunandi því að vinnan er þess eðlis að maður er alltaf að kljást við eitthvað nýtt. Þannig að týpískur dagur er kannski ólíkur þeim sem á undan leið.“ Hvað borðar þú í morgunmat? „Ég drekk kaffi latté og fæ mér sígarettu með því, sem ég er reyndar að reyna að hætta.“ Hver er uppáhaldskvikmyndin þín? „Ég held að það sé One Flew Over the Cuckoo’s Nest, eða Gaukshreiðrið. Hún er búin að fylgja mér mjög lengi og ég horfi á hana aftur og aftur. Þetta er sú mynd sem ég leita svona oftast í.“ Hvað ertu með á prjónunum? „Ég er að gera ýmislegt. Ég er að kenna uppi í kvikmyndaskóla, ég er að leggja drög að nýju handriti og ég vinn við sjónvarpsauglýs- ingar. Svo er ég að fylgja Brimi eftir á hátíðir erlendis.“ Hlakkar þú til Edduverðlaunanna? „Já, já, að sjálfsögðu. Allir vinir mínir verða þarna þannig að þetta verður svaka skemmtilegt partí.“ Ætlarðu að vera tilbúinn með ræðu? „Nei. Ég held ekki. Ég held að maður fái sér bara bjór og voni það besta, að maður verði valinn.“ „Já, ég ætla að ferðast innanlands en hef ekki ákveðið neitt með utanlandsferðir.“ Agnar Kristjánsson 39 ára tölvumaður „Ég verð búsettur í útlöndum en mun eitthvað ferðast hér heima líka.“ Sigurgeir Örn Sigurðsson 43 ára kvikmyndagerðarmaður „Ég fer út til að vera við útskrift tengdason- arins.“ Jóhanna Hafliðadóttir 56 ára hjúkrunarfræðingur „Nei, ég verð hér og að vinna í allt sumar.“ Anja Spheters 24 ára mastersnemi við HÍ „Vonandi innanlands þar sem ég er nýkomin að utan.“ Stefanía Erlingsdóttir Starfsmaður í Bókabúð Máls og menningar Mest lesið á dv.is Maður dagsins Ætlar þú að ferðast innanlands eða utan í sumar? Vetrarsport „Loksins! Loksins!“ hafa þessi börn ef til vill hugsað með sér þegar byrjaði að snjóa í höfuðborginni. Þau nýttu alla vega snjóinn til að renna sér á sleða niður Arnarhól á sunnudaginn. Mynd: Róbert Reynisson Myndin Dómstóll götunnar Sjálfstæðismenn hafa haft undar- lega hægt um sig undanfarið, og er kannski ekki að undra. Í ársuppgjöri því sem fylgdi áramótunum kom í ljós að ríkisstjórnin hafði í kyrrþey staðið sig betur í efnahagsmálum en flest- ar spár sögðu til um. Og samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti þjóðarinnar hlynntur því að gengið verði að nýjum Icesave-samningum. Svo virtist því sem þeir hefðu misst öll sín helstu vopn úr höndunum. En þegar lítið heyrist úr Valhöll er ljóst að verið er að leggja á ráðin. Nú hefur hinn skórinn loks fallið, og ljóst hver hernaðaráætlun sjálfstæðis- manna er fyrir þetta árið. Rétt eins og þeim tókst að kæfa mestalla umræðu í fyrra með Icesave-málinu, munu þeir nú reyna að láta allt snúast um stjórnalagaþingið. Auðveldasta lausnin en ekki sú besta Ný stjórnarskrá er vissulega málefni sem vert er að ræða og umræða sem öll þjóðin ætti að taka þátt í. Því mið- ur er þetta ekki sú umræða sem nú stefnir í. Þess í stað mun hún snúast um stjórnalagaþingið sem slíkt, sem er mun minna uppbyggileg umræða. Ljóst er að sjálfstæðismenn voru frá upphafi á móti þessu þingi. Kosn- ingarnar um það virtust í raun alveg fara framhjá flokknum, hin mikla kosningamaskína Sjálfstæðisflokks- ins var undarlega þögul. Afleiðingar þess voru jú að kjósendur Sjálfstæð- isflokksins vissu ekki hvað þeir áttu að gera, og sátu heima. Úr því sem komið er hlýtur besta niðurstaðan að vera að kjósa aftur. Það að umræðan um nýja stjórnar- skrá falli niður vegna formgalla er óhugsandi og mun láta okkur sem nú lifum líta enn verr út í augum eft- irtíðarinnar en við gerum þegar, eft- ir efnahagshrun og stórfellda eyði- leggingu umhverfisins. Auðveldasta lausnin er að Alþingi einfaldlega til- nefni þá sem munu sitja á þinginu en sú leið kemur í raun ekki heldur til greina. Þeir sem fá það mikla verk- efni að rita nýja stjórnarskrá fyrir lýð- veldið verða að vera hafnir yfir allan vafa og sitja í umboði þjóðarinnar allrar. Niðurstaða næstu kosninga Helsta lýti kosninganna var ekki hvort kjörkössum var lokað með lás- um eða límbandi, heldur hitt, hvað fáir tóku þátt í að kjósa. Það stóð ekki á frambjóðendum, enda buðu rúm- lega 500 manns sig fram, en gall- inn var að þeir höfðu lítið rými til að kynna málstað sinn. Nýjar kosning- ar munu leysa úr þessum göllum en mun um leið búa til tvo nýja. Nú þegar líklegt er að stjórnlaga- þingið verði mál málanna mun um- ræðan verða mun meiri og vænt- anlega munu því mun fleiri kjósa í næstu kosningum. Frambjóðendur munu þá einnig hafa meira tóm til að kynna skoðanir sínar. Vandinn er hins vegar sá að þessar umræður munu verða mun flokkspólitískari í stað þess að snúa að grundvallar- stoðum lýðveldisins sem allir eiga að geta verið sammála um. Nú þegar hefur afstaða til stjórna- lagaþingsins mótast af flokksholl- ustu. Ef kosið verður í annað sinn munu sjálfstæðismenn líklega ekki láta slíkt fram hjá sér fara aftur, held- ur reyna að koma sínum mönnum á þing. Markmiðið mun þá vera að annaðhvort þvælast fyrir störfum þingsins, eða þá að minnsta kosti að koma í veg fyrir að það geti lagt til neinar meiriháttar breytingar, eins og varðandi eignarétt á auðlindum. Trójuhestur sjálfstæðismanna Ef þetta hljómar langsótt má benda á að Skafti Harðarson virðist einmitt slíkur trójuhestur. Hann var stjórn- armaður í Heimdalli, ritstjóri Vöku- blaðsins og einn stofnenda Félags frjálshyggjumanna. Í Kastljósviðtali kom fram að hann hafði litla trú á stjórnlagaþinginu og vildi helst vilja leggja það niður. En fyrst svo er, hvers vegna bauð hann sig þá fram? Þetta kom einnig í ljós í viðtalinu. Hefði hann ekki verið í framboði hefði hann ekki getað hafið þá málsókn sem varð til þess að hnekkja þinginu. Aðrar kosningar munu líklega, og því miður, verða flokkspólitískar og niðurstaðan því stjórnlagaþing sem verður jafn klofið og óstarfhæft og Al- þingi sjálft. Eigi að síður er varla ann- að hægt í stöðunni úr því sem nú er orðið. Lýðræðið verður að hafa sinn gang. Rök á þann veg að slíkt sé of dýrt eru varla þess virði að svara, því með sömu rökum mætti afnema all- ar kosningar yfirhöfuð. Þessar kosn- ingar eru þó enn mikilvægari en al- mennar alþingiskosningar. Hér er verið að ræða um grundvallarspurn- ingar þjóðfélagsins og þeim verður að svara, hvað sem það kann að kosta. Er lýðræðið of dýrt? Kjallari Valur Gunnarsson „Ef kosið verður í annað sinn munu sjálfstæðismenn líklega ekki láta slíkt fram hjá sér fara aftur, heldur reyna að koma sínum mönnum á þing.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.