Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Qupperneq 20
L jóðaflokkar Schuberts, Mal- arastúlkan fagra og Vetrarferð- in, eru merkileg verk. Þó að þeir séu samdir til flutnings af einum söngvara og píanóleikara, eru þetta í rauninni hádrama tísk verk: fyrstu persónu-frásagnir og einræð- ur, þar sem ljóðmælandinn úthell- ir hjarta sínu, tjáir tilfinningar sínar, gjarnan í sterku myndmáli. Í Malara- stúlkunni er sagan af malarasvein- inum og hinni ótrúu malarastúlku rauði þráðurinn, en í Vetrarferð- inni fylgjum við ferðamanninum á kynlegu reiki hans um ógnarslóð- ir brostinna drauma, dauðaþrár og dauðaótta. Ekki er langt síðan Vetr- arferðin hljómaði hér á sviði Óper- unnar, ágætlega sungin af bassanum Jóhanni Smára Sævarssyni. Ekkert tónskáld hefur haft jafn djúpan skilning á þeim dramatíska kynngikrafti sem getur falist í einu litlu ljóði og Franz Schubert; all- tént hefur enginn náð að leysa þann kraft úr læðingi líkt og hann gerði. Þess vegna eru bestu ljóð hans – og þau eru ótrúlega stór hluti þeirra sex hundruð ljóðasöngva sem hann skildi eftir sig – innan sinna marka algerlega fullkomin verk. Og það er, sem kunnugt er, nokkur vandi að betrumbæta það sem er fullkomið fyrir. Þau Lára Stefánsdóttir, Ágúst Ól- afsson og Gerrit Schuil freista þess þó með nokkrum hætti, ásamt dans- höfundinum Kenneth Oberly, í sýn- ingu þeirri, sem sýnd var í Íslensku óperunni á föstudagskvöldið var. Mér skilst að aðeins sé gert ráð fyrir þessari einu sýningu sem er frekar einkennilegt miðað við það hversu mikið er í hana lagt. Ágúst stendur á sviðinu og flytur síðasta ljóðaflokk Schuberts, Svanasöng, á alveg hefð- bundinn hátt við píanóleik Gerrits, á meðan Lára fremur danslist sína á gólfinu í kring. Þau eru böðuð ljós- um sem taka ýmsum breytingum, einkum í fyrri hluta sýningarinnar, þar sem meira var um lituð ljós en í síðari partinum. Nú er þess að gæta að Svanasöng- ur er talsvert annars konar verk en Malarastúlkan fagra og Vetrarferðin. Þeir tveir síðarnefndu eru samstæðar heildir, einnig hin brotakennda Vetr- arferð, enda báðir samdir við texta ljóðskáldsins Wilhelms Müllers. Svanasöngur er hins vegar samsettur úr ljóðum þriggja skálda og gefinn út eftir dauða Schuberts. Sjö fyrstu ljóð- in eru eftir Ludwig nokkurn Rells- tab, sem myndi steingleymdur nú ef Schubert hefði ekki tónsett þessi ljóð hans og fáein önnur. Síðan fylgja sex ljóð eftir Heine sem var þá nýbúinn að slá í gegn með Buch der Lieder. Flokknum lýkur svo með ljóði eftir Johann Gabriel Seidl, vin Schuberts. Af handritum tónskáldsins má ráða að hann hafi hugsað sér að gera einn flokk úr ljóðum Rellstabs og Heines – svo sérkennilegt sem það nú kann að virðast – en lokaljóðinu um bréf- dúfuna mun útgefandinn hafa skeytt aftan við og ekkert sem bendir til að Schubert hafi ætlað því slíkan sess. Raunar hafði Schubert boðið öðr- um útgefanda Heine-ljóðin, svo að það er alls ekki víst að hann hafi talið brýna listræna nauðsyn á því að slá þeim saman við ljóð Rellstabs. Vandinn við að tengja dans og ljóðasöng á þann hátt, sem hér var reynt, felst ekki síst í því að finna dansaranum eitthvert hlutverk; hlut- verk sem hlýtur að eiga sér forsend- ur í innri veröld ljóðanna. Mér fannst þetta takast öllu betur í fyrri hluta sýningarinnar, Rellstab-ljóðunum, en í þeim síðari. Ljóð Rellstabs snú- ast mjög um ástarþrár og ástarsorgir, á rómantíska vísu, og þar getur dans- arinn vel staðið fyrir hina fjarlægu og dulúðugu ástmey, Huldu skálds- ins, svo vitnað sé í Jónas. Að vísu er kröftugur dansstíll Láru ekki ýkja rómantískur; hún er eiginlega meiri karakterdansari en lýríker af því tagi sem manni finnst þessi furðuheimur kalla á – og við skulum ekki, og get- um ekki gleymt því, að það var ein- mitt hann sem endurnýjaði list ball- ettsins, raunar skömmu eftir dauða Schuberts árið 1828. Það gerðist umfram allt í danslist Maríu Tagli- onis, sem dansaði á tánum og kom með því upp einu af sígildum tján- ingarformum rómantísku stefnunn- ar burt úr grófum efnisheiminum, upp í það ríki andans sem rómantí- kerana þyrsti í: ríki frelsis, fegurðar, ástar. Kjóllinn sem Lára var í, fannst mér ekki heldur passa þarna; hann minnti um of á undirkjól og var full mikið af okkar heimi fyrir minn smekk. Í síðari hluta sýningarinnar gekk þessi tilraun til að bræða saman dans og söng miklu síður upp. Ágúst flutti söngvana unaðslega vel; rödd- in var að vísu á stöku stað ekki al- veg tiltæk þegar taka þurfti á í hæð- inni, einkum í söngnum volduga um Atlas, sem ber hnöttinn á herð- um sér, eitt af glansnúmerum flokks- ins, en það skipti litlu þegar upp var staðið, og ekki var hæðin til trafala í hinum magnaða söng um tvífar- ann; bæði ljóðin eru eftir Heine. Ág- úst er frábær ljóðatúlkandi og á að halda áfram að stækka verkefnaskrá sína á því sviði. Túlkun þeirra Gerr- its var áberandi hófstillt, sjálfsagt full tempruð fyrir smekk þeirra sem vilja fá gott bragð af hinum rómant- íska tryllingi, þar sem hann á heima, og ég skal játa að ég er í þeim flokki. En trúlega var það viðkvæm nærvera dansarans sem hélt aftur af þeim. Þegar kom fram í Heine-ljóðin var oft erfiðara að sjá hvað dansarinn var að vilja þarna; það var til dæmis skrýtið þegar Lára fór að „mæma“ Atlas með hnöttinn í fanginu, eða tvífarann; ofsagnir eru nokkurn veginn það síðasta sem Schubert kallar á. Í ljóð- inu um „myndina hennar“ átti þessi kvenvera betur heima. En hvorki þar né annars staðar komst þó á það samband milli dansara og söngvara sem hefði réttlætt þessa tilraun. Ág- úst hafði sýnilega allan hug á söngn- um og sinnti lítt um þessa konu sem var alltaf að leita á hann, toga til sín og reyna að draga fram og aftur um sviðið; það var með ólíkindum hvað henni gekk illa að kveikja einhvern fiðring í stráknum. Ég verð að við- urkenna að þegar á leið stóð ég mig stundum að því að leggja aftur augun til þess að geta notið söngsins ótrufl- að. En – ég tek það fram – ég opnaði þau alltaf aftur. Það er út af fyrir sig lofsvert þegar jafn vandaðir listamenn og þeir, sem hér eiga í hlut, prófa eitthvað nýtt; án áhættusamra tilrauna staðnar listin. Áhorfendur, sem virtust langflestir tengdir listageiranum með ýmsum hætti, kunnu sýnilega að meta við- leitni þeirra og klöppuðu þeim inni- legt lof í lófa að sýningu lokinni. Ætli viðburður sem þessi myndi ekki annars njóta sín best sem hluti af stærri kynningu, á tónskáldinu eða ljóðasöngnum sem slíkum? Kynningu sem mætti þess vegna vera beint að uppvaxandi kynslóð, jafn- vel með hjálp skólanna. Ég hefði nú haldið að engin vanþörf væri á slíku. En það hefur þeim víst ekki dottið í hug í Íslensku óperunni. Þar á bæ hafa þau líkast til um eitthvað annað að hugsa. 20 | Fókus 7. febrúar 2011 Mánudagur Leikhús listamanna sýnir aftur: Listamenn gerast ólíkindatól Listamenn gerast ólíkindatól næstu mánuði en þau Snorri Ásmundsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ingibjörg Magnadótt- ir, Ragnar Kjartansson, Saga Sigurðar- dóttir, Margrét Bjarnadóttir og fleiri óvæntir gestir munu setja upp ný verk í Þjóðleikhúskjallaranum. Verkin verða í formi kvöldskemmt- ana og í ætt við „Soirées“ eins og það var kallað í París á sínum tíma. Kvöld þar sem listamenn koma saman og leyfa hugmyndum sínum og aðferðum að mætast á tilraunakenndan máta. Leikhús listamanna var upphaf lega stofnað í Klink og Bank árið 2004 þar sem listamenn úr öllum áttum svið- settu listaverk sín. Verkin voru sjald- an æfð fyrir fram og léku listamenn- irnir í verkum hvers annars. „Þetta var oft spuni og það gerðist ýmislegt skemmtilegt á þessum sýningum,“ segir Snorri Ásmundsson, myndlist- armaður og einn forsprakka hópsins. „Þá var reglan oft sú að gefnar voru einhverjar reglur eða viðmið og svo voru tveir klukkutímar í æfingar. Sýn- ingarnar voru vel sóttar og sérstak- lega af leikhúsfólki og andinn var líf- legur.“ Snorri segir að eftir að sýningar lögðust niður fyrir fáeinum árum hafi meðlimir hópsins oftsinnis rætt um að setja þessar skemmtanir á laggirn- ar aftur og nú hafa fjölmargar sýningar verið ákveðnar og fyrsta sýningin verð- ur haldin þriðjudagskvöldið 8. febrúar. „Hópurinn er enn sterkari en áður því í honum eru nýir meðlimir, Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir dansarar, sem settu til að mynda upp sýninguna Humanimal, og Ragnar Ís- leifur Bragason sem útskrifaðist ný- lega úr Fræðum og framkvæmd í Lista- háskóla Íslands.“ Aðspurður hvað sé á dagskrá í næstu sýningum vill hann lítið gefa upp. „Þetta á að vera óvænt. Ég get þó sagt frá því að sjálfur verð ég með sýn- ingu eftir tvær vikur en þá ætlum við Rakel McMahon myndlistarkona að dansa saman ballett.“ Leikhús listamanna verður kl. 21 eftirtalda daga: þriðjudaginn 8. febrú- ar, þriðjudaginn 22. febrúar, þriðju- daginn 15. mars, þriðjudaginn 29. mars, þriðjudaginn 12. apríl og þriðju- daginn 26. apríl. Miðaverð er 1.200 krónur. kristjana@dv.is Svanasöngur eftir Franz Schubert Íslenska óperan og Pars pro toto Flytjendur: Ágúst Ólafsson, Lára Stefánsdóttir og Gerrit Schuil Danshöfundur: Kenneth Oberly Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Söngverk Jón Viðar Jónsson Leikhús listamanna Nýir meðlimir eru Saga Sigurðardóttir, Margrét Bjarnadóttir dansari og Ragnar Ísleifur Bragason. Ný plötuútgáfa TomTom Records er ný tónlistar- útgáfa sem þeir Jóhann Ómarsson, sem gengur undir listamannsnafninu Skurken, og Árni Grétar, sem einnig er þekktur sem Futuregrapher, standa fyrir. Útgáfan mun sérhæfa sig í ís- lenskri raftónlist. Rjóminn greinir frá þessu. Fyrsta útgáfan verður 12. febrú- ar næstkomandi þegar Andefni, nýja verkið hans Prince Valium, og Life is a Beach, smáskífa með Tonik. Plötur frá TomTom Records munu einnig koma út á stafrænu formi á vefsíðu útgáf- unnar, tomtomrecords.com. Útgáfan stefnir að endurútgáfu gamalla verka frá þekktum íslenskum raftónlistar- mönnum í framtíðinni. Heimsdagur barna 12. febrúar Heimsdagur barna verður haldinn hátíðlegur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og frístundamiðstöð- inni Miðbergi laugardaginn 12. febrúar. Á þessum degi býðst börnum og fjölskyld- um þeirra að taka þátt í fjölbreyttum listasmiðjum. Smiðjurnar tengjast að þessu sinni goðsögnum frá ýmsum heims- hornum. Listasmiðjurnar verða opnar á milli 13 og 16 en dagskrá má nálgast á vef Gerðubergs. Í smiðjunum er hægt að taka þátt í að búa til stóran dreka sem leidd- ur verður út á lokahátíð eða búa til lítinn dreka til að taka með sér heim. Hægt er búa til verndargrip goðanna, hrafna Óðins, óvenjuleg dýr og dverga úr norrænu goða- fræðinni, bragða á Valkyrjuglöggi, búa til rómverskt hljóðfæri eða leikbrúðu úr grísku goðafræðinni. Einnig gefst börnum kostur á að taka þátt í suðrænni danssmiðju, bregða sér í gervi Drakúla eða læra nokkur töfrabrögð í galdrasmiðju Merlins. Stóraukin sala Mikil aukning hefur verið í sölu tón- listar á tonlist.is. Vefurinn hefur lokið uppgjöri fyrir árið 2010 en það er besta ár í sölu stafrænn- ar tónlistar frá upphafi. Aukning frá árinu 2009 er 27 prósent, sem er mun meira en aukning á sölu stafrænnar tón- listar í heiminum á sama tíma. Þá stækkar einnig hópurinn sem kýs að vera með áskrift hjá Tónlist, það er, að greiða fast gjald og hlusta á allt efni sem er í boði á vefnum. Um áttatíu prósent sölu tónlistar á vefnum er ís- lenskt efni. Ekki alveg að virka Hádramatískt verk „Ekkert tónskáld hefur haft jafn djúpan skilning á þeim dramatíska kynngikrafti sem getur falist í einu litlu ljóði og Franz Schubert.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.