Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Qupperneq 21
Hermann fæddist á Húsavík en ólst upp á Laugum í Reykjadal. Hann lauk stúdentsprófi frá MA
1972, Fil.kand.-prófi í félagsfræði, fé-
lagsmannfræði og þjóðhagfræði við
Háskólann í Gautaborg 1980, prófum
í uppeldis- og kennslufræði við KHÍ
1989 og doktorsprófi í félagsfræði við
Háskólann í Gautaborg 1996. Her-
mann hefur ritstýrt og gefið út nokkr-
ar bækur og skrifað fjölda greina.
Hann var í rannsóknarleyfi við
Háskólann í Gautaborg 1994, var
Fulbright-gistifræðimaður við Wis-
consinháskóla í Madison 1997, gisti-
fræðimaður í boði Háskólans í Essex
á Englandi 2000 til 2001 og háskólann
í Berkeley í Kaliforníu 2008 til 2009.
Hermann er dósent í félagsfræði við
framhaldsnámsdeild heilbrigðisvís-
indasviðs Háskólans á Akureyri, vara-
formaður Jafnréttisráðs HA og vara-
maður háskólakennara í háskólaráði.
Hermann stundaði sveitastörf
á unglingsárunum, í Skagafirði og
Reykjadal, var byggingaverkamaður
á Laugum í nokkur sumur og í New
York 1969, starfsmaður við Kísiliðj-
una við Mývatn þrjú sumur, var gjald-
keri Norðurverks við Laxárvirkjun
og veiðivörður víð Laxá 1972, starfs-
maður við Kleppsspítala 1974–1975,
starfsmaður við Sumarhótelið á Laug-
um 1976 og starfsmaður á stofnunum
fyrir þroskahefta í nágrenni Gauta-
borgar 1977 og 1978.
Hermann var forfallakennari
við Héraðsskólann á Laugum 1976,
stundakennari við MA 1988, kenndi
við VMA 1986-95, lektor í félagsfræði
við HA 1987–97 og er dósent þar frá
ársbyrjun 1997. Hann sinnti náms-
ráðgjöf við MA 1986–88, við VMA
1986–88 og kenndi á vegum verka-
lýðsfélagsins Einingar og Akureyrar-
bæjar 1990–93.
Hermann sat í Rannsóknarnáms-
ráði félagsfræðideildar Háskólans í
Gautaborg 1981–84, var formaður Fé-
lags starfsfólks við HA 1991–92, sat í
kennslumálanefnd HA 1992–93, var
formaður samninganefndar Félags
háskólakennara á Akureyri 1992–93,
formaður tölvunefndar HA 1997–
2000, hefur verið formaður dóm-
nefndar um lektorshæfi og dósent-
hæfni, fulltrúi kennara í háskólaráði,
varaforseti háskólaráðs HA, auk þess
sem hann hefur gegnt fjölda annarra
stjórnunar- og trúnaðarstarfa fyrir
HA. Hermann var deildarforseti Heil-
brigðisdeildar Háskólans á Akureyri
frá 2005 til 2009.
Hermann sat í stjórn Félags ís-
lenskra námsmanna í Gautaborg og
nágrenni 1977–78, var fulltrúi SÍNE
í Gautaborg 1977–78, sat í trúnaðar-
ráði stúdentagarðsins í Gautaborg
frá 1977–78, sat í stjórn Félag félags-
fræðinga í Gautaborg 1986–87, sat í
framkvæmdaráði Samfylkingarinnar
á Norðurlandi eystra 1999–2000, og
var varaformaður Samfylkingarinn-
ar á Norðurlandi eystra 2000 til 2001
og formaður kjördæmisráðs 2001 til
2005. Hermann var skoðunarmaður
bæjarreikninga á Akureyri frá 2001
til 2009. Hermann er varaformaður
Sögufélags Eyfirðinga.
Fjölskylda
Kona Hermanns frá 1992 er Karín
María Sveinbjörnsdóttir, f. 12.10.
1951, framhaldsskólakennari. Hún
er dóttir Sveinbjörns Kristjánssonar,
f. 23.11. 1923, búsetts í Hafnarfirði, og
Sylvíu Kristjánsson, f. 25.3. 1924, d.
27.10. 2000.
Dóttir Hermanns og Karínar er
Sylvía Ósk Hermannsdóttir, 24.10.
1994, framhaldsskólanemi.
Kjörsonur Hermanns frá fyrra
hjónabandi er Arnar Freyr S. Her-
mannsson, f. 28.4. 1985.
Börn Karínar frá fyrra hjónabandi
eru Árni Þór Erlendsson, f. 15.5. 1976,
starfar við tölvunar- og kerfisþjón-
ustu, en kona hans er Hildur Elísabet
Ingadóttir, f. 8.8. 1975, bankastarfs-
maður; Harpa Ýr Erlendsdóttir, f. 9.2.
1978, iðjuþjálfi.
Systkini Hermanns: Friðrik Ágúst
Óskarsson, f. 13.5. 1949, stórkaup-
maður, búsettur í Mosfellsbæ; Knút-
ur Óskarsson, f. 23.2. 1952, fram-
kvæmdastjóri, búsettur í Mosfellsbæ;
Una María Óskarsdóttir, f. 19.9. 1962,
uppeldis- og menntunarfræðing-
ur, bæjarfulltrúi í Kópavogi, búsett í
Kópavogi.
Foreldrar Hermanns eru Óskar
Ágústsson, f. 8.11. 1920, íþróttakenn-
ari, og k.h., Elín Friðriksdóttir, f. 8.8.
1923, húsmæðrakennari. Þau voru
lengst af búsett á Laugum en eru nú
búsett í Kópavogi.
Ætt
Óskar er sonur Ágústs, b. á Sauðholti í
Holtum í Rangárvallasýslu Jónssonar.
Móðir Óskars var María, systir Sig-
urjóns bólstrara, afa Ingólfs Margeirs-
sonar rithöfundar. María var dóttir
Jóhanns, b. í Ósgröf á Landi, bróður
Jónasar, langafa rithöfundanna Svövu
og Jökuls Jakobsbarna. Jóhann var
sonur Jóns, b. í Mörk á Landi Finn-
bogasonar af Reynifellsætt. Móð-
ir Maríu var Sigríður Eiríksdóttir,
frá Stokkseyri Höskuldssonar, b. á
Kirkjulæk Eiríkssonar, af Víkings-
lækjarætt.
Elín er dóttir Friðriks Kristjáns,
b. að Sunnuhvoli í Blönduhlíð Hall-
grímssonar, b. þar Friðrikssonar.
Móðir Elínar var Una Sigurðar-
dóttir, á Blönduósi Davíðssonar.
Hermann er að heiman, ásamt
fjölskyldu sinni.
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is Ættfræði | 21Mánudagur 7. febrúar 2011
Til hamingju!
Afmæli 7. febrúar
Til hamingju!
Afmæli 8. febrúar
30 ára
Thomas Banakas Rauðarárstíg 1, Reykjavík
Auður Ösp Ólafsdóttir Mjóuhlíð 14, Reykjavík
Guðni Jóhann Traustason Blómsturvöllum 14,
Neskaupstað
Guðbrandur Þór Bjarnason Efstahrauni 22,
Grindavík
Magnús Þór Gunnarsson Vatnsnesvegi 23,
Reykjanesbæ
Kristinn Sigurberg Traustason Strandgötu
29a, Eskifirði
Konráð Örn Skúlason Birkimel 8a, Reykjavík
Jón Gunnlaugur Stefánsson Kjalarsíðu 12f,
Akureyri
Jakob Guðlaugsson Silfurbraut 36, Höfn í
Hornafirði
40 ára
Gwyn Hlíf Suson Salinas Þorláksgeisla 9,
Reykjavík
Klara Eiríka Finnbogadóttir Breiðuvík 16,
Reykjavík
Ásdís Guðrún Jónsdóttir Lækjarbraut 12, Hellu
Jóna Dóra Eyfjörð Þórsdóttir Núpasíðu 10a,
Akureyri
María Guðrún Sveinsdóttir Einhamri 2, Akranesi
Lingþór Jósepsson Tryggvagötu 16, Selfossi
Margrét Blöndal Garðavegi 7, Reykjanesbæ
50 ára
Patricia Segura Valdes Skipasundi 4, Reykjavík
Þóra Sigurðardóttir Maríubaugi 73, Reykjavík
Sigurpáll Sigurbjörnsson Berjavöllum 4,
Hafnarfirði
Elsa Gunnarsdóttir Ásavegi 27, Vestmannaeyjum
Áslaug Kristinsdóttir Blöndubakka 5, Reykjavík
Trausti Þór Ósvaldsson Ekrusmára 8, Kópavogi
Vilborg Guðnadóttir Rjúpufelli 46, Reykjavík
Elín Huld Halldórsdóttir Lyngbrekku 18, Kópavogi
Þórólfur Kristján Sverrisson Hátúni 21, Eskifirði
Ágúst Viðar Árnason Öldugranda 3, Reykjavík
Þorkell Jónsson Jónsgeisla 19, Reykjavík
60 ára
Yeudakiya Vitkouskaya Skarðshlíð 33c, Akureyri
Bernhard Henning Kerkau Laxárbakka, Akranesi
Kristín Jónsdóttir Sefgörðum 12, Seltjarnarnesi
Þórhildur Jónsdóttir Aðallandi 9, Reykjavík
Sævar Friðrik Sveinsson Kristnibraut 67,
Reykjavík
Þórunn Sveinsdóttir Brekkustíg 27, Reykjanesbæ
Rósa Guðný Jónsdóttir Brautarholti 2, Reykjavík
Hallgrímur Guðmundsson Helluhóli 7, Hell-
issandi
Hlíf Anna Dagfinnsdóttir Hraunbæ 18, Reykjavík
Margrét Rannveig Jónsdóttir Dalatanga 11,
Mosfellsbæ
Magnús R. Sigurðsson Hnjúki, Blönduósi
Þórey Kristín Guðbjartsdóttir Fífudal 8,
Reykjanesbæ
Loftur Jóhannsson Salthömrum 5, Reykjavík
Auðun Sæmundsson Tunguvegi 20, Reykjavík
Ægir Jónsson Klapparbergi 29, Reykjavík
Benedikt Ásgeirsson Sendiráði Moskva, Reykjavík
Fjóla Runólfsdóttir Gunnarsstöðum 3, Þórshöfn
Bjarni Sigurðsson Kristnibraut 85, Reykjavík
Guðlaug Margrét Jónsdóttir Strjúgsstöðum,
Blönduósi
70 ára
Ágúst Ingólfsson Þrastarlundi 4, Garðabæ
Nanna Kristín Bjarnadóttir Brekkugötu 38,
Akureyri
Marinus Schmitz Vesturbergi 18, Reykjavík
Valgerður Elsa Pétursdóttir Krókahrauni 4,
Hafnarfirði
Steinunn Guðbjörg Lórenzdóttir Hraunbraut
16, Kópavogi
Gíslína Kristjánsdóttir Birkihæð 10, Garðabæ
Sigþór Koch Jóhannsson Vesturgötu 53,
Reykjavík
Anna Sigríður Hróðmarsdóttir Nökkvavogi
42, Reykjavík
Ólafur Karlsson Akraseli 14, Reykjavík
75 ára
Erla Sigrún Lúðvíksdóttir Strandvegi 12,
Garðabæ
Sigurður Haraldsson Grófargili, Varmahlíð
Hjördís H. Kröyer Hraunvangi 1, Hafnarfirði
Sigríður Björnsdóttir Fitjamýri, Hvolsvelli
80 ára
Michael Thomas Gaskell Austurvegi 5, Seyðisfirði
Sigurður Þorsteinsson Bjarnahóli 2, Höfn í
Hornafirði
Þórhallur Þ. Jónsson Kópavogsbraut 111, Kópavogi
Hulda Jófríður Óskarsdóttir Goðheimum 8,
Reykjavík
85 ára
Ástbjartur Sæmundsson Álfhólsvegi 85,
Kópavogi
Sigurborg Ágústsdóttir Birkimel 10a, Reykjavík
Sverrir Arnkelsson Álfheimum 52, Reykjavík
Helga Sólveig Jensdóttir Víðilundi 24, Akureyri
Sverrir Jónatansson Grænumýri 6, Seltjarnarnesi
Magdalena Thoroddsen Aflagranda 40,
Reykjavík
Hallgrímur Þórðarson Heiðarvegi 56, Vest-
mannaeyjum
30 ára
Anika Baecker Vaðnesi, Selfossi
Tomasz Robert Jagielsk Þórhólsgötu 1a,
Neskaupstað
Agnieszka Stella Pauli Sómatúni 5, Akureyri
Jaroslaw Szudrowicz Eskivöllum 19, Hafn-
arfirði
Gunnar Tryggvason Aflagranda 21, Reykjavík
Gunnar Bergur Runólfsson Heiðarvegi 20,
Vestmannaeyjum
Guðmundur Ómarsson Snægili 2, Akureyri
Þórður Ófeigsson Gautavík 20, Reykjavík
40 ára
Eggert Ingólfur Herbertsson Hólmaflöt 1,
Akranesi
Hrannar Már Hallkelsson Álaþingi 16,
Kópavogi
Þorsteinn Jónsson Hrísateigi 24, Reykjavík
Hjalti Sigurbergur Hjaltason Tungusíðu 1,
Akureyri
Guðrún Jóhannsdóttir Þóristúni 9, Selfossi
Sólveig Ólöf Gunnarsdóttir Rekagranda 8,
Reykjavík
Júlíus Símon Pálsson Lyngholti 8, Ísafirði
Elín Margrét Stefánsdóttir Fellshlíð,
Akureyri
Stefanía Guðjónsdóttir Rauðavaði 17,
Reykjavík
Heiðar Einarsson Ásaþingi 4, Kópavogi
Böðvar Sveinsson Ásvallagötu 3, Reykjavík
50 ára
Evelyn Manzo Enriquez Háaleitisbraut 24,
Reykjavík
Slawomir Piotr Pietras Snorrabraut 22,
Reykjavík
Georg Páll Kristinsson Bylgjubyggð 1,
Ólafsfirði
Þorkell Cyrusson Stekkjarhvammi 10, Búðardal
Bóas Ævarsson Dalbraut 9, Dalvík
Sólveig Baldursdóttir Holtsgötu 12, Hafn-
arfirði
Björn Friðrik Svavarsson Kvistholti, Sauð-
árkróki
Óðinn Ari Guðmundsson Kirkjubæjarbraut 5,
Vestmannaeyjum
Halldóra Sigurjónsdóttir Orrahólum 5,
Reykjavík
Jónas Þór Hallgrímsson Sólbrekku 24,
Húsavík
Kristján K. Haraldsson Leynisbraut 11,
Grindavík
Brynjólfur Karlsson Hólmvaði 36, Reykjavík
Þórunn Pálmadóttir Bæjarhvammi 1, Hafn-
arfirði
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir Meistaravöllum
5, Reykjavík
Haukur Hauksson Mávahlíð 9, Reykjavík
Sólveig Margeirsdóttir Jórufelli 8, Reykjavík
Anna Salka Knútsdóttir Logafold 67,
Reykjavík
60 ára
Steingrímur S Eiríksson Kringlunni 69,
Reykjavík
Guðrún Jacobsen Garðhúsum 12, Reykjavík
Friðgerður Maríasdóttir Steinholtsvegi 3,
Eskifirði
Geir Jón Grettisson Fiskakvísl 14, Reykjavík
70 ára
Guðbjörg Sigrún Oliversdóttir Fannarfelli
8, Reykjavík
Ólöf Svava Halldórsdóttir Stóru-Drageyri
Felli, Borgarnesi
Katla Magnúsdóttir Austurströnd 2, Sel-
tjarnarnesi
Helga Sveinsdóttir Grandavegi 7, Reykjavík
Anný Elsa Ólafsdóttir Hjallaseli 55, Reykjavík
Örlygur Kristmundsson Gullsmára 7,
Kópavogi
75 ára
Bergmundur Ögmundsson Mýrarholti 12,
Ólafsvík
Hörður Lorange Suðurbraut 10, Hafnarfirði
Sesselja S. Hjaltested Grundargerði 8,
Reykjavík
Jóhanna G. Guðbrandsdóttir Vesturbergi
93, Reykjavík
Málmfríður Pálsdóttir Ketilsbraut 18, Húsavík
80 ára
Hrafnhildur Halldórsdóttir Lyngmóum 5,
Garðabæ
Hlín Guðjónsdóttir Þverbrekku 4, Kópavogi
Gunnlaugur Guðmundsson Haðalandi 17,
Reykjavík
Pétur Pétursson Efstaleiti 10, Reykjavík
Tómas Þórhallsson Sléttuvegi 23, Reykjavík
Ásdís Skarphéðinsdóttir Gunnólfsgötu 6,
Ólafsfirði
Haukur Jónsson Krummahólum 4, Reykjavík
Haraldur fæddist á Hrappsstöð-um í Glæsibæjarhreppi og ólst þar upp til tíu ára aldurs en flutti
þá til Akureyrar. Hann hlaut almenna
barna- og unglingafræðslu.
Haraldur hóf störf hjá KEA 1934,
fyrst sem sendisveinn en stundaði síð-
an afgreiðslustörf við Kjötbúð KEA til
1960. Þá tók hann við starfi kaupfé-
lagsstjóra hjá Kaupfélagi verkamanna
á Akureyri og gegndi því starfi til 1980
er kaupfélagið var lagt niður.
Haraldur var sölustjóri hjá KSÞ á
Svalbarðseyri 1981-86. Hann starf-
rækti eigin söluskrifstofu um árabil
sem seldi unnar og óunnar kjöt- og
fiskafurðir til ýmissa fyrirtækja. Har-
aldur er enn í fullu starfi og er nú sölu-
maður hjá Kjarnafæði.
Haraldur hefur tekið virkan þátt
í ýmsum félagsstörfum. Hann söng
með Karlakórnum Geysi frá 1943,
gegndi formennsku í kórnum í tvö ár
og söng með gömlum Geysisfélögum
þar til fyrir fáeinum árum er sá félags-
skapur var lagður af. Þá var hann for-
maður Íþróttafélagsins Þórs 1960–80
en félagar Þórs og Geysis hafa sýnt
honum margvíslegan heiður. Hann
varð fyrsti heiðursfélagi Þórs er hann
lét af formennsku og á sjötíu og fimm
ára afmæli félagsins var hann fyrstur
manna sæmdur æðsta heiðursmerki
Þórs, gullkrossinum. Þá hefur hann
verið heiðraður af ÍSÍ og ÍBA. Hann er
félagi í Frímúrarareglunni og tók um
árabil virkan þátt í störfum Alþýðu-
flokksins á Akureyri.
Fjölskylda
Haraldur kvæntist 22.5. 1943 Áslaugu
Jónínu Einarsdóttur, f. 1.7. 1921, d.
16.7. 2006, húsmóður og fyrrv. bæj-
arfulltrúa. Hún var dóttir Einars Jó-
hannssonar, byggingameistara á
Akureyri, og Ingibjargar Austfjörð
húsmóður.
Börn Haralds og Áslaugar Jónínu
eru Inga Ólafía, f. 28.11. 1943, búsett á
Álftanesi, gift Jóni G. Gunnlaugssyni,
f. 19.1. 1943, og eiga þau þrjú börn;
Helga Stefanía, f. 7.3. 1949, búsett á
Akureyri, gift Kjartani Kolbeinssyni, f.
24.2. 1949, og eiga þau tvö börn; Berg-
ljót Ása, f. 21.2. 1952, búsett í Reykja-
vík, gift Sveini Guðmundssyni, og eiga
þau tvær dætur.
Albræður Haralds: Haukur Helga-
son, f. 23.5. 1913, d. 1974, húsvörður í
Kópavogsskóla, var kvæntur Halldóru
Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi
og eignuðust þau tvo syni; Njáll Helga-
son, f. 19.11. 1916, d. 1973, starfsmað-
ur Mjólkursamlags KEA, var kvæntur
Öldu Einarsdóttur sem einnig er látin
og eignuðust þau eina dóttur.
Hálfbróðir Haralds, samfeðra, er
Kolbeinn Helgason, f. 1.8. 1928, fyrrv.
skrifstofustjóri Hrafnistu í Hafnarfirði,
nú búsettur á Hrafnistu í Hafnarfirði,
kvæntur Sigríði Jónsdóttur, fyrrv. for-
stöðukonu og eiga þau tvær dætur.
Foreldrar Haralds voru Helgi Kol-
beinsson, f. 17.3. 1876, d. 12.1. 1951,
bóndi á Hrappsstöðum í Glæsibæjar-
hreppi, og f. k. h., Ólafía Kristjánsdótt-
ir, f. 21.6. 1876, d. 31.5. 1924, húsmóð-
ir.
Móðir Haralds lést er hann var að-
eins þriggja ára. Seinni kona Helga
var Guðrún Emelía Jónsdóttir og gekk
hún þeim bræðrum í móðurstað en
hún lést 1984.
Haraldur Marinó Helgason
Fyrrv. kaupfélagsstjóri á Akureyri
Hermann Óskarsson
Dósent við Háskólann á Akureyri
90 ára á þriðjudag
60 ára á mánudag