Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2011, Page 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 7. febrúar 2011 Mánudagur
Rio missir af landsleik
og nágrannaslag
n Laugardagurinn var ömurlegur
fyrir Manchester United því liðið
tapaði ekki bara sínum fyrsta leik í
úrvalsdeildinni
gegn botnliði
Úlfanna heldur
meiddist Rio
Ferdinand einn-
ig á kálfa. Eftir
tapið greindi Sir
Alex Ferguson frá
því að Ferdin-
and yrði frá í
„nokkrar vikur.“ Tíðindin eru ekki
heldur góð fyrir landsliðsþjálfara
Englands, Fabio Capello, því Rio,
sem hefur verið frábær á leiktíð-
inni, missir af æfingaleik Englands
gegn Danmörku á miðvikudaginn.
Hann verður heldur ekki orðinn
klár fyrir nágrannaslaginn gegn
Manchester City um næstu helgi.
Kubica stórslasaður
n Pólverjinn Robert Kubica sem
ekur fyrir Lotus Renault í Formúlu
1 slasaðist alvarlega í bílslysi í
gær. Hann velti
Skoda Fabia
bifreið sinni á
miklum hraða
og endaði á
steinvegg. Ku-
bica var á leið
í keppni í Su-
per2000-hluta
Rally Ronde di
Andora-keppninnar þegar atvikið
átti sér stað. Náði aðstoðaröku-
maður hans að skríða út úr flak-
inu en klippa þurfti Kubica út og
fljúga með hann í þyrlu á næsta
sjúkrahús. Er Kubica illa haldinn
og fyrstu fregnir bentu til þess að
hann væri margbrotinn.
Pacquiao kveður WBC
n Ofurhnefaleikastjarnan Manny
Pacquiao ætlar að láta af hendi
WBC-heimsmeistaratitil sinn í
hnefaleikum
án bardaga en
hann náði í
þann titil með
sigri á Mexíkó-
anum Antonio
Margarito í nóv-
ember. Ástæð-
an er sú að
Pacquiao ætlar
ekki oftar að berjast við menn sem
eru þyngri en veltivigtin leyfir, 147
pund. Bardaginn gegn Margarito
var takmarkaður við 150 pund og
munaði 17 pundum á köppun-
um tveimur. Pacquiao hafði sigur
á stigum en var gífurlega illa far-
inn eftir bardagann þar sem högg
Margaritos voru svo þung.
Arsenal horfir til Given
n Arsene Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal, er loks talinn ætla að leysa
mestu vandræðastöðu liðsins í
sumar, markvarðarstöðuna. Breskir
miðlar héldu því
fram í gær að
hann ætlaði ekki
að taka sénsinn
enn eina ferð-
ina og láta hinn
unga Wojciech
Szcsesny verja
mark liðsins
næsta tímabil
þrátt fyrir að hann muni eflaust
gera það út yfirstandandi tímabil.
Horfir Wenger nú til Shay Given
sem fær að dúsa á bekknum hjá
Manchester City. Given hefur verið
einn albesti markvörður úrvals-
deildarinnar í mörg ár og heldur
Wenger að hann gæti fengið hann
á sjö milljónir punda.
Molar
Fyrstu meistararnir krýndir Keflavík varð meistari
í fyrsta Fótbolta.net-mótinu en það lagði ÍBV í vítaspyrnukeppni í
úrslitaleiknum um helgina. Andri Ólafsson kom ÍBV yfir með vítaspyrnu í
fyrri hálfleik en Haraldur Freyr Guðmundsson jafnaði metin í seinni hálfleik. Í
vítaspyrnukeppninni hafði Keflavík betur, 4–3, en sigurinn innsiglaði Grétar
Ólafur Hjartarson. ÍA tók þriðja sætið í mótinu með sigri á HK í leiknum um
bronsið, 3–0, og Grindavík vann Stjörnuna í leiknum um fimmta sætið, einn-
ig í vítaspyrnukeppni. Leikurinn um sjöunda sætið fer fram á þriðjudaginn
en þar mætast Íslandsmeistarar Breiðabliks og bikarmeistarar FH.
Fram komst ekki áfram Kvennalið Fram í
handbolta er úr leik í Evrópukeppni bikarhafa en það tapaði
tvívegis fyrir þýska liðinu Bloomberg-Lippe í Safamýrinni um
helgina, samanlagt 56–53. Bloomberg-Lippe vann fyrri leikinn
með tveimur mörkum, 26–24, en hafði mest tíu marka forskot,
11–1. Í seinni leiknum, á laugardaginn, hafði Fram betur í hálfleik,
15–13, en of mörg sóknarmistök gerðu út um vonir Safamýrar-
stúlkna. Á laugardaginn voru þær Karen Knútsdóttir og Stella
Sigurðardóttir markahæstar með átta mörk hvor.
„Svona áfangi hefur mikið að segja fyr-
ir svona lítið bæjarfélag. Þetta gleð-
ur klárlega einhverja,“ segir Benedikt
Guðmundsson, þjálfari 1. deildar liðs
Þórs Þorlákshafnar í körfuboltanum.
Þór vann um helgina sinn fjórtánda
leik í röð í 1. deildinni þegar liðið lagði
Val á heimavelli. Með hagstæðum úr-
slitum í öðrum leikjum var það ljóst
að Þór væri komið upp í Iceland Ex-
press-deildina í þriðja skiptið. Bene-
dikt hefur náð undraverðum árangri
með Þórsliðið sem hefur ekki tapað leik
í deildinni. DV sló á þráðinn til hans og
spurði hvernig honum hefði verið inn-
anbrjósts þegar lokaflautið gall. „Ég
vissi ekkert um stöðuna í hinum leikj-
unum og hélt því að við þyrftum að ná
í alla vega einn sigur til viðbótar. Síðan
heyrði ég að Þór Akureyri hefði tapað
og þá væri þetta komið. Ég fagnaði samt
ekkert eins og óður maður þegar loka-
flautið kom,“ segir Benedikt.
Hafði alltaf trú á árangri
„Ég er bara rosalega ánægður fyrir hönd
strákanna, fólksins sem er að mæta á
leikina, stjórnarinnar og allra. Þetta er
flottur áfangi fyrir liðið,“ segir Benedikt
en óraði hann fyrir taplausu tímabili
þegar hann tók við liðinu í fyrrasumar.
„Nei, maður sér svoleiðis ekkert fyrir
sér. Við erum samt búnir að vera nokk-
uð einbeittir að vinna þessa leiki og
við ætlum ekkert að slaka á núna. Það
eru fjórir leikir eftir og þá ætlum við að
vinna líka. Við erum með þunnan hóp
sem má lítið við meiðslum,“ segir hann.
„Ég hafði samt alltaf trú á að við
gætum farið upp. Við erum með sterk-
an heimavöll og gríðarlega flotta stuðn-
ingsmannasveit. Ég vissi um leið og ég
tók við að við hefðum það sem þurfti til
að gera eitthvað í vetur. Ég var samt ekki
að sjá fram á að vera taplausir í febrú-
ar. OKkar var spáð þriðja sæti en það
þarf allt að ganga upp til að svona ár-
angur náist. Heppnin þarf líka að vera
með þér,“ segir Benedikt en stuðnings-
mannasveitin, Græni drekinn, hefur
fylgt liðinu út um allt og komið því yfir
erfiðustu hjallana.
„Þessir strákar eru frábærir. Ég held
að eini leikurinn sem þeir mættu ekki á
hafi verið gegn Hetti á Egilsstöðum. Það
skiptir gríðarlega miklu máli fyrir lið að
hafa svona öfluga stuðningsmenn. Það
þekki ég úr KR þar sem Miðjan var. Það
eru algjör forréttindi fyrir mig að hafa
haft bæði Græna drekann og Miðjuna
á bak við mig. Þetta eru klárlega tvær
bestu stuðningsmannasveitirnar á
landinu.“
Mikill vilji
Þórsliðið er borið uppi af ungum
heimamönnum á aldrinum 16–22 en í
kringum þá eru tveir sterkir útlending-
ar sem Benedikt segir hafa hjálpað lið-
inu mikið. „Þeir hafa verið alveg þvílíkt
duglegir og æfa hér allan daginn. Það er
frábært fyrir ungu strákana að sjá svona
atvinnumenn æfa allan daginn og hafa
til að leiða sig áfram í dugnaðinum. Að
vera með svona atvinnumenn er gulls
ígildi,“ segir Benedikt sem hefur á löng-
um þjálfaraferli sínum fengið til lands-
ins alls kyns týpur af erlendum leik-
mönnum. „Hingað hafa komið menn
sem nenna ekkert að æfa en þessir
strákar eru réttum megin við strikið,“
segir hann.
En hvað er það sem gerir liðið
svona ósigrandi? „Mikill vilji,“ svar-
ar Benedikt um hæl. „Menn eru mjög
einbeittir, leggja mikið á sig og eru til-
búnir að gera það sem þarf til. Þegar ég
tók við hurfu nokkrir strákar á braut en
þeir sem eftir voru hafa verið tilbúnir í
nánast hvað sem eru. Þeir gera allt sem
þeir geta og meira til. Dugnaðurinn
í liðinu er mikill. Því þó hópurinn sé
fámennur er hann góðmennur,“ segir
Benedikt.
Vistaskiptin viðbrigði
Framganga Þorlákshafnar Þórsara á
tímabilinu er enn ein rósin í hnappagat
Benedikts Guðmundssonar sem hefur
afrekað ótrúlega hluti sem þjálfari þrátt
fyrir ungan aldur. Hann þjálfaði á sín-
um tíma 1982-árganginn hjá KR sem
innihélt meðal annars Jón Arnór Stef-
ánsson en þeir drengir töpuðu varla
leik. Hann var einnig þjálfari U18 ára
landsliðs Íslands þegar það lagði ríkj-
andi Evrópumeistara Frakka í frægum
leik.
Með félagsliðum hefur Benedikt
gert frábæra hluti. Hann kom ungu
Fjölnisliði upp í úrvalsdeildina 2004 og
fór með það í úrslitakeppnina þar. Hann
tók síðan við uppeldisfélagi sínu, KR, og
gerði það að Íslandsmeistara 2007 og
2009. Í fyrra stýrði hann kvennaliði KR
og árangurinn sá sami, Íslandsmeistari.
Hversu langt Benedikt kemst með Þór
vill hann lítið segja.
„Ég vil eiginlega bara ekkert hugsa
út í það. Það er voðalega erfitt að gera
upp á milli. Síðasti sigurinn er oftast sá
sætasti og maður stefnir síðan á þann
næsta,“ segir hann en hvernig var þá að
skipta yfir til Þórlákshafnar úr Vestur-
bænum?
„Það voru auðvitað viðbrigði. Það er
sérstakt að koma úr stórveldi í svona lít-
ið bæjarfélag en ef hugurinn er til staðar
hjá leikmönnum, og hjartað, þá geta öll
lið verið stór. Félögin eru auðvitað bara
það fólk sem starfar í kringum þau.“
segir Benedikt.
Flutti og fór „all in“
„Þetta var bara þannig tímapunktur hjá
mér að ég var tilbúinn að taka þessari
áskorun,“ segir Benedikt um ákvörðun-
ina um að taka við Þór í fyrrasumar. „Að
taka við liði í næstefstu deild og koma
því til metorða er alveg jafnspennandi
og vera að berjast um titla í efstu deild.
Ég sé svo sannarlega ekki eftir komu
minni hingað,“ segir hann en Benedikt
tók skrefið til fulls og flutti til Þorláks-
hafnar.
„Já, ég fór bara „all in“. Ég byrjaði á
að keyra þetta en svo kom hugmynd frá
konunni um að prófa eitthvað nýtt. Við
ákváðum því bara að flytja. Þetta er ekki
nema hálftíma frá bænum þannig að
það er alltaf hægt að skjótast. Við eigum
þrjú börn og Þorlákshöfn er yndislegur
staður til að vera á með fjölskyldu,“ segir
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs
frá Þorlákshöfn sem mun leika á meðal
þeirra bestu á næsta tímabili.
n Þór Þorlákshöfn taplaust í 1. deildinni í körfu og komið upp í efstu deild n Enn ein rósin í
hnappagat Benedikts Guðmundssonar þjálfara n Skildi við Vesturbæjarstórveldið, flutti
til Þorlákshafnar og fór „all in“ n Stuðningsmannasveitin Græni drekinn mætir á alla leiki
ó igran i
Græni drekinn
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Frábær árangur Allt sem Benedikt snertir verður að gulli. Mynd dAVíð ÞóR GuðlAuGSSon
Frábær stuðningsmannasveit Græni
drekinn fylgir Þórsurum hvert sem er og
lætur vita af sér. Mynd dAVíð ÞóR GuðlAuGSSon