Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Qupperneq 2
Rúmlega 48 milljarða króna lán Landsbanka Íslands til eignar- haldsfélagsins Styttu í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 var ákvarðað nákvæmlega út frá skuld- um eignarhaldsfélagsins Fons við bankann. Í viðskiptunum seldi Fons, sem var í eigu Pálma Har- aldssonar fjárfestis, tæplega 30 pró- senta eignarhlut í bresku matvöru- verslanakeðjunni Iceland til Styttu, sem var í eigu Stoða og þriggja lyk- ilstarfsmanna Iceland-keðjunnar Malcolms Walkers, Andrews Prit- chards og Tarsems Dhaliwal, fyr- ir tæpa áttatíu milljarða króna. Um 50 milljarðar komu frá Landsbank- anum. Eftirstöðvarnar af láninu fyr- ir Iceland komu frá Glitni. Tilgangur viðskiptanna og verðmat á Iceland- keðjunni virðist meðal annars hafa verið að búa þannig um hnútana að eignarhaldsfélagið Fons og tengd fé- lög í eigu Pálma Haraldssonar gætu greitt upp skuldir sínar við Lands- bankann og Glitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tölvupóstum á milli starfs- manna Landsbanka Íslands og starfsmanna Stoða, áður FL Group, og starfsmanna Glitnis sem DV hef- ur undir höndum. Tölvusamskiptin áttu sér stað í september árið 2008, skömmu fyrir íslenska bankahrun- ið. Samskiptin sýna vel þau nánu tengsl sem voru á milli Landsbank- ans og Baugstengdra aðila, meðal annars Stoða og Fons, í árunum fyr- ir íslenska bankahrunið. Tilkynnt um 100 milljarða viðskipti Um miðjan ágúst 2008 var greint frá því í fjölmiðlum á Íslandi að Pálmi Haraldsson hefði síðustu mánuðina þar á undan selt hlutabréf fyrir sam- tals um 100 milljarða króna. Stærsti hluti þessarar sölu voru umrædd viðskipti með hlutabréf í Iceland- keðjunni. Þegar Pálmi var spurður af hverju hann hefði átt í þessum um- fangsmiklu viðskiptum sagði hann að fyrir því hafi verið tvær ástæður: Hann hafi viljað selja og kaupand- inn hafi viljað kaupa. Pálmi þvertók einnig fyrir að vera í peningavand- ræðum og vísaði til þess að eigið fé Fons væri 40 milljarðar króna. Inntakið í fréttum af sölunni þá var á þá leið að Fons hefði hagn- ast um 75 milljarða króna á því að selja hlutabréfin í Iceland-keðjunni. Pálmi kom þá fram í fjölmiðlum og sagði: „Þetta er sennilega Íslands- met í hagnaði.“ Ekkert var rætt um það þá að eitt af markmiðum við- skiptanna hefði verið að grynnka á skuldum Fons við Glitni og Lands- bankann. Viðskiptin með Iceland- bréfin voru því kynnt á þann hátt að þau hefðu verið á hreinum við- skiptalegum forsendum. Söluverðið hið sama og skuldir Fons Í tölvupóstunum frá því í septem- ber 2008 kemur hins vegar annað upp úr dúrnum. Samkvæmt þeim teiknaði fyrirtækjasvið Landsbanka Íslands viðskiptin upp og byggði ætlaðar lánveitingar sínar til Styttu alfarið á því hversu mikið Fons skuldaði Landsbankanum. Hægt var að hengja hvaða verðmiða sem var á hlutabréfin í Iceland-keðjunni þar sem félagið var óskráð félag – ekki skráð á markaði. Þess vegna var hægt að byggja verðmatið á hluta- bréfum Fons í Iceland á því hversu mikið Fons skuldaði bankanum. Þó skal tekið fram að söluverðið á bréf- unum er ekki galið þegar litið er á ætlað markaðsvirði Iceland-keðj- unnar í dag. Malcolm Walker, einn af stofnendum Iceland, hefur gert skilanefnd bankans tilboð í félagið upp á milljarð punda, tæplega 190 milljarða króna. Þessi hugsun á bak við viðskiptin sést í tölvupósti sem Einar Kristján Jónsson, lögfræðingur í útlánaþjón- ustu Landsbankans, sendi til Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group, Bernhards Bogasonar, lögmanns hjá FL Group, Viðars Þorkelssonar, forstjóra Landic Property, og fleiri aðila þann 10. september 2008. Í tölvupóstinum sagði Einar að Landsbankinn væri búinn að út- búa lánasamningana vegna Styttu- viðskiptanna og bað auk þess um ábyrgð frá Glitni vegna hins hluta lánafyrirgreiðslunnar til Styttu. „Sælir. Meðfylgjandi eru loka ein- tök samninganna. Annar í 8 mynt- um upp á 48,120mj. og sá samning- ur ber vexti frá 15. ágúst 2008. Hinn uppá 2,005mj. og sá samningur ber vexti frá 1. september.“ Athygli vek- ur að verið var að ganga frá þess- um lánasamningum á þessum tíma, tæpum mánuði eftir að búið var að greina frá viðskiptunum í fjölmiðl- um. Svo sagði Einar, eftir að hafa út- listað uppbyggingu lánasamnings- ins og vægi einstakra gjaldmiðla í honum: „Lánsfjárhæðin á 48,12mj. láninu er miðuð við núverandi fjár- hæðir á lánum Fons miðað við geng- ið 15. ágúst 2008.“ Af þessu sést að Stytta yfirtók í reynd aðeins hluta- bréf Fons í Iceland-keðjunni og tók á sama tíma yfir lán Fons í Lands- bankanum og hjá Glitni. Segja má að forsendur viðskiptanna hafi verið aðeins aðrar en Pálmi hélt fram þeg- ar hann sagði að tvær ástæður hefðu verið fyrir sölunni á hlutabréfunum: Áhugi hans á að selja og áhugi kaup- endanna á að kaupa. Tveir milljarðar vegna Iceland Express Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er fjallað um umrædda lán- veitingu til Styttu og vísað í fund lánanefndar Landsbankans frá 24. september 2008 þar sem lánveiting- in var tekin fyrir. Í fundargerðinni segir, og staðfestir það þann skiln- ing sem fram kom í tölvupósti Ein- ars Kristjáns að nota ætti lánið frá Landsbankanum til að greiða upp skuldir Fons við bankann: „Lánamál afgreidd milli funda (JÞG) Stytta ehf. (ÁM) – 50 ma.kr. PIK lán til 2ja ára á Reibor + 3,25%/Libor + 4,50% auk 0,25% lántökugjalds. Andvirði ráðstafast alfarið til uppgreiðslu á lánum  Fons  hf., Sikker ehf. (yfir- tökufélag Securitas) og fleiri aðila í  LÍ. Til tryggingar er 29,7% hlutur í  Iceland  Foods og hlutabréf að nv. 405.717.327 kr. í Landic Property hf. Verðmæti hlutabréfanna í  Iceland  í sölunni er um 40,5 millj. GBP (66 ma.kr.) og Landic á u.þ.b. 5,7 ma.kr. 2 | Fréttir 28. febrúar 2011 Mánudagur „Þetta er senni- lega Íslandsmet í hagnaði. Blekkingarnar með Iceland-bréf Fons n Tölvupóstar sýna að tilgangurinn með Styttuviðskiptunum í ágúst 2008 var að greiða niður skuldir Fons við Landsbankann og Glitni n Viðskiptin voru kynnt sem Íslandsmet í hagnaði n Tilgangur viðskiptanna var þó annar en greint var frá n Verðmatið á Iceland-bréfum Fons byggði á skuldastöðu Fons við Landsbankann Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Að frumkvæði Stoða Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, var einn þeirra sem Landsbankinn hafði með í ráðum þegar rætt var um lánafyrirgreiðsluna til Styttu. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður félagsins, sést hér til hliðar við hann. Viðskiptin voru að frumkvæði Stoða. Stytta í rannsóknarskýrslunni „Áhættuskuldbindingar október 2008: 60 milljarðar króna. Stytta ehf. var stofnað til að halda utan um kaup félagsins á 22,5% hlut í Iceland Foods Group Ltd. af Fons hf. í júlí 2008. Eigendur Styttu ehf. voru Stoðir hf. (áður FL Group hf.) með 36,4% eignarhlut og þrír helstu stjórnendur Iceland Foods Group Ltd. með samtals 63,6% hlut, Malcolm Walker, Andrew Pritchard og Tarsem Dhaliwal. Stjórnarformaður og prókúruhafi félagsins var Bernhard Nils Bogason. Á tímabilinu 1. janúar 2007 til 30. september 2008 hækkuðu skuldir Styttu ehf. um 60,0 milljarða króna. Í evrum hækkuðu skuldbindingar félagsins um 412,3 milljónir: Nýjar lánveitingar samkvæmt ákvörðun lánanefnda námu 55,7 milljörðum króna á tímabilinu. Andvirðinu var ráðstafað til kaupa á verðbréfum. Til tryggingar láninu voru hlutir Styttu ehf. og Stoða hf. í Iceland Foods Group Ltd., samtals 29,7% að verðmæti 66 milljarðar króna, og hlutir Stoða hf. í Landic Property hf., verðmæti 5,7 milljarðar króna. Heildarverðmæti trygginga þegar lánið var greitt út var metið á um 71,7 milljarða króna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.