Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Qupperneq 6
„Það er ekkert sem bendir til þess
nú að eldgos sé væntanlegt, en það
væri beinlínis hagræðing sannleik-
ans að útiloka það,“ segir Sigurður Þ.
Ragnarsson, jarðvísindamaður hjá
Veðri ehf. Snarpir jarðskjálftar urðu
við Kleifarvatn á sunnudag sem fjöl-
margir íbúar höfuðborgarsvæðisins
fundu fyrir. Sá stærsti varð klukk-
an 17.27 á sunnudag en skjálftinn
mældist 4,2 á Richter. Á sunnudags-
morgun urðu tveir skjálftar, annars
vegar 3,7 á Richter og hins vegar 4.
Sigurður segir að ekkert komi á óvart
við þessa atburði.
Virkt eldgosasvæði
„Við megum ekki gleyma því að Suð-
urlandsskjálftarnir sem byrjuðu
17. júní árið 2000 hafa bæði losað
spennu og byggt upp spennu ann-
ars staðar. Suðurlandskjálftarnir
hegðuðu sér eins og menn áttu von
á. Byrjuðu austur í sveitum og hafa
síðan verið að færa sig smám sam-
an til vesturs,“ segir Sigurður. Hann
segir að því komi það ekki á óvart að
jarðskorpan sé að aðlaga sig breyttu
spennustigi. „Á hinn bóginn megum
við alls ekki gleyma því að Reykja-
nesskaginn er virkt eldgosasvæði og
hefur þar að auki gosið á söguleg-
um tíma, sennilega síðast á 14. eða
15. öld,“ segir Sigurður og vísar til
hraunsins sem menn þekkja suður af
álverinu í Straumsvík, svokallað Kap-
elluhraun.
Siglum inn í tímabil eldgosa
Sigurður segir að hraunið hafi runnið
úr gíg í námunda við Sveifluhálsana
sem eru í raun á því svæði sem nú
skelfur. Hann bendir því á að menn
þurfi vissulega að fylgjast vel með
öllum jarðskorpuhreyfingum á þessu
svæði, sérstaklega dýpi skjálftanna
og óróa, til að átta sig á hvort kvika sé
þarna á ferðinni. „Það er margt sem
bendir til að við séum að sigla inn í
eldgosatímabil hér á landi og þegar
maður sér uppbrot jarðskorpunnar
á þessu svæði með þeim hætti sem
við sjáum nú, það er tiltölulega stóra
skjálfta ofarlega í skorpunni, opnast
oft glufur sem auðvelda kvikunni að
komast til yfirborðs,“ segir Sigurður.
Hann bendir á að í grunninn sé
málið það að þessir skjálftar teng-
ist fyrst og fremst landrekinu, suð-
urhlutinn er á leið í austsuðaustur-
átt og sá nyrðri í vestnorðvesturátt.
Jarðskorpan verður að svara þessu
landreki og þá með snörpum skjálft-
um. „Ég verð þó að viðurkenna að
það kæmi mér alls ekki á óvart að
innan ekki svo langs tíma gæti far-
ið að gjósa á Reykjanesskaganum,“
segir Sigurður. Það yrði þá fyrst og
fremst hraungos með lítilli gjósku-
framleiðslu og því ættu höfuðborg-
arbúar að geta verið rólegir enn um
sinn í það minnsta. „Þetta yrði í það
minnsta ekkert líkt Eyjafjallagosinu
sem valdið hefur miklum vanda á
Suðurlandi,“ segir jarðeðlisfræðing-
urinn Sigurður að lokum.
Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlis-
fræðingur á Veðurstofu Íslands, seg-
ir ekki hægt að útiloka eldgos í kjöl-
far skjálftanna. Hún bendir á að allan
samanburð skorti því síðast hafi gos-
ið á svæðinu á 14. öld en sem stendur
hefur hún ekki áhyggjur. „Við erum
ekki farin að sjá neitt sem tengist
mögulegu gosi. En svæðið er auðvit-
að eldvirkt og því fylgjumst við með
því sem er að gerast. Það eru mörg
hundruð ár síðan gaus þarna síðast,
mig minnir að það hafi síðast verið á
14. öld. Svæðið hefur legið niðri síð-
an en gosin þarna geta staðið lengi
yfir,“ segir Steinunn.
Aðspurð hvort skjálftahrinan
valdi henni áhyggjum segir hún að
svo sé ekki. „Nei, ekkert sérstaklega.
En það er alltaf ýmislegt í kringum
það þegar koma svona stórir skjálft-
ar. Við vitum ekki alveg nákvæmlega
hvað þarna er í gangi,“ segir Steinunn
og bætir við að vænta megi fleiri jarð-
skjálfta á næstu dögum af svipuðum
toga og urðu á sunnudag.
6 | Fréttir 28. febrúar 2011 Mánudagur
Ingibjörg svarar
Þóru Kristínu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr-
verandi formaður Samfylkingar og
fyrrverandi utanríkisráðherra, segir
það rangt að Alþingi, í ríkisstjórn-
artíð Geirs H. Haarde, hafi skuld-
bundið íslensku þjóðina til að greiða
skuldina vegna Icesave. Þetta sagði
Ingibjörg á Facebook-síðu sinni á
sunnudag en tilefnið var leiðari Þóru
Kristínar Ásgeirsdóttur, ritstjóra
Smugunnar, sem hún ritaði nýlega.
Í honum sagði Þóra Kristín sem fyrr
segir að þingið hafi skuldbundið
þjóðina til að greiða Icesave hvað
sem mönnum fyndist um lagalega
stöðu málsins.
„Þess vegna getur íslenska þjóð-
in siðferðislega ekki tekið afstöðu
til annarra hluta en á hvaða vöxt-
um og með hvaða skilmálum þær
endurgreiðslur eigi að vera,“ sagði
Þóra Kristín í leiðaranum. Nú hefur
Ingibjörg Sólrún svarað fyrir þessi
ummæli. „Þetta er ekki rétt. Alþingi
samþykkti þann 5. des 2008 að
ganga til viðræðna um Icesave á til-
teknum grundvelli. Þetta var þings-
ályktun sem byggðist á mati á stöð-
unni á þeim tímapunkti og fól í sér
pólitíska skuldbindingu þáverandi
stjórnvalda að fara samningaleiðina.
Ályktunin skuldbindur þjóðina ekki
með neinum hætti að þjóðarrétti.“
Dæmdur fyrir
blygðunarbrot
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi
á föstudag 67 ára karlmann í fjög-
urra mánaða skilorðsbundið fang-
elsi fyrir að særa blygðunarsemi
nágrannahjóna sinna. Maður-
inn var ákærður fyrir að hafa átt
við kynfæri sín þar sem hann var
fáklæddur fyrir framan glugga á
heimili sínu andspænis leikvelli.
Maðurinn neitaði því að hafa verið
að fróa sér íklæddur fráhnepptri
skyrtu fyrir framan börn og full-
orðna á leikvellinum. Hann viður-
kenndi að hafa hugsanlega „klórað
sér í pungnum.“ Málið var tilkynnt
þann 16. maí í fyrra. Haft er eftir
ákærða í lögregluskýrslu að „þetta
væri mjög eðlileg hegðun og að
allir gerðu svona. Hann gæti ekki
að því gert að einhverjum börnum
þætti þetta ógeðslegt. Það kæmi
þeim ekki við hvað hann gerði á
heimili sínu.“
Í niðurstöðu dómsins segir að
hjónin hafi séð ákærða handfjatla
kynfæri sín. Var háttsemi hans til
þess fallin að særa blygðunarsemi
þeirra sem yrðu vitni að henni og
kom fram hjá vitnunum að þeim
hafi verið stórlega misboðið við at-
ferli hans. Var hann því sakfelldur
samkvæmt ákæru.
Reykjavík
Reykjanesbær
Stærstu skjálftarnir á sunnudag
Kleifarvatn
Stærð Tími Staður
4,1 17:27:36 4,8 km NNA af Krýsuvík
3,7 09:05:59 5,1 km NNA af Krýsuvík
3,6 08:20:25 40,8 km ASA af Eldeyjarboða
EKKI HÆGT AÐ
ÚTILOKA GOS
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
n Jarðskjálftavirkni við Kleifarvatn gefur tilefni til að hafa
áhyggjur n Jarðvísindamaður segir margt benda til að við séum
að sigla inn í eldgosatímabil n Má búast við fleiri skjálftum
Félagsbústaðir stefndu sautján einstaklingum vegna vanskila:
Vanskil aukast
„Þessi mál snúast um vanskil á húsa-
leigu,“ segir Lára Þorsteinsdóttir, fjár-
reiðustjóri Félagsbústaða hf.
Félagsbústaðir voru áberandi á
dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur
á föstudag því þá voru þingfest mál
gegn sautján einstaklingum vegna
vanskila á húsaleigu. Í samtali við DV
segir Lára að um ótengd mál hafi verið
að ræða en sá háttur sé yfirleitt hafð-
ur á að málin séu tekin fyrir sama dag-
inn. „Þeir taka fyrir nokkur mál í einu
og þeim er síðan raðað á sama dag-
inn,“ segir Lára og bætir við að flest
málin leysist farsællega og í einhverj-
um tilfellum náist samkomulag áður
en dómur í viðkomandi málum fellur.
Félagsbústaðir hf. eru með 2.158
íbúðir á sínum snærum og segir Lára
að mjög lítið hlutfall leigjenda lendi
í vanskilum. „Það er bara brotabrot,“
segir Lára.
Aðspurð hvort hlutfall vanskila hafi
farið vaxandi eftir hrun fjármálakerf-
isins árið 2008 og fjárhagsvandræði
þúsunda einstaklinga í kjölfarið segir
Lára að vart hafi verið við smávægi-
lega aukningu. „Við höfum ekki orðið
vör við aukningu að neinu marki en
þó einhverja smávægilega aukningu,“
segir hún.
Lára segir að mál hafi yfirleitt ver-
ið í löngum farvegi áður en þau koma
til kasta dómstóla. „Fólk fær til að
byrja með greiðsluáskorun og síðan
fer þetta í dálítið langt ferli. Fólk er þá
búið að vera að safna skuldum í ein-
hvern tíma,“ segir Lára.
Sautján einstaklingar Málin voru þing-
fest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.
Endurnærir og hreinsar ristilinn
allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
„Ég verð þó að
viðurkenna að
það kæmi mér alls
ekki á óvart að innan
ekki svo langs tíma
gæti farið að gjósa á
Reykjanesskaganum.
Mikil virkni Reykja-
nesskaginn er virkt
eldgosasvæði og þar
gaus síðast á 14. öld.