Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Qupperneq 15
Lækkum innihitann Hitakostnaður hækkar um 7 prósent við hverja gráðu sem hitinn er hækkaður. Þetta kemur fram á vef Orkusetursins. Þar segir að algengur hiti í húsum hér á landi sé 23 til 25°C. Rannsóknir sýna hins vegar að 20°C innihiti sé kjörhiti með tilliti til loftgæða og líðan íbúa. Í svefnherbergjum megi jafnvel lækka hitann allt niður í 18°C og öðrum herbergjum sem ekki eru notuð að staðaldri, svo sem geymslum, getur hitastigið verið 15°C. Það er því óþarfi að kynda heimilið í botn og opna glugga. Lækkum frekar hitann og loftum öðru hvoru út. Borðum fisk Ágæti fisks verður seint nægilega lofað og er langlífi Íslendinga oft tengt fiskneyslu landsmanna. Þrátt fyrir jákvæð áhrif fiskneyslu hefur hún minnkað töluvert undanfarin ár og yngra fólk borðar sjaldnar fisk en eldra fólk. Fiskur inniheldur mörg lífsnauðsynleg næringarefni, snefilefni og vítamín og er hann uppspretta hágæða- próteina. Á vef Matís segir að rannsóknir sýni að fisk- og lýsisneysla hafi jákvæð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. Nýjar og mikilvægar niðurstöður hvað varðar próteinin sýni einnig að þau auðveldi þyngdartap hjá fullorðnu fólki, þau lækki ákveðnar gerðir blóðfitu og auki andoxunarvirkni. Þar segir að í feitum fiski sé einnig að finna töluvert af D-vítamíni sem gegnir mörgum mikilvægum hlutverkum í líkamanum í sambandi við nýtingu á kalki. Neytendur | 15Mánudagur 28. febrúar 2011 Borgin stefnir á að leggja tíu kílómetra af hjólastígum á ári hverju: Lítur á hjólið sem valkost Nútímapensilín Ólífulaufsþykkni getur verið gott ráð við ýmsum kvillum segir á vef Heilsubankans. Þar segir að þykknið sé oft nefnt „pensilín nútímans“ en það geti virkað gegn sveppum, vírusum, sýklum og jafnvel sný- kidýrum. Það dragi úr skaðsemi sjúkdómsvaldandi örvera og úr bólgum í vefjagigt. Það vinni einnig á kvefi, flensum og herpessýkingum. Taka megi þykknið til að fyrirbyggja kvef og flensur og það sé virkt gegn streptókokkum. Það sé gott gegn síþreytu, auki blóðflæðið og sé í alla staði góð hjálp við að halda heilsunni í lagi, bæði til að fyrir- byggja smitsjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Sparnaður og betri heilsa Að rækta garðinn sinn er góð og hagkvæm iðja. Þó enn sé vetur þá er tæpur mánuður í vorjafndægur og því ekki úr vegi að fara að huga að þessu ágæta sparnaðarráði. Á vef Matarkörfunnar segir að til að ná sem bestum árangri sé gott að fjárfesta eða smíða vermireiti sem eru kassar með plasti ofan á. Þar er þeim, sem búa í blokk eða hafa ekki tök á að stinga upp garðinn sinn, bent á að hægt sé að leigja sér skika hjá Reykjavíkurborg og eflaust fleiri sveitarfélögum. Hægt sé að rækta til dæmis blómkál, gulrætur, hvítkál, næpur, kryddjurtir, radísur, jarðarber og kartöflur svo eitthvað sé nefnt. Í haust verður svo hægt að fylla kæligeymslur af nýuppteknu grænmeti og sumt má frysta. Sparnaðarráð sem stuðlar einnig að betri heilsu. Kryddaðu kjötið í poka Hver kannast ekki við að þegar mat- ur er kryddaður getur krydd farið út um allt borð? Ráð við því er að finna á kjot.is en þar er bent á að krydda kjötið í plastpoka. Það sé þægilegt, hreinlegt og fljótlegt að krydda eða hjúpa kjöt í sterkum plastpoka. Setja skal kjötið í pokann ásamt viðkom- andi kryddi. Pokanum er svo lokað með umtalsverðu lofti og innihaldið hrist svo allir kjötbitarnir fái sömu meðferð. Þetta á líka við ef hjúpa á kjötið með til dæmis raspi eða hveiti. Svo er auðvelt að taka kjötið upp úr pokanum til matreiðslu og kasta pokanum í ruslið. Taktu fram hjólið og sparaðu stórfé n Það má spara um 90.000 krónur á ári með því að hjóla í vinnuna n Einnig sparast 988 kílógrömm af koltvísýringi n Reiknaðu út hvað þú sparar af eldsneyti og útblæstri ef bifreiðin er skilin eftir heima Fyrir utan þá staðreynd að hjólreið- ar eru tilvalin líkamsrækt sem all- ir geta tileinkað sér þá hefur sá lífs- stíll óneitanlega mikinn sparnað í för með sér. Á heimasíðu Orkusetursins má finna reiknivél sem hægt er að nýta sér til að sjá hve mikið maður sparar með því að hjóla í stað þess að nota bíl. Eins reiknar hann út þær hitaeiningar sem maður eyðir við það að hjóla eða ganga sömu veg- lengd og þar að auki þann útblástur sem sparast. Neytendur eru hvattir til að nota reiknivélina til að finna út hvað hver og einn getur sparað. Sett í samhengi Tökum sem dæmi einstakling sem ferðast 20 kílómetra á degi hverjum til og frá vinnu 260 daga á ári. Hann ekur beinskiptum Toyota Corolla og verðið á bensínlítranum er 222 krónur. Á degi hverjum eyðir hann 1,6 lítrum af bensíni sem gera 350 krónur. Þetta gera 416 lítra af bens- íni og 988 kílógrömm af koltvísýr- ingi sem fara út í andrúmsloftið á ári hverju. Ef viðkomandi á hjól sem hann ákveður að taka fram og leggja bílnum mun hann spara 91.000 krónur á ári í bensínkostnað. Það er einungis bensínið sem eyðist við að keyra til og frá vinnu en öll önnur notkun á bílnum er ekki inni í dæminu. Ekki eru tekin inn í af- föll og slit á bifreiðinni sem sparast með hjólreiðum og göngu. Með tilliti til líkamsræktarinnar sem fæst út úr hjólreiðum má ætla að meðalmaðurinn, sem er 70 kíló- grömm eyði 592 hitaeiningum við að hjóla vegalengdina en 1.112 við að ganga hana. Eins má taka inn í dæmið að árskort í líkamsrækt kostar allt frá 30.000 til 65.000 sem hægt er að spara með því að hjóla. Ný hjól sem henta vel til notk- unar innanbæjar kosta á bilinu 60.000 til 90.000 þúsund og gera verður ráð fyrir auka kostnaði upp á 10.000 til 20.000 fyrir öryggis- búnað. Það má því segja að nýtt hjól borgi sig upp á ári ef einung- is er tekinn inn í dæmið sá bensín- kostnaður sem sparast við að hjóla til og frá vinnu. Nýtt hjól borgar sig upp á einu ári Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Gísli Marteinn Baldursson er einn þeirra sem hefur vanið sig á að hjóla í stað þess að nota bíl þeg- ar veður leyfir og hann segir mjög gaman að hjóla. Hann hjóli í vinnu nema þegar veður er verst og hann noti hjólið sem valkost. „Kosturinn við að hjóla er að maður kemst mátulega hratt yfir, hraðar en gangandi en samt ekki svo hratt að maður missi af öllu því skemmtilega sem gerist á leiðinni,“ segir Gísli. Hann seg- ir það einnig oft þannig að mað- ur sé fljótari á hjóli en keyrandi í Reykjavík. Akandi þurfi mað- ur oft að fara ýmsar krókaleiðir og svo þurfi maður ekki að finna bílastæði. Hann bendir á að á vef Reykjavíkurborgar sé nokkuð sem kallast Korterskortið og þar megi finna hve langt maður kemst á hjóli innan borgarinnar á korteri. Aðspurður um galla þess að nota hjólið sem farartæki segir hann að hjólreiðar séu ekki endi- lega hinn fullkomni ferðamáti. „Ég er ekki sá sem berst í gegnum rok og rigningu því ég neiti að fara af hjólinu. Maður velur sér hjólið þá daga sem það hentar en það er frábært að hjóla í Reykjavík lang- flesta daga ársins. Þetta snýst um að menn hafi þann valkost að geta hjólað.“ Gísli segir aðstæður í Reykjavík fyrir hjólreiðafólk ágætar en auð- vitað sé alltaf hægt að gera betur. Verið sé að vinna að því núna hjá borginni að laga þessar aðstæður hröðum skrefum. Sem dæmi séu ruðningar sem fylla gangstéttir þegar götur hafa verið ruddar og segir hann hafa tekið eftir þessu og það sé eitt af því sem hann hafi gert athugasemdir við. „Við sjáum á öllum tölum að hjólreiðafólki er að fjölga mjög mikið,“ segir hann og bendir fólki á vefinn Hjóla- borgin Reykjavík en þar má finna þær aðgerðir sem borgin vill fara í á næstu árum. Meðal þess sem stefnt er að er að leggja 10 kíló- metra af hjólastígum á ári hverju. gunnhildur@dv.is Gísli Marteinn Er liðtækur hjólreiða- maður og hjólar oft í vinnuna. Soðið pasta 145 gr Gulrætur 570 gr Epli 385 gr Heilhveitibrauð 90 gr Kóladrykkur 496 ml Nýmjólk 333 ml Smjör 28 gr Reiðhjólastígur Maður brennir hitaeiningum með því að hjóla. MYND PHOTOS.COM n Reikninn, sem einnig er til gamans kallaður launareiknir göngu- og hjólreiðafólks, má finna á heimasíðu Orkusetursins. Reiknivélin virkar þannig að fyrst er valið eldsneytisverð og síðan vegalengd ferðar. Hægt er að setja inn fjölda ferða ef menn vilja taka saman endurteknar ferðir. Síðan er bifreiðin sem skilja á eftir heima valin og niðurstöður birtast um leið. Einnig má sjá áætlaðan hitaeiningabruna ferðarinnar enda er verið að brenna líkamsfitu í stað hefðbundins eldsneytis. n Hafa ber í huga að eyðslutölur fyrir bifreiðar koma frá evrópskum gerðarviðurkenningum. Íslenskar aðstæður kalla á meiri eyðslu þannig að hér er um algerar lágmarkstölur að ræða. Hjá meðalmanni brennir 6 kílómetra hjólreiðarferð um 200 kal- oríum. Slíkur bruni kallar á ætilegt eldsneyti og á eftirfarandi mynd má sjá hvernig 200 hitaeiningar líta út í formi matvæla. Reiknivél Orkuseturs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.