Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Síða 20
20 | Fókus 28. febrúar 2011 Mánudagur
Grínhópurinn Mið-Ísland heldur uppistandskvöld:
Grín er grunnþjónusta
„Grín er grunnþjónusta í nútíma-
samfélaginu sem allir eiga að hafa
aðgang að,“ segir uppistandarinn
Ari Eldjárn einn meðlima í grín-
hópnum Mið-Íslandi. Hópurinn
heldur fyrsta uppistandskvöldið sitt
á árinu miðvikudaginn 2. mars. Í
fyrsta skipti í langan tíma verð-
ur hópurinn fullskipaður og munu
uppistandararnir Ari Eldjárn, Berg-
ur Ebbi Benediktsson, Halldór Hall-
dórsson og Jóhann Alfreð Kristins-
son allir koma fram. „Við verðum á
okkar heimavelli sem er Þjóðleik-
húskjallarinn. Við ætlum okkur að
vera þar reglulega með uppistand,
einu sinni í byrjun hvers mánaðar
og langar til að skapa þar stemningu
eins og í Comedy Store í London,“
segir Ari.
Björn Bragi Arnarsson er kynn-
ir kvöldsins og Sólmundur Hólm
er sérstakur gestur kvöldsins. „Sól-
mundur hefur slegið í gegn að und-
anförnu og hann Björn Bragi sem
hefur kynnt fyrir okkur áður og er
fær MC eða Master of Ceremony.
Hann er einkar laginn í því að halda
utan um stemningu eins og þessa og
vakti mikla lukku í síðasta skipti.“
Sætafjöldi er takmarkaður og
miðar eru seldir í forsölu á net-
inu. Takmörkuð miðasala verður á
staðnum.
Skemmtunin hefst stundvíslega
klukkan 20.30 miðvikudagskvöldið
2. mars. Sýningin er tveir klukkutím-
ar með einu hléi. kristjana@dv.is
Mið-Ísland Í fyrsta skipti í langan tíma verður hópurinn fullskipaður og munu
uppistandararnir allir koma fram.
Skólaljóð efst á
metsölulista
Skólaljóð með safni íslenskra ljóða
myndskreytt af Halldóri Péturssyni
trónir efst á metsölulista Eymundsson
og greinilegt að fólk ber sterkar taugar til
þessarar bókar sem líklega hefur mótað
ljóðasmekk ungra skólabarna í tugi ára.
Johnny Depp
og Rango
Johnny Depp ljáir kameljóninu
Rango rödd sína. Barna- og fjöl-
skyldumyndin Rango verður frum-
sýnd í þessari viku í kvikmynda-
húsum á Íslandi en myndin fjallar
um kameljón sem dreymir um líf
hetju. Rango þarf að taka á honum
stóra sínum og leika slíka hetju með
kostulegum afleiðingum þegar hann
álpast inn í bæ þar bófar ráða ríkjum.
Af fingrum fram
í Salnum
Margir muna sjálfsagt eftir þátt-
um Jóns Ólafssonar tónlistar-
manns, Af fingrum fram, sem
voru á dagskrá RÚV í þrjá vetur.
Þættirnir nutu mikilla vinsælda
og nú mun Jón sitja við flygilinn
og fara í gegnum sjóð íslenskra
dægurlaga með gestum sínum í
Salnum í Kópavogi miðvikudag-
inn 2.mars og fimmtudaginn 3.
mars. Í hvert sinn verður Jón með
einn aðalgest og fyrsta kvöldið í
Salnum fær hann poppstjörnuna
Pál Óskar til sín.
Afhommun
Hannesar
Út er komin bókin Afhommun
Hannesar eftir Óðinn Hilmisson.
Þetta er hans fyrsta bók og inni-
heldur bæði sögur og ljóð. Bókin er
myndskreytt af Gunnari Júlíussyni.
Sagan um Hannes vekur sérstaka
athygli en hún fjallar um ungan
dreng sem verður fyrir aðkasti fyrir
að vera prýddur eiginleikum sem
samfélagið ætlar oft samkynhneigð-
um mönnum. Eiginleikum svo sem
hjartahlýju og næmni.
J
æja, þá er þessi nokkurn veg-
inn árvissi ærslaleikur kom-
inn á fjalir Borgarleikhússins.
Að þessu sinni er það um tut-
tugu ára gamall flækjuleikur eftir
Bretann Ray Cooney sem Leik-
félagsmenn hafa dottið niðrá og
Gísli Rúnar Jónsson hinn óþreyt-
andi þýðir og „staðfærir“. Formúl-
an kemur ekki á óvart: íslensk
heiti og staðarnöfn eru sett í stað
þeirra ensku; misjafnlega snið-
ugum og viðeigandi vísunum í ís-
lenskan samtíma stráð hingað og
þangað inn í samtöl og tilsvör; á
einhvern hátt er andinn í leiknum
þó alveg jafn enskur fyrir því. Það
er ekki laust við að maður hafi séð
eitthvað svipað áður – jafnvel úr
smiðju Gísla Rúnars.
Í texta Cooneys gerist leikurinn
í námunda við Thatcher-stjórn-
ina; einn af sveinum hennar hef-
ur ákveðið að eyða kvöldinu við
framhjáhald á hótelherbergi úti
í bæ í stað þess að sinna pólitísk-
um skyldum sínum í þinginu. Hér
er hann orðinn að ráðherra í stjórn
Jóhönnu og hefur komið sér fyr-
ir á Hótel Borg. Viðhaldið er ekki
lengur ritari Neil Kinnocks, eins og
hjá Cooney; nei, það er ritari Sig-
mundar Davíðs. Jóhanna með sína
sterku pólitísku áru getur kannski
gengið fyrir Thatcher, en Sigmund-
ur Davíð í stað Neil Kinnocks ... æi,
nei, heldur verkar það nú hjákát-
lega. En sjálfsagt er ósanngjarnt
að vera með slíka smámunasemi.
Frumsýningargestirnir á föstu-
dagskvöldið voru það alltént ekki;
þeir voru flestir auðheyrilega
mættir til þess eins að hlæja og
létu fátt trufla sig við það. Þó voru
það ekki síst hinir pólitísku brand-
arar sem fóru vel í públikum, enda
sumir beittir, kannski þó enginn
sem skotið á seðlabankastjórann
(þann fyrrverandi); það hitti beint
í mark og salurinn sprakk.
Á sviðinu var hart keyrt áfram,
á stundum að kunnuglegum ís-
lenskum hætti – ekki laust við að
gamli gassagangurinn léti á sér
kræla, einkum þegar á leikinn leið.
En þá voru þræðirnir, sem leik-
endur hafa úr að spinna, orðnir í
þynnsta lagi frá hendi höfundar;
það þarf heilmikið hugmyndaflug
til að halda svona delluverki gang-
andi og ekki laust við að þar skorti
nokkuð á í þessu tilviki. Hjá hinum
klassísku meisturum þessa leik-
forms, höfundum eins og Feydeau
og Labiche, er það gjarnan mis-
skilningur og alls kyns ruglingur
sem knýr delluna áfram; hér gríp-
ur höfundur fremur til þess ráðs að
láta persónur sumar vera svo auð-
trúa að engu er líkara en jaðri við
greindarskerðingu; hinn siðdaufi
pólitíkus verður vitaskuld að grípa
til allra bragða til að klóra sig út úr
þeim vandræðum sem hann er óð-
ara búinn að koma sér í, en áhorf-
endur þurfa þá um leið að kyngja
ýmsu til að haldast við efnið. Guð-
jón Davíð Karlsson leikur þennan
gaur og er með skegghýjung eins
og Ásmundur Daði – var eitthvert
sérstakt „point“ með því? Framan
af og raunar langt fram eftir leikn-
um reynir mest á hann í samleik
við nýliðana Hilmar Guðjónsson
og Láru Jóhönnu Jónsdóttur, sem
gekk að mestu áfallalaust; þau
stóðu sig öll vel.
Að öðru leyti var frammistaða
leikenda allmisjöfn. Sumir misstu
sig í ofleik; aðrir héldu sig bet-
ur á mottu skýrrar persónusköp-
unar. Þar finnst mér helst ástæða
að nefna Unni Ösp Stefánsdótt-
ur, sem var skemmtilega raffíner-
uð sem eiginkona skúrksins; það
er gaman að sjá hvað Unnur Ösp
færist í aukana í hverju nýju hlut-
verki. Rúnar Freyr Gíslason var
líka ágætur í hlutverki kokkálsins;
Rúnar Freyr hefur sést í svona týp-
um áður, en hefur þær fullkomlega
á valdi sínu. Og ekki brást Þröstur
Leó Gunnarsson sem „líkið“ né sá
ókunni meðleikari sem lék Glugg-
ann – segi ekki meir til að skemma
ekki fyrir þeim fjölmörgu sem
eiga örugglega eftir að sjá þetta.
Á hinn bóginn var afskaplega lít-
ið gaman að „tilþrifum“ þeirra
Bergs Þórs Ingólfssonar og Sigurð-
ar Sigurjónssonar; þeir léku hótel-
þjóna og buðu upp á fátt annað en
sömu leiðinda taktana út í gegn.
Þar hefði leikstjórinn gjarnan mátt
taka í taumana og láta sér detta
eitthvað boðlegt í hug.
Búningarnir voru fínir og leik-
myndin svo sem í góðu lagi líka, þó
að Dómkirkjuturninn og Alþingis-
húskórórónan sem teygja sig upp
yfir veggbrúnina – og eru víst þarna
upp á staðfærsluna – minntu full-
mikið á tertuskreytingu.
Nei, ráðherra
Leikfélag Reykjavíkur: Nei, ráðherra eftir
Ray Cooney
Þýðing og staðfærsla: Gísli Rúnar Jónsson
Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson
Leikmynd og búningar: Snorri Freyr
Hilmarsson
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist: Baggalútur
Leikrit
Jón Viðar
Jónsson
Ekki beinlínis ferskt
– en fólkið hlær
Vaxandi leikkona Unnur Ösp Stefánsdóttir
var skemmtilega raffíneruð sem eiginkona
skúrksins; það er gaman að sjá hvað Unnur Ösp
færist í aukana í hverju nýju hlutverki.