Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Qupperneq 23
Úttekt | 23Mánudagur 28. febrúar 2011 n Nú fer um margan einræðisherrann eftir mótmæli í Túnis og Egyptalandi n Einræðis- herrann Gaddafi á undir högg að sækja n Sögu einræðisherra og harðstjóra má rekja langt aftur í aldir n Hugtökin höfðu ekki alltaf neikvæða merkingu, en breyttust í tímans rás EINRÆÐI OG HARÐSTJÓRN Það er af nógu að taka þegar um einræðisherra og harðstjóra sög- unnar er að ræða. Þessi listi er sett- ur fram af handahófi og ekki lagt mat á hver hafi verið, eða sé, þeirra verstur. Jósef Stalín 18. desember 1878–5. mars 1953 Stalín var við völd í Sovétríkjunum sálugu frá 1922 til dauðadags 1953. Eftir honum var haft: „Dauði eins er harmleikur, dauði milljónar er tölfræði.“ Stjórnarhættir hans ollu hungursneyð í landinu og á sama tíma leiddi ofsóknaræði hans til hreinsunar og fjölda gúlaga í Sov- étríkjunum. Milljónir manna, heilu menningarsamfélögin, voru rifin upp með rótum og flutt yfir land- ið þvert og endilangt vegna hug- mynda hans um hvernig ríkið ætti að vera. Áætlaður fjöldi fórnar- lamba vegna aðgerða hans er 20 milljónir. Kim Jong-il 16. febrúar 1941 Ef afleiðingar stjórnar Kims Jong-il væru ekki jafn hræðilegar og raun ber vitni þá væri maðurinn nánast hlægilegur. Kim tók við völdum af föður sínum árið 1994 og hefur ver- ið, líkt og faðir hans var, miðdep- ill undarlegrar persónudýrkunar og nánast dýrkaður eins og Guð á Jörðu. Í stjórnartíð hans hefur þjóð- in glímt við hungursneyðir sem vart eiga sína hliðstæðu í seinni tíð og hefur hann treyst á aðstoð ann- arra ríkja á sama tíma og hann dæl- ir fé í kjarnorkutilraunir og fimmta stærsta her í heimi, sem verja á landið gegn sömu þjóðum og hafa haldið lífi í honum og þjóðinni. Pol Pot 19. maí 1925–15. apríl 1998 Þegar Rauðu Kmerarnir tóku völd- in í Kambódíu árið 1975 tók Pol Pot sér æðstu völd og tók upp nafn- ið Bróðir nr. 1. Hann ásetti sér að koma á landbúnaðarútópíu í land- inu og með það fyrir augum afréð hann að kasta fyrir róða menn- ingu og sögu landsins svo unnt yrði að skrifa hana upp á nýtt. Upp- ræta þurfti allt menntafólk, búdda- munka, alla sem áttu við einhverja fötlun að stríða og alla þá sem höfðu haft einhver kynni af Vestur- löndum. Gleraugu nægðu til þess að viðkomandi skyldi upprættur, enda gáfu þau ótvírætt til kynna að sá kynni að lesa. Þegar upp var staðið, árið 1979, hafði 1,5 milljón manns verið drep- in, svelt til dauða eða þrælað til dauða. Benito Mussolini 29. júlí 1883–28. apríl 1945 Faðir fasismans, Benito Mussolini, var heltekinn af hugmyndinni um að blása nýju lífi í mikilfengleika Rómaveldis. Hann kom á laggirn- ar leynilögreglu og sveitum rusta- menna, „Svartstakka“, sem beittu óheftu ofbeldi við að berja niður andstöðu. Hann komst í vinfengi við stall- bróður sinn Adolf Hitler á tím- um síðari heimsstyrjaldarinnar, en eitt helsta markmið Mussolin- is var að hernema eitthvert annað land. Endalok Mussolinis voru helsti háðuleg, hann var tekinn af lífi af skæruliðum kommúnista og hengdur upp á fótunum á kjötkrók. Rafael Trujillo 24. október 1891–30. maí 1961 Trujillo var kjörinn forseti Dómin- íska lýðveldisins árið 1930 og ákvað í kjölfarið að framvegis yrðu kosn- ingar óþarfar. Hann tók sér herfor- ingjavald og lét hina og þessa fá for- setaembættið undir hans stjórn. Þegar hann heyrði ekki til var hann kallaður „Flöskutappi“ vegna þeirrar áráttu að veita sjálfum sér heiðursorðu í tíma og ótíma. Hann fyrirskipað að í öllum kirkj- um landsins skyldi vera skilti sem á stóð „Trujillo á Jörðu, Guð á himn- um“. Árið 1937 fyrirskipaði hann fjöldamorð á 20.000 – 30.000 Haít- um sem bjuggu við landamæri ríkj- anna. Mao Zedong 26. desember 1893–9. september 1976 Mao breyttist úr kommúnísk- um skæruliða í leiðtoga Kína árið 1949 og beið ekki boðanna með að hrinda í framkvæmd ýmsum áætl- unum sem miðuðu að því Kína yrði meira anda þeirra marxísku hug- sjóna sem hann ól með sér. Því miður höfðu áformin í för með sér hungursneyð auk þess sem flugumenn sem tilkynntu um óæskileg menningarleg viðhorf blómstruðu. Stjórnmálaleg kúgun tíðkaðist og algengt var að pólitísk- ir andstæðingar væru neyddir til sjálfsvígs. Talið er að Mao hafi borið ábyrgð á dauða tuga milljóna. Idi Amin 1. janúar 1925–16. ágúst 2003 Þegar Idi Amin hrifsaði til sín völdin í Úganda var honum tekið hlýlega, en gleðin var skammvinn og snér- ist fljótlega upp í hrylling því hann nýtti vald sitt til að ofsækja kynþætti sem voru í minnihluta, leggja hald á eignir Asíumanna og Evrópubúa og myrða um það bil hálfa milljón manns. Idi Amin er minnst fyrir sérvisku sína, auk alls annars, en hann lýsti sjálfan sig siguvegar yfir Bretlandi og konung Skotlands. Mobutu Sese Seko 14. október 1930–7. september 1997 Mobutu fullyrti að hann berðist gegn nýlendustefnunni og komm- únisma þegar hann tók völdin í Zaire (nú Alþýðulýðveldið Kongó) árið 1965. Í reynd breytti hann ríkisstjórn landsins í peningaverksmiðju fyrst og fremst sjálfum sér til góða. Ef hann gat ekki keypt andstæð- ing sinn lét hann bara fyrirkoma honum. Á meðal þeirra sem hann lét myrða voru fjórir ráðherrar í rík- isstjórn hans sem hann lét taka af lífi opinberlega fyrir framan 50.000 manns. Á sama tíma og þjóðin svalt jókst auður hans sem hann lagði inn á reikninga í Sviss. Adolf Hitler 20. apríl 1889–30. apríl 1945 Hitler hefur verið notaður sem eins konar mælistika fyrir illsku. Hann réð lögum og lofum í Þýskalandi í aðdraganda heimsstyrjaldarinn- ar síðari og á meðan á henni stóð. Hann beitti lögum landsins til að umbreyta landinu í lögregluríki þar sem hugmyndafræði haturs og ógn- ar hélt þjóðinni í ógnargreipum. Hann setti sér það markmið að útrými gyðingum og öðrum „óæskilegum“ einstaklingum úr þeim löndum sem Þjóðverjar her- námu. Afleiðing þess var Helförin sem kostaði um 17 milljónir lífið. Mohammad Reza Pahlavi 26. október 1919–27. júlí 1980 Síðasti Íranskeisarinn, Mohammad Reza Pahlavi, komst til valda eftir að föður hans var velt úr sessi fyr- ir tilstilli Breta og Sovétmanna árið 1941. Pahlavi hugðist nútímavæða Íran og gerði sjía-múslima horn- reka í leiðinni. Einnig gleymdi Pa- hlavi sér í miklum íburði á sama tíma og leynilögregla hans kom andstæðingum hans fyrir kattarnef og pyntaði alla þá sem taldir voru möguleg ógn við hann. Nicolae Ceaucescu 26. janúar 1918–25. desember 1989 Nicolae Ceaucescu var lengi vel í smáuppáhaldi á Vesturlöndum því hann var leiðtogi Rúmeníu, þjóðar innan Sovétblokkarinnar, en reynd- ist Kremlverjum oft og tíðum óþæg- ur ljár í þúfu. Það sem færri vissu var að á sama tíma og hann naut hylli fyrir sjálfstæðistilburði sína stóð hann að ógnarkúgun rúmensku þjóðar- innar. Leynilögregla hans hleraði heimili landsins og allar ritvélar voru skráðar, eiginhandarsýnis- hornum þegnanna var haldið til haga og um hálf milljón uppljóstr- ara var á mála hjá hinu opinbera. Ceaucescu bannaði fóstureyðingar með það fyrir augum að fjölga íbú- um landsins, skilnaðir voru nánast ógerlegir og barnlaus hjón sættu 20 prósenta aukaskatti. Muammar al-Gaddafi 7. júní 1942 Það gefur á bátinn hjá Gaddafi nú um stundir vegna uppreisnar al- þýðu og hluta hers landsins gegn honum. Hann hefur ekki átt við jafn ramman reip að draga síðan hann tók völdin árið 1969. Hann hefur titlað sig hinum hógværu titl- um „Konungur konunga Afríku“ og Leiðtogi leiðtoga Araba“. Þrátt fyrir að hann hafi fullyrt að í Líbíu sé lýðræði þá hefur hingað til lítill vafi leikið á að hann og kump- ánar hans hafa haldið um stjórnvöl- inn. Líkt og stallbræður hans hefur honum tekist að sanka að sér ótrú- legum auði á kostnað lífsgæða líb- ísku þjóðarinnar. Saddam Hussein 28. apríl 1937–30. desember 2006 Þrátt fyrir að Saddam hafi eflaust tryggt stöðugleika í Írak verður vart framhjá því litið hvaða aðferðum var beitt til þess. Saddam var misk- unnarlaus harðstjóri og skirrðist ekki við að taka hvern þann af lífi sem ógnaði veldi hans. Hann of- sótti minnihlutahóp Kúrda og beitti til þess efnavopnum, og 0hóf stríð gegn bæði Íran og Kúveit. Til að tryggja að landsmenn gleymdu honum ekki, eins og það væri líklegt, lét hann setja myndir af sér á nánast hvert götuhorn, og til að bæta um betur þá sá leynilög- regla hans um að halda borgurum landsins góðum og beitti til þess afar ógeðfelldum meðulum. Robert Mugabe 21. febrúar 1924 Undir stjórn Roberts Mugabe hef- ur Simbabve breyst úr einu gjöful- asta ríki Afríki í eitt það snauðasta. Hann fullyrðir að hann hafi bara eitt markmið; réttlæti til handa þjóðinni, fullveldi fyrir þjóðina, við- urkenningu á sjálfstæði þjóðarinn- ar og yfirráð yfir náttúruauðlindum landsins. Það væri allt gott og blessað ef hann notaði ekki tækifærið til að of- sækja hvíta, samkynhneigt fólk og að sjálfsögðu pólitíska andstæðinga sína. Lífslíkur eru nú hvergi lakari en í Simbabve – innan við 40 ár fyrir bæði karlmenn og konur. Heimildir: Wikipedia og tímaritin Life og Newsweek. Þekktir einræðisherrar herinn, leynilögreglan, njósnarar og flugumenn, yfirheyrendur og pynt- ingameistarar – enn skugga sínum á mannlífið. Nærvera þeirra er stað- reynd þrátt fyrir að þeir hafi, þegar syrti í álinn, kosið að snúa baki við leiðtogunum. Einangrun og ógn Það sem hefur gert kóngum, emírum, lífstíðarforsetum eða hvað nafni sem þeir hafa kosið að kalla sig kleift að halda völdum er að halda þjóðinni í heljargreipum ógnar. Nánast öll arabaríki hafa á valda- stóli fjölskyldu sem hefur það staðfasta markmið að verma hann eins lengi og unnt er. Á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar var valdarán algengasta leiðin til að skipta út ríkisstjórn og frá 1949 til 1980 voru gerðar fimmtíu og fimm valdaránstilraunir víða um lönd og tókst um helmingur þeirra. Ef valdarán tókst þurftu þeir sem stóðu að því að finna leiðir til að festa sig í sessi. Það reyndist vænlegt til að viðhalda völdum að einangra þegn- ana, ekki bara gagnvart heiminum heldur einnig gagnvart hverjum öðr- um. Saddam Hussein gekk svo langt að banna ritvélar og ljósritunarvél- ar í einkaeign og Facebook og Twitt- er hefðu sennilega aldrei þrifist undir hans valdi. Nánast mafía Árið 1999 setti James Quinlivan hjá Rand-stofnuninni (Research ANd Development), stefnumótunarfyrir- tæki sem upphaflega var sett á lagg- irnar sem ráðgjafar- og greiningar- stofnun fyrir Bandaríkjaher, fram í greinargerð lykilatriði þess að ein- ræði þrífist. Fyrst þarf að byggja upp innri kjarna sem tengist „fjölskyldu- böndum, kynþætti og trúarlegri tryggð“ – nánast eins og mafía, þar sem undirsátarnir gæta baks einræð- isherrans, og þar með síns eigin. Í öðru lagi þarf að koma á fót her- sveitum á borð við Byltingarvörðinn í Íran sem fylgir fyrirskipunum æðsta leiðtoga landsins, á meðan her lands- ins heldur að sér höndum. Í þriðja lagi þarf að halda úti leynilögreglu, öryggislögreglu og njósnadeild, sem á stundum eyða mestum tíma í að fylgjast með hver öðrum. Og að sjálfsögðu þarf að halda fastahernum góðum. Ein leið til þess að halda hernum uppteknum er með því að „fóstra sérfræðiþekkingu“ yfir- manna hersins, eins og Quinlivan kýs að kalla það: „Senda þá í erlenda her- skóla.“ En þá er úr vöndu að ráða því ómögulegt er að segja til um hvaða framandi hugmyndir þeir fengju í kollinn þegar leyniþjónustan væri fjarri góðu gamni. Til að koma í veg fyrir slíkt er alltaf möguleiki að gera herinn að makker í einræðinu; gera honum kleift að maka krókinn og í Egyptalandi hefur herinn hagn- ast verulega á fasteignabraski og því sem bandaríst sendiráð lýsti, sam- kvæmt Wikileaks-skjali, sem „fyrir- tækjum í eigu hersins, gjarna undir stjórn hershöfðingja sem sestir eru í helgan stein, [og] eru sérstaklega virk í vatns-, ólífuolíu-, steypu-, bygging- ar-, hótel- og eldsneytisiðnaðinum.“ Því má teljast ljóst að það kostar sitt að vera einræðisherra og ekki á færi margra þjóða að standa undir slíkum kostnaði, en þar sem olíu er að finna er jafnan góður jarðvegur fyrir ein- ræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.