Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2011, Qupperneq 26
26 | Fólk 28. febrúar 2011 Mánudagur
Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Eva Rún Snorradóttir:
SKIPST Á ÖRBYLGJUOFNUM Í HJÓNAVÍGSLUNNI
„Það er frábært að vera orðnar frúr,“
segir Eva Rún Snorradóttir um
hjónavígslu hennar og Jóhönnu
Völu Höskuldsdóttur sem fór óvænt
fram á barnum Barböru á Lauga-
vegi 22 í síðustu viku. Gestir á Bar-
böru voru komnir á skemmtikvöld
(kannski frekar: tónleika og upp-
ákomu viðburðinn Skyndilega greip
mig óstjórnlega löngun, sem fór fram
í fimmta sinn á Barböru. Á kvöldun-
um er lögð áhersla á hinsegin póli-
tík og kvennatónlist) sem tók óvænta
stefnu þegar skemmtiatriði (gjörn-
ingur frekar) endað með hjónavígslu
þeirra tveggja. Séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir gaf stúlkurnar saman
við mikil fagnaðarlæti gesta staðar-
ins.
Frúrnar tvær settu vígsluna upp
sem gjörning þar sem áherslan á
það hversu gagnkynhneigð stofn-
un hjónabandið er. „Við vildum
draga það fram að hjónaband er líka
samningur og við hétum hvor ann-
arri því að veittur yrði farsæll skiln-
aður færi það svo að hjónaband-
ið yrði óhamingjusamt,“ segir Eva.
„Við giftum okkur í einlægni þótt at-
höfnin hafi farið fram með þessum
hætti,“ segir Eva og segir að þær tvær
hafi vaknað upp morguninn eftir
með frelsistilfinningu. „Eins mót-
sagnakennt og það nú er,“ bætir Eva
við og hlær.
Í kjölfar heitanna skiptust bræð-
ur frúnna á örbylgjuofnum og inn-
sigluðu þannig hjónabandið sem
viðskiptasamning og vakti það
mikla kátínu meðal gestanna í þess-
ari óvæntu en gleðilegu hjónavígslu.
kristjana@dv.is
Séra Auður Eir gaf frúrnar saman
Eva Rún og Vala giftu sig á skemmti-
staðnum Barböru í síðustu viku.
Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir er á
leiðinni til Íslands. Hún segir frá því á
Facebook-síðunni sinni að hún sé búin
að pakka búslóðinni í gám sem sé á
leiðinni til Íslands með skipi. Þóra hefur
verið búsett í Noregi undanfarið en þar
hefur hún starfað sem fjölmiðlamaður
líkt og hún gerði á Íslandi en flestir muna
eftir henni úr Kastljósinu. „[E]r á leiðinni
til landsins en mín framtíðarplön eru
aldrei for gúd,“ segir hún síðan á
Facebook-síðunni sinni og bætir síðan
við: „Ég tek einn dag í einu.“
Þóra á
leiðinni heim
Urður Hákonardóttir, fyrrverandi
söngkona Gus Gus, er búin að vera
dugleg í upptökuveri upp á síðkastið og
hefur lagt hart að sér við að taka upp
nýja tónlist. Samkvæmt heimildum DV
munu aðdáendur Urðar ekki þurfa að
bíða lengi eftir að heyra afrakstur þeirrar
vinnu hennar. Urður var söngkona Gus
Gus á árunum 2001–2007 og vakti
verðskuldaða athygli. Hún hefur þó ekki
alveg sagt skilið við fyrrverandi
samstarfsmenn í Gus Gus, því Birgir
Þórarinsson og Magnús Guðmundsson
hafa báðir unnið með henni að tónlist
síðan.
Urður
í upptökuveri S
igríður Dagbjört Ásgeirsdótt-
ir var kosin ungfrú Reykjavík
um helgina og líður vel eft-
ir sigurinn. Hún hefur haft í
nógu að snúast síðustu vikurnar því
meðan hún bjó sig undir keppnina
sinnti hún líka formennsku í Nem-
endamóti Verzlunarskóla Íslands.
„Jú, það hefur verið alveg brjálað
að gera hjá mér síðustu vikurnar.
Við frumsýndum Drauminn þann
3. febrúar og æfingar fyrir Ungfrú
Reykjavík hafa verið á hverju kvöldi
fram að keppninni.“
Fæ ekki 10 í öllu
Sigríður er á lokaönn á viðskipta-
fræðibraut Verzlunarskólans og er
sögð hörkudugleg námskona. Hún
stefnir á nám í lögfræði í Háskóla Ís-
lands eftir útskriftina. „Ég þori nú
ekki að segja að ég fái 10 í öllu eins
og stendur í viðtali við mig á vísi.is en
ég reyni nú samt að standa mig vel,“
segir Sigríður og hlær.
En hvers vegna ákvað hún að
taka þátt í fegurðarsamkeppni? „Vin-
kona mín skráði mig í keppnina. Hún
hafði tekið þátt í henni áður og sagði
að þetta væri alveg málið fyrir mig og
það reyndist rétt. Að taka þátt í þess-
ari keppni var skemmtilegt og þetta
var frábær upplifun sem fór fram úr
öllum væntingum. Það er þá helst
félagsskapurinn og hversu miklum
tökum ég náði á sjálfsöryggi og fram-
komu.“
Ekki erfitt að koma fram á
nærfötunum
Hún segist aðspurð ekki hafa átt í
vandræðum með að koma fram á
nærfötunum og gefur lítið fyrir að
það atriði sé fremur umdeilt í keppn-
inni, en margar fyrrverandi fegurð-
ardrottningar hafa gefið út að þeim
finnist það of langt gengið. „Mér
fannst ekki erfitt að koma fram á
nærfötunum. Við erum einfaldlega í
því sem Debenhams hafði hug á að
kynna sem voru meðal annars sund-
bolir og nærfatnaður og eftir keppn-
ina hef ég lært að hafa fulla trú á
sjálfri mér. Ég læt mér fátt um finnast
ef einhverjir vilja gagnrýna mig.“
Undirbúninginn segir Sigríður
hafa verið mikinn og helst falist í æf-
ingum í framkomu fyrir keppnina.
Sjálf hafi hún breytt eigin mataræði
og reynt að stunda líkamsrækt þeg-
ar henni gafst færi á. „Ég fékk mér
jógúrt, ávexti og grænmeti og svona.
Ég leyfði mér nú alveg að borða það
sem mig langaði í kvöldmat og þetta
var ekkert rosalega strangt. Ég reyndi
síðan mitt besta í ræktinni en tók
þessu eins og áður sagði ekki of al-
varlega.“
n Ekkert mál að koma fram á nærfötunum n Full sjálftrausts eftir
keppnina n Formaður Nemendamóts Verzlunarskólans n Góður
námsmaður og stefnir á lögfræði eftir stúdentspróf
Ungfrú Reykjavík, Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir:
Full sjálftrausts
Krýnd Ný fegurðardrottning
krýnd. Í öðru sæti varð Eyrún Anna
Tryggvadóttir og í þriðja sæti varð
Hjördís Hjörleifsdóttir. Lilja Ragna
Róbertsdóttir fékk flest atkvæði í
símakosningu. Halldóra Arnardóttir
var kosin vinsælasta stúlkan.
MYNDIR BJÖRN BLÖNDAL
Ekki erfitt að
koma fram á
nærfötunum
Sigríður Dagbjört
gefur lítið fyrir þá
umræðu að það
sé ósmekklegt að
keppendur komi
fram á nærfötun-
um. „Ég læt mér
fátt um finnast
ef einhverjir vilja
gagnrýna mig.“