Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Page 8
8 | Fréttir 4. apríl 2011 Mánudagur Alvarlegir vankantar á rannsókn lögreglu í ofbeldismáli: Þorði ekki að bera vitni Hæstiréttur Íslands hefur sýknað mann sem hafði áður verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sérlega hrottalega og ófyrirleitna líkamsárás í janúar 2009. Maðurinn var sakaður um að hafa slegið fórnarlamb sitt með hnúajárni í andlit og í nokkur skipti sparkað í höfuð hans þar sem hann lá á gólf- inu, með þeim afleiðingum að hann hlaut meðal annars nefbrot, tann- brot, mar, bólgur og skurði á höfði og beinbrot á fingri. Talið er að árásin hafi tengst gam- alli fíkniefnaskuld. Þegar kom að því að rétta í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur neitaði fórnarlambið að bera vitni. Var þá stuðst við skýrslu lögreglunnar sem tekin var af mann- inum eftir að hann varð fyrir árás- inni. Meintur árásarmaður neitaði ávallt sök en framburður hans þótti reikull og bar á misræmi hjá hon- um. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði meðal annars: „Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi neitaði vitnið A að bera um málsatvik. Í forsendum hins áfrýjaða dóms kemur fram að vitn- ið hafi að vísu enga skýringu gefið á þessum umskiptum sínum, en ekk- ert annað geti komið til greina en vitnið hafi óttast það sem gæti hlotist af því að standa við fyrri skýrslugjöf.“ Hæstiréttur gerir einnig alvarleg- ar athugasemdir við rannsókn lög- reglunnar á vettvangi. Ber þar helst að nefna að hún yfirgaf vettvang og kvaðst hafa skilið hann eftir óvar- inn allt þar til sá lögreglumaður er annast átti vettvangsrannsókn kom þangað nokkrum klukkustundum síðar. Ekki voru rannsökuð skóför í blóði á vettvangi og þar sem láðist að taka af hinum meinta árasarmanni farsíma eftir að hann var handtek- inn og settur í fangaklefa er talið að hann hafi hringt úr honum í vitni sem hann taldi geta tryggt sér fjar- vistarsönnun. Húsnæði óskast 6 manna reglusöm og skilvís fjölskylda óskar eftir að taka á leigu snyrtilega 4-6 herbergja íbúð/einbýli á höfuðborgarsvæðinu. Leigutími allt að 3 ár frá 1. júní nk. Fyrirmyndar umgegni og skilvísum greiðslum heitið. Vinsamlegast hafið samband við Stefán í netfang; stefan3t@simnet.is eða í síma 897 7971 Sýknaður í Hæstarétti Meintur árásar- maður var sýknaður eftir að fórnarlambið þorði ekki að bera vitni. Í helgarblaði DV var greint frá því að tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjóns- son hefði tryggt sér rekstrarsamn- ing við alþjóðlegu kaffihúsakeðjuna Starbucks. Þá var einnig greint frá því að ungstirnið Justin Bieber hefði haft stutta viðkomu á Íslandi á tón- leikaferðalagi sínu um Evrópu. Þessa fréttir voru stórlega ýktar enda um að ræða aprílgabb DV í ár. Samkvæmt frétt DV hafði Val- geir unnið hörðum höndum að því að koma fjórðu hæð Tryggvagötu 11 í viðunandi horf svo hægt væri að opna fyrsta útibú Starbucks á Íslandi sem fyrst. Rétt er að Valgeir hefur unnið að því að koma fjórðu hæð Tryggvagötu 11 í gott stand, en hann hyggst hins vegar opna þar menn- ingartengdan samkomustað. Sólþurrkaðar bleiur Flestir fjölmiðlar reyndu að gabba landsmenn upp úr skónum í tilefni af 1. apríl. DV fékk einnig ábendingu um frumlegt gabb sem forsvarsmenn leikskólans Tjarnarbæjar á Suður- eyri stóðu fyrir. Á vef leikskólans var greint frá því að til stæði að þurrka allar bleiur áður en þær færu í ruslið. Ástæðan væri sú að nú þurfi leik- skólinn að greiða fyrir hvert kíló af heimilissorpi sem ekki sé hægt að endurvinna. „Þegar vel viðrar verða bleiurnar hengdar út á snúrur eða á girðinguna til þerris. Með því ættum við að ná að draga úr þyngd bleianna um helming,“ sagði á vef skólans. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því að munir frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar hefðu fundist í nýju gjánni í Almannagjá. Í gjánni áttu einnig að vera leifar af dýrum sem heiðnir menn fórnuðu við blót. Mbl.is var með tvenns konar aprílgabb. Þar var sagt frá nýjum hugbúnaði í farsíma sem átti að geta sparað eldsneytiseyðslu bifreiða um fimmtung. Fólk átti að skrá síma- númerið sitt til að fá hugbúnaðinn sendan í símann. Þá sagði mbl.is einnig frá því að 50 miðar á tónleika Eagles væru í boði á 5.000 krónur stykkið. Vísir sagði frá því að Atlantsolía sæti uppi með heilan skipsfarm af bensíni frá Líbíu sem félagið gæti ekki selt. Atlantsolía ætlaði því að leyfa íslenskum bifreiðaeigendum að njóta góðs af og gefa bensínið. Fólk þurfti að skrá sig til að fá dælulykil með fríu bensíni. Fjölmiðar göbbuðu á 1. apríl: Tvenns konar aprílgabb DV „Þegar menn endurreistu bankanna þótti skynsamlegt að hafa reynda er- lenda stjórnarmenn í því skyni að byggja upp traust á erlendum vett- vangi. Þetta fólk kostar einfaldlega miklu meira en Íslendingarnir,“ segir Reynir Karlsson, stjórnarformaður Kaupskila, eiganda Arion banka. Á stjórnarfundi sem haldinn var í Arion banka í lok mars var ákveð- ið að tvöfalda laun erlendra stjórnar- manna bankans. Eftir hækkunina hef- ur stjórnarformaður bankans hærri laun en bankastjóri Landsbankans og forsætisráðherra, svo dæmi séu tekin. Hærri laun en bankastjóri Tveir útlendingar sitja í stjórn Arion banka, svíarnir Monica Caneman og Måns Höglund. Monica er stjórnarfor- maður bankans en hún var með um 660 þúsund krónur í laun á mánuði fyrir stjórnarsetu sína í fyrra. Það þýð- ir að hún verður með ríflega 1,3 millj- ónir króna á mánuði eftir hækkunina. Þar með verður hún með hærri laun en bankastjóri Landsbankans, Stein- þór Pálsson, sem hefur um 1,1 milljón króna í laun á mánuði. Þá má geta þess að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra hefur um milljón krónur á mán- uði. Skynsamlegt að greiða hærri laun Reynir segir í samtali við DV að ákveð- ið hafi verið að hækka ekki laun Íslend- inganna í stjórn bankans. Hann seg- ir, eins og kemur fram hér að framan, að dýrara sé að hafa erlent fólk í stjórn bankans. Um sé að ræða fólk sem hafi atvinnu af því að sitja í stjórnum fyrir- tækja víða um heim. Þar séu launin mun hærri en hér heima. „Þetta fólk skilur kannski ekki umræðuna um háu launin hérna heima og það er okkar mat að það sé ekki skynsamlegt að losa erlenda stjórnarmenn þegar við þurf- um helst á því að halda að byggja upp traust erlendis með öflugu erlendu bankafólki,“ segir Reynir. Skynsamlegt sé að greiða fólkinu hærri laun, til þess að halda í það. Spurður hvort íslenskir stjórnar- menn hafi skilning á mikilli hækkun kollega sinna segist hann telja að svo sé. Hann segir enn fremur að hafa verði í huga að það sé miklu meira mál að sinna stjórnunarstörfum á milli landa. „Fólkið þarf að setja sig inn í ís- lenskan raunveruleika; íslenska póli- tík og andrúmsloftið hér heima,“ segir hann. Reiði vegna ofurlauna Friðbert Traustason, formaður Sam- taka starfsmanna fjármálafyrirtækja, lét í samtali við Pressuna hafa eftir sér að þessi hækkun hefði slæm áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður. Reynir segist skilja sjónarmið Frið- berts en segir að ólíku sé saman að jafna. „Annars vegar er um að ræða erlenda stjórnarmenn, sem bera sig saman við erlend laun, en hins vegar íslenska stjórnarmenn sem bera sig saman við innlendan veruleika,“ segir hann. Mikla athygli vakti á dögunum þeg- ar í ljós kom að Höskuldur H. Ólafs- son, bankastjóri Arion banka, hefði haft 4,3 milljónir í laun á mánuði að jafnaði í fyrra, miklu hærri laun en bankastjórar hinna bankanna. Fram kom að launin hefðu hækkað um tugi prósenta á skömmum tíma. Spurður hvort hann skilji þá reiði sem upp blossaði í samfélaginu þeg- ar laun bankanstjórans voru ljós segist hann hafa skilning á þeim sjónarmið- um. Hann sé ekkert frábrugðinn öðr- um. „Mér þykja þetta himinhá laun.“ Hann bendir hins vegar á að stjórn- armenn Kaupskila beri ekki ábyrgð á launum bankastjórans, heldur ein- ungis ábyrgð á launum stjórnarmanna í bankanum auk þess sem þeir fylgist með því að stjórnin fari að lögum. „Við megum ekki hafa bein áhrif á það sem stjórn bankans er að gera,“ segir hann. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Fólkið þarf að setja sig inn í íslenskan raunveruleika; íslenska pólitík og andrúmsloftið hér heima. Erlendir stjórnarmenn með bankastjóralaun n Erlendir stjórnarmenn Arion banka fá 100% launahækkun n Íslendingar í stjórn hækka ekkert n Stjórnarformaður eigenda bankans segir erlent fólk dýrt en nauðsynlegt til að byggja upp traust Dýr stjórnarformaður Monica Caneman verður með 1,3 milljónir króna í laun á mánuði. MynD AP4.SE Útlendingar fá meira borgað Fulltrúi eigenda bankans segir útlenda stjórnarmenn dýrari en þá íslensku. MynD RóbERt REyniSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.