Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 14
Viðgerð með bros á vör n Lofið að þessu sinni fær verslunin Dogma í Smáralind og á Laugavegi. Ánægður viðskiptavinur hafði þetta að segja um þjónustuna sem hann fékk þar: „Ég fór í búðina með beltissylgjuna mína sem ég hafði keypt fyrir nokkrum árum. Það þurfti að gera við hana og starfsmenn Dogma gerðu það án kostnaðar og með bros á vör. Þarna er gott fólk í góðu skapi.“ Höldum höndun- um hreinum Sparnaður getur birst í ýmsum myndum en í miðri kreppu skjóta alls staðar upp hugmyndir að góðum sparnaðarráðum. Eitt slíkt ráð má finna á matarkarfan.is en þar segir að hreinlæti geti sparað okkur pening. Með því að huga vel að handþvotti og þá sérstaklega eftir salernisferðir og fyrir matargerð komum við í veg fyrir að veirur og bakteríur komist í líkamann og sýki hann af flensu eða öðrum pestum. Það sparar lyfjakaup og fækkar veikindadögum frá vinnu. Auk þess segir að það auki lífsgæði verulega að þurfa ekki að liggja í veikindum. Fita, sinar og brjósk n Lastið fær Kjötkompaníið á Grens- ásvegi en DV fékk eftirfarandi sent frá konu sem keypti hakk þar ekki alls fyrir löngu. „Hakkið sem ég keypti var næstum því óætt en í því var mikið af sinum, fitu og væntanlega brjóski því það var hart undir tönn. Það var líka mjög fölt á litinn og eiginlega í alla staði ómögulegt. Ég notaði það í lasagna í matarboð svo ekki gat ég skilað því. Búðin þarf veru- lega að skoða hakkið sitt.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Fylgjumst með húshitanum Íslensk heimili nota árlega að meðaltali 4 til 5 tonn af heitu vatni á hvern fermetra húsnæðis. Um 90 prósent af notkuninni eru vegna húshitunar og afganginn notum við til annarra hluta eins og að fara í bað eða sturtu, þrífa heimilið og vaska upp. Á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur má finna ráð til að minnka heitavatnsnotkunina og lækka orkureikninginn en þar segir að meðal annars sé sparnaður í því að láta fagmann stilla hitakerfið. Auk þess sé æskilegt að hafa innihitamæla til að fylgjast með hitastiginu. 14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 4. apríl 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 235,8 kr. Verð á lítra 239,7 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 235,3 kr. Verð á lítra 239,2 kr. Verð á lítra 236,8 kr. Verð á lítra 239,7 kr. Verð á lítra 235,2 kr. Verð á lítra 239,1 kr. Verð á lítra 235,3 kr. Verð á lítra 239,2 kr. Verð á lítra 235,8 kr. Verð á lítra 239,7 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Akureyri Melabraut Algengt verð N1 Fólksbíladekk 175/65r14 Starfire 9.900 krónur Michelin 15.900 krónur Jeppadekk 235/65r17 Dean 33.900 krónur Michelin 44.900 krónur Umfelgun alskipting Fólksbíll 6.430 krónur Jeppi 8.850 krónur Sólning Fólksbíladekk 175/65r14 KingStar 10.900 krónur Hankook 12.300 krónur Jeppadekk 235/65r17 NanKand 28.900 krónur Mastercraft 37.400 krónur Umfelgun alskipting Stál 6.270 krónur Ál 6.780 krónur Pitstop Fólksbíladekk 175/65r14 Interstate Touring 11.610 krónur* Michelin 12.788 krónur* Jeppadekk 235/65r17 Interstate Sport 28.700 krónur* Michelin 34.200 krónur* * 10 prósenta staðgreiðsluafsláttur Umfelgun alskipting Fólksbíll stál 5.641 krónur Jeppi ál 7.613 krónur Bílabúð Benna Fólksbíladekk 175/65r14 Accelera 9.892 krónur* Toyo 10.791 krónur* Jeppadekk 235/65r17 Accelera 23.391 krónur* Toyo 31.491 krónur* * 10 prósenta staðgreiðsluafsláttur Umfelgun Fólksbíll 5.996 krónur Jeppi 7.997 krónur Max1 Fólksbíladekk 175/65r14 Sailun 10.980 krónur Nokia H 14.668 krónur Jeppadekk 235/65r17 (heilsársdekk) Nokia WR G2 37.379 krónur Umfelgun Fólksbíll 6.240 krónur Jeppi 8.961 krónur Um miðjan mánuðinn eiga allir að vera búnir að skipta út nagla- dekkjunum og af því tilefni gerði DV könnun á verði á nýjum sum- ardekkjum hjá nokkrum af helstu dekkjaverkstæðunum. Kom í ljós að töluverður verðmunur er á dekkjum frá stóru þekktu framleið- endunum og þeim sem eru ekki eins þekkt. Einnig var leitað ráða hjá Stefáni Ásgrímssyni, ritstjóra blaðs Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, og hann spurður hvað hafa þurfi í huga þegar ný dekk séu keypt. Varast skal eftirlíkingar „Það sem skiptir höfðumáli þeg- ar kemur að dekkjum er að þau hrindi frá sér vatni og fljóti ekki auðveldlega upp. Almennt séð er best að halda sig við stóru fram- leiðendurna því þeir hafa haft mest efni, peningalega og vitsmuna- lega, til að prófa sig áfram. Fólk getur verið öruggt með þau,“ segir Stefán. Hann segir að töluvert flóð hafi verið af verri dekkjum, sér- staklega af kínverskum, inn í Evr- ópu síðust ár. „Þau fara greinilega batnandi en voru alveg afleit. Það er ágætt að fólk hafi varann á sér gagnvart þeim því þau heita voða- lega svipuðum nöfnum og þau frá stóru merkjunum. Til dæmis eru til dekk sem heita Goodride og líta mjög svipað út og Goodyear. Þetta eru hálfgerðar eftirhermur,“ segir hann og bætir við að fólk geti verið nokkuð öruggt um gæði dekkjanna ef það kaupir af stóru og þekktu framleiðendunum. Hann nefnir til dæmis Michelin, Goodyear og Nokia. Eins séu Hankook-dekkin frá Kóreu góð. Best að eiga sitthvorn umganginn Aðspurður hvort hann mæli með að fólk láti draga naglana úr vetrar- dekkjum segist hann ekki gera það. Ástæðan fyrir því sé sú að gúmmí- blandan í vetrardekkjunum sé allt önnur en í sumardekkjum. „Vetrar- dekkin eiga að vera mjúk og eru þannig gerð að þau halda mýktinni þó ískalt sé í veðri. Þar með verða þau enn mýkri þegar hitnar í veðri og malbikið er heitt í sólinni. Dekk- ið verður of mjúkt og hemlunar- eiginleikar þess eru alls ekki nógu góðir,“ segir Stefán. Þar að auki sé ekki mikill sparnaður í því þar sem slitflötur vetrardekkja sé mýkri og þau endist því ekki eins vel. Stefán telur þetta því frekar vafasaman sparnað en segir að best sé að eiga sitthvorn umganginn og helst þá á felgum. Séu þau á felgum sé ekki svo dýrt að skipta og maður geti í rauninni gert það sjálfur. „Eitt sett af vetrardekkjum og eitt sett af sumardekkjum, það er skynsam- legast.“ Verð og gæði fara saman Þetta kosta ný dekk Í töflunni má sjá verð hjá nokkrum af helstu verslunum sem selja ný dekk og kannað verð á fólksbíladekkjum annars vegar og jeppadekkjum hins vegar. Beðið var um verð á ódýrari tegund af dekkjum en einnig á dekkjum frá þekktari og stærri framleiðendum. Að öðru leyti er ekki tekið tillit til gæða dekkjanna hér í verðsamanburðinum. Verðin sem upp eru gefin eru smásöluverð og án afsláttar, nema annað sé tekið fram. Ekki var beðið um útsölu- eða til- boðsverð og því ættu neytendur að fylgjast með auglýsingum um tilboð. Eins skal tekið fram að verðið miðast við eitt dekk. Það er þó einnig möguleiki að kaupa sér notuð dekk og felgur og vert er að benda bifreiðaeigendum á þann möguleika. Hér má nefna Dekkjasöluna sem er umboðssala fyrir notuð dekk og felgur en verðskrá hennar er aðgengileg á heimasíðunni. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Eitt sett af vetrar- dekkjum og eitt sett af sumardekkjum, það er skynsamlegast. Dekkjaverkstæði Það má búast við örtröð á dekkjaverkstæðum næstu tvær vikurnar. MYND: STEFÁN KARLSSON n DV kannaði verð á sumardekkjum n Það skiptir miklu máli hver framleiðandi dekkj- anna er n Fólk þarf að hafa varann á gagn- vart ódýrum dekkjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.