Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Page 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 4. apríl 2011 Mánudagur Viðskiptajöfurinn Mohamed Al Fa- yed sem á enska úrvalsdeildarliðið Fulham sló ekki beint í gegn fyrir leik liðsins gegn Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fyrir leikinn, eins og vitað var að yrði, afhjúp- aði Al Fayed styttu af poppgoðinu Michael Jackson fyrir utan Craven Cottage, heimavöll Fulham. Al Fayed var náinn vinur söngv- arans heimsþekkta og reisti þessa styttu í minningu góðvinar síns. Upphaflega átti styttan að standa í Harrods-versluninni sem Al Fayed átti en hana seldi hann í fyrra fyrir einn milljarð punda. Þessi ákvörðun Al Fayeds hefur eðlilega vakið upp reiði hjá sumum stuðningsmönnum Fulham. Jack- son var ekki yfirlýstur stuðnings- maður liðsins en hann mætti aðeins á einn leik árið 1999. Styttan stend- ur nálægt styttu af Johnny Haynes, mikilli goðsögn innan Fulham sem lést fyrir tveimur árum. Mohamed Al Fayed hefur sjald- an verið þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og brást reiður við þegar hann var spurður hvort þetta væri ekki afskaplega sérstök ákvörðun. „Af hverju er þetta svona skrýtið? Fótboltaunnendur elska þetta. Ef einhverjir heimskir stuðningsmenn liðsins skilja ekki þessa gjöf og kunna ekki að meta hana geta þeir farið til helvítis,“ svaraði Al Fayed reiður. „Ég vil ekki að fólk sem kann ekki að meta þessa styttu styðji lið- ið. Ef þeir skilja ekki svona gjöf og trúa ekki á hana mega þeir bara fara og styðja Chelsea. Þeir mega bara fara hvert sem er á meðan þeir styðja ekki mitt félag. Þessi stytta mun gera það að verkum að fólk úti um allt Bretland vill koma og skoða hana og af því eigum við að vera stoltir,“ segir auðjöfurinn Mohamed Al Fayed. tomas@dv.is Úrslit Wayne Rooney sýndi allar sínar bestu, og hluta af sínum verstu hliðum, þeg- ar Manchester United bauð upp á enn eina ótrúlega endurkomu í ensku úr- valsdeildinni um helgina. Nú var liðið 2–0 undir gegn West Ham í hálfleik en þrenna á þrettán mínútum frá Wayne Rooney, hans fimmta fyrir liðið, kom United í forystu áður en Javier Hern- andez innsiglaði sigurinn, 4–2. Þriðja mark Rooneys sem tryggði honum boltann í leiknum til eignar var hans 101. í ensku úrvalsdeildinni. Það var því við hæfi að hann byði upp á leik sem hægt væri að nota sem kennslu- dæmi í faginu: Rooney 101. Heitt í hamsi Það var nákvæmlega ekkert sem benti til þess í hálfleik að Manchester United myndi takast að koma til baka gegn West Ham. En með tilfærslu á Ryan Giggs niður í hægri bakvörðinn og innkomu Javier Hernandez í fram- línuna ásamt Rooney fóru hlutirnir að gerast. Þrátt fyrir rólegan fyrri hálf- leik átti Rooney þó fjölmargar ótrú- legar sendingar. Flestar rötuðu beint á lappirnar á Antonio Valencia sem gerði grín að Wayne Bridge trekk í trekk, en ekki tókst rauðu djöflunum að skora. Á 65. mínútu hófst svo sýnikennsl- an. Wayne Rooney minnkaði mun- inn með marki beint úr aukaspyrnu og sýndi þar spyrnuhæfileika sína. Spyrnan var frá hægri, betur sett fyrir vinstri fótar mann en Rooney lyfti knettinum yfir vegginn og í netið. Sjö mínútum síðar skoraði Rooney svo glæsilegt mark þar sem fyrsta snerting hans á boltanum var upp á tíu og afgreiðslan ekki síðri. Ekta Rooney. Þegar kom svo að því að koma United yfir úr vítaspyrnu hikaði Rooney hvergi. Hann sendi Robert Green í rangt horn, 3–2. Það var þá sem Rooney sýndi hluta af slæmu hliðinni. Hann fór og fagnaði fyr- ir framan sitt fólk en blótaði síðan í myndavélina þannig að allir sem horfðu sáu og heyrðu. Eftir leikinn baðst hann afsökunar á því. „Mér var heitt í hamsi enda hafði mikið gengið á í leiknum. Ég biðst innilega afsök- unar á þessu, orðunum var ekki beint að neinum sérstökum,“ sagði Rooney eftir leikinn. Betri tímar framundan? Á miðvikudaginn í síðustu viku var lið- ið ár frá því að Rooney meiddist í úti- leiknum gegn FC Bayern í meistara- deildinni. Upp úr því hófst versta ár í ævi Rooneys, bæði innan vallar sem utan. Veltu enskir fjölmiðlar því fyrir sér í síðustu viku hvort ferill Rooneys væri nú á niðurleið og bentu á tvær aðrar enskar hetjur, Michael Owen og Robbie Fowler, sem báðar fóru að skora minna eftir 25 ára aldurinn. Rooney svaraði gagnrýnisröddun- um með stæl gegn West Ham og bauð upp á allt sem hann hefur yfir að ráða í sínu vopnabúri. Hann lét þó vera að fá heimskuleg spjöld eða koma sér í vandræði fyrir að slá til annarra leik- manna. Eitthvað sem Sir Alex Fergu- son, knattspyrnustjóri Manchester United, prísar sig sælan með. Draumadagur United Arsenal virðist ætla gera hvað það get- ur til að hjálpa Manchester United að vinna sinn nítjánda Englandsmeist- aratitil. Arsenal tók á móti Blackburn um helgina og tókst ekki að skora mark þrátt fyrir að vaða í færum og vera einum fleiri í tuttugu mínútur. Að sama skapi mistókst Chelsea að koma sér fyrir alvöru í titilbaráttuna aftur en liðið þurfti að sætta sig við jafntefli gegn Stoke á útivelli, 1–1. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var heiðarlegur í svörum eftir jafntefli gegn Blackburn en liðið hefur nú aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. „Við stóðum okkur illa í dag. Þú kemst ekkert upp með svona frammistöðu gegn Blackburn-liðinu sem varð- ist vel. Við buðum ekki upp á neinar hraðabreytingar, ógnuðum ekkert og takturinn í sendingunum var hægur. Allt sem við ætluðum ekki að gera. Ég er virkilega vonsvikinn með þetta og hef einfaldlega áhyggjur af spila- mennsku okkar í dag,“ sagði Arsene Wenger. Rooney 101 n Þrenna á þrettán mínútum bjargaði United n Wayne Rooney bauð upp á góðu og slæmu hliðarnar n Draumahelgi fyrir Manchester United í deildinni Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Fékk boltann til eignar Rooney skoraði sína fimmtu þrennu fyrir Manchester United gegn West Ham. MynD ReUTeRs Eigandi Fulham reisir styttu af Michael Jackson fyrir utan völlinn: „Þá máttu fara til helvítis“ styttan umdeilda Það er eins gott að þér líki styttan því annars máttu allt eins gerast aðdáandi Chelsea. enska úrvalsdeildin West Ham - Man. United 2-4 1-0 Mark Noble (10. víti), 2-0 Mark Noble (25. víti), 3-0 Wayne Rooney (65.), 2-2 Wayne Rooney (72.), 2-3 Wayne Rooney (78. víti), 2-4 Javier Hernandez (83.). Birmingham - Bolton 2-1 1-0 Kevin Phillips (4.), 2-0 Craig Gardner (59.), 2-1 Johan Elmander (70.). everton - Aston Villa 2-2 1-0 Leon Osman (38.), 1-1 Darren Bent (47.), 1-2 Darren Bent (68.), 2-2 Leighton Baines (83.). newcastle - Wolves 4-1 1-0 Kevin Nolan (22.), 2-0 Shola Ameobi (45.), 3-0 Peter Lovenkrands (50.), 3-1 Sylvan Ebanks-Blake (58.), 4-1 Jonas Gutierrez (90.). stoke - Chelsea 1-1 1-0 Jonathan Walters (8.), 1-1 Didier Drogba (33.). West Brom - Liverpool 2-1 0-1 Martin Skrtel (50.), 1-1 Chris Brunt (62. víti), 2-1 Chris Brunt (88. víti). Wigan - Tottenham 0-0 Arsenal - Blackburn 0-0 n Steve Nzonzi, Blackburn (76.). Fulham - Blackpool 3-0 1-0 Bobby Zamora (22.), 2-0 Bobby Zamora (27.), 3-0 Dickson Etuhu (71.). Man. City - sunderland 5-0 1-0 Adam Johnson (8.), 2-0 Carlos Tevez (14. víti), 3-0 David Silva (63.), 4-0 Patrick Vieira (67.), 5-0 Yaya Toure (73.) sTAðAn Lið L U J T M st 1. Man. Utd 31 19 9 3 68:32 66 2. Arsenal 30 17 8 5 59:29 59 3. Man. City 31 16 8 7 50:27 56 4. Chelsea 30 16 7 7 54:25 55 5. Tottenham 30 13 11 6 41:34 50 6. Liverpool 31 13 6 12 42:38 45 7. Everton 31 9 14 8 42:41 41 8. Bolton 31 10 10 11 43:43 40 9. Newcastle 31 10 9 12 48:46 39 10. Fulham 31 8 14 9 36:33 38 11. Stoke City 31 11 5 15 37:39 38 12. Sunderland 31 9 11 11 33:42 38 13. WBA 31 9 9 13 43:57 36 14. Blackburn 31 9 7 15 39:51 34 15. Birmingham 30 7 13 10 30:42 34 16. Aston Villa 31 8 10 13 39:53 34 17. Blackpool 31 9 6 16 45:63 33 18. West Ham 31 7 11 13 38:53 32 19. Wolves 31 9 5 17 36:53 32 20. Wigan 31 6 13 12 29:51 31 enska Championship-deildin Leeds - nott. Forest 4-1 Hull - Millwall 0-1 Bristol City - Doncaster 1-0 Burnley - Ipswich 1-2 Cardiff - Derby 4-1 Coventry - Watford 2-1 Aron einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Coventry. Crystal Palace - Barnsley 2-1 Middlesbrough - Leicester 3-3 norwich - scunthorpe 6-0 Preston - swansea 2-1 Reading - Portsmouth 2-0 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunn- arsson spiluðu allan leikinn fyrir Reading en Hermann Hreiðarsson var tekinn af velli á 78. mínútu hjá Portsmouth. sTAðAn Lið L U J T M st 1. QPR 38 21 13 4 60:23 76 2. Norwich 39 19 13 7 68:47 70 3. Cardiff 39 19 9 11 64:47 66 4. Swansea 39 20 6 13 54:38 66 5. Leeds 39 17 13 9 73:61 64 6. Reading 38 15 15 8 62:42 60 7. Nottingham F. 39 15 15 9 49:39 60 8. Millwall 39 15 12 12 52:40 57 9. Burnley 38 15 12 11 54:48 57 10. Watford 39 15 11 13 68:56 56 11. Hull 39 14 14 11 42:39 56 12. Leicester 39 16 8 15 59:59 56 13. Portsmouth 39 15 9 15 50:50 54 14. Bristol City 39 15 8 16 51:54 53 15. Ipswich 39 15 7 17 50:50 52 16. Barnsley 39 12 11 16 45:57 47 17. Coventry 39 12 9 18 43:50 45 18. Middlesbro 38 12 9 17 49:57 45 19. Derby 39 12 8 19 49:57 44 20. Doncaster 39 11 11 17 49:68 44 21. Cr. Palace 39 11 9 19 39:60 42 22. Sheffield Utd 38 9 8 21 34:59 35 23. Preston 38 8 10 20 44:66 34 24. Scunthorpe 39 10 4 25 33:74 34

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.