Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Síða 3
Fréttir | 3Mánudagur 11. apríl 2011 n Ólafur Ragnar Grímsson segir að Ísland muni borga, annað sé byggt á misskilningi n Íslenska þjóðin hefur endur- heimt lýðræðislegt sjálfstraust sitt, segir forseti Íslands n Segir Ísland njóta alþjóðlegs stuðnings n Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði mikilvægt að útskýra okkar stöðu og svara áminningarbréfi ESA eigandi að ríkisstjórnir færu að koma með opinberar yfirlýsingar.“ Ólafur virðist vera á öndverð- um meiði við Uffe Elleman-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dan- merkur, sem skrifaði grein á vefút- gáfu Berlingske Tidende á sunnudag. Elle man-Jensen sagði að Íslendingar væru búnir að koma sér í mjög erfiða stöðu, bæði fjárhagslega og stjórn- málalega. „Íslendingar hafa nú sýnt fram á að þeir geta ekki gert alþjóð- lega samninga – og þess vegna eru í vændum langvinn og dýr málaferli til að skera úr um deiluefnið. Það er lít- ill vafi á að Ísland tapar málinu – og það réttilega: Hvers vegna í ósköpun- um ættu breskir og hollenskir skatt- greiðendur að borga reikninginn fyr- ir þá íslensku?“ Munum borga Ólafur Ragnar benti á í yfirlýsingu sinni að þrátt fyrir að öðru hafi ver- ið haldið fram, sé ljóst að Íslending- ar ætli sér eftir sem áður að borga – þjóðaratkvæðagreiðslan hafi snú- ist um annað. Ólafur segir að Bretar og Hollendingar muni byrja að fá greiðslur innan fárra mánaða. „Alls gætu þessar greiðslur til Breta og Hollendinga numið rúmlega 1.000 milljörðum íslenskra króna. Það er því rangt að fullyrða að Bretar og Hollendingar fái ekkert í sinn hlut.“ „Þær hafa gert þjóðinni kleift að endurheimta lýðræðislegt sjálfstraust sitt, treyst þá sýn að þjóðin sé gerandi í eigin málum. Ólafur Ragnar Grímsson Sagði ljóst að Bretar og Hollendingar myndu fá borgað þrátt fyrir að Icesave III-samningnum hafi verið hafnað. MyndiR SiGtRyGGuR ARi Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins: Þjóðin lætur ekki bjóða sér hvað sem er „Ég er bara ofboðslega ánægð, þetta sýnir það að við búum í virku lýðræðisríki. Þjóðin talaði í gær og ég er bara svo stolt af þeim einstak- lingum sem sögðu nei og að það sé ennþá það sjálfstæði hjá þjóðinni og að hér sé virkt lýðræði.“ Hún seg- ir að það hafi verið við því að búast að viðbrögð Hollendinga og Breta yrðu neikvæð, þeir gætu ekki ann- að en sýnt þessi viðbrögð. „Að sjálf- stöðu fagna ég dómstólaleiðinni.“ Það sé langtum betra að láta þjóð dæma sig til að borga þessa Ice- save-skuld heldur en að taka þær blindandi á sig. Vigdís telur að öfl- ug upplýsingagjöf hjá nei-hreyf- ingunum hafi jafnvel ráðið úrslit- um og það að þjóðin hafi verið vel upplýst. „Þjóðin lætur ekki bjóða sér hvað sem er, ég held að það sé það sem réð úrslitum,“ segir Vigdís. Hún telur að réttur þjóðarinnar til að standa á rétti sínum frekar en að þjóðernishyggja hafi ráðið úr- slitum. „Við sýndum það í gær að það þýðir ekki að ljúga okkur til hlýðni.“ Nú fari málið til dómstóla ef Hollendingar og Breta leggja í það. „Þetta endar svo hér hjá ís- lenskum dómstólum. Dómstól- arnir séu hlutlausir aðilar og best til þess fallnir að fjalla um málið,“ segir Vigdís. Nú þurfi að setja alla helstu sérfræðinga í Evrópurétti í málið og nefnir hún, Peter Öre- beck, lagapróf essor við háskólann í Tromsö, sem dæmi og það verður næsta skref. „Svo sjáum við bara til hvað verður og hvað Bretar og Hol- lendingar gera, en ég minni á að það er ekki lagaleg skylda Íslend- inga að greiða þetta og ég hef alla tíð efast um það á hvaða lagagrein Bretar og Hollendingar ætla að byggja sitt dómsmál þar sem það er ekki ríkisábyrgð á innistæðutrygg- ingarsjóðnum samkvæmt lögum.“ Atli Gíslason, þingmaður utan flokka: Þarf að höfða mál á Íslandi „Þetta eru ánægjuleg úrslit,“ segir Atli Gíslason, fyrrverandi þingmað- ur Vinstri grænna. Atli gekk sem kunnugt er úr þingflokki Vinstri grænna ásamt Lilju Mósesdóttur, meðal annars eftir deilur um Ice- save. Hann kaus gegn samningnum þegar hann var tekinn fyrir á Al- þingi. Hann segist ekki hafa neinar áhyggjur af viðbrögðum Hollend- inga og Breta. „Ef menn eru ósam- mála fara þeir fyrir dóm og leysa málin þar. Það er ekkert áhyggju- efni. Siðaðar þjóðir leysa ágrein- ingsmál sín fyrir dómstólum ef það næst ekki niðurstaða í samningum,“ segir Atli. Atli segir einnig að ef það fari svo að Hollendingar og Bretar vilji sækja málið gegn Íslandi fari það í gengum EFTA. Þar sem EFTA- dómstóllinn dæmi ekki í fjárhags- kröfum, geti hann aðeins gefið álit á hvort við höfum rangt eða rétt fyrir okkur í Icesave-deilunni. Ef málið verður rekið þar muni koma álit frá dómstólnum og ef það verður Bret- um og Hollendingum í hag komi þeir væntanlega til með að höfða mál á Íslandi.“ Þá þarf að höfða mál, og ef dómur fellur gegn Íslending- um á Íslandi þá er sá dómur skuld- bindandi. Það er langur tími í það, ég ímynda mér að þetta taki þrjú til fimm ár í viðbót,“ segir Atli. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Skilaboðin skýr „Niðurstaðan er sú að það komu fram skýr skilaboð í kosningunni, þjóðin sættir sig ekki við samn- ingana,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem greiddi atkvæði með Icesave- samningnum á Alþingi. Nú sé það hlutverk stjórnvalda á Íslandi að koma þeim skilaboðum til skila og vinna að framgangi efnahagsmála með hliðsjón af því. Bjarni telur að það sem á endanum hafi ráðið úr- slitum um niðurstöðuna hafi ver- ið „ að fólki finnist samningarnir ósanngjarnir“. „Ég er hins vegar ekki í vafa um það að margir notuðu líka tæki- færið og lýstu yfir vantrausti á rík- isstjórnina. Ég heyri það í mínum flokki að menn hafi einfaldlega ekki getað farið á kjörstað og greitt þar atkvæði með máli sem lagt var fram af Jóhönnu og Steingrími,“ segir Bjarni. Bjarni telur að hér hafi komið fram sjálfstraust þjóðarinnar og það hafi ráðið úrslitum. „Næstu skref eru að koma í veg fyrir það að niðurstaðan verði mistúlkuð eins og hafi verið auðséð í erlendum fjölmiðlum,“ segir Bjarni. Þrotabú Landsbankans muni greiða stór- an hlut höfuðstólsins ef ekki allan. „Við þurfum að leiða mönnum það fyrir sjónir að með því að leita úr- lausna dómstóla séu menn ekki að flýja skuldbindingar sínar. Varð- andi stöðu Bjarna sem formanns Sjálfstæðisflokksins sagði hann að það væri augljóst að meirihluti hafi verið fyrir því innan flokksins að hafna þessum samningi. „Mér finnst skipta miklu máli að þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins hafi viljað að þjóðin tæki ákvörðun um málið. Ég þarf auðvitað að fara til fundar við mína flokksmenn og vinna að áframhaldandi óskoruðu trausti til að leiða flokkinn aftur til valda í íslenskum stjórnmálum og það er vinna sem ég kvíði ekki neitt.“ „Þetta er orðin erfið staða að vinna úr,“ segir Þórólfur Matthíasson. „Nið- urstaðan er auðvitað sú að hér voru menn að reyna að koma á kjara- samningum og ég geri ráð fyrir því að þessi niðurstaða muni hafa áhrif þar strax.“ Menn voru að reikna með meiri aðgangi að erlendu lánsfé og voru búnir að miða við það í kjara- samningagerð. Einnig hafi verið gert ráð fyrir lántökum í fjárfestingar- verkefnum sem hafi átt að standa undir hagvaxtarkipp sem talin var geta gefið svigrúm í atvinnulífinu til launahækkanna. Það sé líklegt að það svigrúm verði ekki til staðar. „Nú erum við, sem þjóð, svipað stödd og stjórnendur Orkuveitu Reykjavík- ur sem fær ekki fyrirgreiðslu til að standa við afborganir af lánum sem eru að falla á gjalddaga.“ Ísland sem þjóð gæti lent í sömu stöðu þar sem spurningarmerki er sett við lánalín- urnar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hjá Norrænu bönkunum. Til þess að berjast gegn því þurfi seðlabank- inn að kaupa gjaldeyri, sem veikir stöðu krónunnar og kallar á verð- bólguviðbrögð. „Þetta er það sem almenningur kann að finna fyrir á næstu mánuðum,“ segir Þórólfur. Þetta geti einnig kallað á að það þurfi að fara aftur ofan í fjárlögin og jafnvel skera meira niður. „Nú þarf að koma á sátt við þá sem við skuldum fé og hjá þeim sem við fáum lánafyrir- greiðslur“. Þórólfur lýsir þessu sem því að fara í banka og biðja um frest á greiðslum sem þegar er margbúið að fresta, en vilja samt fá fyrirgreiðslu. „Það er ákveðin þolinmæði sem klár- ast. En stjórnvöld í Bretlandi og Hol- landi vita það að það hefur verið vilji íslenskra stjórnvalda að klára málið. Það verður þrengra fyrir á öllum víg- stöðvum og þessi dómsmál koma til með að taka nokkuð langan tíma að þvælast fyrir okkur.“ Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði: Verðbólga og veikari krónaÖssur Skarphéðinsson utanríkisráðherra:Aðalmálið að ná sáttum ast að.“ Mjög sterkar röksemdir hafa komið fram í umræðunni í aðdrag- anda kosninganna sem muni verða notaðar, „við munum ganga í þau vopnabúr sem fyrir eru.“ „LítiLL vafi á að ísLand tapar máLinu“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.