Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Page 16
16 | Erlent 11. apríl 2011 Mánudagur Kreppan kemur ekki lengur við kauninn á bandarískum forstjórum: Forstjórar hækka í launum Eftir að hafa lækkað í launum árin 2008 og 2009 í kjölfar efnahags­ kreppunar eru laun bandarískra forstjóra loksins á uppleið aftur. Bandaríska blaðið New York Times greinir frá því að meðalárslaun for­ stjóra hjá 200 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna séu nú um 9,6 millj­ ónir Bandaríkjadala, eða tæplega 1.100 milljónir króna. Samsvarar þetta tólf prósenta hækkun frá árinu 2009. Eru meðallaunin nú að nálg­ ast þau laun sem tíðkuðust áður en efnahagshrunið varð árið 2008. Á sama tíma hefur hagnaður banda­ rískra stórfyrirtækja aukist mik­ ið, eða 29,2 prósent, frá árinu 2009 til 2010 ef miðað er við síðasta árs­ fjórðung hvers árs. Álíka hröð aukn­ ing hefur ekki orðið í 60 ár. Launahæsti forstjóri síðasta árs var Philippe P. Daumann, forstjóri Viacom. Hann þénaði 84,5 milljónir dala, eða 9,4 milljarða króna, á að­ eins níu mánaða tímabili. Næstur á eftir honum kom Ray R. Irani, for­ stjóri Occidental Petroleum, með 76 milljónir dala. Laun hans hækkuðu um 142 prósent frá árinu 2009. Þá vekur athygli að stjórnar­ formaður ökutækjarisans Ford Motor, Alan R. Mulally, þénaði 26,5 milljónir dala í fyrra. Nemur hækk­ unin 48 prósentum. Ford Motor er eina stóra bílafyrirtækið í Detroit sem ekki þurfti á neyðaraðstoð að halda frá bandarískum yfirvöldum. Þvert á móti hækkaði hlutabréfa­ verð í fyrirtækinu um 68 prósent. Þetta þykir benda til þess að krepp­ an sé á undanhaldi og betri tímar framundan í bandarísku efnahags­ lífi. einar@dv.is Sunnudaginn 3. apríl ætlaði kín­ verski listamaðurinn Ai Weiwei að stíga upp í flugvél í Peking, en hann var á leið til Hong Kong. Ai komst hins vegar aldrei í flugvélina, því hann var handtekinn af kínverskum yfirvöldum og því næst haldið í ein­ angrun í fjóra daga. Ættingjar hans og vinir vissu ekkert um afdrif lista­ mannsins og það var engu líkara en að jörðin hefði gleypt hann með húð og hári. Vinur Ai, Wan Tao, var einnig handtekinn og því var engin leið að komast að því hvað hefði orðið um hinn heimsfræga listamann, sem er meðal annars þekktur fyrir að hafa verið einn af hönnuðum „Fugls­ hreiðursins,“ ólympíuleikvangsins í Peking sem heimsbyggðin dáðist að sumarið 2008. Á fimmtudag staðfesti kínverska utanríkisráðuneytið loks­ ins að Ai hefði verið handtekinn, en að sögn ráðuneytisins er hann grun­ aður um efnahagslega glæpi. Frægðin skiptir engu Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að Ai hafi verið hand­ tekinn vegna gagnrýni hans á kín­ versk stjórnvöld. Undir það tekur eldri systir Ai, Gao Ge, sem segir að ásakanir yfirvalda á hendur bróður hennar séu „fáránlegar“ og að hand­ tökuna megi greinilega rekja til póli­ tískra skoðana. Kínversk stjórnvöld hafa verið á nálum undanfarnar vik­ ur og mánuði, ekki síst í ljósi mót­ mælanna og byltinganna sem hafa tröllriðið Mið­Austurlöndum síð­ an Jasmín­byltingin í Túnis hófst í janúar fyrr á þessu ári. Kínverjar ótt­ ast að mótmælahreyfingar kunni að birtast í Kína, og hafa því aukið alla ritskoðun og aukið eftirlit með sam­ skiptum fólks í gegnum veraldarvef­ inn. Handtakan á Ai þykir bera þess glöggt merki að frægð og frami skipt­ ir engu máli, en fram að þessu var talið að Ai væri svo til ósnertanlegur – yrði hann handtekinn myndi það óneitanlega vekja heimsathygli. Sú virðist raunin einnig vera. Nicholas Bequelin, sem starfar fyrir mannréttindasamtökin Human Rights Watch, sagði að handtakan markaði tímamót þar sem skipunin um hana hefði væntanlega komið frá mjög háttsettum aðila. „Handtakan er þess eðlis að hún sendir almenn­ ingi skýr skilaboð. Það skiptir engu máli hver þú ert og hve þekktur þú ert. Lögreglan getur engu að síður handtekið þig, hvar og hvenær sem er.“ Vinnustofan girt af Á sama tíma og Ai var handtekinn á flugvellinum í Peking réðust 50 lög­ reglumenn inn á vinnustofu hans og heimili í úthverfi Peking. Allar tölvur voru gerðar upptækar sem og harðir diskar og önnur skjöl. Eiginkona Ai var handtekin ásamt átta mönnum sem starfa fyrir Ai. Í febrúar birti Ai skilaboð á sam­ skiptasíðunni Twitter, en talið er að þau hafi lagt grunninn að auknu eft­ irliti á högum hans, sem hafa nú leitt til handtöku og væntanlega ákæru. „Í fyrstu þótti mér ekki mikið til jas­ mínu koma, en síðan fór fólk sem óttasta hana að dreifa áróðri um hve skaðleg jasmínan er, sem fékk mig til að átta mig á því að það er jasmínan sem þeir óttast mest. Þvílík jasmína!“ n Heimsþekktur listamaður handtekinn fyrir að gagnrýna stjórnvöld n Eiginkonan líka handtekin n Kínverjar á nálum vegna mótmælaöldunnar í Mið-Austurlöndum Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Stjórnvöld þagga niður í liStamanni Ritskoðun Ai Weiwei var handtekinn fyrirvaralaust þann 3. apríl. Mynd REutERs Vekur athygli Stuðningsmenn Ai hafa krafist þess að honum verði sleppt úr haldi. Feitara veski Bandarískir forstjórar hafa það gott, enda hafa laun þeirra hækkað um 12 prósent á einu ári að meðaltali. Mynd PHotos.coM Arnold snýr aftur Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, er reiðubúinn að snúa sér aftur að kvikmynda­ bransanum. Schwarzenegger, sem lék á sínum tíma í fjölda hasar­ mynda á borð við Terminator og Predator, segir að hann hafi fengið fjölda tilboða en er þögull sem gröf­ in um hugsanleg hlutverk. „Ég mun ekki eiga erfitt með að snúa mér aftur að skemmtanabransanum og leika í ofbeldisfullum kvikmyndum eins og ég gerði,“ segir Schwarze­ negger. Þó svo að hann sé orðinn 63 ára og hafi gegnt embætti ríkis­ stjóra Kaliforníu er Schwarzenegger hvergi banginn og segir að það muni ekki stöðva sig í því að leika í sam­ bærilegum myndum og hann gerði. „I’ll be back,“ er setning sem Arnold gerði fræga í Terminator á sínum tíma og virðist eiga vel við í dag. sidney Lumet látinn 86 ára Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Sidney Lumet lést á heimili sínu í New York á laugardag, 86 ára að aldri. Banamein hans var krabba­ mein. Lumet var einn ástsælasti kvikmyndaleikstjóri Bandaríkj­ anna á seinni hluta síðustu aldar og leikstýrði yfir 40 myndum. Með­ al mynda sem hann leikstýrði má nefna Network, Serpico og 12 Angry Men. Lumet var tilnefndur fjórum sinnum til Óskarsverðlauna sem besti leikstjórinn en vann aldrei. Hann hlaut hins vegar heiðursverð­ laun hátíðarinnar árið 2005. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Mary Gim­ bel, sem hann kvæntist árið 1980. Japanir vilja Ólympíuleika Japanir eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir hörmungarnar þann 11. mars síðastliðinn. Nú hefur borgarstjór­ inn í Tókýó, Shintaro Ishihara, gefið það út að borgin ætli að berjast um að fá að halda Ólympíuleikana árið 2020. Ishihara tilkynnti þetta um helgina þegar hann var endurkjör­ inn borgarstjóri, fjórða kjörtíma­ bilið í röð. „Ef við leggjum mikið á okkur mun okkur takast þetta,“ segir Ishihara og bætir við að Ólympíu­ leikarnir gætu hjálpað landinu mik­ ið í uppbyggingu sinni. Þær borgir sem vilja halda Ólympíuleikana árið 2020 verða að skila inn formlegri umsókn fyrir 1. september næst­ komandi. Árið 2013 verður tilkynnt hvaða borg verður fyrir valinu. Berl­ ín, Höfðaborg, Róm og Istanbúl eru meðal þeirra borga sem lýst hafa yfir áhuga, auk Tókýó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.