Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Side 17
Erlent | 17Mánudagur 11. apríl 2011 •Sérþróað, umhverfisvænt gæðaþvottaefni fyrir íslenskt vatn •Án efna sem sitja eftir í tauinu •Nægir að þvo á 40-60°C •2 kg endist 40 þvotta •Án fosfata „Ég býst við að hús, bátar og jafnvel mannsfætur í strigaskóm muni reka að ströndum landsins,“ segir banda- ríski haffræðingurinn Curtis Ebbes- meyer. Gríðarlegt magn af braki og rusli sem skolaðist á haf út í kjölfar flóðbylgjunnar í Japan þann 11. mars síðastliðinn, stefnir nú hraðbyri að vesturströnd Bandaríkjanna. Nú þeg- ar hefur verið tilkynnt um heilu húsin og skipin sem komin eru lengst á haf út og rekur í átt til Bandaríkjanna. Eb- besmeyer, sem stundað hefur rann- sóknir á sjávarstraumum í árarað- ir, býst við að eitt ár muni líða þar til fyrstu hlutirnir skolast á land í Banda- ríkjunum. Býst við hinu óvænta Mörg þúsund lík skoluðust á haf út í kjölfar flóðbylgjunnar sem reið yfir Japan í síðasta mánuði. „Ég býst við hinu óvænta,“ segir Ebbesmeyer í samtali við breska blaðið Daily Mail. Fulltrúar bandaríska sjóhersins full- yrða í samtali við blaðið að þeir hafi aldrei séð neitt þessu líkt. Vara þeir við því að brakið geti valdið skipum á svæðinu miklum vandræðum og í raun skapað stórhættu. Þá er einnig óttast að geislavirkur úrgangur muni berast að ströndum Bandaríkjanna í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarn- orkuverinu. „Áhættan er ekki mikil en hún er til staðar. Magnið yrði væntan- lega óverulegt og myndi ekki skapa vandræði,“ segir James Hevezi, yfir- maður American College of Radio- logy Commission on Medical Physics. Slæm áhrif á dýralíf Yfirvofandi mengun við strendur Bandaríkjanna er ekki það eina sem Ebbesmeyer óttast. Hann segir að sjávarmengun í Kyrrahafinu geti haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir dýralíf í hafinu. Hann bendir til dæm- is á að ungar sjávarskjaldbaka klekj- ast út í Japan og ferðast yfir Kyrrahafið til stranda Kaliforníuríkis. Mengunin geti haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir stofninn. Ebbesmeyer tekur það þó fram, að þó að um mikið magn af rusli sé að ræða, blikni það í sam- anburði við það magn af úrgangi sem ratar í hafið á hverju ári. n Þúsundir tonna af rusli sem skolaðist á haf út í flóðbylgjunni í Japan rekur í átt að Banda- ríkjunum n Heilu húsin hafa sést á floti n Dýralífi á Kyrrahafi kann að stafa hætta af rusli Mikið magn rusls rekur í átt að Bandaríkjunum Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Þá er einnig óttast að geislavirkur úrgangur muni berast að ströndum Bandaríkjanna í kjölfar slyssins í Fukushima-kjarnorkuverinu. Á leið til Bandaríkjanna Ruslið getur stefnt dýraríki í Kyrrahafi í hættu. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.