Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2011, Síða 20
L eikstjórinn Zack Snyder nýt- ur nokkurrar virðingar fyrir verk sín. Myndir hans 300 og Watchmen þykja báðar þokka- legar myndir þar sem hið sjónræna fær að njóta sín. Sú virðing hefur beð- ið nokkurn hnekki því nýjasta mynd hans Sucker Punch hefur hlotið af- leita dóma víðast hvar. Söguþráðurinn er á þá leið að ung kona, Baby Doll, er lögð gegn vilja sínum inn á geðveikrahæli. Hælið er rekið af harðsvíruðu teymi, Blu og Madam Gorski og Babydoll flýr fljótt inn í ímyndaðan heim þar sem hún undirbýr flótta sinn. Hún fær sex aðrar konur í lið með sér. Allar eru þær sexí og klæddar í – tjah... – annars konar klæði en vant er á hæl- um. Enda er hælið ekkert venjulegt hæli heldur einhvers konar erótískur klúbbur á sama tíma. Búningur Baby Doll minnir óþægilega á Brit- ney Spears í „Hit me baby one more time“ sem ég hélt að væri múnder- ing sem ætti að hvíla í friði að eilífu. En það er greinilega ekki svo gott. Where is my mind?! Á meðan Baby Doll dansar þá flýr hún í annan heim þar sem þær stöllur berjast við dreka, varmenni og róbóta. Þær senur eiga sér stað í ímynduðum heimi. Í huga Baby Doll. Í raunheimi stela þær hlutum af dáleiddum karl- svínum á meðan Baby Doll dansar. Söguþráðurinn er svo útþynntur að það má í alvöru spyrja sig hvort hann hafi passað á eina A4-blaðsíðu. Myndin byrjar hægt. Það er varla sagt eitt stakt orð fyrsta korterið. Þess í stað er frásögnin í formi tónlistarmynd- bands. Aulahrollurinn sem læðist að áhorfendum gerir vart við sig þetta korter. Sérstaklega þegar lagið White Rabbit er notað til þess að lýsa and- legri líðan aðalsöguhetjunnar. Where is my mind? Í alvöru? Þeir sem fara ekki úr salnum eftir þetta atriði eru fórnarlömb eigin út- halds. Því eftir því sem líður á mynd- ina magnast aulahrollurinn svo stór- kostlega að mann langar að senda blóm og kransa á leiði ferils leikstjór- ans Zacks Snyder. Innihaldslaust kjaftæði Það eina sem honum tekst vel upp með er útlit fantasíusenanna. Þær senur eru verulega flottar en svo innihaldslausar á sama tíma að það er rétt sem erlendir gagnrýnendur segja nærri allir sem einn: Að horfa á myndina er eins og að horfa á aðra manneskju spila tölvuleik. Eins og það sé ekki nógu slæmt þá er myndin svo flókin að mann sundl- ar við að reyna að útskýra fyrir næstu manneskju um hvað myndin fjallar og það er í raun óþarfi. Myndin ger- ist á þremur stigum í huga Baby Doll. Einmitt! Nei, það er svo ósanngjarnt að þurfa að tala um þessa mynd. Einu skilaboðin sem þörf er á að berist næstu manneskju eru að myndin sé slæm. Verulega slæm. Hún er inni- haldslaust kjaftæði og full af kven- hatri og úreltum staðalímyndum í þokkabót. Myndin er víst bönnuð 12 ára og yngri. Þau tilmæli eru vísast til mið- uð út frá ofbeldi og orðfæri í mynd- inni. En það er nú margt fleira slæmt fyrir óharðnaða unglinga. Til dæmis súrar staðalímyndir og smekkleysi. Fyrir mér er málið einfalt. Myndin er mannskemmandi. Ekki fara á hana nema að þú viljir ögra þér á einhvern undarlegan máta. Og ekki fara með unglingana ykkar á þessa mynd. Þeir bíða þess varla bætur. 20 | Fókus 11. apríl 2011 Mánudagur Kvenskörungar Íslendingasagnanna stíga dans: Þá skal ég muna þér kinnhestinn Dansfélagið Krummi hefur ákveðið að efna til örfárra aukasýninga á „Þá skal ég muna þér kinnhestinn“ í leik- húsinu Norðurpólnum á Seltjarnar- nesi. Verkið var áður flutt á Reykjavik Dance Festival í fyrra og vakti óskipta athygli. Verkið er innblásið af kven- skörungum Íslendingasagnanna og sérstaklega einblínt á þær Bergþóru, Hallgerði, Helgu fögru og Egil Skalla- grímsson. Dansfélagið Krummi saman- stendur af dönsurunum/danshöf- undunum Katrínu Gunnarsdóttur, Sögu Sigurðardóttur, Sigríði Soffíu Níelsdóttur og Snædísi Lilju Inga- dóttur. „Kvenskörungar Íslendinga- sagnanna eru eftirminnilegar hetjur sem of lítið er fjallað um og okkur langaði til þess að gefa líf, segir Katr- ín Gunnarsdóttir. Við túlkum tilfinn- ingalíf þeirra og fléttum saman við íslenskar klisjur sem tengjast kven- hetjum.“ Katrín fer með hlutverk Helgu fögru í sýningunni og segir hvern dansara túlka þá eiginleika sem ein- kenna kvenhetjuna með hreyfingum. Tónlist skipar ekki síður sess í sýning- unni og fer frá því að vera ljúf raftónlist í „heavy metal“-tónlist. Katrín segir, beðin um að lýsa stemningu sýningar- innar, að kannski sé þetta svolítil vest- rastemning. „Við leikum okkur svolít- ið með klisjur, ýkjum þær og snúum á hvolf. Togum í þetta allt saman. Það er ákveðin vestrastemning í sýningunni líka. Svona einmanaleiki á íslenskri sléttu,“ segir hún og hlær. Litið inn á æfingu í Borgarleikhúsinu: Leikhópurinn Vesturport er í óða önn að leggja lokahönd á sýninguna Húsmóðirin. Ljósmyndari DV leit við á æfingu í liðinni viku og fylgd- ist með leikhópnum fínpússa ýmis atriði fyrir forsýningar sem verða í vikunni. Nína Dögg leikur heimavinnandi húsmóður í miðbæ Reykjavíkur og virðist við fyrstu skoðun harðdug- leg og myndarleg húsmóðir. Gervi hennar er skemmtilegt í sýningunni og Nína á stórleik í þessari sýningu ef marka má frásögn ljósmyndara. Húsmóðirin myndarlega annast börn sín, eiginmann og kamerúnsk- an skiptinema af þessum líka mynd- ugleika en brátt kemur þó í ljós að hún er ekki öll þar sem hún er séð. Að þessarri sýningu kemur gamli kjarni Vesturportshópsins. Gísli, Nína, Víkingur og Björn Hlynur vinna saman að þessari sýningu. Björn Hlynur og Víkingur sáu mest- megnis um handritaskrif og því er góðs að vænta. Björn Hlynur skrif- aði til að mynda handritið að Dub- beldusch sem fékk feikigóða dóma fyrir nokkrum árum. Annars þarf vart að kynna þennan hóp sem er á leið til Pétursborgar til að taka á móti leiklistarverðlaunum Evrópu. Sucker Punch IMDb 6,1 RottenTomatoes 21% Metacritic 33 Leikstjóri: Zack Snyder. Handrit: Zack Snyder og Steve Shibuya. Leikarar: Emily Browning, Vanessa Hudgens, Abbie Cornish. 120 mínútur Bíómynd Kristjana Guðbrandsdóttir Blóm og kransar sendist til Zacks Snyder Britney-uppvakningur Leikkonan Emily Browning er gjörsamlega stjörf í hlutverki sínu sem Baby Doll. Búningar hennar í myndinni eru að auki hroðalegir og minna óþægilega á Britney Spears í Hit me baby one more time... Húsmóðir í fæðingu Venjulegt heimilishald Björn Hlynur, Nína og Víkingur í hlutverkum sínum. Skemmtilegt gervi Nína Dögg í hlutverki hinnar vafasömu húsmóður sem virðist slétt og felld á yfirborðinu. Spangargleraugun eru skemmtileg viðbót við búning hennar. Gísli með pípu Það verður ekki annað sagt en að pípa fari Gísla vel. Þrjár íslenskar myndir á Tribeca Þrjár íslenskar myndir verða sýndar á Tribeca-kvikmyndahátíðinni sem verður sett þann 20. apríl í New York og stendur til 1. maí. Mynd- irnar þrjár eru Gnarr í leikstjórn Gauks Úlfarssonar og stuttmynd- irnar Þyngdarafl (Gravity) í leik- stjórn Loga Hilmarssonar og Paper í leikstjórn Egils Kristbjörnssonar. Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, gerir ráð fyrir því að hann fari með til New York. Maðurinn á bak við hátíðina er leikarinn Robert De Niro. Róbert, ásamt Jane Rosenthal og Craig Hat- koff, stofnaði hátíðina í kjölfar árás- anna á tvíburaturnana í New York í þeim tilgangi að auðga efnahagslegt og menningarlegt líf á Manhattan. Cindy panTaði Hörpuna Tónlistarhúsið Harpa virðist ætla að lofa góðu því söngkonan Cindy Laup- er var ekki lengi að bóka húsið undir tónleika. Cindy Lauper sló í gegn á níunda áratugnum og mörg laga hennar ódauðleg, svo sem Girls Just Want to Have Fun og True Colors. Aðdáendur Cindy Lauper munu líklega ekki verða fyrir vonbrigðum en hún er þekkt fyrir að taka alla gömlu stelpuslagarana á tónleikum í bland við nýja. Ný plata hennar Memphis Blues er feykivinsæl og sat í 14 vikur samfleytt á Billboard-blúslistanum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin er á árinu er Cindy ekki jafn litskrúðug og áður en það ætti þó ekki að hamla aðdáendum hennar að mæta gelaðir í regnbogans litum á tónleikana – henni til heiðurs. Dansarar og danshöfundar Frá vinstri, Snædís Ingadóttir, Saga Sigurðardóttir og Katrín Gunnarsdóttir. Á myndina vantar Sigríði Soffíu Níelsdóttur. MynD SIGTRyGGuR ARI jóHAnnSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.